Vísir - 13.02.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 13.02.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 13. íebrúar 1957- EDiSON MARSHALL: tmm 50 UHKBB&iBBiSQIQBíBBBEBOBlBESBBEBBiSESESBISHHBBHB Á sumum beinagrindunum voru brotin bein og sýnilegt var. að sumt aí þessu fólki hafði verið brennt á báli. Á einum stað sá ég líka beinagrind af hesti. Jan hélt blysinu hátt á lofti, til að við gætum virt þetta sem bezt fyrir okkur. í hinum enda salsins sá ég líka beinagrindur af tveimur hestum. Sýnilegt var, að mikill eldsvoði hafði geisað og menn og dýr orðið honum að bráð. Þegar inn í næsta herbergi kom, voru þar aðeins beina- grindur af dýrum, hestum, kúm og kindum. Við komum því næst inn í herbergi, þar sem steinar voru á gólfum. Jan tók upp einn steininn og lét hann í lófa minn. Ég var unndrandi yfir því, hve steinninn var þungur, um tuttugu pund. í næsta herbergi var einhver glóandi hlutur hátt uppi á einum veggnum. Ég áleit, að hann ætti að tákna Pól- stjörnuna. Þegar hingað var komið, rétti Jan út höndina í áttina til Sendlings. Hinn daufdumbi maður fékk honum litla járnfisk- inn. Jan beindi honum í áttina til stjörnunnar, tók einn stein- inn og tók að nudda honum við fiskinn. Þegar það hafði gengið ofurlitla stund, bar hann járnfiskinn að sverðinu sínu og hann löddi við það. Því næst lét hann fiskinn dingla í bandinu, og þegar hann staðnæmdist, sneri hann í áttina til gullnu stjörn- unnar. Síðan tók Sendlingur við. og það var sama, hvernig hann sveiflaði bandinu, alltaf sneri hausinn á fiskinum að gullnu stjörnunni, eða í norðurátt. Jan hló Og klappaði saman lófunum. Því næst fylgdi hann okkur inn í herbergið, þar sem svörtu steinarnir voru. Nú var mig farið að langa til að fá ferkst loft og vonaði, að fylgdar- maður okkar færi með okkur aðra og skemmri leið út. Eftir að við höfðum farið gegnum eitt herbergi enn þá, kom- um við inn í stórt herbergi. Þar lyfti hann blysinu hátt og benti ckkar að fara á undan sér. Ég fór því á undan, en Kitti kom á hæla mér. Þá kom Kuola og bar svarta steininn minn. Áían var sá fjórði og Sendlingur rak lestina. Allir nema Sendingur voru komnir fram hjá Jan, þegar mér varð skyndilega órótt. Ég leit um öxl og sá svitann streyma af fölu andliti Sendlings og hann gaf mér merki með augunum. Fyrst benti hann á Jan, en því næst á munninn á sér, eins og hann ætlaði að toga út úr sér tunguna, sem engin var. í fyrstu datt mér í hug, að Sendlingur væri orðinn geggjaður. En svo grunaði mig, að eitthvað hræðilegt væri á seyði. Ég rak upp aðvörunaróp, en það var of seint. Um leið og Jan hratt Sendlingi inn, fleygði hann blysinu í skaufþurrt sefið á gólfinu. En hann hafði ekki gert ráð fyrir hatrinu, sem hafði breytt hinum daufdumba manni úr lambi í ljón. Sendlingur þaut eins og elding til að hindra flótta Jans. Jan stakk til hans með hníf sínum, en Sendlingur greip um úlnlið hans og sneri upp á svo að Jan missti hnífinn og rak upp hljóð um leið. Um leið og logarnir gusu upp, mynduðum við halarófu og liéldumst í hendur. Sendlingur lét Jan ganga á undan til að vísa okkur veginn til baka. Logarnir eltu okkur. ' ,!' ^ En Jan vildi gjarnan sleppa frá logunum, og valdi því styztu og beztu leiðina. Hann þaut áfram rymjandi og styngjandi og innan stundar vorum við komin á grænt gras undir bláum himni. Við stóðum stundarkorn og horfðum á þennan mikla eld, sem nú var farinn að gjósa upp úr haugnum og blár reykur gaus upp. Mér datt í hug að svona hefði vafurloginn verið, sem Sigurður Fáfnisbani reið. Innan skamms stóð haugurinn í ljós- um loga. Nú höfðum við í öðru að snúast. Kuola, sem alltaf hafði band meðferðis, batt nú hendur og fætur Jans. En þegar Sendlingur hafði báðar hendur lausar, fór hann að tala við Alan á merkja- máli sínu. — Murray frá Heiði, segir, að fangi okkar sé ekki Jan, held- ur Dorga, sem lét skera úr sér tunguna og sprengja í sér hljóð- himnurnar. —■ En hann sagði áður, að Dorga væri kvenmaður. Sendlingur hló við og svipti kyrtli fangans frá niður að mitti. Kom þá í Ijós kvenmannsbrjóst. Hún rak upp tryllingslegan hlátur, en Sendlingur greip hana upp, bar hana að haugnum og fleygði henni í brennandi log- XII. KAFLI. J ¥ TOFRAFISKURINN. 1. Ég hafði aðeins eina hendi og varð því að bæta það upp með því að nota hyggindi. Við ferðumst nú í norðurátt. Ég reyndi að hafa gagn af töfrafiskinum. Á einu kyrru kvöldi, sagði ég við Kitti: — Ég þarfnast mikils gulls til þess að koma í framkvæmd því, sem ég hef í hyggju. — Hvað hefurðu í hyggju? spurði Kitti. — Að ná kórónunni af höfði Aella og setja hana á höfuð Egberts, ná síðan í Morgana og fara með hana til Avalon. — Ekki annað, sagði Kitti. — Þér ætti nú ekki að verða skotaskuld úr því. En hvað á að verða um Aella, þegar þú ert búinn að steypa honum af stóli? Á hann að verða járn- smiður? Hann er að minnsta kosti nógu sterkur til þess. Þá mun hann smíða þér forláta hönd úr stáli með gimstein á hverj- um fingri í staðinn fyrir þá, sem hann tók af þér. — Nei, hann mun ekki verða maður til að gera mér þann greiða, því að hann mun ekki hafa neinar hendur til að vinna með og ekki fætur til að standa á. — Hasting stendur í mikilli þakkarskuld við þig, ef mér skjöplast ekki því meir. En ég efast um, að hárin borgi þér í gulli. Það efast ég um. — Hvað heldurðu, að þú þurfir mikið gull, til að geta komið þessu í framkvæmd. Svo mikið, að ég geti mannað og vopnað skip Egberts. Og fyrir afganginn ætla ég að kaupa mér völd. En ef til vill get ég fengið þau fyrir ekki neitt. — Ef til vi 11. — Það, sem ég þarfnast get ég fengið fyrir atbeina töfra- fisksins. En hvernig á ég að fara að því? Á ég að fara með töfrafiskinn til einhvers auðugs og voldugs höfðingja og skýra fyrir honum náttúru hans. Hann mun óðara kunna að meta verðmæti hans og langa til að eignast hann. Einhver okkar verður síðan að gerast mikill töframaður og finna Pólstjörnuna á svartri nótt þegar dimm þoka er. Við verðum að viðhafa dálítinn leikaraskap. Við reyndum oft töfraleikinn á öllum tímum sólarhrings og ýinsum veðrum, og hann snéri alltaf hausnum í norður nema þegar járn orkaði á hann. Enn var komið vor og við fófum að leita að víkingaskipi. En við máttum ekki gera ráð fyrir að finna víkingaskip á þessum suðrænu slóðum svona snemma. Við sáum reykinn af borgum, sem voru að brenna við mynni Maas og földum okkur í hinum söltu vogum við Wal. En úti í blámanum til hafs sáum við móta fyrir mörgum skipum. Þegar við sáurn fremsta skipið, stóð Kitti allt í einu við hlið mína og tók í hönd mér. Við vorum ekki í neinum vat'a um að þetta k«v*ö*l*d»v*ö»k*u«n*n*i í stóru verzluarhúsi í Vín- arborg var stolið pyngju með allhárri fjárhæð úr ráptuðru konu nokkurrar_ sem þar var að verzla. Hún varð stuldsins vör áður en hún fór út og kærðí þjófnaðinn þegar. Lögregla var kvödd á vettvang og leitað a fólki. Loks fannst pyngjan með' öllum peningunum á manni' nokkrum — en hann sagðist vera eiginmaður konunnar. Aðspurður gaf hann þá skýr- ingu fyrir rétti, að hann yrði um hver mánaðamót að borga konu sinni mánaðarlaun sín. eins og þau legðu sig, en nu hefði sig vantað vasapeninga og þá hefði hann gripið til þessa ráðs. Prófessor í rómönskum mál- um og prestur nokkur ákváðu að fara til Parísar til þess að skoða borgina. Að þeim dögum liðnum sagðí hákólakennarinn við vin sinn: ,,Eg er kominn að því að ör- vænta því nú er mér ljóst orð- ið, að eg hefi kennt tungumál, sem eg skil bókstafrlega ekk- ert í.“ „Hvernig ætli fari þá fyr- ir mér þegar eg dey?“ andvarp- aði presturinn. „Húsmóðir mín lætur loga j ljós allar nætur í svefnherberg- inu sínu,“ sagði Rudi. I „Hvers vegna. gerir hún. það?“ spurði Bobby. „Vegna innbrotsþjófa." „Það er stórmerkilegt. Ætli að hún viti ekki að þeir hafa ævinlega vasaljós meðferðis?“ „Eg ætla að fá einn aðgöngu- miða fyrir barn.“ „Til þess ert þú alltof stór, drengur minn.“ „Eg er ekki fullra fjórtán. ára.“ „Til þess ert þú alltof stór.“ „Skítt með það þá. fröken. Látið þér mig þá fá aðgöngu- mi aðfyrir fullorðinn úr því að þér trúið mér ekki. En hitt ætla eg að láta yður vita um. leið að þér hafið ekkert leyfi til þess að þúa big.“ C. f?. SuncuqkA TARZAIM- 2200 Hjlndruð Taurega, hrópaði her- maðurinn. Við erum dauðadæmdir. Mennirnir þustu út í virkisgarð- inn, þar sem allt var í uppnámi. Hver maður á sinn stað, hrópaði höfuðsmaðurinn. I einni svipan var hermaður kom- inn að hverri skotrauf, en það sem augum þeirra mætti olli skelfingu. Virkið var umkringt af stórum her-« ilokki Araba.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.