Vísir - 07.01.1957, Qupperneq 10
10
Vtsiv
Mánudaginn 7. janúar 1957.
EDBS0N IVIARSHALL:
VtkiHyuríhH
Itt
ingin var mikil. Sástu hvað hún er vel vaxin. Það er enginn
•efi á, að hún er jómfrú enn þá.
Hasting smellti með fingrunum og gekk djarflega leiðar
sinnar. Ég óskaði, að ég væri staddur uppi á eyðilegri heiði,
þar sem enginn vitni væru nema fuglar loftsins. Þá hefði ég
gripið jörnörninn minn og kastað honum í bakið á Hasting.
Og ég hefði ekkert hirt um það, þótt móðir hans, Judith, hefði
séð til mín ofan af himnum.
Þegar ég hitti Kitti; bað «g hana að segja mér allt, sem hún
vissi um ætt Hastings, en hún vissi lítið meira en hún hafði
sagt mér nóttina, sem mér var fleygt fyrir froskana. Judith
var dóttir Reginalds greifa af Nantes. Hinn mikli biskup,
Gunnvarður, var að syngja messu, þegar Ragnar braust inn í
dómkirkjuna og felldi hann. Allur söfnuðurinn var felldur
nema Judith. Hún bað um að vera tekin af lífi lika, en Ragnar
vildi það ekki. Þetta skeði fyrir tuttugu og þremur árum.
Hasting fæddist vorið eftir.
Egbert var steini lostinn, þegar ég sagði honum, að Hasting
væri kominn með herfang sitt og spurði:
— Ætlar Hasting að halda henni sem gisl, til að beygja
Rhodri?
— Hasting var að tala um að heimta lausnargjald af Aellu.
— Hann mun aldrei greiða það, ef hún hefur verið svívirt.
Heldurðu svo sé?
— Það hef ég elcki hugmynd um.
— Hvernig leizt þér á hana? Heldurðu, að hann meti hana
hátt?
— Hún er svarhærð og ljót, að því er mér finnst.
— Virtist þér hún vera við fulla heilsu?
— Já, og full af lífsorku.
— jÉg geri ráð fyrir, að hún vilji heldur láta fyrir berast í
herbúðum Hastings en í höll Aella. Veiztu, hvað hami náði
í mikinn heimamund í gulli? Ef það er mikið, getur hann vel
leyft sér að halda konunni og sleppa lausnarfénu. En Rhodri
verður hins vegar að gjalda það, sem Ragnar setur upp. Þegar
Hasting er orðinn þreyttur á henni, kaupir faðir hennar
hana út. Ég efast um, að hann leyfi Ragnari að setjast að í
Wales, en þó getur svo farið. Ég mun ekki sofna væran dúr
svo lengi sem hún er á valdi Ragnars.
í sama bili kom Henry inn með skilaboð frá Hasting. Meera
var að reyna að tala við Morgana frá Wales, en hvorki hún né.
Hasting skildi neitt í því, sem hún sagði. Ef Egbert hefði ekk-j
ert annað að gera, væri Hasting honum þakklátur, ef hann
víldi koma og túlka? En ef hann væri upptekmn var óskað
eftir því, að hann sendi hermann sinn, Ogier, sem þegar væri
kunnugur ungfrúnni.
— Meera veit, að ég hef hagsmuna að gæta og grunar mig
ef til vill um græsku, sagði Egbert hvatlega. — Segið Hasting
að ég sé veikur af því að ég hafi borðað of mikið af steiktum
ál. Þegs vegna ætti ég að senda Ogier í minn stað.
Það var hálfrokkið í höllinni, þegar ég kom inn og kertin á
langb'örðinu voru eins og fjarlægar skipsluktir á dimmri höfn.'
Þegar mér birti fyrir augum, sá ég fjórar persónur sitja á stól- |
um. Það voru Meera, saxneska þernan Bertha, Morgana og
Hasting. í
Meera virtist unglegri en ég hafði nokkru sínni séð hana
fyrri. Mér virtist hún verða fegin að sjá mig. Berthá var lag- j
leg stúlka, hæfileg eiginkona ungs víkings og armar hennar
voru sívalir og fannhvítir. Og skyndilega skildi ég, hvers vegna
Hasting hafði látið Morgana ósnortna. Bertha hafði aldrei vikið
frá henni.
3.
Hasting var að kemba hina rauðgullnu lokka sína. Það var
góð lykt af honum, vafalaust vegna hinna dýru, arabisku ilm-
vatna frá Cordova, sem hann notaði. Hann var ólíkur öðrum
víkingum að því leyti, að hann hafði ekkert skegg. Allt í einu
varð mér ljóst hvers vegna. Hann kærði sig ekki um að fela
neitt af örunum, sem hann hafði á andlitinu.
Við biðum eftir því að hann lyki við að greiða sér. Allt í
einu leit hann upp og sagði við Meera:
— Af hverju byrjarðu ekki? Það er þitt verk, en ekki mitt.
— Jæja, sagði Merra glaðlega. — Ogier! Spurðu Morgana
prinsessu, hvað hún eigi marga bræður og systur?
Þegar ég þýddi þessa spurningu, glaðnaði og hýrnaði yfir
henni.
Ég á fjóra bræður og sex systur, sem eru alsystkini mín og
marga hálfbræður og hálfsystur, sem faðir minn hefur átt með
eftirlætisfrillum sínum, svaraði Morgana.
— Hvað á Aella margar eiginkonur og frillur?
Hann er kristinn og má ekki eiga nema eina konu. Ég hef
ekki heyrt, að liann eigi frillur.
Meera hló lágt, þegar ég þýddi fyrir hana svarið. Ogier! 1
Segðu ungu stúlkunni, að hún skuli ekki reyna að leika á |
okkur. Seinna svar hennar var sannleikur. Ég hef mörg eyru,
og ég hef aldrei heyrt, að Aella eigi frillur. En fyria svarið var
lygi. Morgana á tvo albræður, en ekki fjóra og enga alsystur.
Vel má vera, að Rhodri faðir hennar eigi nokiiur frillubörn,
en ekkert þeirra dvelst við hirðina.
Ég þýddi þetta fyrir Morgana, en ekki varð vart við nein
svipbrigði á andliti hennar.
— Ég skal segja sannleikan hér eftir.
— Spurðu hana, hvers vegna hún hafi skrökvað, sagði Meera
brosandi.
— Það var mjög heimskulegt, sagði Morgana.
— Það er eg ekki viss um, sagði Meera. — Það gæti skeð,
að þú hefðir viljað telja okkur trú um, að faðir þinn ætti mörg
börn og mundi því ekki vilja greia mikið lausnarfé fyrir þig.
Það er ekki venjan, að dætur umgangist pyngjur feðranna af
mikilli varkárni.
Ég þýddi þetta í svo stuttu máli, sem ég gat, til að geta komið
að spurningu frá sjálfum mér.
Þú girnist Hasting og vilt, að hann haldi þér hjá sér.
Ég veit ekki við hvað þú átt. Hún virtist dálítið utan við sig.
Því næst sparkaði hún í mig undir borðinu.
Ég sneri mér að Meera: — Hún segist ekki vita, hvað þér
eigið við.
— Spyrjið hana aftur hvers vegna hún hafi skrökvað?
— Segið konunni, að ég hafi ætlað að skrökva öllu, til þess
að þrjózkast eins mikið og ég gæti, sagði Morgana.
— Það er mjög eðlilegt, Meera, sagði Hasting og rauf nú
loks þögnina. — Minnstu þess, að hún er kristin prinsessa, sem
heiðingjar hafa tekið til fanga og er auk þess mesti fjörkálfur.
— Það er ef til vill eðlilegt, en er það hyggilegt? Ogier!
Spurðu hana, hvað faðir hennar muni borga mikið fyrir að fá
henni skilað heilu og höldnu heim til Wales aftur.
— Faðir minn sendi mig til Norðimbralands með mikinn
heimamund, svaraði stúlkan. — Það er löng leið á sjó og
hættuleg, og hann kyssti mig og lagði blessun sína yfir mig,
eins og hann væri að kveðja mig í hinnsta sinn'. Öiínur hefur
setzt í sætið mitt við borðið. Ég geng ekki lengur í spor móður
minnar, drottningarinnar. Hann hefur falið mig vernd Aella,
unnusta míns. Þá fjársjóði, sem faðir minn kann að eiga eftir,
verður hann að nota tíl að halda uppi hirðinni, gjalda her-
mönnum sínum mála og til ölmusugjafa. Hann mun því ekki
eyöa fé til að leysa mig úr gislingu.
A
kúcldlbökuntu
Emil kemur seint heim og er
vel hífaður. Honum tókst að
læðast inn í eldhúsið. Þar náði
hann í alla potta og pönnur og
batt allt saman með snúru.
Síðan fór hann með alla tross-
una niður stigann. Að svo búnu
dró hann þetta allt á eftir sér
upp. „Þegar hún heyrir allan
þenna hávaða, þorir hún ekki
að koma fram,“ hugsaði Emil.
★
I smábæ í Bandaríkjunum
var kennslukonu einni vikið úr
stöðunni fyrir það, að hún límdi
aftur munnana á börnunum
með heftiplástri.
„Það var ómögulegt að fá þau
til að þegja öðru vísi“ sagði
lcennslukonan.
| ítalska ríkisstjórnin hefir ný-
t lega afhent Haile Selassia I
Abessiníukeisara nokkra gripi,
er hafði verið rænt úr eigu hans
í herför ítala til Abessiniu á
dögum Mússólínis einvalds.
Þessir gripir voi’u: herforingja-
húfa, einkennisklæðnaður,
trumba, regnhlíf og 200 silfur-
bollar.
í viðræðum þýzkra stjórn-
málamanna við Nehru forsætis-
ráðherra Indlands, þegar hann
var staddur í Bonn fyrir
skemmstu, komst hann svo að
orði, að „kalda stríðið væri kalt
hatur og afleiðing þess hlyti
að verða heit styrjöld“.
★
í þann mund sem Egyptar
ákváðu að taka rekstur Súez-
skurðarins í eigin hendur, kom
húseigandi úr næsta húsi við
egypzka spndiráðsbústaðinn í
London inn á sendiráðsskrif-
stofnua og færði því úrslita-
kosti. Þeir voru í því fólgnir að
loftnet, sem tengt hafði verið
frá sendiráðinu við reykháf á
hans eigin húsi, skyldi fjarlægt
innan 48 klukkustunda svo
fremi sem Egyptar hættu ekki
við ríkisrekstur Súezskui’ðar-
ins. Nákvæmlega 48 klukku-
stundum síðar sást húseigand-
inn klifra upp á þakið með nagl-
bít í hendi og klippa á loftnetið.
C- - TARZAIM - 2259
mf
Þegar púið var að útbúa báðar
grindurnar í árfarveginn var sett
reypi í aðra grindina og endi og
opnaðist hún þá.
Síðan batt Tarzan reypið utan um
trjástofn og þá hélzt grindin opin.
Af stað að ná í Tantor hrópaði
Tarzan og Hemu þú f.erS upp í tréð
og leysir bandið þegar Tantor er
kominn í gilduna.