Vísir - 22.11.1954, Blaðsíða 12

Vísir - 22.11.1954, Blaðsíða 12
VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. Mánudaginn 22. nóvember 1954. TiSlaga li®let©¥§ fékk engan byr. Hann vficfi írests öllis. Meitdes-Frarcz® og | Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Enn er mest rætt um sein- íistu ’tilraun ráðstjórnarinnar til bess að hindra fullgildingu Par- ísarsamninganna. í Pravda fyrir helgina var Lirt grein eftir Molotov, og var hún jafnframt lesin upp á fundi innlendra og erlendra fréttarit- ara. í grein þessari var boðið upp á, að fresta fyrirhugaðri 25- J)jóða ráðstefriu, gegn þvi að í'ullgildingu Parísarsamninganna yrði einnig frestað. Það er Ijóst; að engin hinna vestrænu þjóða mun sinna þessu. IFregnin um tillögu Molotove Frá bridgekeppninni í gær. Önnur umferð í sveitakeppni í bridge fór fram í gær og urðu airslit þessi: Kristján Þorsteinson vann Hersvein, Eggrún vann Ólaf Einarsson, Ólafur Hannesson vann Hall, Ólafur Þorsteinsson vann Jón, Brynjólftir vann Þor- stein, Margrét Jensdófir vann •Gísla, Vigdís vann Ingibjörgu, Bjarni vann Hafslein, Kristján Magnússon vann Helga, Margrét „Ásgeirsdóttir vann Elinu, Zoph- onias og Jens gerðu jaíntefli. Næsta umferð verður spiluð á þriðjudagskvöldið kemur. Spánverjar heimta Gibraltar. London. (AP). — Spánverj- ar virðast nú ætla að fara að gera nýjar kröfur til Gibraltar. Nýlega kom nýr sendiherra Breta til Madrid, Sir Ivor Mal- 'let. Er hann ók til hallar Fran- eos til þess að afhenda embætt- isskilríki sín, æptu sumir veg- farendur til hans: „Afhendið okkur Gibraltar aftur.“ barst er fundi Dulles og Mendes- Erance var að ljúka í AVashing- ton, en þeir gengu þar frá sam- eiginlegri yfirlýsingu, þar sem m. a. var vikið að nauðsyn þess, að hraða fullgildingu. Þeir lýstu yfir, að þeir vildu í engu sinna tillögu Molotovs. Mendes-France flutti sjónvarpsræðu. í Ney York i gær og sagði, að hann gæti ekki aðliylst þá skoð- un ráðstjórnarinnar, að friðinum í álfunni stafaði hætta af París- arsamningnum. Sin skoðun væri, að þeir gætu greitt götuna til varanlegs friðar. Rússar yrðu að skilja, að stefna um að þjóð- irnar í austri og vestri lifði hlið við í friði og öryggi, hlyti að byggjast á því, að einnig frjálsu þjóðirnar væru sterkar fyrir. — Mendes-France ávarpar allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Vestiir-þýzka sambandsstjórnin hefur lýst yfir, að hún líti á fre.stunartillögn Molotovs sem til- raun til að ltoma fullgildingu fyrir kattarnef, og geti hún ekki aðhyllzt hana. — Talsmaður ut- anríkisráðuneytisins i London hefur hafnað henni með tilvitn- unum í fyrri ummæli Edens.. Einnig Tito tók til máls um þetta. Hann fluti ræðu á fyrrverandi B-hluta Trieste- svæðis í gær, en sá hluti til- heyrir nú Júgóslavitt. Tito sagði, að hugmynd ráðstjórnarinnar væri góð, þ. e. að efna til 25 þjóða ráðstefnu, en fyrirvarinn væri allt of skammur, og gætu Júgósfávar því ekki tekið þátt i henni, en vildu fúslega taka þátt i slíkri ráðstefnu siðar. Tito fagnaði yfir bættri sambúð Júgó- slavíu við Rússa og nágranna- þjóðir sinar austan tjalds, en þeir inyndu ekki slíta nein tengsl við þjóðirnar í vestri. Nasser feginn til- mælum frá Sudan Ulll Naguib. Otto Strasser fær þýzk borgararéttindi aftur. tfitler svifti hann þeinra á sínum tíma. Einkaskeyti frá AP. — Berlín í gær. Hæstiréttur Vestur-Þýzka- lands hefur fellt úrskurð um, að fyrrverandi félagi Adolfs Hitlers, er snerist gegn honum • og flýði land, skuli fá þýzk borgararéttindi á ný. Maður þessi, Otto Strasser, kom allmjög við sögu um tíma, en hann er nú 57 ára. — Árið 1933, er Hitler hafði hafist til valda, var togstreita mikil í ■ flokknum. Strasser hafði gerst andvígur Hitler og flýði til Kanada, því að hann óttaðist hefnd foringjans, en bróðir hans Gregor skutu Gestapo- menn til bana. Báðir voru þeir forvígismenn í flokknum um 1920 og næstu ár. — Eftir styrjöldina hefur Strasser sótt um heimfararleyfi margsinnis, en vestur-þýzk stjórnarvöld hafa jafnan neitað honum um það. í rétti í Köln í apríl s.l. var úrskurðað að ríkisstjórn- inni væri skylt að veita heim- fararleyfi og borgararéttindi mönnum, sem flúið höfðu land undan Hitler. Stjórnin áfrýjaði til hæstaréttar, sem staðfesti úrskurð Kölnarréttarins. Naguib fyrrverandi iorseti E- gyptlands verður ekki leiddur fyrir rétt. Salem höfuðsmaður, upplýs- ingamálaráðherra, lýsti yfir Jiessu fyrir hönd stjórnarinnar, að afloknum furidi með sendi- nefnd frá Sudan, sem mæltist til þess, að Naguib yrði ekkert mein gert. Naguib er borinn og barn- fæddur í Sudan og hlaut mennt- un sína þa-r. Það er nit víst talið, að Nasscr, sem gegnir skyldum rikisforseta um sturidarsakirj ætli sér ekki forsetaembættið, því að leitað liefur verið til el Suids, er Segút | Reykjavikur bjuggu hefur áður embætti utanríkisráð herra og varaforsætisráðherra, og hann beðinn að taka við for- setaembættinu. Fréttaritarar eru þeirrar skoð- unar, að Nasser og félagar lians óttist svo mjög afleiðingar þess, að leiða Naguib fyrir rétt, að það liafi í rauninni verið þeim fagn- aðarefni, að tilmælin frá Sudan komu fram. Þrennt slasast, er það fcrlar sér úr brennandi bragfa. jEMiiriint ioltaði MÍgöngtaelynisir svo fóliiid varð að flýja ótí rm gingga. Laust fyrir miðnætti i fyrra- flutt í Landsspítalann, þar sein kvöld kom eldur skyndilega upp búið var að sárum Jiess, en þau í íbúðarbragganum F3 í Camp voru eliki talin alvarlegs eðlis. Knox, en fólkið sem í braggan- Þcgar slökkviliðið kom á vett- um var, komst flest nauðuglega vang var eldhúsið alelda orðið út um glugga, og við það skarst og urðu á því verulegar skemmd- þrennt af fólkinu svo á gler- ir, en á öðru húsnæði braggans brotum, að flytja varð það í urðu ekki skemmdir að ráði sjúkrahús. nema þú af völdum reyks og 1 bragga þessum, sem er vatns. Slökkvistarfið gekk vel byggður úfastur við mötuneytis- og var eldurinn kæfður áður en bragga Fæðiskaupendafélags liann breiddist út. hjón, Jens /Efmgar hafnar á jálaíeik L.R. Æfingar eru nú hafnar á jóla- leikriti Leikfélags Reykjavíkur, en það heitir „Nói“, eins og Vís- ir hefur áður greint frá. Tómas Guðmundsson skáld þýddi sjónleikinn, en leikstjóri er Lárus Pálsson. Illutverka- skipun er Jiessi: Brynjólfur Jó- hannésson og Emelía Jónasdótt- ir leika Nóa og konu lians, syn- ina Sem, Kam og Jafet leika þeir Einar Þ. Einarsson, Jón Sigur- björnsson og' Steindór Hjörleifs- són, en tengdadæturnar þær Hólmfríður Pálsdótir, Anna Stína Þórarinsdóttir og Sigríður Hagalín, en liún var væntanleg hingað frá Sviþjóð í gærkvcldi. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur hlutvérk Mannsins. Lothar Grundt sér um leiktjöld, en gerð- ar hafa verið ráðstal'anir til þess að fá búninga að láni frá útlönd- um. 1 lilutverkum dýrana verða ýmsir kunnir leikarar, svo sem þau Árni Tryggvason, Einar Ingi Sigurðsson, Nina Sveinsdóttir, o. fl. Happdrættí hlutaveltu Hátéigssóknar- Dregið hefur verið í happ- drætti, sem var í sambandi við hlutaveltu Háteigssóknar. Þessi númer komu upp: 31.101 (ísskápur), 1768 (far til Norðurlanda), 32.349 (raf- magns-eldavél), 33.655 (stál- vaskur), 28.671 (f ra til Vest- mannaeyja), 24.580 (rafmagns- borðlampi), 18.752 (kuldaúlpa), 12.273 (hjólbörur), 5004 (gabardín-rykfrakki),. og 10.534 (50 kg. af saltþjöti). Vinninganna sé vitjað í Verzlun Axel 3igurgeirssonar, Háteigsvegi 20. Pálsson og Guðbjörg Gisladóttir ásamt tveimur börnum sinum. En fjórir gestir voru staddir Jjarna á heiinilinu í fyrrakvold og mun ‘fölkið hafa verið að spila. Eldurinn kom upp i eldhúsinu, en ekki vitað með livaða liætti. Mestur eldur virtist loga í kring- um olíukyntan miðstöðvarket- il, sem var i eldhúsinu, en með öllu. er þó óljóst hvernig kvikn- að liefur í. Elduriun lokaði útgöngudyr- unum svo fólkið varð að forða sér út úm glugga, nema einn maður, sem komst út i gegnum gat, er hann braut á vegginn á ranghala sem lá að bragga mötu- neytisins. Þrennt af fólkinu skarst, er það leitaði útgöngu, þar á meðal húsfréyja, Guðbjörg' Gisladóttir, sem skarst á fæti, handlegg og baki, Brynja Árnadóttir skarst á vinstra fæti og Zakarías Daníels- son skarst á liendi. Fólkið, sem meiddist, var Valur heldur lorystunni í handknattléiksmótinu- Handknattleiksmeistaramót Reykjavíkur hélt áfram í gær að Hálogalandi og fóru þá þrír leik ir fram. Fyrsti leikurinn milli Vikings og í. R. fór þannig að Víkingur skoraði 17 mörk gegn 1. Næsti leikur var milli Fram og Vals og þar sigraði Valur með eins marks rimn, 14:13. En í síð- asta leiknum bar Ármann sigur úr býtuíri gegn Þrótti með 20 mörkum gegn 11. Nii eru aðeins tvær umferðir eftir og„er sú fyrri í kvöjd. Val- ur er efstijr að stigum. Fundur Íslenzk-ameríski féíagslns- Fyrsti kvöldfundur íslenzk- ameríska félagsins á þessum vetri verður að Hótel Borg fimmtudaginn, 25 þ.m. Þar flytur hinn nýskipaði sendiherra Bandaríkjanna hér, John Muccio, ávarp, Kristinn Hallsson syngur, og fleira verður til skemmtunar. Þessi fagnaður er í sambandi við þakkargjörðardag Bandaríkja- manna, Thanksgiving Day, sem er þenna dag. Harkabpr árekstur nyrðra. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Hrottalegur árekstur varð hér í Aðalstræti s.l. laugardag og munaði minnstu að slys hlytist af. Þannig var mál með vexti, að fólksbifreið, nýr Chevroletbíll, var að koma innan úr Eyjafirði og mun hafa ekið allgreitt nið- ur í bæinn. Þegar kom niður í Aðalstræti stóð mannlaus jeppabifreið hægra megin á götunni og á henni lenti Chevroletbíllinn með þvílíku afli að jeppinn hentist niður í fjöru og fólks- bíllinn þangað á eftir. Tveir menn voru í fólksbif- reiðinni og mun hvorugan þeirra hafa sakað, en báðir bíl- arnir stórskemmdust. Málið er í rannsókn. Tillaga ríkisstjórnariimai um Grænlandsmálð samþykkt- I morgun fór fram í sain- einuðu þingi atkvæðagreiðsla, um tillögu til þingsályktunar frá ríkisstjórninni, þar sem sendinefnd íslands á þingi S. þ., er falið að sitja lijá við at- kvæðagreiðslu um ályktun gæzluverndanefndar um það, að Dönum beri ekki lengur að senda skýrslur um Grænland til S.þ. Höfðu komið fram breyt- ingartillögur við tillögu rík- isstj órnarinnar. Atkvæðagreiðsl an fór þannig, að breytingar- tillögurnar voru allar felldar, en tillaga ríkisstjórnarinnar var samþykkt með 30 atkvæð- um gegn 20. Greiddi stjórnarandstaðan atkvæði á móti tillögunni, en auk þess nokkrir þingmenn frá stjórnarflokkunum. Þeir voru Pétur Ottesen, Gísli Jónsson, Jón Pálmason, Jörundur Brynjólfsson og Halldór Ás- grímsson, Auk þess voru tveir fjarverandi, þeir Magnús Jónsson og Jóhann Jósefsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.