Vísir - 22.11.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 22.11.1954, Blaðsíða 10
10 VtSIR Mánudaginn 22. nóvember 1954, inn var ungur og illa taminn. Hann hafði misst af bráðinni, og sinnti ekki lúðurkalli Sir Hilary’s, þegar hann kallaði á hann, og flaug út í buskann. Þegar farið var að elta hann, dreifðist hópurinn og John og Anna urðu viðskila um stund, laus við fylgdarlið og þjóna. John vék til vinstri gegnum hlið á girðingu og inn á engi, þar sem þau voru kornin það langt afsíðis, að enginn gat heyrt hvað þau sögðu. Þar sagði hann henni, hvernig málin stæðu. Hann skýrði henni frá sambandi Rogers og Sir Thomas Wyatt. Hún hlustaði á hann og að því loknu horfði hún á hann társtokknum augum. — Þá er draumur okkar að engu orðinn, sagði hún. — Þeir eru okkur ofviða, John. Þú hættir of miklu min vegna. — Nei, það ert þú, sem hættir of miklu mín vegna. Eg þori ekki einu sinni að fara með þig til hirðarinnar. Það verður horft á okkur hnýsnum augum og brosað að okkur í laumi. Og ef það yrði of áberandi gæti eg drepið þá, jafnvel í höll drottningarinnar. — Það má aldrei ske, John! Hversu mjög sem við elskum hvort annað, verðum við að gæta okkar. Og eg held, að eg sé nægilega lík föður mínum til þess að geta þolað vel háð þeirra. En þeir munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að koma þér á kné, og við, eg og faðir minn, erum ekki þess um komin að geta hjálpað þér. Þú mátt ekki vera svona óþjáll, John. Gefðu þeim í skyn, að þú ætlir að ganga í stjórn- málaflokk. Reyndu að sættast við Courtenay .... — Við Courtenay! Eg held, að það hafi ekki verið til sá skíthæll í Kastalanum, að hann hafi. ekki verið skjólstæðingur Courtenay’s. — Þetta hljóta að vera öfgar! — Þetta eru engar öfgar. Ef eg beygi mig fyrir Courtenay, missi eg þá fáu, sem vilja mér vgl og fæ ekkert í staðinn. Því að eg treysti engum loforðum Courtenays, hversu glæsileg sem þau kunna að vera. Eg var ekki samfangi hans fyrir ekki neitt. Eg fekk að kynnast honum. Anna! Þú veldur mér ekki neinni hættu, en eg get komið þér í hættu. — Ef það er allt og sumt, þá er málið auðvelt viðfangs, því að hverju skiptir mig, þótt eg sé í hættu, svo lengi sem þú elskar mig. Eg vil ekki hlusta á þetta lengur, lávarður minn, og hér kemur Ambrose til að tilkynna okkur, að annaðhvort sé búið að ná í fálkann eða vð verðum að elta hann í allan dag. Hann varð að gera sér þetta að góðu og þau fóru til hinna og þar varð hann að hlusta á hrókaræður um það, hvað öllu færi aftur og hversu fálkar væru illa tamdir á þessum síðustu og verstu tímum. Sólin var að síga til viðar og það var ekki tími til að sleppa fálkanum aftur, nema eiga það á hættu að þurfa að ríða í myrkri gegnum götumar á heimleiðinni. — Þegar þeir komu að veitingahúsinu, kom Ambrpse og hélt í ístaðið, meðan lávarðurinn fór af baki og hreytti út úr sér ónotum, þegar herra William flýtti sér líka að hjálpa John af baki. — Lávarður minn, hvíslaði herra William. — Herra Killi- grew er kominn aftur. . ........ — Hvar er hann? — í herbergi sínu, lávarður minn. Eg færði honum mat og vín. i Án þess að láta sér annt, kallaði John á Anthony og gekk upp stigann. Þegar þeir komu upp í ganginn, slepptu þeir allri varúð og hlupu til herbergis Francis. Hann var að borða kaldan kjúkling og vínkannan stóð við hlið honum. Hann benti þeim að sitja og þeir sáu, að hann var með svo fullan munninn, að hann gat ekki talað. Hann var klæddur eins og sveitamaður, í síðum ullarjakka, rifnum buxum og skóm, sem hefðu átt brýnt erindi til skósmiðs. Hann var allur ataður ryki, auri og leirblettum. — Gaman að sjá þig', sagði John tómlega, en Francis skildi, að hann var órólegur og sneri sér við og brosti um leið og hann kingdi. Því næst ýtti hann frá sér matnum, drakk hálfan bikar af víni og sneri stólnum við, til að geta séð þá, en um leið gretti hann sig af sársauka. — Þú ert særður, maður! Lof mér að sjá! —; Það var köttur, sem klóraði mig rétt hjá olnboganum. Eg get beðið. Eg hef séð bróður yðar, og aðrir hafa séð mig. . — Viltu ekki hvíla þig, áður en þú segir fréttirnar? — Eg vil heldur segja fréttirnar fyrst. Svo ætla eg að seðja hungur mitt, fara úr þessum görmum, baða mig og klæða mig í einhverjar skárri flíkur. Það hoppa fleiri flær í þessum frakka eri eg kæri mig um að komist í návígi við mig beran.'Það hlýtur að vera mikið af flóm í Kent og allar vildu þær komast með mér til London. Eg kom til Allington Hall og fór með svo mikilli leynd sem mér var unnt. Þar voru allmargir herramenn fyrir og meðal þeirra var Roger. Þetta voru allt mjög alúðlegir menn, sem buðu mér á veiðar daginn eftir. Þar voru ekki margir þjónar, hvergi vopn sjáanlegt, en mikið um hvíslingar í hornum og skúmaskot- um. Mikið var um samtal bak við læstar dyr, sendiboðar komu og fóru, hljóðlega mjög. Þetta var eins og friðsamleg ráðstefna, eða verið væri að ráðgera samsæri, en ef til vill hef eg misskilið hlutina. Það var ekki fyrr en á öðrum degi, þegar við urðum við- skila við veiðimennina, að eg gat komið til hans skilaboðunum og hvatti hann eins og eg gat til að fallast á uppástunguna. Það dugði ekki. Honum þótti allt mjög leitt og þegar eg sagði honum. að Ráðið hefði fengið vitneskju um það, hvað væri að gerast í Kent, var eins og honum væri greitt hnefahögg. Hann bað mig um frest til að taka ákvörðun sína og eg samþykkti það. Því næst héldum við áfram veiðunum. Um nóttina læddist hann inn í herbergið mitt og sagði mér, að hesturinn minn væri söðlaður og ætlaði að biðja mig fyrir skrifleg skilaboð, en eg þekkti varkárni þína og neitaði að taka við þeim. Hann slökkti þá á kertinu og bað mig fyrir svohljóðandi skilaboð: „Segið lávarði mínum, að ég geti ekki farið héðan, því að heiður minn sé í veði. Segið honum, að gera ráðstafanir til að tryggja eigið öryggi, án þess að hirða um mig, því að það er eg, sem hefi dregið hann inn í þetta baktjaldamakk, án vitundar og vilja hans sjálfs.“ Svo nam hann staðar og lét mig endurtaka þetta. Seinna, þegar við vorum að teyma hestinn út úr hesthúsinu sagði eg: — Eg á yður líf að launa og eg ætla að vara yður við. Þegar eg kem aftur til London, ætla eg að biðja húsbónda minn að ganga fyrir Ráðið og ákæra yður fyrir föðurlandssvik. — Á hvaða forsendum? spurði hann hlæjandi. — Eg hef nægar ástæður til þess, sagði eg. — Eg hef aldrei vitað klaufalegar undirbúið samsæri og allt og sumt, sem yður hefur áunnist, er að snúa Ráðinu gegn bróður yðar. Þá lagði hann höndina á makkann á hesti mínum og sagði, samanbitnum tönnum: — Gerið það, sem yður finnst réttast. En eg verð að vera hér kyrr, því að hinir treysta mér. En mér hefði aldrei dottið í hug, að Ráðið yrði svona óbilgiarnt í garð bróður rníns. Það get eg lagt eið út á. Því næst fékk hann mér t.auminn og eg lét hestinn brokka af stað eftir kúagötu, sem átti að heita vegur X kvöldvokunni. Maður fór til læknis til skoð- unar og fékk þenna dóm: Það er of lítið af blóði í vínanda- straumnum hjá yður. Pietro Mascagni, tónskáldið,, átti góðan vin, sem var Vínar- búi og frægur slaghörpuleikarL Kom þessi vinur einu sinni sem: oftar í heimsókn til tónskálds- ins og talaði mikið um hversu’ frægur væri söngleikur hans Cavalleria Rusticana. Kvaðst hann margsinnis hafa leikið út- drátt úr söngleiknum á tón- leikum sínum. ,.Þú getur ekki; ímyndað þér hversu frægt þettai verk þitt er. Allir þekkja það. Þegar eg sézt nður við hljóð- færið kallar fólk til mín „spilið' bara ekki ,.intermezzoið“ úr Cavalleria Rustisana“!“ Ernest Hemingway kom einu sinni til herskráningar. „Hafið' þér gengið í bamaskóla?“' spurði liðþjálfinn, sem skráði. „Já. og æðri skóla. Eg hefi verið á Cornellháskólanum og Columbiaháskólanum. Kynnti mér blaðamennsku. Hefi verið útnefndur ,.doktor“ af háskól- anum í Mexikó.“ Liðþjálfinn kinkaði kolli —• og stimplaði við ,.Læs og skrif- andi“ á skráningarskýrslunni. Mistinguette hin fræga er kominn á þann aldur er búast má við að samferðamennirnir fari að heltast úr lestinni. Og! fyrir skömmu missti hún kæra vinkonu sína. „Einn dag eða svo hún hafði hryggð“ og bjóst hin- um venjulegu svörtu sorgar- klæðum. En eftir nokkra dagas bjóst hún aftur sínu bezta skarti og tók þátt í Parísarlíf- xnu. Þá mætti hún á götu góðviní sínum Maurice Chevalier, semt sagði við hana: „Jæja Miss, þu varst þá ekki lengi að láta huggast.“ „Þar 'skjá'tlast þéd,“ svar- aði Mistinguette í dálítð kulda- legum tón. „Ofan af himnum er ekki litið á fatnaðinn — ef hjartað aðeins er svart.“ r. SupMijgkA • 'ADUEL? SL/KETOT7Z/CK REPUEO OUIETLS, ^ /S A C/-/A/JCE 70 OUK 0/EFEEE//CES." THE APE-MAN TURNEP 'T ^ ZESOLUTEIX TO THE ME66EN6ER." 7ELL LAZARIACCEPTH/S CHALLEH6E!" ÍaV 1 1 wl/ I B fL j Æm ...meanwhile, lazaiz waitep UNPERTUIZ&EP. HIS CRAFTY MINO HAO CONCEIVEOA 5TRATA6EM THAT WOULO R03 TARZAN OFALL HOPÉ 0 F VICTORYl Copr.líSl.EdcarniceBurrouchs. Inc,—Tm. Reg. U. s. Pal. oif. Dlstr. by United Feature Syndicate, Inc. „Einvígi!“ hrópaði Holt. „Hann siíur áreiðanlega’' á svikráðum við • þig.“ — „Látum það gott heita,“ xsvaraði Tarzan. „Líklega er þetta ágætt tækifæri til þess að útkljá deilumál okkar.“ Tarzan snéri sér að sendimannin- um og sagði ákveðið: „Skilaðu því til Lazars að eg taki við hólmáskor- uninni.“ Lazar beið rólegur í skrifstofu sinni endurkomu sendiboðans. Hann hafði hugsað upp herbragð, sem myndi ræna Tarzan öllum sig- urmöguleikum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.