Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 14

Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 14
VlSIR Enoksson, mun guð segja, þegar hann yfirheyrir mig á dómsdegi. — — Himneski faðir, mundi eg þá segja, væri eg í þín- um sporum, sag'ði eg. — Daníel Enoksson skapa'Si sig ekki sjálfur, og það er ekki hans sök, þó aS konur fengi ekki staðist, augnaráð hans. Eg klæddist tötrum og gerðist fjósakarl á jarðríki, svo að eg yrði ekki eins hættulegur blessuðum konunum, en líkami miim var gerður af hin- um hæsta höfuðsmið, tignin leyndi sér ekki, þrátt fyrir tötra og mykju, og konurnar flyktust um mig, sjúkar af ást. — — Ja — gáfurnar þinar, Nonni .... Bara að eg .... verði nú ekki .... ekki búinn .... að gleyma .... þessu. Hann þegir langa hríð, stynur við og við og andar- drátturinn er ákaflega örðugur. — Loks spyr hann mig, hvort eg haldi í raun og veru, að guð sé til — guð og annað líf. — Eg vissi ekkert um þetta þá og veit það ekki enn, en eg sagði hinum deyjanda manni, að eg teldi ekkert jafnvist og það, að guð væri til, og að sendiboði hans — einhver ósýnilegur sendiboði — væri nú mitt á meðal okkar. — Hann er hjá okkur, núna á þessari stundu og les hugsanir okkar — — Þá .... þá er nú líklega eins fallegt, að vera ekki að .... að hugsa .... hugsa um .... hana Moniku......... — Já, sagði eg. Nú hugsum við ekki um Moniku. — Og svo varð löng þögn. Nokkrum dögum síðar stakk eg upp á því, að sjúk- lingurinn léti prófastinn þjónusta sig. — En hann var tregur til. Kvaðst vera hræddur um, að prófasturinn væri fjandmaður sinn, sakir þess að hann hef'ði tekið Moniku fram yfir dóttur hans. — Það er nú ein syndin — ein stóra syndin, segir Daníel og stynur þungan. Eg reyni að fullvissa hann um, að prófasturinn muni ekki minnast á þetta. Hins vegar geti Daníel vafalaust haft gagn af því, að tala um guð og eilífðina við svo lærðan mann. Hann felst á þetta í orði kveðnu, en ótt- inn situr inni fyrir. — Og svona líða. dagarnir — langir dagar og langar vöku-nætur. Nóttina fyrir Þorláksmessu líður honum svo illa, að eg tel vist, að hann muni deyja þá og þegar. — Hann talar ekki nokkurt orð af viti, en mér virðist auðsætt, að þjáningarnar sé að verða óbærilegar. — Hann brýst uin fast í rúminu, byltir sér fram úr því og veltist um moldargólfið. Eg reyni með öllu móti að róa hann og friða, en ekkert hjálpar. — Hann sér býsn og undur í hverri átt. — — Þarna eru þeir komnir, feðgarnir af heiðinni — allir fannbarðir og klökugir.------Og þarna er dauðinn — nábleikur. krangi með sveðju mikla í hönd- umv — Hann reiðir til höggs, og auminginn á gólfinu hniprar sig saman og reynir að verjast.-------Og jörðin opnast og hann heyrir kveinan fordæmdra manna lengst neðan úr vellandi djúpunum .... Eftir langan tíma tekst okkur að koma honum i rúmið. — Og með morguns-árinu færist nokkur kyrð og ró yfir sjúklinginn. Jósías og Monika höfðu ekki farið úr fötum um nótt- ina. Við vorum öll úrvinda af þreytu og þótti nú ekki ráðlegt að fresta því lengur, að láta þjónusta hinn deyj- anda mann. Það varð að samkomulagi, að Jósi færi eftir prófast- inum. —- Húsfreyjan bað hann að muna sig um það, að hlaupa nú báðar leiðir. VIII. Prófasturinn situr við sjúkrabeð Daniels og ræðir við hann um andleg efni. — Hann fer að engu óðslega. Pró- fasturinn á Stað hefir æfinlega tima til þess, að hugga sjúka og sorgmædda. — Sjúklingurinn er löngum með óráði, en við og við bráir af honum og er þá bersýni- legt, að þessi varnarlausi smælingi berst við sárasta hugar- angur og kvíða. — Hann miklar fyrir sér syndirnar, marg- vislegar stórsyndir, og þykir borin von, að guð muni fyrir- gefa þvílíkum afbrotamanni. — En annað veifið hvarflar að honum veik von um það, að enginn guð sé til og gröf- in síðasti áfanginn. Sú von er eina huggunin. Þegar prófasturinn kom, var eitt svæsnasta hræðslu- kastið nýlega um garð gengið. Og nú var svo af hinum sjúka manni dregið, að hann mátti ekki mæla nema með hvíldum og þó fá orð í senn. Svitinn bogar af andlitinu eða situr kyr í stórum drop- um. Og koddinn er votur og blakkur. — Prófasturinn tekur klút úr vasa sínurn og þerrar ásjónu hins deyjanda manns. — Eg veiti ] >ví athygli, að klúturinn verður undar- lega mórauður, og þá minnist eg þess, að eg hefi aldrei séð Moniku lauga andlit mannsins síns í allri þessari löngu legu. — Eg lilygðast mín fyrir, að hafa ekki haft hugs- un á því, að gera þetta sjálfur, en nú verður ekki úr þeirri yfirsjón bætt. — Þér líður illa, vinur minn, segir prófasturinn, með einstakri hægð og yl í rómnum. Daníel opnar augun rétt sem snöggvast, en virðist ekki átta sig á neinu þegar í stað. Litlu síðar segir hann svo óskýrt og lágt, að naumast verður greint: — Iiver — hver — var að tala — úti — langt .... lángt burtu ? — — Það var bará eg — prófasturínn á Stað — gamall vinur þinn. — — Jæja .... svo að þú ert kominn .... Það er gott .... Þá ertu ekki .... ekki reiður við mig .... — Mér hefir ávalt þótt vænt um þig — eins og öllum öðrum. — Þér ? — Hefir þér þótt vænt ..... um mig? Hann horfir á prófastinn andartak og augun fyllast af tárum. — — Eg er svo hræddur .... syndirnar .... syndirnar .... Eg .... eg er víst ........er víst . .. . að .... að deyja .... — Eigum við ekki heldur að segja, að þú sért í þann veginn að hafa fataskifti. — — Fataskifti .... eg? — Eg hefi aldrei .... fataskifti. — EÖa vistaskifti. — Af einhverjum ástæíjum, sem við þekkjum ekki, heíir guð ákveðið, að kalla þig á sinn fund. — Mig? — Það er .... alveg óhugsandi .... — Hann þarf sjálfsagt á þer að halda. — — Mér .... á mér .... að halda ?-----------Mér .... fjósakarlinum. —---------- Nei .... nei .... hann hefir víst .... nóga fjósamenn .... Það mætti vera skárra .... kúabúið .... — Það er gott að fara héðan, þegar likaminn er orðinn lúinn og slitinn.--------Vinur minn! Eg er kominn að þeirri niðurstöðu — eftir vandlega ihugan — að guð kalli okkur l>örnin heim til föðurhúsanna á því augnabliki, sem sálarheill okkar er fyrir bestu. — Eg skil þetta ekki að vísu. Og margur maðurinn fellur i valinn þegar verst gegnir, að því er okkur — skammsýnum mönnum — virð- ist. — En þegar skilninginn þrýtur telcur trúin við — dýr- mætasta gjöfin, sem syndugu mannkyni var fengin í vega- nesti á morgni lífsins. — Og með augum trúarinnar þyk- ist eg sjá gæskuríkan tilgang og eilífa speki í öllu, sem fram við okkur kemur. — Vinur minn! Þú nefndir áðan orðið fjósakarl og mér virtist þér þykja það óvirðulegt heiti. -—• En eg segi þér: Konungur og fjósakarl eru vegnir á eina og sömu vog fyrir hástóli drottins.----------- Nú leggur þú senn á djúpið, að því er okkar skammsýnu augum virðist. — Góðir hugir allra þeirra, sem notið hafa verka þinna og þektu þig best, niunu fylgja þér úr hlaðir en við tekur útbreiddur faðmur þeirra, sem á undan eru farnir. Þér er borgið, kæri vinur. — Blessun guðs sé yfir þér, og bænir mínar, hins veika og vanmáttuga hirðis, skulu fylgja þér á leið.-------Þú ert órólegur og kvíðinn og mátt ekki mæla. — En eg segi: óttast ekki — hlið himnaríkis standa opin .... sendiboði drottins mun koma í miklu ljósi og vísa þér veginn. — — Eftir litla stund mun eg veita ]>ér heilagt sakramenti, samkvæmt því um- boði, sem mér er gefið. — Prófasturinn hafði lokið máli sínu. Brjóst hins deyjanda manns gekk upp og niður og mér virtist enn angist í augna- ráðinu. Hann reyndi að tala, en orðin dóu á vörum hans. Skömmu síðar var hann þjónustaður. Prófasturinn brá Moniku á eintal og hélt því næst heimleiðis. — Hún var hljóðlát það sem eftir var dagsins og reyndi að hlynna að sjúklingnum. Þótti mér auðsætt, að prófasturinn mundí hafa hrært einhverja strengi í brjósti hennar, þá er áður höfðu lítinn óm gefið. Við vöktum öll um nóttina og bjuggumst við umskift- unum þá og þegar. Eg sá að þjáningar sjúklingsins voru miklar, en hann gat ekki gert sig skiljanlegan, og mun oftast nær hafa verið með fullkomnu óráði. Hann þektí okkur ekki og talaði löngum óskiljanlegt rugl. — Og svona- leið nóttin og aðfangadagur jóla fram í myrkur. En er hallaði af miðjum aftni, féldc hann skyndilegæ ráð og rænu og kvaðst ekld kenna sér nokkurs meins. Hann væri bara þrejdtur — óumræðilega þreyttur. — Það væri gott að mega hvíla sig núna — hvíla sig reglu- lega vel og komast svo á fætur eftir jólin. — Þvi næst bað hann okkur að lesa jólalesturinn og syngja fallega sálma. — 1 Plann hlýddi lestrinum með mikilli gaumgæfni og virt- ist nú laus við allan kvíða og áhyggjur. — En þegar við vorum að ljúka við jólasálminn, settist hann upp snögg- lega, breiddi út faðminn og mælti: — Nei — sko ljósið. Nonni .... ljósið .... jólin .... Því næst hneig hann út af á koddann og var þegar örendur. immm GLEÐILEG JÓL ÍttOÍSÍÍÍSCÍlíSÍÍGOCÍSÍSÍXSíSíiaíSS GUÐNI JÓNSSON úrsmiður. æ æ æ æ æ æ D & E E E E E GLEÐILEGRA JÓLA óskum við öllum okkar viðskiftavinum. VERSLUNIN LÖGBERG. Grleðileg jól I Hösgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar. Srð ;? GLEÐILEG JOL! Sí Versf. Vitinn. st s 8 I S 8 Í? — sCtSÍStStSSSíStStSíStSOíStStSOtSCCtSíStSÍSÖÍ m aru ANDVAKA óskar GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls árs. GLEÐILEG JÓL! Sigurður Ólafsson kolalcaupm. ææææææææææææææææææææææææææ HHHHHHHBHHHHHHHHHSHHHHHHH Til vina okkar og kunningja fjær og nær. Bestu þakkir fyrir liðna tið, gleðileg jól og blessunar- ríkt nýtt ár. H H H H H H H BEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE GLEÐILEG JÓL! S Reiðhjólaverkst. ÖRNINN. ílB!llllllllllll!IIIIIIIIIIKIIllglllIllllllBlBIllllHIIIIIiIIBI!llilllllllBIIIIIIIIIlI O'pna þú hug þinn og hjarta hungruðum, leitandi sálum; réttu þeim hlýlegá hendi, hjúkrun og greiða þeim veittu; bjóddu þeim inn til þíns anda, umvef þá kærleika þínum; set þær við eldinn Jhnn insta, orna þar vonsviknu geði; berðu á borð Jhnna gesta hið bezta af gæðum, sem áttu; ■ gefðu þeim aleigu alla, óspart hið lielgasia, bezta; tímdu að læma þig sjálfan, tímdu að þjóna og gefa, þá munu opnast þér aftur auðlindir hjartnanna frjóu, — fjársjóðir ómælis orku elsku og hollustu trygða. Pétur Sigurðsson og fjölskylda. GLEÐILEG JÓLl og farsælt nýár. VERSLUNIN ÁFRAM. <*r%' GLEÐILEG JÓL! KOL & SALT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.