Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 25.01.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 25.01.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Föstudaginn 25. janúar 1957. £D!SOI\l MARSHALL: uttm 3.1 liggja í launsátri fyrir þér, meoan floti minn sigldi til Rínar- landa. Það var til þess að losna við höfuðverk, sem eg hef lengi haft. — Ég veit ekki við hvað þú átt. — Það veit ég ekki heldur. Ég bara segi það, sem mér kemur í hug. En Meera veit það, um það þori ég.að veðja lífi mínu. Og Kitti, völva þín, finnur á sér, hvað ég á við. Þú hefur verið mér höfuðverkur alla ævi mína. Ég sagði þér einu sinni heima í höll minni, að ég þyldi ekki að sjá þig. Það er eitthvað i svip þínum, sem setur hugsanir mínar í hnút, sem ég get ekki leyst. Nú skaltu fá að heyra sögu þína. — Hamingjan góða! hrópaði ég. Ég þori það varla. — Allt, sem ég veit, hefurðu heyrt áður. Sagan á ekkert upphaf og engan endi. En ég skal þylja hana fyrir þér, eins og ég væri að lesa hana af gömlu bókfelli, sem fundist hefði í gömlu klaustri. Meera bað mig að kaupa Kitti af józkum kaup- | ananni. Og þar eð þú hefðir soltið í hel, ef hún hefði ekki haft | þig á brjósti, lét hann þig falan fyrir brotna rostungstönn. En ( var það Kitti, sem Meera vildi fyrst og fremst fá, eða var það þú? Um það hef ég brotið heilann. — Hvers vegna, í Óðins nafni? — — Farðu ekki gálauslega með nafn Óðins. Ég veit ekki bet- •ur, en að þú sért sonur eldabusku. Nóttina eftir að ég keypti þig, dreymdi Meeru, að er ég seldi þig, mundi ég deyja í húsi þess manns sem keypti þig. Hún sagði mér frá þessu og svört augu hennar leiftruðu. Hvað veit ég um það, r.ema hún hafi búið þessa sögu til þess að ég léti þig ekki af höndum og æli önn fyrir þér, þangað til hægt yrði að framkvæma fyrirætlun hennar. — Hvaða fyrirætlun áttu við? Þú sagðir, að hún hefði viljað láta rista mér blóðörn. -— Já, það var hún, sem kom þeirri flugu í höfuðið á mér. | — Og áður en það var ætlaði hún að fyrirkoma mér með vinnu'iiörku. i ! Hún sagði, að fvrst ég þyrði ekki að selia þig, væri auð- veldast að losna við þig á þennan hátt. En þegar liún sá, að þú varðst hinn gjörfulegasti maður, bæði að vexti og viti, sneri hún við blaðinu. Eftir það fór hún að auka við þig matar- skammtinn, án þess ég vissi og gaf þér það, sem r.ægði til að herða þig og stæla. Kvöldið, sem ég lét fleygjá þér fyrir krabb- ána, gerði hún ráðstafanir til þess að Hasting' dragi þig úr voginum. Og hefði þannig farið, hefði ég ekki verið laus við þig. Eða skyldi hún hata þig meira en kristinn prestur hatar víti? I Svo segir hún — af kristnum kynþætti, sem kallaði sig Nestoriana og átti heima í Egyptalandi. Ég hitti hana í Cord- cvu, þar sem him vísaði mér veginn að fjárhirslu foringja gyðjanna og þar gat ég makað krókinn. Án hennar hefði ég aldrei náð í fjársjóðina, því að Serkirnir og gyðingarnir börð- ust eins og óðir væru. 1 — Elskaði hún Hasting svo heitt, að hún vildi gefa honum færi á að hefna sinna níu sára? 1 — Háfi svo verið, veit ég ekki, hvaða ástæðu hún hafði til þess nema þá, að hún og móðir Hastings voru báðar kristnar.1 Þér hefði þótt sennilegra, að hún hataði Judit í stað þess að láta sér þykja vænt um hana. Tæpum mánuði eftir að ég lagði af stað frá CorHnira. rak ó<* har.q úr rúrni mínu oe tók Judith í staðinn. Judith hataði mig, en hún ól mér son. Meera elskaði mig af öllu hjarta, en hún ól mér ekkert barn. Ragnar rak upp skellihlátur, en þegar hann varð þess var, að hendur hans voru bundnar, áttaði hann sig á því, hvar hann var. — Gaztu ekki strýkt hana þangað til hún sagði þér leyndar- rnál sitt? — Meera er einkennileg kona. Eftir útliti að dæma virðist hún vera grimm. Því meir sem ég strýkti hana, því meira lang- aði hana til að kyssa fót minn. Ég eyddi mörgum svipum upp til agna, áður en ég komst að öllum leyndarmálum henr.ar. Eða laug hún að mér fram á síðustu stund? — Hvað áttu við með því að segja „fram á síðustu stund?“ —Fram á síðustu stund? Vertu ekki að gera gys að mér maður. Mig hafði lengi grunað, að þú yrðir mér að bana. Hvers vegna drap ég þig ekki meðan ég hafði tækifæri til? Ég hef aldrei vitað það fyrri en nú, því að nú er allt orðið Ijóst fyrir mér. Ég yrði þá að viðurkenna, að ég var hræddur við þig. Ég, Ragnar, hræddur við þræl minn, sem ég hafði keypt. Einu sinni lét ég þig í tjörn. Á þann hátt ætlaði. ég að slá tvær flugur í einu höggi: Þóknast Judit, sem var á himnum, og losna við þig. En Egbert, sem Meera fékk mig til að taka að mér, þegar konungur NorðimbráTands rak hann í útlegð, dró þig upp. Egbert, keppinautur Aella, sem hatar mig út af lífinu — hvaða leyniþræðir liggja hér á milli? Einu sinni hélt ég, að óður björn mundi rífa þig sundur, en hann sneri sér að mér — og það hefði farið vel á því, ef hann hefði drepið mig-. Þvíinæst réðist hann á Egbert og þú drapst hann með spjóti þínu og Egbert gaf þér frelsi. - Hvers vegna hefði farið vel á því, ef hann hefði drep- ið big? — Vertu ekki að sleikja út um eins og köttur og reyndu ekki að gera gys að mér. Ég er ennþá Ragnar Loðbróh, mesti morð- ingi kristinna manna síðan Attila Húnakonungur var uppi. Þegar Egbert gaf þér frelsi, stóðstu bráðbeinn með sigurbjarma í svipnum og þá varð mér ljóst, að þú mundir vinpa bug á mér. Sérðu nú, hvernig þræðirnir liggja, enda þótt sumir þeirra séu ennþá huldir sjónum mínum. Það var Meera, sem lagði ráðin á um rán Morgana, unnustu Aella. Hvers vegna mátti ekki ræna brúði annars prins — hvers vegna brúði Aella, sem er sonur hins mikla jarls og Enid, konu hans og þannig erfingi hins mikla liaturs á Ragnari Loðbrók. Hvernig iiggja þræðirnir þarna? Og ég varð að lóta í minni pokann fyrir þér, vegna þess að ég ætlaði að reyna að ná prinsessunni aftur. Og þegar þú lékst leikinn með seglin, lékstu á mig einu sinni enn. Ég hélt að þá væri úti um þig. En örlögin voru að spinna vef sinn um mig og ég fann ailtaf á mér, að hverju stefndi að mínu eigin falli. Ég sá rifin framundan, en vildi ekki viðurkenna, að ég óttaðist þau. Þegar þú stefndir beint á þau, átti ég ekki á öðru völ, en að elta þig. Þaö voru örlögin, sem knúfu mig áfram, en ekki þú. Gerðu ekki framar gys að mér. — Ég skal ekki framar gera gys að þér, sagði ég og' þreifaði á verndargrip mínum. — Ég skal aldrei framar sleikja út um vegna þess, sem bíður þín. En mig langar til að leggja fyrir þig eina spurningu enn, vegna þess að mér leikur fbrvitni á að vita þáð. Hasting gaf í skyn, að Enid, móðir Aella, hefði ekki verið svo leitt, sem hún lét, þegar þú varst að skemmta þér með henni. — Hún feyndi að mýkja skap mitt, svo að maður hennar ætti .auðveldara með að drepa mig og það munaði minnstu að henni tækist það. En ég ber á hana þau lofsyrði, að hún hafi verið trygglynd eins og drottningu sæmdi. — Nú veit ég, af hverju forvitni mín er sprottin. Ef Aella grunar þetta getur verið, að hann hati þig ekki eins mikið og æskilegt væri fyrir mig. — Ef þú værir kominn á minn aldur mundirðu gera þér ljóst, að þá mundi hann hata mig miklu meira en ella. Svo langt get ég rakið þræðina, en lengra ekki. — Þá hefurðu gizkað á, hvað ég hef í hu.ga? —Ef þú hefðir ekki lofað mér því að hætta að gera gys að mér, mundi ég álíta, að bú værir að gera gys að mér er.nþá. Hverju barni mætti vera ljóst, hvað þú hefur í hyggju. Þú æ+lar að w'ia mi^ Aeúa fvrir það, sem þ’’ h”pír mpct af öiin. J t k«v-ö-l«(!®voö»k*L'<»n®n«i Natz barón ákvað að gefa konu sinni hest í afmælisgjöf og hestakaupmaðurinn sýndi honum alla þá hesta, sem hann hafði við hendina. Baróninn virtist ekki ginkeyptur fyrir neinum þeirra en talaði samt fátt. Þá lét kaupmaðurinn sækja hálftaminn hest, fjörleg- an mjög og hvumpinn. „Haldið þér að þetta sé hest- ur fyrir kvenmann?" spurði barónin og hristi höfuðið van- túrarfullur. „Jú, það mætti segja mér að konur gætu umgengist slíkan hest og haft hann góðan. Hitt er svo annað mál,“ — bætti hann við eftri stundarþögn — ,,að eg myndi ekki kæra mig um að vera kvæntur þeirri konu.“ „Minna!“ sagði húsmóðirin með þungurn ásökunarrómi, ' „hvernig stendur eiginlega á því að í hvert skipti sem eg kem hingað fram í eldhúsið standið þér við gluggann í hörkusam- ræðum við vinnukonuna hans Mayers?“ 1 „Það stafar af því — af því ,— af því,“ stamaði Minna í fát- ;inu sem á hana kom, ,,af því jað þér gangið í skóm með jgúmmisólum svo það heyrist ekki til yðar þegar þér komið?“ Hann var þéttfullur orðinn og langaði til að hitta einhverja sál sem hann gæti sagt allt af létta og myndi skilja sig. Vín- salinn í barnum var sá fyrsti sem hann kom auga á. „Eg get ekki að því gert,“ sagði sá drukkni; „mig langar svo mjög til að reyna að halda áfram. Það er svo mikið í húfi“. „Reyna hvað?“ spurði vín- salinn sem skildi ekki hvað við- skiptavinurinn átti við. „Nú, að drekka maður — reyna að halda áfrarn að drekka.“ ,Hvers vegna þá?“ „Vegna þess að konan mín sagði að ef eg hætti ekki þess- um eilífa drykkjuskap yfii’gæfi hún mig og kæmi aldrei aftur. En enn sem kornið er hefur hún svikjst. nm bað “ í R. Sun&uýliA 2275 Vakubi og menn hans æptu af gleði þegar öskur fílsins heyrðust tii þorpsins. En brátt þögnuðu öskur Tantors, sem rneð grimmd réði skóginum og og fyrir grimmd að lokum lét lífið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 20. tölublað (25.01.1957)
https://timarit.is/issue/83481

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

20. tölublað (25.01.1957)

Aðgerðir: