Vísir - 06.05.1955, Page 6
vísir
Föstudaginn 6. maí 1955.
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Deilt um sjómannafélög
færeysklra frænda okkar.
Bréf ti! Vísis frá færeyskum sjómantii.
Víiskiptastefna Bandaríkjanna.
Undanfarna mánuði hefur talsvert verið deilt um það vestan
hafs, hvort rétt væri að hækka eða lækka ýmsa tolla á
innfluttum varningi, til þess að gera framleiðendum í Banda-
ríkjunum auðveldara að standast samkeppni við hann. Síðan
iðnaðarríki víða um heim fóru að rétta úr kútnum eftir
styrjöldina, hefur verið lögð áherzla á það af þeim að koma
varningi sínum á framfæri í Bandaríkjunum, til að fá þann
gjaldeyri, sem beztur er til viðskipta hvar sem er í heiminum.
Hefur ýmsum þjóðum orðið svo vel ágengt í þessum efnum, að
fcandarískum kaupsýslumönnum hefur staðið stuggur af sam-
keppni þeirra, og hafa þeir þess vegna beitt áhrifum sínum
til að koma fram tollahækkunum, því að þeir sjá ekki aðra leið
til að standa vel að vígi gtgn framleiðslu annarra þjóða.
En margir hafa verið þessu andvígir, því að þeir telja, að
allt verði að gera til þess að örfa sem mest viðskipti, því að
aukin viðskipti sé undirstaða velgengni þjóðanna. Þeir hafa
haldið því fram, að ekki verði unnt að bæta úr dollaraskort-
inum með öðru móti en því, að öörum þjóðum, er skortir
þenna gjaldeyri, verði gerfc sem 'auðveldast fyrir við að afla
hans með innflutningi til Bandaríkjanna. Aukinn innflutriingur
þangað hafi í för með sér, að aðrar þjóðir hafi meiri gjaldeyri
— fleiri dollara — til að kaupa varning af ýmsu tagi þár í
landi, og verði það bandarískum framleiðendum til góðs. Ef
tollar verði hækkaðir — eða ekki lækkaðir frá því sem nú er í
ýmsum tilfellum — muni það verða til að draga úr innflutn-
ingi til Bandaríkjanna, sem aítur hafi það í för með sér, að
Bandaríkjamenn geti ekki selt öðrum þjóðum eins mikið og ella.
Meðal þeirra, sem hafa verið þeirrar skoðunar, að háir
tollar sé ekki til bóta fyrir viðskipti hins frjálsa heims, hefur
verið Eisenhower forseti, en hann hefur átt við ramman reip
að draga, því að ekki haía verið allir eins glnggskyggnir og
hann að þessu leyti. Hann hefur markað stefnu sina með það
íyrir augum, að viðskiptin síyrktu þjóðirnar í heild, en ekki
viljað láta bandaríska hagsmuni sitja í fyrirrúmi, enda óvíst
hversu mjög þeim hagsmunum væri þjónað með hækkuðum
eða óbreyttum tollum, er drægju úr viðskiptum.
Stefna Eisenhower íorseta hefur orðið ofan á, eins og skýrt
var frá í fréttum í gær, og mun það fnörgum fagnaðarefni, því
að óvissa ríkti um það, hvorf flún yrði ofan á, eða þeir mundu
fcera sigur úr býtum, er börðust gegn honum í máli þessu.
Eisenhower lagði til, að tollar verði lækkaðir- um allt að 15%
cg er það mikill sigur fyrir hanri, að það skyldi. verða • sam-
þykkt, en á hinn bóginn má gcra sér g'rein fyrir því, hvernig
befði farið, ef þeir hefðu fengið að ráða, sem vilja hærri tolla.
Mundi þá til dærnis innfluiningi okkar til Bandaríkjanna —
sem er nær eingöngu hraðfrystur fiskur — verðá stefnt í voða,
cg sama máli mundi gegna um innflutning ýmissa annarra
þjóða þangað. Það cr því sérstök ástæða til að fagna því, að
Eisenhower fékk vilja sínum fi-amgengt í þessu efni.
>“fcw@pif9
T Tm þessai* mundir eru líSin. tíu ár frá því að herveldi nazista
'‘-á var að velli lagt, og þessa dagana eru Parísarsamningarnir,
sem svo hafa verið nefndir, að ganga í gildi, svo að Þýzkaland
hlýtur fullveldi aftur, og bandalag ríkjanna í Vestur-Evrópu
verður að veruleika.
Það ætti ekki að þurfa að rifja það upp, hvers vegna það
hefur orðið að ráði, að Vestur-Þýzkalandi er leyft að hervæðast
og hvers vegna stofnað hefur verið til bandalags Vestur-
Evrópuríkja. Það er ógnun kommúnismans, sem -er undirrótin.
Lýðræðisríkin töldu, að hættan af kúgun og haröstjórn mundi
úr sögunni, er Hitler væri að velli lagður. Annað .hefur orðið
upp á teningnum, ný hætta heí'ur komið til sógunnar óg ’miklu
meiri en af Hitler og nazistum. Til aö bægjá bcnni frá — en
ekki til að efna til styrjaldar — hefur verið stofnað til varnar-
fcandalags þeirra þjóða, er hafa lýðræði í heiðri, og til að
styrkja það gegn auknum viðbúnaði kommúnistaríkjanna, héfur
V.-Þjóðverjum verið veitt fullveldi og leyfi til vígbúnaðar.
Vonandi ber hvort tveggja þann árangur, sem til er ætlazt, að
friður verði tryggari en áður.
Vísi liefir borizt eftivfarandi
bréf frá Færeyskum sjómanni,
Karli Jespersen, skipverja á
togaranum Gylfa frá Patreks-
firði:
,,Bv. Gylfa, Patreksf.
29. apríl 1955.
Veg'na þess, að íslenzkur vin-
ur og starfsbróðir minn hefir
sagt mér frá því, að í blaði yðar,
líklega í febrúarmánuði, hafi
verið grein eða frétt þess efnis,
að ,,Suðuroyar Fiskimannafe-
lag“ sé gengið í ,.Föroya Fiski-
mannafelag", og að ,.S. F.“ sé
í þann veginn að leysast upp,
skrifa ég yður.
Mér þykir leitt, að ég hef
ekki frétt þetta fyrr en nú, en
greinina sá ég ekki. Eg harma
það, eins og hver og einn félagi
,,Suðuroyar Fiskimannafelag“
hlýtur að harma, að ósönn og
skaðleg tíðindi skuli kunngerð
af Færeyingi í framandi landi,
en sem bersýnilega er gerð til
þess að kasta rýrð á félagsskap
okkar. En hér fer hann villur
vegar, og sjálfur mun hann
glata virðing manna. er hann
ber á borð skaðvænlegar frétt-
ir um önnur félög, hver sem
þau kunna að vera.
Þetta eiga íslendingar a'ð
vita:
A3 ..Suðuroyar Fiskimanna-
felag“ hefur ekki veri3 lagt
niður.
A3 Suðureyingar eru stoltir
af félagi sínu og þeim mönn-
um, sem stóðu að stofnun þess
fyrir rúmum 25 árum, en þar
var Rasmus Sigurskjold í
fararbroddi, en þetta félag hef-
ir áunnið sér frægð og virðing
allfa færeyskra fiskimanna,
bæði heima og' heiman.
Að ,.Su3uroyar Fiskimanna-
feiag“ er það félag, sem valdið
hefir þeim framförum og kjara-
bótum. sem færeysk fiski-
mannastétt býr við, og að ekki
verður þessi félagsskapur seld-
ur fyi’ir fé, né fórnað vegna
stjórnmála.
Um 150 menn úr ,,S. F.“
stunda vinnu hjá íslendingum
í dag', og samkvæmt samningi
milli formanns félagsins og
umboðsmanns íslenzks útgerð-
armanns, Baldurs Guðmunds-
sonar, áttum við að fá senda
peninga heim fyrir milligöngu
,,S. F.“ eða beint til aðstand-
enda okkar, eftir því sem hver
óskaði. En svo er ekki, og höf-
um við verið sviknir í þessu,
en „Föroya Fiskimannafelag“
hefir sölsað þessa fyrirgreiðslu
undir sig. Við höfum beðið út-
gerðarmenn okkar um að fá
þessu breytt, því að „Föroya
Fiskimannafelag" telcur 30 kr.
í félagsgjöld frá hverjum
manni, auk 1% af heimsendu
fé, en þetta hefir ekki tekizt,
Ekki trúi eg því, að til sé.samn-
ingur um þétta milli ,,F. F.“ og
Baldurs Guðmundssonar um,
að þvinga okkur Suðureyinga
í ,,F. F.“ og gjalda þar með 30
kr. félagsgjald og 1%. En hér
er misskilningur á ferðinni, sem
eg vona, að enginn íslendingur
vilji bera ábyrgð á. Við berum
fyllstu virðingu fyrir íslenzk-
um félögum, eins og öðrum ís-
lenzkum félögúm hvar sem er í
heiminum, en við krefjumst
virðingar fyrir félagsskap okk-
ar. —
Athugsamd Vísis: Tilefni
þessa bréfs Karls Jespersens
virðist vera fregn, sem birt var
í Visi 7. febr. sl„ og höfð var
eftir danska blaðinvj. „Infor-
mation“. Hér er misskilningur
á ferðinni hjá höfundi framan-
skráðs bréfs. í frétt Vísis er
hvergi látið liggja að því, að
..Suðuroya Fiskimannafelag"
sé úi' sögunni, heldur sagt, að
150 manns úr því hafi gengið í
Fiskimannafélagið (Færeyja),
sem stofnsett hafi sérstaka
deild í Suðurey.Ennfremur seg-
ir þar, að hið „sjálfstæða, sósí-
aldemókratiska sjómannafélag
á Suðurey hafi snúizt á sveif
með Erlendi Paturssyni". Þetta
er sem sé haft eftir fyrrnefndu
dönsku blaði, og g'etið heimild-
ar.
Vísir birtir með ánægju grein
Karls Jespersens, en vill taka
fram, að blaðið skiptir sér að
sjálfsögðu ekki af innanlands-
deilumálum hinna ágætu
frænda okkar í Færeyjum, en
reynir hins vegar að segja
fréttir þaðan, sem það \eit
150 ár frá dauða
SchiHers.
Næstkomandl mánudag verður
þess minnzt í Þýzkalandi og víð-
ar um hinn menntaða heim, að
þá eru liðin 150 ár frá dauða
stórskáldsins Schillers.
Hér hafa verið fyrirluiguð há-
tíðahöld í Háskólanum á mánu-1
dag, en þá mun dr. Alexander Jó-
liannesson prófessör flytja á- j
varp, en dr. Ezzard Kocli sendi-
kcnnari mun flytja erindi um rit- !
verk Schillcrs.
Til orða liefur komið, að i
liaust verði leikið í Þjóðleikliús- f
inu leikritið María Stuart eftir
Schiller í þýðingu dr. Alexanders
Jóhannessonar, en það er þó ekki
fultpaðið. Ef til kemur, Iiefur
fengizt loforð fyrir búningum frá
leikhúsi í Kassel í Þýzkalandi.
í Þýzkalandi verða margháttuð
hátíðahöld á mánudaginn. í Stutt
gart mun skáldið Thomas Maíin
flytja aðalræðuna, en hann er nú
búsettur i Bandarikjunum. Síðar
mun liann flytja söniu rææðu i
'Wimar, á liernámssvæði Itússa.
Við sama tækifæri (í Stuttgart)
mun dr. Tlieodor Heuss, forseti
Vestur-Þýzkalands, flytja ræðu.
Þá munu þýzkir leikflokkar sýna
Maríu Stuart i París og Marseille,
en svipuð hátíðahöld verða víðar
um heim, m. a. í New York og
Peking.
Eden Ihefiir tilkynnt afnám
söluskatts á vefnaðarvöru
(brezkri framleiðslu), sem
engin ull er í, og mun hetta
koma Lancashireiðnaðimim
til góða. Kemur þessi fregn
í kjölfar fregnar um að Ind-
landssíjórn liafi lækkað
innflutningstoll á sömu
vöru.
New York ver á næstunni
3.5 milljörðum kr. til að rífa
og endurbyggja fátækra-
hverfi í borginni.
Þá er fengin skýring á því
hve erfitt hefur verið að fá
nokkurn til þess að setja í fyrir
sig rúðui’, þegar þær hafa ver-
ið brotnar. Það hefur nefnilega
leikið nokkur vafi á þvi hvort
öðrum en faglærðmn mönnum
og þá væntanlega húsasmíða-
mei.stiirum væri leyfilegt að
framkvæma þetta verk bóta-
laust. En nú hefur verið úr því
skórið, að mönnum er leyfilegt
að taka að sér að aðstoða íólk
við rúðuisetningu án þess að
liætta sé á málssókn af hálfu
hinna iðnlærðu. Verður þá
væntanlega ekki jafn erfitt að
fá menn til þeirra verka, eins
og verið hefur liingað til. Eg
vcit dæmi þess að menn hafa
orðið að bíða mánuðum saman
eftir að fá nýjar rúður settar í
í stað þéirra, sem brotnað hafa,
og mér var í fyrra tjáð, að að-
eins einn maður stundaði þetta
verk að staðaldri.
Nauðsynleg þjónusta.
Það væri ágætt að fleiri lag-
hentfr menn tækju sig til og
stúnduðu þessa> vinnu, því ef
dæma má eftir því live erfiit
lieftir verið að fá nokkurn til
rúðuísetninga hingað til ætti
að vera eitthvað að gera i starf-
inu. Og ódýrara er að fá menn
til slíkra starfa cn fagmennina,
sem auk þess eru venjulega ófá-
anlegir til þess að taka að sér
slík störf, þar sem aðeins um er
að ræða stutta vinnu á hverjum
stað. Annars er það hrein fá-
sinna að þurfa skuli faglærða
menn til þess að framkvæma
minnháttar lagfæringar á húsum,
eins og t. d. að hefla til glugga,
er liafa bólgnað, eða því um líkt,
og að sá, sem tæki það að sér áu
þess að hafa að baki iðnnám skuli
þurfa að óttast lögsókn.
Faglærðir betri.
Þvi skal aftur á móti ekki á
móti mælt, að fái maður fag-
mann íil þess að taka að sér
slíkt verk, er alltaf meiri trygg-
ing fyrir því að verkið sé vel eða
sómasamlega unnið. Og takist
eitthvað ekki sem bezt, ef ófag-
lærður hefur haft það á hendi
hlýtur sá er kaupir vinnuna ódýr-
ar, að kcnna sjálfum sér um. En
það er nú svo, að ýmisleg minni-
liáttar viðgerð fæst sjaldnast
frámkvæmd af faglærðum mönn-
um, sem að minnsta kosti undan-
farin ár hafa haft miklu meira
en nóg að gcra, og-geta ekki tck-
ið smáverk að sér nema í eftir-
vinnu og þá á þeim taxta, er oft
þykir nokkuð hár.
Mannasiðir.
Svo kemur hér lolcs stutt bréf,
scm ég var beðinn birtingar á,
en þáð er orðsending til veitinga-
þjónanna á Hótel Borg. Bréfið er
á þessa leið:
„Kunna þjónar á Hótel Borg
ekki almenna kurteisi? Einn
borgari bæjarins kom þar inn um
daginn og bað um afgreiðslii, en
fékk það svar hjá þjóninum, að
hann væri aumingi. Borgari þcssi
er h'eilsulaus og liefur vcrið það
árum saman. Lauk viðurmgninni
svo, að annar þjónn varð að af-
greiða liann. Rétt á eftir kom lög-
reglubill samkvæmt ósk þjóns-
ins, til þess að sækja áðurnefnd-
an borgara. Kváðust lögreglu-
þjónarnir hafa verið kvaddir til
þess að sækja aumingja. Ilvað
þýðir orðið „aiiniingi“ á máli
veilingaþjóna á Borginni?" —
Svari þeir sem það vita. — kr.