Vísir - 04.03.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 04.03.1949, Blaðsíða 4
4 V I S I R Föstudagmn 4. marz 1949 FRAMSÖGURÆÐA B.D.: FISKÁBYRGÐIN OG Framh. af 3. síðu. Reykjavíkur og Akureyrar, hefir á síðasta ári verið rekinn með þeim árangri, að gert er ráð fyrir að raunvcrulegur reksturs- lialli verði 500—000 þús. krónur. Reksturshalli árið 1947 á þess- um akstri var 240 þús. kr. Hefir þá á tveimur árum orðið tap á þessum rikisrekstri er ncmur samtals mn 750—850 þús. kr. Engin nauðsyn rak 'ríkisvaldið til þess að seilast inn i þenna atvinnuveg, þvi að einstaklingarnir sem áður ráku liann hefðu haldið því áfram, ef þeim hefði verið veitt sú aðstoð við öflun tækja, sem ríkinu hefir vcrið veitt. Ef rikið heldur þessu áfram eða jafnvel seilist til frekuri ihlutunar, verður árangurinn annað hvort sá, að gífurlegt tap verður á rekstrinum, eða að landsfólkið verður að taka á sig óhagsýni rekstursins með hækkuðum fargjöldum. Áður ráku einkafyrirtæki þenna akstur með hagnaði og tiltölulega mjög Jágum fargjöldum. Reynslan ekki góð. Af þeirri reysnlu sem fengizt liefir af opinberum rekstri atvinnu- tækja, getur fáum blandast liugur um það, að slíkur rekstur hcfir farið illa úr liendi liór á landi. Rikisvaldið verður að sjá allt með annara augurn, ef svo mætti segja, og pólitiskir hagsmunir þeirra flokka sem stjórna á lwerjum tíma, liafa áhrif á rekst- urinn. Sömu örlög hljóta að bíða þeirra miklu fyrirtækja, sem rætt er um að koma á fót á vegum rikisins, cements, áburðar og lýsis- herzluverksmiðjur. Ef ríkið á að koma upp og reka slíka stór- iðju með sama sleifarlaginu og einkennir hér opinberan rekst- ur, þá cr opinberum fjármálum stefnt í bcinan voða. Með póli- tiskar framkvæmdarstjórnir og ríkisábyrgð á þessum stórrekstri, mætti flækja þjóðina i slíkt net tapreksturs og ábyrgða, að ekki yrði undir risið. Svona er nú reynslan af rikisrekstri atvinnugreina liér á landi. Ressi rekstur Jeiðir til óheilbrigðrar þróunar, og þarf því að verða breyting á. Afskiptin af bátaútveginum. En þó eru önnur afskipti hins opinbera af atvinnuvegunum langt um hættulegri, er gcta leitt til liruns i fjármálum og at- vinnulífi landsmanna. Það eru þau afskipti rikisvaldsins, sem Jialda við taprekstri bátaútvegsins með beinum styrkjum úr rik- issjóði og ábyrgð á fiskverðinu, er ekki getur Jeitt til annars en þjóðnýtingar á útveginum, ef áfram er lialdið. Þessi ílilutunarstefna ríkisvaldsins og þær afleiðingar sem hún liefir, sýrir og sýkir nú allt fjármálakerfi landsins og liefir lamandi áhrif á atvinnuvegina. Að vísu cr þessi ílilutunar- stefna ein afleiðing efnaliagsástands sem skapast liefir í land- iriu á undanförnum árum og kem ég að þvi siðar. Öllum kemur saman um, að ábyrgð ríkissjóðs á fiskverðinu sé í raun og veru fjarstæða, sem ekki sé liægt að lialda áfram. Enginn getur sagt um það fyrir fram lwað sú ábyrgð getur kost- að ríkissjóð og þvi ekki liægt að fullyrða að ríkissjóður geli staðið undir þeim Jjagga, sem lionum liefir verið bundinn með þessu. Ábyrgðin er að gera þenna aðalatvinnuveg ósjálfbjarga. Hann cr að vcrða eins og fátæklingur sem faririn er að þiggja af sveit. SjáJfsbjargarlivötin Iwerfur. Hagsýni og framtakssemi einstakiing- anna smádvinar en i staðinn kemur liröfupólitik á liendur ríkis- valdinu. Fiskábyrgðin er stærsta fjárhættuspil í opinberum fjárreiðum, sem nokkurntíma licfir verið lagt út í liér á landi. Uppbótar- greiðslur rilíissjóðs sáðustu tvö árin sýna liversu áætlanir um slík útgjöld, eru gersamlega óraunliæfar. 1947 voru þessar greiðslur áætlaðar 35 miilj. króna,. en urðu 60 millj. 1948 voru þær áætlaðar 55 millj. króna, en verða að iikindum yfir 70 millj. Hér er um að ræða einn þáttinn í liinni sívaxandi skulda- söfnun ríkisins. En þess er vert að gæta við umræður þessa máls, að það er ekki útvegurinn, sem liefir óskað eftir þessari skipun málanna. I>cssi atvinnuvegur liefir farið þess á leit að fá heilbrigðan grund- völl til að starfa á. En ríkisstjórn og Alþingi liafa svarað þvi með því, að bjóða fram ábyrgð og styrk en eklcert annað. Af lwcrju liefir svo riliisvaldið farið inn á þá liættulegu braut að taka ábyrgð á rekstri eins aðalatvinnuvegs landsmanna? Á því er cngin skýring önnur en sú, að þing og stjórn á undan- förnum árum, hafa látið undir höfuð Jeggjast, að hverfa frá cyðslustefnu í opinberum fjármálum og gera þær vanþakklátu cn lifsnauðsynlegu ráðstafanir, er skapað gátu jafnvægi i efna- liagsmálum þjóðarinnar og heilbrigðan grundvöll fyrir relcstur atvinnuveganna. Ég liefi nú að nokkru rætt um ýmsan atvinnurekstur, sem rik- ið hefir með höndum og leitast við að sýna fram á, að allur slikur rekstur gengur að meira eða minna leyti á tréfótum. Jig Jiefi cinnig leitast við að sýna fram á, að ráðstafanir ríkisvalds- ir.s uni rekstur bátaflotans, stofnar fjármálakerfi þjóðarinnar í mikla hættu. Fiármálasteína Alþingis. En þá kem ég að þriðja meginatriðinu — fjármálastefnu Al- þingis undanfarin ár og þeim margþættu og hættulegu afleið- ýigum, sem hún hefir liaft í för með sér. Alþingi hefir undanfarin ár, veitt stórkostlegu fjármagni út til þjóðarinnar í gegnum fjárlög, með nýrri lagasetningu og með rikisábyrgðum, sem nú eru orðnar um 300 millj. króna. Þctta liefir svo komið fram i formi ibúðarhúsa, verksmiðja, frystihúsa, FJÁRMÁLASTEFNAN skipa,. orkuvera, hafnargerða, opinberra bygginga, trygginga, fé- lagsmála og kauphækkana'. í öllu þessu hefir rikissjóður vcrið aðalframkvæmandi, þátt- takandi, ábyrgðaraðili cða lijálpari á annan liátt. Til alls þessa hefir verið varið gifurlegu fé á okkar mælikvarða. Þvi hefir verið náð með eyðslu allra erlendra inneigna, með síauknum álögum skatta og tolla og nú siðustu tvö árin einnig með lánum. Þessi sjúklega ofrausn í fjármálastefnu löggjafar og frarn- kvæmdarvaldsins, hefir leitt til ofstjórnar þjíjðarbúsins, aukins ríkisrekstrar og opinbcrran íhlutunar. Þessi stefná hefir skapað aðalþunga verðþenslunnar, það misræmi og þann jafnvægisskort i þjóðarbúskapnum, sem leitt hefir af sér tapreksturinn, nefnda- valdið, höftin og skömmtunina. Allri gjaldeyriseigninni, sem stóð liæst 1945 í 580 millj. kr., var eytt á 3 ánun, 1945, 1946 og 1947. Mest af þessari gjaldcyris- sölu hefir kallað á tilsvarandi aukningu bankaútlána. Frá þvi i árslok 1944 og til ársloka 1948 hækkuðu útlán bank- anna um samtals 554 millj. kr.. Og standa útlánin um síðustu áramót yfir 800 mijjjónir kr. Á sama tima er sparifjáreignin i kringum 450 milljónir króna. Eru þvi útlánin miklu liærri en hægt er að forsvara af bankastjórnum og rikisstjórn, sem bera beint og óbeint ábyrgð á þessum málum. Á árunum 1945—1947 hækkuðu ábyrgðir ríkissjóðs um rúm- ar 200 millj. kr. í árslok 1944 voru ábyrgðirnar 95 millj. cn i árs- lok 1948 um 300 millj. kr. Á þessum sörnu árum, 1945—1947, hækkuðu fjárlög (miðað við fjárlög 1944) um samtals 179 millj. kr. samkvæmt afgreiðslu Alþingis en i framkvæmdinni hækkuðu þau um 448 millj. kr. Þegar umframgreiðslur þessi ár eru taldar, sem voru 269 millj. Árið 1939 urðu gjöld ríkissjóðs skv. sjóðsreikningi 22*4 millj. króna. Við þctta ár ntiðum við visitöluna og segjum að liún háfi þá staðið i 100. Ef þróun rikisgjaldanna cr atluiguð og borin saman við árið 1939, er útkoman þessi: Skv. fjárlögum 1944 höfðu gjöldin 4-faldast 1945 — 5- — 1946 — — 6*4-- 1947 — — 10- — 1948 — — 11- — Á sama tima liækkaði visitalan úr 263 i byrjun árs 1944 upp i 319 í ársbyrjun 1948, eða um aðeins 56 stig á þeim tíma sem fjárlögin sjö-faldast. Þótt tekin sé með i reikninginn vísitalan eins og hún ætti að vera án niðurgrciðslu, eða nálægt 400, verður niðurstaðan sú, að fjárlögin ll-faldast á meðan framfærslukostnaður í land- inu •— skv. visitölu — 4-faldast. Á þessum fáu árum, sem ég liefi áður nefnt, hafa verið settar i umferð yfir 1000 milljónir króna með hækkuðum bankalánum, ríkisábyrgðum og hækkuðum útgjöldum ríkissjóðs. — Og þessu gífurlega fé á okkar mælikvarða er veitt inn í fjárhagskerfið að mestu leyti í viðbót við eðlilega fjárþörf atvinnulifsins. Greinargerð Landsbankans. Það má segja, að setið hefir verið að þessu sumbli meðan sætt var. Nú er svo konrið, að ekki verður lengur lialdið áfram ofrausnarstefnunni nema siglt verði i strand þjóðarskútunni. Eg hefi fyrir nokkrum dögum, eins og aðrir þingmenn, fengið grcinargerð frá Landsbankanum um lánveitingar bankanna og verðþensluna. Þessi greinargerð er auðkennd sem „trúnaðarmál“. Þrátt fyrir það ætla eg að nrinnast á hana hér, því eg tel að greinargerðin eigi ekki að vera trúnaðarmál fyrir þjóðinni og það sé skylda að birta hana. Þessi greinargerð Landsbankans liygg eg að sé einhver liarð- asti dómur sem nokkur ])jóðbanki hefir látið frá sér fara um fjármálastefnu þings og stjórnar síns eigin lands. í greinargerð bankans segir méðal annars á ])essa leið: „Fjármálastefnan hér á landi hefir undanfarið gengið í bcr- Iiögg við það, sem talið er sjálfsagt viðásthvar annarsstaðar, bæði hvað snertir sjálft markmiðið, að viðhalda jafnvægi i efnahags- lifinu og einnig livað snertir eina helztu aðferðina til þess, að liaga fjárhagsafkomu ríkisins i sámræmi við þann tilgang. Hin gegndarlausa l'járfesting undanfarinna ára hcfir að mjög veru- Icgu leyti átt sér stað fyrir beinan tilverlcnað ríkisvaldisins-“. Enn segir það: „— Og þessari stefnu var haldið áfram og lienni er enn haldið áfram, þó að hinar geigvænlegu afleiðingar hennar séu fyrir löngu byrjaðar að koma fram, og þó að öngþveitið, sem af henni leiðir, aukist með hverjum deginum sem líður“. Og enn segir þar: „Hin nána aðild rikisvaldsins að fjárfestingunni hefir Icitt til þess að peningastofnanirnar hafa nauðugar viljugar orðið að leggja fram fé til hennar. Þær hafa orðið að lúta i lægra haldi fyrir yfirlýstri stefnu AI])ingis, ríkisstjórnarinnar og stjórnmála- fiokkanna i þessum málum“. Að siðustu skal eg taka þetta: „Verði lialdið áfram sömu stefnu í peningamálum og fylgt hef- ir verið undanfarið, er öldungis víst, að verðþenslan heldur áfram að aukast, með þeim afleiðingum að ófremdarástandið, serii nú er á sviði útflutningsfranrieiðslu, gjaldeyrismála, fjárfestingar- mála, verðlagsmála, vörudreifirigar og kaupgjaldsmála, fcr enn i vöxt og gæli slíkt ekki endað ncma á einn veg, með stórfelldu gengishruni og algerri ringulreið í éfnahagsíifinu." Þótt eg hafi tekið hér stutta kafla liefi eg reynt að slíta málið ekki úr samhengi eða brengla meininguna. Þetta eru alvarleg orð, sem eg hefi hér lesið og getur varla nokkrum dulist, að stjórn bankans ber nú fram þessa aðvörun (FrainJj. á 9. síðu) Fegriö höfuðstaðinn! Vorið 1947 keypti lcunningi minn nýbyggl steinhús, er stendur við gatnamót tveggja umferðarmestu gatna í einu úthverfi bæjarins. Um sum- arið gerði hann nauðsvnleg- an undh’búning að væntan- legum framkvæmdum á girð- ingu lóðar og ræklun, seni brýn. nauðsyn var á, ekki sízt á þessum stað, svo börn og aðrir íbúar liússins gætu not- ið útivistar á lóðinni og verið óhult fyrir hinni hættulegu umferð. — Byggingarnefnd bæjarins veitti leyfi fyrir bvggingu girðingarinnar og bílskúr, sem gert var ráð fyrir að bvggður yrði við húsið. Og nú var ákvéðið, að hefjast handa næsta vor. Um haustið fæddist svo Fjárhagsráð; skömmu siðar gaf það út tilkynuingu m. a. um, að stranglega væri bann- að að girða lóðir og byggja bílskúra úr liverskonar er- lendu efni án þess levfis. — Kunningi minn er kurteis maður, og þótt hann teldi sig hafa í höndum leyfi fyrir girðingunni frá ekki ómerk- um aðilum, sótti hann samt um leyfi til hins nýja ráðs, en svar hinna vísu manna vár synjun. Kunningi minn taldi sig ó- rétti beittan. En um sama leyti sem leiðandi menn bæj- ar og þjóðar fóru á stúfana, í ræðu og riti, og eggjuðu samborgara sína lögeggjan um að hefjast handa um alls- herjar fegrun böfuðslaðar- ins, fjarlægja allt rusl af lóðum, radcta þær og girða, var kunningi minn að ljúka við að girða og rækta sína lóð. Og um svipað leyti og F egr u na rf élag Reyk j a vi kur var formlega stofnað fékk kunningi minn tilkjrnningu um kæru frá Fjárhagsráði vegna byggingar girðingar- innar. Og i þann mund sem „Uæringshneykslið" svokall- aða var til umræðu á löggjaf- arþingiþjóðarinnar, innan um | bíla- og jarðabrask, þar sem j Viðskiptancfnd var gagn- 1 rýnd fyrir ráðstöfun í heiin- ildarleysi á dýrmætum gjald- eyri, er skipti milljónum kr., fyrir „45 ára gamalt járna- rusl“ var kunningi minn dæmdur til að greiða 1500 kr. sekt fyrir byggingu girðing- arinnar í „hcimildarleysi“. Þetta er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum ,er sýnir hina miklu nekt íslendinga á bæf- um forustumönnum innan þings og utan. E. F. G. Bretar og llollendingar hafa gert með sér nýjan við- skiptasanming ög munu við- skipti þjóðanna á milli aiik- ast samkvæmt þeim samn- ingi um 60 millj. punda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.