Vísir - 04.03.1949, Blaðsíða 2

Vísir - 04.03.1949, Blaðsíða 2
V I S I R Föstudaginn 4. marz 1949 Föstudagur, 4. marz, — C3. dagur ársins. Sjávarföll. ÁrdegisflóS var lcl. 7.50 í morg- un, siðdegisflóS verSur kl. 20.05 i dag. Næturvarzla. Næturlæknir er í LæknavarS- stofunni, sími 5040. NæturvörSur er i Rvíkur Apóteki, simi 1760. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. Útvarpið í kvöld. 20.34) Forspjall um næstu lit- var'pssögu: „Undan krossinum“ cftir Einar Benedíktsson (dr. Steingrímur J. - Þorsteinsson). 21.00 Strokkvartettinn „Fjarkinn" ÞriSji og fjórSi kafli úr kvartett op. 18 nr. 0 eftir Beetlioven. 21.15 F'rá útlöndnm (Jón Magnússon fréttastjóri). 21.30 íslenzk tón- list: Sönglög eftir Þórarin Jóns- son (plötur). 21.45 Erindi: Bar- áttan við krabbameinið (Alfreð Gislason læknir). 22.15 Útvarp frá Hótel Borg: Hljómsveit Caris Billich leikur iétt lög. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Esja er i Reykjavík. Hekla var i ÁTaborg í gær. Herðu- breið er í Reykjavík og fer héð- an væntanlega annað kvöld aust- ur um land til Akureyrar. Skjald- breið fer frá Reýkjavík i kvöld til Húnaflóa-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Súðin er í Neapel. Þyrill er væntanlega í Southshields. Hermóður var vænt anlegur til Reykjavíkur i gær- kvöldi. Skip Einarssonar & Zoega: Foldin er i Reykjavik. Linge- stroom kom tii Reykjavikur síð- degis á miðvikudag frá Færeyj- nm. Reykjanes er í Trapani. íþrótta-landsmót á þessu ári. Stjórn Í.S.Í. hefir ákveðið þessi landsmót sumarið 1949: Meistaramót í frjálsum íþróttum fyrir fullorðna og drengi, jiann 0. og 7. ágústi tugþraut, 4x1500 m. boðhlaup og 10 km. hlaup, — Þann 18.—22. ágúst: Drengja- meistaramótið og aðalhluti meist- aramótsins. — Þann 25. sept.: Fimmtarþraut og víðaváhgshlaup ið. Meistaramótin fara fram í Reykjavik. F.R.Í. ráðstafar mót- unum. — Þá fer handknattleiks- mót íslands fyrir konur, úti, fram i Vestmannaeyjum þann 7.—14. ágúst. Aðalfundur prent- myndasmiða. Aðalfundur Prentmyndasmiða- félags íslands var lialdinn þann 28. febr. s.l. Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa jiess- ir menn: Eggert Laxdal, formað- ur, Sigurbjörn Þórðarson ritari og Benedikt Gíslason gjaldkeri. Fundurinn samþykkti að stofna vinnudeilusjóð og sjúkrasjóð. — Skal renna í hvorn þeirra sem svarar hluta af ársgjöldum félagsmanna. Bólusetning heldur áfram. Bólusetning gegn bárnaveiki lieldur áfram og er fólk minnt á að láta endurbólusetja börn sín. Pöntunum er veitt móttaka í sima 2781 kl. 10—12 árd. á þriðjudög- um. Gasljós leikið í kvöld. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir leikritið „Gasljós" eftir Patrick Hamilton í kvöld kl. 8,30 í Bæjar- bíó. Félagið hefir að undanförnu sýnt leikrit þetta við góða að- sókn. Verður byggð rann- sóknarstofa? Halldór H. Jónsson, húsameist- ari liefir borið fram þá fyrir- spurn við Bygginganefnd Reykja- víkurbæjar fyrir hönd fiski- og fiskiðnaðardeild Háskólans hvort leyfi myndi fást til þess að byggja rannsóknarstofu og tilrauua- verksmiðju við Skúlagötu. Bygg- ingarnefndin vísaði máli þcssu til skipulagsnefndar og skipulags- manna bæjarins. Kom með slasaðan mann. í gærmorgun kom liingað til Reykjavíkur franskur togari mcð' slasaðan mann, sem settur var hér í land. Maðurinn hafði dott- ið á andlitið um borð í togaran- um og nefbrotnað og mciðst eitt- bvað meira. Hér verður gert aS meiðslum mannsins, en togarinn fór aftur til veiða í gærlcvöldi. Enginn á sjó í gær. AUir Reykjavíkurbátarnir lágu hér á höfninni í gær, að einum undanteknum, m.b. Svan, sem ró- ið hafði í fyrrakvöld. Veðurspá- in var þannig í fyrrakvöld, að ekki var talið rétt aS róa, en Svahur fór xsamt. Afli bátanna liefir verið góður aS undanförnu, allt frá 8—12 smálestir eftir róð- urinn. Útvarp til sjó- manna. Ríkisútvarpið hefir ákveðið, að taka upp daglega fréttasend- ingar til íslenzkra skipa á hafi úti og í höfnum erlendis. Fréttir verða sendar með morsc á um 25 metra bylgjulengd. Á morgnana kl. 8.30 er sent til Evrópu, en kl. 12 á hádegi til skipa, sem eru á leið til Ameríku eða dvelja þar í höfnum. öil (^acýHó oa c^amanó Ærityeþraut — A K,io ¥ Á ❖ Á,G,9,3 * G Hjarta er tromp. Súður spilar út og fær alla slagina. Ráðning á skákþraut 4: Úg3—C7- (jettu HU 19. Eitt er með skipi og iSrum jarðar, í lofti og í ljósi, 1 lýöir þvi fagna, hafi þaS nokkurn hring fyrir nösum, þá drepur það menn og mállausar skepnur. Ráðning á gátu nr. 18: Vagga. - Vt Vtii fyrif 30 árufn. Þann 4. marz árið 1919 birt- ist svohljóðandi auglýsing í Vísi: „Nú hefi eg reynt bilinn eftir að hafa gert við hann og reynist hann hið bezta, gengur hann nú upp eftir Borgarfjarð- arbrautinni og eins vestur í hreppa eftir þvi sem flutnings- þörfin krefur. Borgarnesi, 2. marz 1919. 'Magnús Jónsson, bílstjóri.“ Þá var þess einnig getið í bæjarfréttum blaðsins, að þrí- burar hefðu fæðzt hér í bænum fyrir nokkurum nóttum. Voru það tveir drengir og ein stúlka og leið öllum vel. UrcAAqáta Hr. 700 Sá, sem er í vafá um hvort dæma skuli eftir því, sem lögin á- kveða eða eftir boði sam- vizkunnar, skyldi ætíð taka hana fram yfir lögin, þó að hún fari, í bága við þauj < Lárétt: i Veigra, 5 þrýsta, 7 ósamstæðir, 8 samtenging, 9 fangamark, |n i glugga, 13 spil, 15 verkfæris, 16 atviksorð, 18 leikur, 19 íslendingur. LóSrétt: 1 ílát, 2 gagn, 3 sjáv- ardýr, 4 íþróttafélag, 6 reið- asti, 8 skriðdýr, 10 skreytta, '12 hljóðstafir, 14 elskar, 17 upp- hafsstafir. Lausn á krossgátu nr. 699. 1 Laukur, 5 arm, 7 kú, 8 F. O., 9 Mi, 19 skyr, 13 ær, 15 árs, 16 tagl, 18 R, K., 19 annar. Lóðrétt: 1 Lögmæta, 2 rak, 3 krús, 4 um, 6 horska, 8 fyrr, 10 Iran. -ifi kú; 14 agn, 17'La. 18 togarar á höfninni. Varla liður sú dagur, að eigi fjölgi tbgurúnuni hér á Reykja- vikurhöfn, sem stöðvast vegna togarádeilunnar. í gær lágu hér 18 íslenzkir togarar harðbundnir við bryggjur vegna deilunnar. Er illt að sjá þessi fallegu nýsköp- unarskip liggja aðgerðarlaus. \ . - '■ Leiguskipi hlekkist á. Fyrir nokkrum dögum tók leigu skipið Horsa niðri á Steingríms- firði og laskaðist nokkuð. Kom talsverður leki að skipinu, en dælur höfðu þó vel undan. Eng- inn sjór hefir komist i lestar skipsins. Reynt verður að þétta skipið hér svo það geti lialdið ferð sinni áfram, en fullnaðar- viðgerð getur ekki farið fram hér á landi. Háskólafyrirlestur á sænsku. Dr. Svcn B. F. Jansson flytur fyrirlestur í liáskólanum í dag kl. 0,15. Fyrirlesturinn fjallar um víkingaferðirnar, eins og þær koma fram í sænskum rúnarist- um, og fyrirlesarinn sýnir skugga myndir af liinum merkari rúna- steinum, sem hann talar um. — Sven Jansson var sænskur sendi- kennari hér fyrir nokkrúm árum og er fjöldamörgum íslendingum að góðu kunnur. Á síðari árum liefir hann ásamt próf. Wessén annazt útgáfu á sænskum rúna- ristum. Árið 1944 gaf liann út rit um Eiriks sögu rauða og hlaut doktorsnafnbót fyrir við liáskól- ann í Stokkhólmi. Dr. Jansson er á leið frá Ameríku og dvelst hér sex vikna tíma. Heldur hljómleika. Á morgun, laugardaginn 5. marz hcldur frú Svava Einars söngskemmtun í Gamla Bíó. — Söngskemintunin liefst kl. 5 e. h. og eru á söngskránni óperuaríur og sönglög eftir innlenda og er- lendá höfunda. Veðrið. Yfir Grænlandshali cr alldjúp lægð á lireyfingu norðaustur. Há- þrýstihryggur liggur frá Azor- eyjum til Skandinavíu. Horfur: Sunnanátt. Stinnings- kakli eða allhvass og rigning eða þokusúld í dag, en gengur í all- livassa suðvestanátt nieð skúrum í nótt. Mínnstur hiti í Reykjavík var 2.3 stig, en mestur liiti í gær 4.5 stig. Sólskin var í Reykjavík í tæp- lega % stund. Ranghermi leiðrétt. Hallbjörg Bjarnadóttir söng- kona hefir beðið Visi að leið- rétta missögn, er var i nýút- komnu „Jazzblaði“. Þar var sagt, að hún liefði lialdið sjálfstæða hljómleika í Albert Hall i London. Þetta er algerlega rangt, en hins- vegar var Hallbjörg fengin til þess að syngja þar á vegum Blaða- mannafélags Bretlands, en auk hcnnar voru margir aðrir skemmtikraftar, sumir lieims- frægir. Septímu-fundur í kvöld. Stúkan Septíma heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Guðspekihþsinu. Þar flylur Gretar Fells eriniúþor nefnist Huggun í hörmuni,,;Þá syngur frú Guðrún Syeinsdóttir með undirleik frú Katrinar Við- ar. Utanfélagsmenn munu vera veikomnir á fundinn. ♦ • Afmæli. 80 ára varð í gær Jarþrúður Qlsen, Grettisgötu 45. Elliðaey fær áfall. Vestmannaeyjatogarinn Elliða- ey fékk áfall er liann var kominn skammt frá Englandi nú ný- lega. Togarinn varð að leita liafnar til þess að fá viðgerð á þeim skemmdum, sem urðu á honum. Elliðaey er nú komin lieim. Skipasmíðastöð í Þórshöfn. Færeyingar liafa mikinn hug á því að koma sér upp skipa- smíðastöS, sem smíðað gæti stál- skip. Hafa tveir menn í Þórsliöfn sótt um leyfi til þess að mega setja slikt fyrirtæki á stofn. Yrði það hið fyrsta sinnar tegundar í Færeyjum. Snéri við á miðri leið. Ekki alls fyrir löngu var fær- eyska skipið „Polarfarið" á leið hingað til lands, en er það var statt um 200 milur norðvestur af Færeyjum var þvi snúið við vegna illviðra. Síldin í Hvalfirði. Um þetta leyti i fyrra voru síld- veiðarnar í Hvalfirði að liætta. Það er því ekki úr vegi að minn- as-t á síldina. Margir spáðu því, að dauða síldin í botninum frá ár- inu áður myndi ýlda fjörðinn og fæla síldina á brott. Óskar Hall- dórsson licfir fyrir nokkru leitt sterk rök að því, að svo hafi ver- ið og vitnað i tvo merka skip- stjóra máli sínu til stuðnings. — Hvað skal nú til ráða? spurði eg síldarkónginn frá í sumar, Arnþór Jóliannsson, skipstjóra. Hann kvaðst vera sömu skoðun- ar og Óskar. Hann sagðist halda, að síldin kæmi aftur í Hvalfjörð- inn, en þá yrði að liafa gæzlu- skip til þess að liafa eftirlit með því, að skip slepptu ekki niöur dauðri síld. Hann sagði, að Norð- menn liefðu fyrir löngu sett lijá sér reglur um að banna með öllu að sleppa niður dauðri síld, ef nokkurt skip væri nálægt. (Samkv. Víði). Aðalspennistöð Vesturbæjar við Hagamel. Byggingarnefnd Reykja- víkurbæjar liefir samþykkl, að heimila Rafmagnsveitu Reykjavíkur atJ hyggja úr steinsteypu aðalspennustöð fyrir vesturbæinn við Haga- mel. Verður þetta allstórt hús eða 471 fermetrar að flatar- máli. U.M.F.R. KVÖLDVAKA i Eddu- húsinu í kvöld kl. 9.30. — MætiS öll stundvíslega. Skemmtinefndin. KRISTNIBOÐS- FÉLÖGIN. Sameiginlegur aðalfund- ur Kristniboðsfélaganna í Reykjavík verður á morgun, laugardag, kl. 4 e. h. í Bet ‘aníu. Félagsfólk er beðið að fjölmenna. FRAMARAR. Mjög áríðandi hand- knattleiksæfing aS Hálogalandi í kvöld fyrir alla flokka. Kvenna- flokkar kl. 8,30, Karlaflokk- ar.kl. 9,30, tyi i .; •sn»T i é LiseL'.hvls " 1 ••- •'> ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.