Vísir - 24.12.1936, Qupperneq 8
8
I
VÍSIR
„Já, mjög margar.“
„Jæja, en þessi er ný og harfa hefir þú ekkj heyrt. Fyrir löngu,
löngu, þegar guðirnir dvöldu meðal mannanna eins og þeir gera
enn í dag, ef við hefðim trú til að sjiá þá, var guðinn Shiv einu
sinni á gangi með Parbati, konu sinni, í garði musterisins.“
„I Iivaða musteri? I Nandgaon?“ spurði barnið.
Nei, langt í burtu. Líklega í Trimbak eða Hurdwar, en þangað
verður þú að fara pílagrímsferð þegar þú ert orðinn stór. Jæja,
i garðinum í skugga trjánna sat betlari, sem hafði dýrkað Shiv í
fjörutíu ár. Hann lifði á gjöfum hinna guðhræddu og tamdi sér
háleitar hugleiðingar nótt og dag.“
„Ó, heilagi faðir, var það þú,“ sagði bamið og leit upp undrandi.
„Nei, eg sagði að þetta hafi gerst fyrjr löngu og þar að auki
var betlarinn kvongaður.“
„Settu þeir hann á hestbak með blómsveig á höfði og bönn-
uðu honum að sofna alla nóttina? Þetta gerðu þeir við mig þeg-
ar brúðkaup mitt var haldið“, sagði drengurinn sem hafði kvong-
ast fyrir nokkrum mánuðum.
„Hvað gerðir þú?“ spurði eg.
„Eg grét og þeir kölluðu mig ýmsum illum nöfnum, svo sló
ég h a n a og síðan grétum við saman“.
„Þannig fór ekki betlarinn að“, sagði Gobind, „því að hann
var helgur maður og mjög fátækur. Parbati tók fyrst eftir hon-
um þar sem hann sat nakinn á tröppum musterisins, er mann-
fjöldinn gekk út og inn. Hún sagði við Shiv: „Hvað heldurðu
að mennirnir segi um guðina þegar þeir launa þannig dýrkend-
um sínum hollustuna? I fjörutíu ár hefir þessi maður sýnt okk-
ur hollustu með bænum sínum og fyrir það ber hann úr býtum
hvern dag lítinn skamt af hrisgrjónum. Hjörtu mannanna munu
snúa sér frá guðunum ef þessu fer fram.“ Shiv svaraði: „Þessu
skal verða gaumur gefinn.“ Hann kallaði á son sinn Ganesh með
fílshöfuðið, sem musterið átti, og sagði við hann: „Sonur, hér
sitnr betlari sem er hlásnauður. Hvað viltu gera fyrir hann?“
Ganesh hinn mikli með fílshöfuðið svaraði: „Sé það vilji þinn,
skal liann fá fulla kistu silfurs innan þriggja daga.“ Shiv og
Parbati fóru á brott að svo búnu.
„En milli baldursbránna í garðinum hafði falið sig okurkari
einn“ — barnið leit á kramin blómin í lófa sér. — „Já, hann
faldist milli baldursbránna og hann hlustaði á samtal guðanna.
Hann var maður ágjarn og samviska hans var svört. Silfurkist-
una ákvað hann að eignast og fór þvi þangað sem betlarinn sat
og sagði: „Bróðir sæll, hversu mikið færðu daglega frá hinum
guðhræddu?“ Betlarinn svaraði: „Þvi er ekki auðsvarað. Stund-
um nokkur hrísgrjón, stundum nokkra skildinga, sýrðan mangó-
ávöxt eða þurran fisk.“
„Það er gott,“ sagði barnið og smjattaði. „Þá sagði okurkarl-
inn við betlarann: „Vegna þess að eg hefi Iengi veitt þér athygli
og fengið ást á þér vegna þolinmæði þinnar, ætla eg að gefa þér
fimm silfurpeninga fyrir það sem þér kann að áskotnast næstu
þrjá daga. Þú þarft ekki annað en undirrita samning." Betlarinn
svaraði: „Þú ert ekki með öllum mjalla. Andvirði fimm silfur-
neninga fæ eg ekki á tveimur mánuðum,“ og um kvöldið skýrði
hann konu sinni frá þessu. En konurnar eru ekki jafn auðtrúa og
karlmenn. Hún sagði: „Hefurðu nokkurn tima heyrt þess getið
að okurkarl hafi tapað í viðskiptum Úlfurinn felur sig í sáð-
gresinu til þess að komast vfir bráð sina. Örlög okkar eru í hönd-
um guðanna. Taktu ekki af þeim ráðin, þótt ekki sé nema i
þriá daga.“
Bellarinn fór aftur og sagði okurkarlinum, að hann tæki ekki
boðinu. En þessi ágiarni maður sat allan daginn yfir betlaranum
og tilhoð hans fór hækkandi fyrir þessa þrjá daga. Fyrst bauð
hann tíu, svo luttugu, fimmtíu, hundrað silfurpeninga. Þannig
hélt liann áfram vegna þess, að hann hélt að silfri guðanna mundi
rigna yfir betlarann þá og þegar og að síðustu bauð hann silfur-
neninga í þúsundatali þangað til komið var jafngildi hálfrar
kistu silfurs. En þegar svo langt var komið lét kona hetlarans
undan, samningurinn var undirritaður og silfrið var greitt. Stór
hvítur uxi dró vagninn sem flutti silfrið til betlarans. Ennþá
hafði betlarinn ekkert lemætt fengið frá guðunum, og hjarta
nirfilsins sló nú hart af eftirvæntingu.
Um hádegi hins þriðja dags gekk okurkarlinn inn i musterið
til þess að fá njósnir af ráðagerðum guðanna og forvitnast um á
hvern hátt gjöfin mundi koma. En meðan hann hafði yfir bænir
Kveiktu a kertum mínuin - -
(Jólavísur).
Eftir Richard Beck.
Kveiktu á kertum mínum,
kertum, brunnum, draunui minna,
bjarta nótt mcð blijsum þinum!
Kveiktu á kertum mínum,
kertum daufiim, trúar minnar,
guðleg nólt með geislum þínum!
Kveiktu á kertum minum,
kyndli sanhleilcsástar minnar,
Drottins nótt með djásnum þínum!
Kveiktu á kertum mínurn,
kærleiksglæðum sálar minnar,
lífsins nótt með Ijósum þínum!
sínar, færðust úr lagi tvær steinflísar i gólfinu og hæll lians fest-
ist ó milli þeirra svo hann mátti sig hvergi hreyfa. Þá heyrði
hann guðina ganga inn í musterið, eftir liinum dimmu súlna-
göngum. Shiv kallaði til sonarins, Ganesh, og sagði: „Sonur,
hvað hefir þú gert fyrir betlarann, sem átti að fá silfurkistuna?“
Ganesli vaknaði, en okurkarlinn hcyrði þruskið er hann rétti úr
fílsrananum, hann svara'öi: „Faðir minn, helmingur fjárins er
þegar greiddur en þeim held eg nú hér föstum er á að greiða hinn
helminginn.“
Barnið hló dátt og sagði: „Og okurkarlinn greiddi betlaranum?“
„Yissulega. Þeir, sem ’guðirnir halda föstum, komast ekki lijá
að greiða skuldir sínar að fullu.
Peningarnir voru greiddir uin kvöldið, ekkert annað en silfur,
á stórum vagni og þannig stóð Ganesli við loforð sitt.“
„Natliu! Hó, Nathu!“
Barnið varð órólegt. „Þetta er mámma.“
„Farðu þá, trítill,“ sagði Gobind. „Staldraðu samt andartak.“
Hann sncið breiðan renning af feldinum sínum og lagði yfir
naktar lierðar barnsins, sem síðan hljóp i burtu.
íí'Z ÍéSu