Vísir - 07.01.1957, Page 4
4
VISIR
Mánudaginn 7. janúar 1957.
Hlutverk seðlabanka*
Sterkur sellabanki, óháður ríkisvaldinu,
getur átt miklu hlutverki a5 gegna.
f þessari grein er drepið á nokkur almenn atriði varðandi
scðlabanka og verkefni þeirra. Meðal annars er rætt um vald-
svið þeirra og aðstöðu gagnvart framkvæmdavaldi þjóðfélags-
ins. Grein þessa, sem birtist í síðasta tbl. Fjármálatíðinda,
birtir Vísir með leyfi höfundar, Jóhannesar Nordals, hagfræð-
ings ritstjóra tímaritsins.
I.
Nýlega hefur verið ákveðið
að taka bankamálin til al-
mennrar athugunar. Verðúr þá
vafalaust fyrst fyrir skipuiag
•og starfshættir seðlabankans,
sem er í raun réttri höfuð
bankakerfisins. Síðan Lands-
banki íslands var gerður að
seðlabanka, hafa við og við
verið umræður um hugsanleg-
ar breytingar á þeirri skipan,
sem þá var ákveðin, og er það
ekki óeðlilegt, þar sem um svo
mikilvægan þát't í skipulagi
íjármálalífsins ér að ræða.
Sömu sögu er einnig að segja
írá öðrum löndum. Má segja,
að sífelldar umræður séu um
þessi mál meðal helztu þjóða
heims, og hafa allmiklar
breytingar orðið á skoðunúm
manna á þeim frá einu tíma-
bili til annars. í þessari grein
verður stuttlega rætt um hlut-
verk seðlabanka og stöðu
jþeirra í efnahagskerfinu.
r II.
Seðlabankar með nútíma-
sniði urðu fyrst til á Englandi
og meðal annarra helztu verzl-
unar- og iðnaðarþjóða Evrópu.
í>að er þó ekki fyrr en á þess-
ari öld, sem þetta skipulag
dreifist Um allan heim, en nú
má heita, að seðlabankar séu
taldir ómissandi hlekkir í fjár-
málakerfi hvers lands.
Þótt þróunin hafi þannig
stefnt í svipáða átt um allan
heim, er enn mjög mikilí
mismunur á skipulagi seðla
banka í hinum ýmsum lönd
um, og er varla útlit fyrir, að
hann hverfi í náinni framtíð.
Margt hefur valdið, ekki að-
eins ólíkar skoðanir á pen-
ingamálum, heldur ýmsar
sögulegar aðstæður og þá ekki
sízt eðli og venjur í peninga-
málum. Yfirleitt má þó segja,
að flestir seðlabankar gegni
eftirfarandi þremur megin-
hlutverkum.
í fyrsta lagi á seðlabanki með
áhrifum sínum á peninga-
magnið og útlánagetu bank-
anna að stuðla að jafnvægi í
peningamálum og varðveita
verðgildi gjaldmiðilsins. í
öðru lagi varðveitir hann
gjaldeyrisvarasjóð landsins og
miðar stefnu sína við að forð-
ast gjaldeyrisskort og að sjá
um, að þjóðin geti staðið við
erlendar skuldbindingar sínar
og varðveitt lánstraust sitt er-
lendis. Að lokum er seðla-
bankinn viðskiptabanki ríkis-
sjóðs og er ríkisstjórninni til
aðstoðar og ráðuneytis um allt,
er varðar gjaldeyris- og pen-
ingamál.
III.
Áhrifavald seðlabanka bygg-
ist á því, að hann er upp-
spretta peninga og banki hinna [
bankanna, og getur hann með
aðgerðum sínum haft áhrif á
peningamagnið í landinu og
þar með útlánagetu annarra
peningastofnana. Breytingar á
þessu geta síðan valdið verð-
lagshreyfingum og haft áhrif
á framboð og eftirspurn erlends
gjaldeyris. Helztu tæki, sem
seðlabönkum eru fengin í hend-
ur til þess að ná þessum til-
gangi, eru þessi.
í fyrsta lagi geta seðlabank-
ar með því að breyta forvöxt-
um sínum og reglum um útlán
til annarra banka haft áhrif á
vaxtafótinn í landinu og þar
með á framboð og eftirspurn
lánsfjár. Er þetta eitt helzta
tæki seðlabanka, en gagnscmi
þess fer mjög eftir aðstæðum
á hverjum stað.
í öðru lagi geta þeir liaft bein
áhrif á peningamagnið með því
að kaupa verðbréf á markaði
og veita þannig út' nýjum
peningum eða selja verðbréf
og draga þannig inn fé. Þar
sem vercjbréfa- og peninga-
markaðir eru fullkomnir, er
þetta sú aðferð, sem mest er
notuð af seðlabönkunum til
þess að hafa áhrif á dagleg
peningaviðskipti. í þriðja lagi
er ýmsum seðlabönkum gefið
vald til þess að ákveða, hversu
mikla vai’asjóði viðskipta-
bankarnir skuli eiga á hverj-
um tíma í reiðu fé eða inn-
stæðum í seðlabanka í hlut-
falli við skuldbindingar sínar.
Með því að breyta þessú hlut-
falli getur seðlabanki haft bein
áhrif á útlánsgetu viðskipta-
bankanna. Sé hlutfallið hækk-
að, neyðast þeir til að draga
inn lán til þess að auka sjóðs-
eign sína, en sé hlutfallið
lækkað, fá þeir þar með meira
fé til ráðstöfunar. Loks hafa
breytingar á gjaldeyrisforð-
anum mikil áhrif á peninga-
magnið. Þannig getur seðla-
bankinn með því að selja gjald-
eyri dregið inn peninga, *ef
honum tekst jafnframt að
halda útlánum sínum í skefj-
um. Yfirleitt má segja, að á-
litlegur gjaldeyrisforði sé ein
mikilvægasta forsgnda þess, að
seðlabankinn hafi svigrúm tíl
þess að vinna bug á verð-
þensluáhrifum án þess að grípa
þurfi til beinna haft.
Seðlabank aLandsbankans er
með lögum gefið svipað vald og
öðrum seðlabönkum. Þó hefur
hann ekki, frekar en ýmsir
aðrir seðlabankar, vald til að
breyta lánsfjárhlutfalli við-
skiptabankanna, en mjög æski-
legt væri, að honum yrði feng-
ið það í hendur, sérstaklega
vegna þess, að hér á landi er
enginn peninga- og verðbréfa-
markaður, sem gerir seðla-
bankanum kleift að hafa bein
áhrif á peningamagnið.
IV.
Á meðan flestar myntir
heimsins voru á gullfæti, það
er að segja framundir 1930, var
litið svo á, að það væri höfuð-
verkefni seðlabanka að vernda
gullforða lands síns með við-
eigandi ráðstöfunum í pen-
ingamálum, og voru þeir yfir-
leitt mjög óháðir ríkisvaldinu
í ■ þeim efnum. Eftir heims-
kl’eppuna mikÍU breyttust
mjög viðhorf til þessara fnála,
og; minnkaði þá verulegá trú
manna á gagnsemi þeirra að-
gerða í peingamálum, sem eru
hlutverk seðlabanka, en höfuð-
áherzla var hins vegar lögð á
fjármálalegar aðgerðir ríkis-
valdsins. Víða um lönd var þá
tekin upp óvirk lágvaxtastefna
og dregið úr áhrifavaldi seðla-
'bahkafifiá' á" ýmsáh'* Hátt. Hélzt
sú stefna fram yfir lok síðasta
stríðs.
Reynsla áranna eftir stríðið
hefur enn á ný breytt skoðun-
um manna í þessum málum,
sérstaklega eftir að lióst varð
samhengi hinnar þrálátu verð-
bólgu þessa tímabils og stefn-
unnar í peningamálum. Það
var þó ekki fyrr en í verðbólgu
þeirri, sem Kóreu-stríðið hafði
í för með sér, sem aftur var al-
mennt gripið til aðgerða seðla-
bankanna með vaxtahækkun-
um og öðrum ráðstöfunum til
að draga úr peningaþenslu.
Hafa þessar aðgerðir víða um
heim borið mjög mikinn árang-
ur, en jafnframt orðið til þess
að auka ábrifavald seðlabank-
anna og opna augu manna fyrir
nauðsyn þess, að þeir hafi nokk
urt sjálfstæði til að ráða stefnu
sinni.
V.
Sterkur seðlabanki og óháð-
ur ríkisvaldinu getur átt miklu
hlutverki að gegna. Undir
starfi hans er að allmiklum
hluta komið, hve vel tekst að j
varðveita gjaldmiðil þjóðar- ]
innar og traust hennar út á;
við. Með þessu er ekki sagt, að
æskilegt sé, að seðlabankinn
starfi án tillits til stefnu ríkis-
stjórnarinnar. Hin endanlega á-
byrgð á stefnunni í efnahags-
málum hlýtur ætíð að vera hjá
ríkisvaldinu, og' leiðif það að-
eins til glundroða, ef aðgerðir
seðlabankans ganga í þverföf-
uga átt. Það er því frumskil-
yrði, að hin nánasta samvinna
sé á milli þessara aðila, og
hlýtur seðlabankinn að lokum
að fylgja þeirri meginstefnu,
sem . ríkisvaldið markar, en
jafnframt ber honum skylda til
að láta ótvírætt í Ijós, ef hann
álítur þá stefnu ekki samrím-
ast þeim meginsjónarmiðum,
sem honum ber að fylgja.
Hins vegar er mikilvægt, að
menn viðurkerini, að á ýmsum
' sviðum er heppilegt, að vald se
sett í hendur hlutlausra og sér-
fróðra stofnan. í raun ög veru
! er aðstaða seðlabankans i pen-
j ingamálum að riokkru leyti
sambærileg við aðstöðu dóms-
váldsins í málum, er varða lög
og rétt. Það er grundvállarat-
riði lýðræðisþjóðskipulags, að
dómsvaldið sé rikisvaldinu ó-
háð. Hins vegar verður það að
hlíta þeim lögum, sem löggjaf-
inn setur.
Seðlabankanum berast til úr-
lausnar fjöldamörg mál, sem
eru fyrst og fremst tæknilegs
eðlis, en ætla má að fái réttasta
úrlausn á þarin hátt, að um þau
fjalli Hiutláus ög'sérfí’óðúr aðili.
Til þessa á seðlabankinn að
vera liæfastur á sama hátt og
hæstiréttur er um meðferð
dómsmála. Sums staðar, t. d.
í Svíþjóð, eru ákvæði í stjórri-
arskrá, sem tryggja sjálfstæði
og mai’ka meginstefnu seðla-
bankáns.
Einnig eru mörg þau mál,
sem ríkisvaldið á erfiít með að
taka ákvarðanir um vegna þess,
hve háðir stjórnmálamenn
hljóta ætíð að vera kjósendum
sínum. Að þessu léyti er seðla-
bankinn'frjálsari í gerðum sín-
um, þar sem hánn þar ein-
göngu að taka tillit til þess,
sem hanri álítur sannast og
réttast í hverju máli. Reynsla
margra þjóða sýriir, að seðla-
bankinn getur innt af hendi
mikilvæga þjónustu með því að
taka á sínar herðar óvinsælar
ákvarðanir sem óvilhallir og
sérfróðir menn telja nauðsyn-
legar.
Loks er ómetaniegt, að til sé
í hverju landi stofnun, sem ó-
háð sé sviftibyljum stjórn-
málanna og annist helztu fjár-
málaviðskipti þjóðarinnar út á
við. Hið gagnkvæma traust
seðlabanka heimsins sín á milli
er ein af meginundirstöðum
heilbrigðra og örriggra alþjóða-
viðskipta. Er í því sambandi
ekki úr vegi að minna á það,
hve mikilvægt íslendingum
hefUr þráfaldlega reynzt traust
það, sem Landsbankinn liefur
áunnið sér erlendis.
J. N.
Fengu stráhatta
fvi*ir skjólföf,
Eitthvað er bogið við vöru-
dreifinguna hjá Rússum, segja
Verzlunartíðindin ■ Moskvu.
Blaðið hafði fengið fregnir
um það, að þegár rnenn í A-
Síberíu' áttu Von á skjölfáta-
sendingu, barst þangað sending
af stráhöttum. Umkvartanir í
símskeytum bára skjótan ár-
angur. Menn féngii meira af
stráhöttum.
Verður benzínið
blafídað víitarida ?
ítalir eru að athuga liepplegt
ráð til að létta lítið eitt á ben-
zínskömnituninni.
Hefir þingmaður einn borið
fram tilíögU um, að það af vín-
framleiðslunni, sem erfitt sé að
selja, skuli notað tií að eima
vínánda, er verði síðan bland-
aður benzíninu. Leggur flutn-
irigsma'ðiir áhérzlU á, að með
þessu yrðu tvær flugur slegnar
með éinu höggi, dregið úr sam-
göngucrfiðleikum og söluerfið-
leikum b'ænda á lélegum vín-
um.
„Værirðu konan mín mynd-|
irðu lifa í eilífum ótta við að
verða ekkja,“ muldraði Dorson.!
„Það eru önnur þorp fyrir
handan dalinn.“
„Og hvernig ættum við að
komast undan? Ramabu hefir
strangar gætur á hverju fót-
mál mínu. Hann veit að þú ert
hér núna, og gremst það sjálf-
sagt.“
Hún kirikaði annars hugar
kolli, og horfði áhyggjufull á
þreytulegt og tekið andlit hans.
Tifið í úrinu hafði kvalið hann [
dögum saman, hann hafði lítið
etið, afturförin var mikil.
„Karl og kona gætu klifið’
hami'ana hjá fossinum, ef þau
hefðu vilja á því,“ sagði Giri. j
Hefði hún komið með þessa
tillögu fyrir tveim vikum,
kynni hann að hafa freistast, en
nú var hann orðinn of máttfar-
inn.
„Eigðu Ramabu,“ sagði hann.
„Láttu mig í friði.“
Viku síðar heyrði hann í
trumbunum, er tilkynntu
vígsluhátíðina, en þá var hann
orðinn alvarlega veikur. Hann
fylgdist ekki lengur með tím-
anum, og honum fannst sjálfum
hann aldrei sofa. Samt hlýtur
hann að hafa sofið, því Giri
kom með mat handa honum og
dró upp úrið fyrir hann, en
auðvitað hefur þetta verið
draumur, því aldrei mundi hún
heimsækja hann á þessum
tíma. Það var ekki gott að átta
sig á því hvenær hann svaf.
Trommurnar og úrið kvöldu
hann sífellt.
Hann reyndi að gera sér
grein fyrir því hvernig' og hve-
nær honum höfðu orðið þessi
mistök á. Hann hafði komið til
dalsins fullur trúnaðartrausts.
Hvað. hafði komið fyrir? Hvað
haíði honum orðið á? Það var
úr, sem átti sök á vanlíðan hans,
á því lék enginn vafi; en ef
hann hefði ekki haft úrið, væri
hann löngu dauður.
Væri eitthvert svar til, þá
hefur það kafnað í trommu-
slættinum þessar þrjár nætur.
Þegar þær þögnuðu lokins og
kyrrð færðist yfir dalinn, sofn-
aði hann að lokum af þreytu. (
Þegar hann vaknaði, var enn
dimmt af nóttu og hann fann[
að ekki var allt með felldú. j
Einhver hafði læðst inn til hans,
í myrkrinu og beið nú þárna
tilbúinn til árásar. Hann reis.
upp og réyndi að gera sér' grein j
fyrir þessu. Það var þögnin!.
Úrið hans- hafði hætt að ganga!,
Dorson vissi hvað hörium báf.j
að géra, hann hafði vitað það,
vikum saman. Berfættur og allt
að því nakinn fór hann út úr!
rúminu og til dyra, út úr hús-
inu og yfir gai’ðinn. Þegár dágur j
rann var hann kominn uþp að
tjörninni, móður og blóðugur
eftir klifrið upþ klettana. Hann
fleygði sér í tjörnina og
teygaði kalt, hessandi vatnið.
Svo léit hann til baka yfir þorp-
ið.óttaslegnum augunum og hélt
klifrinu áfram af ölium mætti.
Hann vissi að þeir mundu sjá
han'ri. Harin ætlaði að néita allra
krafta til að véra kofriinri úr
skotfæri áður en eltingarleik-
urinn hæfist og örvunúm tæki
að rigna. Það var ekki nema
eiri leið upp þéssa bröttú kletta
og þárigað, ’ sem fossirin váH
fram af brúninni. Næsfum lóð-
rét'tir risu kléftarnir og varla
var nokkursstaðar hand- eða
fótfestu að finna. Löks varð
hanri að treysta á vínviðarræt-
ur og gat hafið sig upp á þéim,
unz hann var komiriri upp á
Framh.