Vísir - 27.05.1955, Síða 4

Vísir - 27.05.1955, Síða 4
vlsm 4 Föstudagmn 27. mai 1955 Horace Leaf, F.R,G.S.: íslendingar gegna mikil- vægu menningarlilutverki. Enskur gestur segir áðii sift á á þjóð okkar. Horace Leaf er enskur ferðalangur og rithöfundur, heimskunnur maður, sem liér hefur dvalið undanfarið til þess að viða að sér efni í bók um ísland. Hann er nú á fönun héðan, en hefur ritað eftirfarandi grein fyrir „Vísi“ um hugleiðingar sínar í sambandi við íslandsdvölina. í æsku minni sá ég eitt sinn lágvaxinn, japanskan glímu- raann fleygja tröllauknum, tyrkneskum andstæðingi sínum um þveran pallinn, rétt eins og hann væri fis, og þetta atvik færði mér heim sanninn um, að stærðin er ekki fyrir öllu. Leikni og skynsamleg vinnu- brögð eru miklu þyngri á met- unum en rúmtak og þungi. Reynsla mín síðan á lífsleið- ínni hefur svo fullvissað mig um, að það, sem á við um ein- staklinga, má einnig heimfæra 'upp á þjóðir. Atburðir tveggja heimsstyrjalda hafa styrkt þessa skoðun mína. í styrkleika þjóðar felst fleira en víðáttu- mikil lönd, mikill mannfjöldi, öflugir flotar, hersveitir, flug- vélar og fjárhagur, því að það Jiggur í augum uppi, að einmitt vegna valds síns geta miklar þjóðir rambað á barmi gjald- þrots og glötunar. En þjóðir hafa ávallt skoðað stærð og vald sem eina mestu og verðmætustu eign sína, og smáþjóðum hefur annað hvort ekki verið sinnt, eða farið með þær af drambsemi. Þegar þetta er íkoðað betur í kjölinn, sést, hvað þetta sjónarmið er heimsulegt. Smáþjóðir geta verið farsælar og hamingju- samar, einmitt vegna smæðar sinnar. Þæítir óendanlegrar heildar. Það liggur í augum uppi, að einhver orsök hlýtur að vera fyrir tilvem hverrar þjóðar. Þjóðerniskendin sívökul gefur þetta til kynna, og sérhver heimspekingur, sem er ein- hvers virði, veit, að allir hlutir eru þættir óendanlegrar heildar, og ef einhver hluti hennar er numinn á brott getur svo farið, að heildarbyggingin hrynji, líkt og þegar steinn er tekinn úr múrhvelfingu. Það er staðreynd, að ríki er sérstök heild, sem leitast við að varðveita sérkenni sín. Allar tilraimir, sem miða að því að ræna hana þessum sérkennum, hljóta að vekja mótspyrnu. Slík mótspyrna hefur ævin- lega átt sér stað í sögurmi, og sýnir það, að hún er eðlisbund- in. Jafnvel þegar kúguðum þjóðum er haldið sem grimmi- legast á klafanum af voldugxi þjóðum, dreymir þær um end- urheimt frelsis síns. Þjóðernis- kenndin er ódrepandi, og það bendir í sjálfu sér til þess, að sérhver þjóð hafi sínu sérstaka hlutverki að gegna í veröldinni. Þjóðemisvitundin verður aldrei afmáð. „Dásaxnlegasta smáríki heims.“ Þessar hugleiðingar eru ofar- lega í mér, þegar mér verður hugsað til íslands, sem ég hef á einum stað nefnt „dásam- legasta smáríki heimsins.“ Ég hef komizt að þessari niður- stöðu eftir að hafa öðlazt all- góða þekkingu á íslandi og heiminum yfirleitt, því að ég hef heimsótt þrjátíu lönd, sum þeirra margoft, þar á meðal ýmis voldugustu ríkin, bæði vestræn og austræn. Fyrir skemmstu gekk ég mér til skemmtunar með fram Reykjavíkurhöfn. Þar sá ég tuttugu skip, sem öll höfðu ís- lenzka fánann uppi, nema eitt. Þetta voru skip, sem hvaða þjóð sem er gæti verið stolt af, og þó voru þau aðeins lítill hluti hiima 560 mótor- og gufu- skipa, sem mér hefur verið sagt, að íslendingar eigi. Þá hef ég lesið, að auk þess séu 330 póst- stofur á landinu, 320 síma- stöðvar, nær 60 sparisjóðir og fjórir, stórir bankar. Fögur eins og traust. Um götur Reykjavíkur ganga vel búnar konur og karlar, á svipaðan hátt og í París, New York og London, eða öðrum stórborgum heims. Alls staðar gat að' líta myndarleg íbúðar- hús, fögur útlits og svo traust- hyggð, að vafasamt er, að þau gerist traustari annars staðar. Þetta eru aðeins örfáar af eign- um íslendinga.Vera má, aðþetta veki enga athygli þess íslend- ings, sem ekki þekkir til ann- arra þjóða, en í augum hins erlenda ferðamanns gengur þetta kraftaverki næst. Til þess að gera enn ljósara, við hvað ég á, vil ég g'eta þess, að ég á heima í einhverri stærstu borgarþyrpingu Eng- lands, sem víðkunn eru fyrir menning sína og erfðávenjur, með margfalt fleiri íbúum en á öllu íslandi. Og er það ekki fyrr en á allra síðustu árum, að þar hefur risið upp borgar- bókasafn, og enn í dag er þar ekkert ráðhús. Það er ekkert áhlaupaverk að viðhalda göt- um þar, og skattar eru háir. Að vísu gildir sama um öll stór lönd, sem hafa mótað og' móta enn heimsmálin, og þetta má ekki kenna dugleysi íbú- anna, heldur öðrum ástæðum, sem þeir hafa tekið í arf. Menn myndu brosa hæðnislega í Englandi, ef eitthvert byggða- lag Englands 5Tði beðið um að viðhalda 5000 km. vegakerfi, hita hvert einasta hús mið- stöðvarhitun, útvega ekki að- eins borgarbúum síma heldur og hverju bændabýli, auk hundraða skipa og opinberra bygginga. Þau gætu einfald- lega elvki gert þetta. • Bezt upp- lýsta þjóðin. Mér hefur verið sagt, að í Reykjavík, sem hefur rúmlega 60.000 íbúa, séu um 500 leigu- bílar. Þegar maður virðir fyrir sér umferðina i Reykjavík og hinar endalausu raðir bílanna, - sem streyma um götur borgar- innar, hiýtur sú spurning að vakna, hvort íbúar íslands séu ekki lengst á veg koinhir í þessum efnum, jafnvel þótt Bandai'íki Norður-Ameríku séu meðtalin. Fyrir nókkrum dögtun átti ég tal við ungan, norskan kennara, sem hér hefur verið að kynna sér fræðslukerfi íslendinga. Hann var mér sammála um, að íslendingar séu bezt upp- lýsta þjóð heims. Það fer held- ur ekki milli mála, að lands- menn búa við gott matarseði, góðan húsakost og eru vel til fara. Alls staðar \árðast menn sinna störfum sínum á skyn- samlegan og hagkvæman hátt. Hvernig stendur þá á þessu? Það er áreiðanlega ekki vegna þess, að náttúran hafi verið sér- lega hagstæð íslendingum, að því er snertir jarðveg og veð- urfar. Eldsumbrot hafa eytt ýmsu því, sem önnur lönd fá að njóta. Ekki er það vegna þess, að landfræðileg lega íslands sé svo hagstæö, en sagt hefur verið, að landið sé við yztu heimsmörk. Þetta hlýtur að orsakast af öðrum kringum- stæðurn, sem ekki eni fyrir hendj í öðrum löndum, þar sem náttúran hefur verið mild- ari íbúunum. Finnið þessa or- sök, og þá munið þér finna þami sérstaka þátt, sem ísland á meðal þjóðanna, og þá fræðslu sem landið getur veitt öðrum þjóðum. Göfug barátta. Getur það verið vegna þess, að enda þótt íslendingar hafi enga herskyldu, þá eru þeir samt „herskáir“, kjarkmiklir, því að þeir verða eins og aðrar þjóðir, að berjast fyrir tilveru sinni. íslendingar berjast, ekki við aðrar þjóðir, heldur gegn náttúruöflunum, og landvinn- ingar. þeirra eru miklir. Þeir berjast við Ægi, og í þeim á- tökum afla þeir sér brauðs síns, en sú barátta hefur löngum verið mannskæð. En meiri göfgi fylgir því að berjast gegn nátt- úruöflunum en gegn körlum, konum og börnum. Þetta hlýtur að vera lykill- inn að velgengni íslendinga. Þeim fjárfúlgum, sem stórþjóð- ii’nar verja til hernaðarþarfa verja íslendingar til félagslegra umbóta, og þeir sýna skilnings- litlum umheimi, hvað hægt er að gera, ef þær láta af viðsjám í alþjóðamálum, sem aðeins verða leystar með sverði. Friðsemd íslendinga stafar af ýmlslegum veikleika lands- ins, en víkingseðli þeirra íifir í brjósti hvers íslendings, og' í hjarta þeirra býr hugrekki, sem ekki gerist meira með her- skárri þjóðum. íslendingar sýna, að vegur friðarins er hinn bjetri vegur, og með sínum hætti leggja þeir sinn skerf tii blessunar mannkyni. fVfunið finnsku skóna í ferðalagið. Margar gerðir. ^JJjd ÍpiL íii ncLun / Minningarkort Blindra- vinafélags íslands fást í verzluninni Happó Lauga- vegi 66, Silkibúðinni, Lauf- ásvegi 1, Körfugerðinni Laugavegi 166 og í skrif- stofu félagsins Ingólfs- stræti 16. skóm fyrstu áranna austur í Shanghai, varð vinur fninn, þegar hami frétti, að ég heíði komið til Kína, og þegar litli Norðmaðurinn minn sagði mér, að hann hlakkaði mikið til að fara til Haugasunds í sumar- leyfi sínu, þá sagði ég honum, að þar hefði mér einnig þótt gaman að vera, og þá skildum við hvor annan. Ilér er jugo- slavnesk telpa, sem hveríur hljóðlega til herbergis síns og biður Allah um að hjálpa sér við enskunámið, meðan séra Geirþrúður Emmerich, enski kvenpresturinn okkar, kennir hinum börnunum kláran krist- indóm. Ég held, að hún séra Geirþrúður sé allra sæmilegasti klerkur. Ég veit það þó ekki ör- ugglega fyrr en eftir morgun- dagimi. Þá er messað, og mér det.tur ekki í hug að miso?. aí því að láta kvenprest segja mér til syndanna. Þó væri me:va gaman að fara með henni á rail í nótt, svo að messufall yrði á morgun. Við sjáum nú hvað set- ur. Enn er sól á lofti og morg- undags langt að bíða. — Hér eru, auk séra Geirþrúðar, a.m.k. tveir erlendir kennarar, Frans- maður og íslendingar. Sá síðar- nefndi er Wolfang Edelstein, sem kennir hér frönsku, ensku og latínu, en er einnig sjálfur að læra, vinnur að doktorsrit- gerð og kynnir sér uppeldis- og skólamál. Sú saga gekk lengi vel hér í sveitini, að hann væri lygalaupur hinn versti, og var ástæðan sú, að hann hafði getið þess, að þar sem hann var ‘íerigst í sveit á íslandi hafi verið bóka- skápar stórir og margt þar að firiha á erlendum tungumálum, enda bækur margar á hverjum sveitabæ íslands. Varð hann af þessu illræmdur mjög, enda ó- lánsmerki talið hér meðal bænda að eiga bók. Þó fór svo, að hann náði aftur heiðri sínum, er skólastjóri staðfesti að rétti- lega væri frá greint, en síðan vita bændur hér, að á íslandi eru tómir búskussar, sem liggja ; í bokum í stað þess að arka upp í hlíð og hlúa að vínviðnum. íslenzkur bóndi í erlendum skógi. Hér eru í skólanum börn rík- ismanna, ýmissa þjóðerna, önn- ur fátæk, og hafa þau fram- færslu af skólastyrkjum, en öll rækja þau sömu slcyldur, búa við jafnrétti. Skólastjórinn hér er auðvitað ekki íslendingur; en hann hef- ur verið nógu lengi þar til þess að minna mig alltaf öllu fremur á gáfaðan, margfróðan og í- hugulan íslenzkan bónda, þar sem hann arkar um á péýsunni sinni, en æruverðugan þýzkan embættismann. Og hér renna allir þessir undarlegu straumar í eina sam- þjó'ðlega heild. Hér er áreiðan- lega enginn jarðvegur fyrir kynþátta- eða stéttahatur. Súj herör, sem Geheeb skar upy gegn því fyrir 45 árum, hefur j sannarlega ekki verið látin nið- j ur faila, og það er þess vegna, sem mér þykir vænt um teikn- . ingarnar hennar Maríu litlu Zier, með stóru þýzku hestun- jum, bláu fjöllunum, hvítu jökl- j unum og grundunum grænu. | Hrakfallabálkur. Hér er líkamsmennt mjög í heiðri höfð, íþróttakennarar þrír. Ég hef séð unglingana bruna hér á skíðum um brekk- urnar í dalnum. Stúlkan, sem kennir telpunum leikfimi, dans- .ar listilega. Annað veit ég ekki j af eigin reynd um þessa náms- \ grein hér. íþróttir eru ekki mín j sterka hlið. Ég hef afar dapur- j lega reynslu af leikfimikennslu, en versta þó í upphafi viðkynn- iiigar minnar af henni. Um það er sú saga, að ég þótti svo ófim- legur í hreyfingum að almenna kátínu vakti, er ég' birtist meðal bekkjarbræðra minna í leik- fimisal, en ég var þá sveita- rriaður og þoldi lítt spott þeirra. Er skrópar mínir þóttu úr hófi kevra leitaði ég læknis eins í þeirri vori, að hánn myndi, sakir írændsemi, sjá aumur á mér og staðfesta það með vottorði, að ég hefði illsku ókennilega í hné og mætti því ekki iþróttir stunda. Er ég hafði skýrt honurn frá kvilla mínum, hóf hann að ræða við mig heilsufarið al- mennt, og kom þar niður ræðan, að augljóst var, að mér var lítt lun námsgrein þessa gefið. Rit- aði hann þó vottorðið, braufc blaðið vandlega saman, fékk mér og kvaddi ég hann svo alls- hugar glaður. Nú vildi ég njóta þess sem fyrst að hafa þa'ð svart á hvítu, að aldrei skyldi að mér hlegið, og' brá því blað- iriu’ upp a'ð glampa frá ljóskeri. Gat þar að líta eftirgreint: „Það vottast hér með, að Sig- urður Magnússon g'etur, heilsu sinnar vegna, sótt kennslu í leikfimi." : Þó að íþróttasaga mín ætti sép aldrei þvílík hrakföll og í upp- hafi, þá hefur hún þó aldrei orðið mér til annars en ama, og fyrir því mun ég freiriur. kjósa að dansa- við kennslu- konuna í kvöld en labba með henni út í leikfimisal í dag. Framh. á 9. síðn

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.