Vísir - 07.01.1957, Side 11
Mánudaginn 7. janúar 1957.
VISIR
ir
,-gr
'i> t
ffvemig var
fyrir 10.000 árum?
cgeymtr
BeyrtdarmáBið.
Franska heimskautarann-
sóknastofnunin, sem skipulagði
og stjórnar rannsóknaleiðangr-
inum á suðurheimskautinu, er
að undirbiia mikinn leiðangur
til Grænlands undir forystu
Paul-Eniile Victors næsta sum-
ar, og fer leiðangurinn væntan-
lega um fsland.
Auk Frakkanna taka þátt í
leiðangrinum vísindamenn frá
Danmörku, Vestur-Þýzkalandi
cg Sviss, en nokkur fleiri lönd
Ieggja íram fjármagn og tæki
til vísindarannsóknanna^ enda
' er búizt við miklum árangri
undir stjórn hins kunna vís-
indamanns, sem oft hefir kom-
ið til íslands á ferðum sínum til
Grænlands.
Paul-Emile Victor var nýlega
á ferð í Stokkhólmi og skýrði
þar frá áformum í sambandi við
hinn fyrirhugaða leiðangur.
Fer hann til Grænlands næsta
vor til að undirbúa komu leið-
angursmanna til Port Victor í
Diskóflóanum, en þaðan á vís-
indaleiðangurinn að leggja upp.
Rannsóknirnar eiga að taka
tvö ár og eru í beinu framhaldi
af rannsóknum Paul-Emile
Victörs og manna hans á árun-
um 1948—1953, sem á því tíma-
bili dvöldu samfleytt á hájökli
Grænlands í tilraunastöð sinni
og rannsökuðu hábungu Græn-
landsjökuls og þá aðallega til
suðurs.
Nú verður áherzla lögð á að
rannsaka jökulbreiðurnar í
norðurátt frá tilraunastöð Vic-
tors, og verður það fyrsta verk
leiðangursmanna, að leita að
gömlu stöðinni og hinum 20
metra háa stálturni, sem þeir
reistu til þess að auðveldara
væri að finna hana.
Leyndarmál
í jökullögum.
Eitt af mörgum verkefnum
leiðangursmanna verður að
mæla þykkt jökulsins og rann-
saka jökullögin. Er það gert
með því að grafa djúpar holur
í jökulinn. Það eru einmitt jök-
ullögin, sem gefa vísindamönn-
um nokkra vísbendingu um
veðurfars. og loftslagsbreyt-
ingar á jöklinum og jörðinni yf-
irleitt. Sagði Paul-Emile Victor,
að með íslagarannsóknunum
væri hægt að sjá loftslagsbreyt-
ingar, sem hefðu átt sér stað frá
deginum í dag 10.000 ár aftur
1 tímann og þar af leiðandi
mætti nokkuð geta sér til um
loítslagsbreytingar á komandi
tímum.
Bíil tii söiu
Ford Junior, sendiferða-
bíll til sölu i góðu lagi með
nýrri vél og drifi, einnig
gírkassa og gúmmíum.
Verð kr. 13,000,00. Mjög
hentugur fyrir mann er
stundar vinnu langt frá
heimili.
j ;
Jón Jónsson
Skarði, Skarðsströnd
simstöð.
Þá vona leiðangursmenn að
geta með mælingum sínum
fengið allnákvæma mynd af
landinu undir jöklinum, sem
sums staðar er um 3000 metra
þykkur og það stór, að ef hann
bráðnaði allur myndi yfirborð
sjávarins hækka um 10 metra
og flæða yfir stóran hluta af
dýrmætasta og byggilegasta
landi jarðarinnar.
Leiðangursmennirnir verða
um 50 talsins. Verður þeim
skipt í 15 hópa sem vinna hver
á sínu svæði. Ekki er samt gert
ráð fyrir að allir þessir menn
hafi þar vetursetu en nokkrir
verða skildir eftir til að gæta
stöðva og áhalda og gera nauð-
synlegustu athuganir.
í landi
stormanna.
Franski leiðangurinn á suður-
heimskautinu hefir búið sig til
vetursetu. f hohum eru 14 menn
undir stjórn Robert Guillard.
Leiðangurinn hefir aðsetur á
lítilli ej’ju, II de Patrie, fimm
kílómetra frá ströndinni við
Geologique höfða en þar var
skársta afdrepið á þessum
stormasama stað, þar sem nærri
ómögulegt er að lenda eða
geyma flugvélar vegna svifti-
bylja.
Leiðangursmennirnir hafa
látið byggja sérstakan skála úr
aluminium, sem þannig er gerð-
ur, að hægt er að taka hann í
sundur og draga síðan eftir
jöklinum til stöðvarinnar, sem
verður 400 kílómetra frá strönd
inni.
Stöðin verður kennd við hinn
fræga franska vísindamann, dr.
Charcot, sem fórst á skipinu
„Pourqui pas?“ við Mýrar með
allri áhöfn að undanteknum
einum manni.
Gnat-fiugvébr smíílalar
í FinnSandi.
Finnska ríkisstjórnin hefur
nýlcga veitt Bretum levfi til
framleiðslu Gnat orrustuflug-
véla 1 Finnlandi.
Eru Finnar að endurnýja
hinar léttu orrustuflugvélar
sínar og er heimildin tengd
i þeim áformum. — Folland
verksmiðjurnar brezku til-
kynntu 31. des. s.l., að Gnat-
flugvélarnar yrðu framleiddar
í Finnlandi, en finnskir verk-
fræðingar fengu þjálfun í
verksmiðjum félagsins í
outhampton. Verkfræðingar
frá félaginu fara til Finnlands
og starfa þar meðan framleiðsl-
an er á byrjunarstigi.
Upphaf þessa máls var, að
Finnar keyptu 12 Gnatflugvél-
ar af Bretum.
Indverjar hafa einnig keypt
flugvélar af þessari tegund frá
Bretum og þær verða einnig
framleiddar á Indlandi, með
sérstakri heimild.
SuezskurSur ei
öllum opinn.
Kairoútvarpið skýrði frá ,því
aðfaranótt sunnudags, að
birt hefði verið tilskipun frá
Nasser þess efnis, að brezkum
og frönskum skiprnn yrði ekki
leyft að sigla um Suezskurð,
fyrr en Sinaiauðnin öll og
Gazaræman væri aftur á valdi
Breta.
Eins og kunnugt er hafa
Israelsmenn ekki farið með
herafla sinn allan úr Sinaiauðn-
inni og þeir hafa lýst yfir, að
þeir sleppi ekki Gazaræmunni.
— Þessi nýjasta tilskipun
Nassers er fordæmd í blöðum
vestrænu þjóðanna, og þykir
sýna ljóslega, að Egj>ptum verði
aldrei treystandi til að fara með
yfirráð Suezskurðar. Um frek-
ari viðbrögð er ekki kunnugt,
en gert ráð fyrir, að hert verði
á kröfunum um, að þannig verði
frá málum gengið, að alþjóða-
eftirlit verði strangt með því,
að öllum skipum verði leyfðar
frjálsar siglingar um skurð-
inn.
Samstaða vesfurvefda
í afvopnunarmálum.
Blaðið Scotsman í Edinborg
lýsir ánægju sinni yfir sam-
stöðu vestrænu stórveldanna í
afvopnunarmálunum, eins og
svörin til Bulganins bera vitni
um.
í þeim kemur fr'am, að vest-
rænu þjóðirnar eru einhuga
um, að þessi mál beri að ræða
og aígreiða á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna.
Scotsman segir ekkert hafa
komið fram, sem bendi til ann-
ars en að mark Rússa sé sam-
I
komulag sem tryggi þeim á-
hrifaaðstöðu á meginlandinu,
varðandi Þýzkaland og Austur
Evrópulöndin.
Áfengi ekki veitt
í Hvítahúsinu.
Frétt frá Washington, sem
nýlega birtist í norska blað-
inu „Folket“ segir frá því, að
Eisenhower, forseti, hafi á-
kveðið, að eftirleiðis skuli all-
ar samkomur, móttökuathafn-
ir og véizluhöld, sem fram fara
í Hvíta húsinu vera áfengislaus,
en þ. e. gestum verður ekki
boðið áfengi til neyzlu í neinni
mynd.
Það fylgir sögunni, að fregn
þessi hafi vakið geysi athygli,
og leikur það ekki á tveim
tungum, að fordæmi forsetans
mun hafa hin víðtækustu áhrif.
Það sem þykir hæfa Hvíta
húsinu verður brátt siður og
venja annars staðar í landinu.
(Frá Áfengisvn. Rvíkur).
Bílar sátu víSa
fastir í gær.
Frá kl. 5 til 8 í gærkveldi gcrði
kafaldsbyl og var snjókoina það
mikil að bifrelðar áttu erfltt
nteð að komast leiðar sinnar.
Fjöldi bifreiða sat íastur á
vegunum t.d. var umferð á Ilafn-
arfjarðarveginum nærri stöðvuð
um tima vegna bíla, seip sátu
fastir á vegunum.
MBle&ðbur&ur
Vísi vantar unglinga til að bera biaðið í eftír-
talin hverfi:
Hagar
Miklubraut
Séleyjargata
Sogamýri I
Skjólin
Langahlíð
Skarphé&insgata
Upplýsingar í afgr. — Sími 1660.
Dagblaðið Vísir
TILKYIVMG
um yfirfærzlu vinnulauna
Þeir, sem óska að ráða erlenda rnenn- til starfa hér-
lendis og greiða þeim laun í erlendum gjaldeyri, þurfa
að tryggja sér fyrirheit Innflutningsskrifstofunnar um
yfirfærslu launanna, áður en ráðningarsamningar eru
gerðir.
Islenzkir atvinnurekendur, sem nú liafa erlenda
menn í vinnu eða hafa þegar undii búið ráðningu þeirra,
þurfa að senda beiðnir um „yfirfærsluloforð“ á laun-
um þeirra án tafar.
Skilríki um atvinnuleyfi þurfa að fylg'ja beiðnum
um „yfirfærsluloforð“, en þau verða látin í té bréflega
og- innihalda upplýsingar um, hvernig haga skuli um-
sóknum um gjaldeyrisleyfi fyrir vinnulaunum jafn-
óðum og nauðsyn krefur að yfirfæra þau. Einnig hvaða
uppíýsinga og skilríkja verður krafist í því sambandi.
Allar umsóknir skulu atvinnurekendur undirrita,
en ekki hinir erlendu starfsmenn. Gjaldeyrisleyfi verða
ekki veitt fyrir vinnulaunum til þeirra, sem ekki hafa
í höndum „yfirfærsluvottorð“ frá Innflutningssbrif-
stofunni á þar til gerðu eyðubláði.
Reykjavík, 4. janúar 1957.
Innflutningsskrifstofan.
Hinar vinsælu þýzku útvarpsstengur eru nú komnar
aftur. Einnig sjálfvirkar útvarpssterigúr fyrir 6 og 12 volt.
Rafmagnsþurrkur 6 og 12 voltá.
Smyrilí, Húsi Sameinaða Sími 6439
„Ferðin til tungls-
ins“ sýnd á ný.
A laugardaginn kl. 3 hófust
á ný sýningar hjá ÞjóðleiMiús-
inu á barnaleikritinu „Ferðin
til tunglsins" eítir Gcrd von
Bassewitz.
Leikur þessi var sýndur fyrir
nokkrum árum og urðu sýn-
ingar þá 30 samtals. Hlut-
verkaskipun er að miklu leyti-
hin sama og þá, en leikstjóri er
Hildur Kalman, hljómsveitar-
stjóri Victor von Urbantschitsch
og dansstjóri Erik Bidsted, sem
einnig dansar með í leikritinu.
★ Nc-.v Vork Times birtir fregn
uin, að egypzka stjórnin hafi
beðið Bandaríkjastjórn að
láta sig fá þegar mnráð yfir
egypzku fé, sem fryst var f
Bandarikjimum, er Egyptar
tóku Súezskurðinn,— Fjár-
liagur Egyptalands verður
nú bágbornari með degi
hverjum.