Vísir - 22.11.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 22.11.1954, Blaðsíða 1
12 é'l. árg. Mámudaginn 22. nóvember 1954. 267. tbl. Gifurleg aukning á freðfi flutningi til Bandarikjanna, Mynd þessi var nýlega tekin í Kairo, er málafcrlin stóðu yfir gegn Bræðralagi Múhameðstrúarmanna, sem stoð fyrir bana- tilræði við Nasser forsætisráðherra Egypta. Tvö slys á Reykjanesbraut. Piltur slasast iuikið. Tvö slys urðu á Hafnarfjarð- arveginum eða í grennd við liann síðdegis í gær. Annað þessara slysa varð á mótum Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar. Fjórtán ára gamall piltur, Björn Jóhann Karlsson að nafni var þar á .gangi, er áætlunarbíl bar að, og skipti það engum togum, að Björn varð fyrir bílnum og hlaut mikil meiðsli. Var talið að 'hann hafi hlotið bæði höf- uðkúpubrot og lærbrot. Sjúkra bifreið úr Reykjavík var feng- in til að sækja piltinn og var hann fluttur í Landspítalann. Hitt slysið varð og á Reykja .nesbraut móts við Arnarnes. — Maður, Jóhann Guðmundsson að nafni, var þar á ferð í jeppa bíl, en missti bílinn út af veg- inum svo hann valt. Jóhann mun eitthvað hafa meiðzt og kvartaði m. a. undan sársauka i öxl. Hann var fluttur í sjúkra bifreið á Landspítalann. Bifreið stolið. Seint á laugardagskvöldið ~var bifreiðinni R 1376 stolið þar sem hún stóð við Langa- gerði. Hafði eigandinn skilið hana þar eftir og lyklana líka, á meðan hann skrapp inn í skömmu síðar var bifreiðin horf in, og tilkynnti hann lögregl unni þegar stuldinn. Tveimur klukkustundum síð ar kom sonur eigandans á lög- reglustöðina og skýrði frá því að bifreiðin væri komin fram. Hafði henni verið skilað á sama stað aftur, en fólkið í húsinu varð vart ferða bifreiðarinnar og fór út þegar hana bar að. En þá hlupu þrír unglingspilt- ar út úr henni og hurfu út í myrkrið. Eigandi bifreiðarinn- ar telur sig hafa borið kennsl á einhverja þeirra og hefur kært málið til rannsóknarlög- regíunnar. í gær barst lögreglunni til- kynning um aðra bifreið, litla fólksbifreið, sem stolið hafði verið hér í bænum í fyrrinótt. En skömmu eftir að eigandinn hafði tilkynnt hvarf hennar skýrði hann lögreglunni frá að hann væri búinn að finna bif- reiðina og hefði hún verið ó- skemmd. Tilraun var og gerð til þess að stela þriðju bifreiðinni í nótt. húsið. Þegar hann leit út aftur Kiarnorkan og neHunarvakK&. I gær um fjögurleytið vildi það óhapp til er amerískt flutningaskip var að sigla inn á Reykjavíkur- höfn að það lenti á nyrðri hafnargarðsendanum og braut hann. Við benna árekstur mynd- aðist allmikil geil eða skarð í garðhausinn og um leið féll vitinn niður. Gaf Hafnarskrifstofan strax út tilkynningu, eftir að óhappið atvikaðist að ekki logaði lengur á vitan- um. Skipið sem rakst á garðinn mun vera sem næst 10 þúsund lestir að stærð. Miklar likur fyrlr enii aukEiiím, varmalepm markali, sem byggist á nýrriaðferð- Freðfiskútflutningur frá íslandi til Bandaríkjanna hefur aukizt mjög mikið á þessu ári. Er 'þar nú ágætur markaður fyrir íslenzkan freðfisk og framtíðarhorfur um markað þar taldar góðar. Hefur orðið gerbreyting í þessu efni, sem grund- vallast á nýrri aðferð, sem hefur rutt sér til rúms á tiltölu- lega skömmum tíma. Æflasölur. Tveir togarar seldu afla sinn Þýzkalandi sl. laugardag, eim mun selja þar í dag og annar á Aðferðin er á stuttu máli í' því fólgin, að hér er fiskurinn frystur í rétthyrndar blokkir, sem vestra eru skornar með bandsögum í svonefnda „fish sticks“, sem því næst eru steiktir í feiti (fiskurinn er fyrstur beinlaus og roðlaus), og settur í sérstakar umbúðir, og seldur sem tilbúin fæða. Hver pakki vegur um 280 grömm (10 oz.). Húsmæður hafa fagn- að því að geta fengið fiskinn þannig framreiddan. Kostir eru taldir m. a., að það má setja hann inn í bakarofn og velgja, engin steikingarlykt er í íbúð- unum, sem oft er kvartað yfir í íbúðunum, þegar fiskur er steiktur með venjulegum hætti, börnum og öllum almenningi finnst fiskurinn lostæti, og miðvikudag. Togarinn Surþrise seldi i V.- Þýzkalandi sl. laugardag 160 tonn af fiski fyrir 74.200 mörk. Þor- steinn Ingólfsson seldi í Ham- borg fyrsta ísfiskinn sem fara á til A.-Þýzkalands á laugardag- inn. Aflinn var 205 tonn og var seldur fyrir um það bil 120 þús. mörk. Ausfirðingur selur í V.-Þýzka- landi næstkomandi miðvikudag Þingi lokð i ASI ver&ur í nótt. neyzla hans fer hraðvaxandi, og fer jafnvel fram á útistöðum, og þar sem menn áður keyptu „hamburgers" (saxaðan bauta, lagðan milli brauðsneiða). íslenzka fiskinum, vegna þess að þeir töldu hagsmuni sína í hættu, en þetta er nú sagt vera að breytast, og jafnvel í fiski- bænum mikla, Gloucester, þar sem eru fiskiðjuver mörg, fagna menn nú íslenzka fiskinum, og eru jafnvel hróðugir af hve mikið sé framleitt úr honum, en fiskiðjuverin þar voru tekin til þessarar framleiðslu, en annars er farið að framleiða steiktan fisk úr fiskblokkum héðan víða í Bandaríkjunum. Að því er Vísir hefir heyrt er nú flutt út meira af freðfiski frá íslandi á bandarískan mark- að en til nokkurs annars lands og- liggur í augum uppi hve mikilvægt það er fyrir útgerð- ina og efnahagsafkomu þjóðar- innar, ef framtíðarmöguleik- arnir reynast eins miklir og menn hér og vestra nú gera sér vonir um. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Vishinsky hefur borið fram breytingartillögu í stjórnmála- nefndinni við kjarnorkutillögum. Er Iiún á þá leið, að fyrirhug- uð alþjóðakjarnorkustofnun verði í tengslum við allsherjar- þingið og öryggisráðið á grund- velli sáttmála Sameinuðu þjóð- anna, og þar af leiðandi liáð neitunarvaldi þess. Á þetta viljia vestrænu þjóð- irnar ekki fallast. Gunnar Salómonsson aflrauna- maður lenti í bílslysi í Noregi fyrir helgina Gunnar er i sýningarför um Noreg, og mun hafa verið á ferð í Sogni, ásamt Elinu konu sinni, er slysið varð. Samkvæmt fregn- um, sem hingað hafa borizt um slysið, varð bill Gunnars á milli langferðavagns og kletts og eyði- lagðist. Kona Gunnars mun hafa beinbrotnað, og var hún flutt i sjúkrahús í Florö i Vestur- Noregi, en Gunnar mun hafa meiðst minna, þvi hann getur haldið áfram aflraunasýning unum. Fundur alþýðusambands þings hófst í morgun kl. 10 í K.R.-skálanum við Kapla- skjólsveg og var þá tekið fyrir til umræðu nefndarálit trygg- inga- og öryggismálanefndar. Nefndir störfuðu í gærkvöldi og morgun og verða álit þeirra rædd á þinginu í dag fram eftir degi. í gær ávörpuðu tveir erlendir fulltrúar þingið, þeir Konrad Nordahl, formaður norska al- þýðusambandsins og Gunnar Henriksson, aðalritstjóri mál-' gagns finnska alþýðusambands ins, en þeir voru ekki komnir, þegar alþýðusambandsþingið var sett. Enn fremur var í gær rædd skýrsla miðstjórnar alþýðu- sambandsins og að lokum sam- þykkt kjörbréf Iðjufulltrúanna. Sambandsstjórn mun verða kosin í kvöld eða nótt og verður þá þingi lokið. Framleiðsla á steiktum fiski úr „fish stieks“ í Bandaríkjun- um nam 1953 7.3 millj. enskra punda (lbs.) en verður senni- lega upp undir 50 millj. punda á þessu ári. Eins og er eru menn mjög bjartsýnir um enn meiri útbreiðslu á þessari matvæla- tegund, því að hún ryður sér til rúms, þar sem lítil eða engin fiskneyzla var fyrir, og menn vona að heildarneyzlan á mann aukist svo í Bandaríkjunum, að varanlegur, öruggur markaður fáist fyrir hana. Eins og kunnugt er voru fisk- framleiðendur í Bandaríkjun- um mjög teknir að amast við Útflutningur á freðfiski til Bandaríkjanna nam í októberlok 17.387.00 lest- um að verðmæti 110 millj. og 754 þús. kr., en í fyrra 10.748.6 lestum fýrir 68 millj. 104 þús. kr., eða með öðrum orðum fyrir 42 millj. og 650 þús. kr. meira í ár en á sama tíma í fyrra. Mikill útflutningur á freð- fiski á sér einnig stað til Ráð- stjórnarríkjanna og fleiri landa, og Ráðstjórnarríkin kaupa næstmest af freðfiski íslands, í fyrra 6.642.1 lest fyrir 34 millj. og 855 þús., miðað við október- lok, en um sama leyti nú 16.583.7 lestir fyrir 84 millj. 853 þúsund krónur. „flla rekin tryppin þar.“ Pravda kvartar nndan „göinlum Staliiisluiiimum^ í ároðri. Einkaskeyti frá A.P. — Kondon 19. nóv. Málgagu sovétstjórnarlnnar, Pravda, kvartar sárlega yfir lé- legum kommúnistaáróðri í Sovétríkjunum I dag, og sagði m. a., að í einu héraði í heima- landi Jósefs heitins Stalins, Georgíu, væru pólitiskir fyrir- lestrar byggðir á þriggja ára gömlum athugunum. Að því er Moskvuútvarpið hermir, sagði þetta höfuðmál- gagn sovétstjómarinnar, að „kommúnistiskir fyrirlesarar ættu að fara að fordæmi Lenins og tala skýrt og ljóst. Þeir verða að tala á máli, sem er allri alþýðu ljóst og skiljanlegt og forðast óþarfa skrúðmælgi og útlendar slettur.“ Enn fremur sagði Pravda: „Fyrir- lesarar verða að kynna sér til hlítar ástandið í alþjóðamálum, til þess að geta nógu vel undir- strikað það, hversu hið komm- únistiska skipulag væri miklu betra en auðvaldsskipulagið.“ f \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.