Vísir - 31.10.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 31.10.1956, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 31. október 1956,. ' Budge kinkaði kolli. — Það er góðs viti. Hvar er sjúklingur- inn? Anna færði sig til svo að hann gat séð Jacky, þar sem hún lá á dívaninum. Hann hafði stigið eitt skref áfram en stansaði. Stóð og starði á fölt andlitið og rauða þétta hárið á ljósgræna svæfl- inum. — Drottinn minn! sagði hann. — Hvílík fegurð! 11. KAP. Og sannast að segja var Jacky fögur. Anna hafði fært hana í kvöldkjól úr gullnu silki, sem lagðist þétt að líkamanum. Hún var föl í andliti en varirnar heitrjóðar og skuggar frá löngum augnabrúnunum náðu niður á kinnar hennar. — Já, hún er falleg, sagði Morton þurrlega. Budge laut niður að dívaninum og fór að skoða hana. Hann sneri sér að þeim. — Hér er engin hætta á ferðum. Þegar töfl- urnar hætta að verka vaknar hún af sjálfsdáðum. — En við höfum nauman tíma, sagði Morton. — Ég verð að tala við hana sem allra fyrst. — Hægan, hægan, sagði læknirinn og hleypti brúnum. — Hún getur ekki talað við yður næsta klukkutímann. Morton leit á armbandsúrið sitt. — Við segjum þá einn klukkutíma en ekki mínútu lengur, sagði hann stutt. Læknirinn leit hvasst á hann. — Það er mjög áríðandi, bætti Morton við. Budge hugsaði sig um. — Hafið þið kaffi hérna? Sterkt kaffi? Við getum reynt að gefa henni nokkra bolla og ganga fram og aftur um gólfið með hana. Eftir klukkutíma var Jacky orðin svo vakandi, að hún gat talað við þau. Roðinn fór að koma frarn í kinnar hennar, og augnaráðið varð líflegra. Hún lá á dívaninum með rnikið af svæflum undir höfðinu, og kaffibolli stóð á litlu borði hjá henni. — Það hefur verið ljótt að sjá mig þegar þú komst að mér, sagði hún og fitjaði upp á nefið. — Hraut ég? Fólk sem fær deyfilyf hrýtur alltaf, er mér sagt. — Ég vil ekki segja að þú hafir hrotið, Jacky, en þú gekkst upp og niður eins og smiðjubelgur, sagði Morton og brosti ert- andi. — En hvernig gastu fært mig í fötin'" Ég vissi ekki að þú kynnir herbergisþernuverk líka, Morton. — Því ekki það. Ég hef stjórnað veitingum á baðstað. Það var kaldhæðnihreimur í röddinni. — En þú tókst nú þá stöðu að þér eingöngu til þess að rýja kassann, sagði hún hlæjandi. — Svo að þrátt fyrir allt stundaðir þú karlmannsverk. — Já, það er satt, ég rúði kassann, sagði hann brosandi. — En það eru sex mánuðir síðan, og ég hef kannske haft margt skrítið fyrir stafni á þeim tíma. En ef sait skal segja þá var það hún Anna, sem færði þig í kjólinn. — Ó, Anna, sagði hún hægt. Hún leit á Önnu, og augnaráðið var allt annað en vingjarnlegt. — Var Anna með þér þegar þú fannst mig? Hann kinkaði kolli. Eftir nokkra þögn sagði hann: — Anna er vinur okkar, Jacky. Ég sagði þér að þú gætir treyst henni. — Já, vinur okkar, endurtók hún hægt. — Vinur þinn, meinar þú, Morton. Nú varð leiðindaþögn. — Nei, sagði Morton rólega. — Það er eins og ég sagði þér í símanum í morgun: Anna ér vinur okkar beggja. — En hún hafði ekki hitt mig: þá, sagði Jacky. — Annað hvort hefur hún treyst þér mjög vel, eða þú hefur verið ákaf- lega sannfærandi. Betur sannfærandi en Dick, bætti hún við. — Heyrðu, Jacky, við höfum engan tíma til að karpa, sagði Morton gramur. — Við verðum að tala um það sem gerst hefur. Þú hafðir verið deyfð þegar við hittum þig. En hvernig gerðist það? Jacky hristi höfuðið. — Ég hefði gaman að vita það sjálf. Fern fór út í miðdegisverð, en áður reyndi hún að gefa mér eitthvað róandi lyf, sem Curtis gamli læknir hafði mælt með. Ég vildi ekki taka það inn, því að ég verð alltaf eins og dauð- I yfli af því. Ég hringdi niður eftir mat handa mér og bað um eggjahræru og sveppastöppu. Einn af þjónunum kom upp með matinn. — Var það Tommy? Hún hnyklaði brúnirnar og reyndi að muna. — Nei, hann hefur líklega átt frí. Ég hafði aldrei séð þennan þjón áður. Ég man að ég spurði hann hve lengi hann hefði unnið hjá okkur, og hann svaraði að hann hefði ekki verið nema nokkra daga. — Heldurðu að hann sé sá sami sem við erum að eltast við? Hún hristi höfuðið. — Nei, ég hefði þekkt hann aftur ef það hefði verið sá sami sem við höfðum með okkur á Jacqueline þegar. . . . þegar pabbi dó. Það er að segja: Þegar hann var myrtur. — Hvað segið þér? Ungi læknirinn spratt upp. — Þér ætlist kennske ekki til að ég sé viðstaddur hérna ungfrú.... ungfrú .... ég held að mér sé bezt að fara.... — Ég heit Jacky Romage. Vissuð þér það ekki? spurði hún og horfði á hann. — Jacky Romage? Hann endurtók nafnið, en kannaðist auð- sjáanlega ekki við það. — Hafið þér aldrei heyrt mig nefnda fyrr? Ha? Úr röddinni skein bæði gremja og vonbrigði. Anna brosti í laumi. Það var auðheyrt að Jacky hafði móðg- ast. Hún hafði hagað sér eins og kóngsdóttir í ríki sínu, og þarna kom hann, óbrotinn þegn og dirfðist að segja, að hann hefði aldrei heyrt hennar getið. Jacky Romage, ríki erfinginn, dollaraprinsessan. Budge Garron brosti í kampinn. — Ætti ég að kannast við yður? Ég hef ekki verið hérna nema fáeina daga. En þér hafið sjálfsagt aldrei heyrt nafnið mitt heldur. Garron — Budge Garron. Garron lænkir. Eruð þér nokkuð nær? Jacky hristi höfuðið. — Nei. — Þá erum við kvitt, ungfrú Romage. Svo tölum við ekki meira um það. >’* ktfcícjitökumi ♦ Bóndi nokkur í svissneska bænum Dijon var vanur að fá sér sopa úr slöngu, sem lá nið- ur í víntunnuna í kjallaranum hjá honum, þegar hann langaði. í hressingu. Einu sinni sem oft- ar ætlaði bóndi að fá sér tái*y. en þá brá svo við að slangan hlykkjaðist öll og ætlaði hann. ekki að geta haldið henni upp að munninum. Það var dimmt í kjallaranum. Honum féll allur ketill í eld, þegar í ljós kom, að þetta var lifandi slanga, að vísu ekki eitruð, sem hafði komist niður í kjallarann og undirv tunnuna. ★ Einu sinni þegar ein nefndirt var á ferð um Rússland í boði ráðamannanna þar, var hún leidd inn á safn eitt. Þar var m„ a. málverk af mamii feinum,, sem var mjög skreyttur orðum og hinn gjörvilegasti. — Af hverjum er þetta mál- verk? spurði boðsgesturinn. — Þetta er Gorochow, sagðí leiðbeinandinn. — Gorochow, hver er Gor- ochow? spurði sá ómenntaði. — Gorowoch, er maðurinn, sem fann upp gufuvélina, eim- reiðina og flugvélina, hann van mikill snillingur. — Af hverjum er þá þessi mynd? spurði gesturinn enn. — Þetta er hann Berowski. — Hvað gerði Berowski? — Berowski fann Gorochow, -¥• Jacky roðnaði upp í hársrætur. — Ég er yður þakklát fyrir að þér vöktuð mig úr rotinu, sagði hún stutt. — Og mér þykir vænt um að vita nafnið á sjúklingnum, sagði hann háðslega. — Eruð þér fræg manneskja? Jacky var sótrauð af vonsku. — Heyrið þér, ég er þakklát yður fyrir það sem þér hafið gert. Hve. mikið á ég að borga yður? Hún svipaðist um eftir töskunni sinni. Budge hló. — Ekki neitt, ungfrú Romage. Ég er hérna í fríi. Vissu þér það ekki heldur? — Mér þykir leitt að hafa spillt fríinu yðar, sagði hún kulda- lega. Hann horfði á hana. — N> mér þykir vænt um það. En nú er víst bezt að ég fari...v. — Farðu ekki, sagði Morto .. — Við kunnum að þurfa á þér að halda. — Ég þarf ekki á aeinui lækni að halda lengur, andæfði Jacky. Morton kveikti sér í vindlingi. — Ég var ekki að hugsa um Garron sem lækni. Mér datt hug að hann gæti orðið vinur okkar, Jacky. Þú skalt ekki halda að þú.getir ráðið fram úr þessu máli án vina. — En Garron læknir langar líklega ekkert til að flækjast inn í mál, sem ekki kemur honum við, sagði hún. — Hvað segið þér Enska flotastjórnin hefuri gefið út eftirfarandi reglur: „Af tæknilegum ástæðum er, nauðsynlegt, að hvellhettur á tundurskeyti séu geymdar, þannig, að efri hlutinn vísi nið- ur og neðri hlutinn upp. Til þess að það misskiljist ekki, hvað er efri hluti og hvað er neðri hluti, skal rita „efri hluti“ á neðra hlutann og „neðri hluti“ á efra hlutann.“ ★ Curnonsky var að dásams hinn göfuga drykk, vínið. — Drekkið þér þá aldrei vatn, herra Curnonsky — Drekk eg aldrei vatn? hróp aði Curnonsky undrandi. Góði vinur, eg hefi alltaf verið full- komlega heilbrigður — því ætti eg svo að láta mig' ryðga? 2217 c. <e Smu9ki — TARIAIM __ ^ Bardaginn geysaði í nokkrar mín- útur. i En þá var sýnilegt að menn Tarz- ans mundu sígra. *r- En meðan á þessu stóð, raknaði Sam úr rotinu og sá sér færi á að sleppa. 1 Og þegar apamaðurinn kom upp á pallinn, var „Chaka“ hdrfinn. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.