Vísir - 24.12.1936, Qupperneq 16

Vísir - 24.12.1936, Qupperneq 16
16 VÍSIR Heilrceði. Fyrir mörgum arum var ungur maöur vestur í Bandaríkjum, sem fanst alt ganga sér í móti. Hann liafSi enga trú á sjálfum sér, — að hann mundi nokkurn tíma, geta orðiS aö manni. En dag nokkurn vildi svo til, a'ö kaUpsýslumaöur, sem pilturinn vissi, aö hafði efn- ast vel, gaf sig á tal viS hann, og pilturinn spuröi hann á hverju hann hefSi hagnast, hvernig á því stæöi, aö hann heföi komist svona vel áfram sem reynd bar vitni. „ÞaS er ekkert leyndarmáh', sagöi kaupsýslumaöurinn. „Intu vel af höndum þa'ö verk, sem þér hefir veriö faliö og þér mun ganga vel.“ „En — eg hefi ekkert hlutvcrk, ekkert mark aö vinna aö“. „Vitur maöur lagöi meöbræörum sínum eitt sinn á ininni, aö sér- hverjum manni væri sitt hlutverk ætlaö í lífinu. Þú hefir eitthvaö að gera, er ekki svo?“ Hikandi og í afsökunartón sagöi pilturinn: „Eg vinn í sápuverksmiðju“. „Nú, þú getur komiö þér áfram á því sviöi eins vel og hverju öðru“, sagði kaupsýslumaöurinn.= „Búðu til betri sápu á morgun en þú bjóst til í dag. Og þú munt kornast áfrarn og þá segja þeir, oem aldrei lærðu að vinna af á- huga, að þú hafir haft hepnina með þér.“ Pilturinn fór að ráði kaupsýslu- mannsins. Flann fór að hugsa um hvernig hann gæti búið til betri sápu. Honum tókst það. í stuttu mál'i: Hann varð frægur um allan heim fyrir sápuframleiðslu sína og nafn hans er enda kunnugt vel hér norður á íslandi. Pilturinn var enginn annar en ameríski sápuframleiðandinn Col- gate. JOLABASAR Á TORGINU til styrktar fátækum börnum. - Leikfang, þótt lítiö sé, seiöir fram bros gleðinnar í andlit barnanna og yljar liuga þeirra. — Og vonbrigðin eru sárari en orð fá lýst þeim hnokkunum, sem ekkert fá. — Litlu stúlkurnar á myndinni eru að gera sitt til, að enginn verði útundan. Hjcílpfýsi. Gömul hjón frá Indiana í Bandaríkjunum voru á ferð í nýrri bifreið, sem þau höfðu eignast. Alt gekk vel, þar til er þau komu að lítilli borg, neðan til við hálendið, en þau voru óvön brött- um vegum. Vegurinn, sem þau óku eftir, var fjölfarinn og þarna hafði auðsjáanlega rignt mikið. Auglýs- ingasúla stóð við veginn og var á hana letrað stórum stöfum: Sleipt í vætu! Þau óku nú dálít- ið áleiðis, etr bifreiðin rann til, svo að örðugt var að stjórna henni. Görnlu hjónunum var órótt og loks stöðvaði ntaðurinn bif- reiðina. Þá rann að þeim önnur bifreið, er líka nam staðar. Góð- látleg rödd ávarpaði þau og sagði: „Ætti eg ekki að lána ykkur keðj- ttr. Vegurinn verður ennþá bratt- ari fyrir ofan M.—“ Maðurinn fór því næst út úr bifreiðinni og bauðst til að setja keðjurnar á. „Þegar þið komið til I.—- (en þangað ætluðu görnlu hjónin) er bratta kaflanum lokið og þá getið þið skilað mér keðjunum. Eg skil bifreiðina mína eftir hjá litlu búð- inni við veginn“. Að svo mæltu kvaddi maðurinn og ók leiðar sinnar. Gömlu hjónin lögðu nú á bratt- ann og fóru hægt, til þess að geta notið hins fagra útsýnis. Og maðurinn beið hjá búðinni litlu. Hjónin gömlu skiluðu keðj- unum þakklát í huga og eigand- inn fór leiðar sinnar, án þess að segja til nafns síns. En góðvild hans, hjálpfýsi og traust jiað, er hánn sýndi gömlu hjónunum hvarf alarei úr huga þeirra, ]?að sem eft- ir var lífdaganna, lieldur bjó með beim sem fögur minning. maðurinn þess á leit, að Franklín hjálpaði sér, um peninga, til þess að komast til Vesturheims. Franklín sendi manninum io gullpeninga og tók það fram um leið, að féð væri lánsfé en ekki gjöf. Lagði hann svo fyrir, að þegar maðurinn væri kominn heim til sín og búinn að fá sér eitthvað að starfa í heimalandi sínu, skyldi hann leita uppi heið- arlegan mann, sem væri í vandræð- um, eins og hann hefði verið sjálfur. Hann ætti svo að hjálpa þessum manni um sömu upphæö' og hann hefði sjálfur þegið, en setja það að skilyrði, að hinn hjálpaði síðar einhverjum sem á því þyrfti að halda og þá með sömu skilyrðum. Og á þenna hátt yrði skuldin borguð. „Eg er ekki svo efnaður að eg geti hjálpað öðrum mikið“, stóö í bréfi Franklíns. „Eg verð því að nota jiessa aðferð til þess að gera scm mest gott af litlum efnum.“ VINIR BARNANNA. Góðuin börnum þykir vænt um dýrin og þau stuðla að því eftir megni, að með þau sé vel farið. Ef menn eru góðir við dýrin gjalda þau vanalega í sömu mynt. — Fílarnir tveir, sem myndin er af, eru í dýragarðinum í Kaupmannaböfn og eru góðir vinir allra barnanna, sem i dýragarðinn konja. Gjöf £11 frambúðar. Þegar Beitjamín Franklin var í Frakklandi, fékk hann dag nokk- urn bréf frá landa sínum, sem líka var staddur í Frakklandi. Fór

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.