Vísir - 13.02.1957, Blaðsíða 11
VÍSIK
Miðvikudagmn 13. febrúar 1957
It
Höfðingjar á ferð.
Heimsókn fil Reykjavíkur fyrir 90 árum.
t»ann 2. ágúst 1867 kom fyrri hluta dags til Reykjavíkur
lystiskipið Ladybird frá Skotlandi, og er það vafalaust hið
stærsta og jafnvel hið skrautlegasta lystiskip er hár hefur
nokkurn sinni komið. Eigandinn var sjálfur með, Bute lávarður,
tæplega tvítugur að aldri og með honum þrjú önnur göfugmenni
á sama aldursreki: John Dasent, sonur dr. Dasents er hér hefur
ierðast áður tvívegis, gaf út Njálu á ensku og nú síðar Gísla
sögu Súrssonar, Gordon og Wyne.
Bute lávarður hóf með því hérkomu sína að hann bauð
öllum hinum æðstu embættismönmun staðarins til miðdegis-
verðar hinn sama eftirmiðdag, en daginn eftir bauð hann til
öðrum embættismönnum og frúm þeirra og dætrum til morg-
unverðar og samsætis. Hvorttveggja var ein hin veglegasta
veizla er menn hafa hér af að segja. Morgun-samsætið stóð
langt fram á dag og snerist upp í dansleik áður en lauk. Hið
sama kvöld, 3. ágúst hafði Bute lávarður yfirforingjann Tavin
Leveque og helztu yfirhermenn hans i boði, lagði svo daginn
eftir með þeim þrem félögum sínum af stað héðan landveg
til Geysis og Heklu og þaðan norður Sprengisand til Mývatns
og þeirra héraða.
Margir embættismenn og frúr þeirra riðu, með þeim lá-
varðinum úr garði, inn að Elliðaánum og kvöddu hann þar
með virktum og veittu þeim kaffi og vín að skilnaði, því eigi
komu þeir hér suður aftur, heldur fór Ladybird héðan viku
síðar norður til Akureyrar, því þar ætlar lávarður að stíga á
skip aftur og sigla þaðan alfarinn heim til greifadæmis síns á
Skotlandi.
Bute lávarður er hár maður vexti og all-útlimamikill, en
þó grannvaxinn eins og aldur hans er til. Hann er höfðingi
og göfugmenni í sjón og að allri tilkomu, og leynir eigi hin
fagra ásjóna hans áð hann er aðalborinn, en þó er hann jafn-
framt svo yfirlætislaus, ljúfur og kurteis, sem framast má
verða samfara göfugum höfðingja á hans aldursskeiði.
Flóttamanna-
vandamálið mikla.
Sameinuðu þjóðunum hefur
borist skýrsla starfsmanna sinna
urn ástand meðal arabiskra
flóttamanna, sem Jhafast við í
flóttamannabúðum, við eftirlit
Sameinuðu þjóðanna.
Hér er um nærri mi.lljón
flóttamanna að ræða og er það
mesta flóttamannavandamál
síðari tíma sem hér er við að
fást_ segir í greinargerðinni_ og
S. þj. verða að taka föstum tök-
um. Flóttamannastjórnin segir
Egypta og Sýrlendinga valda
sér erfiðleikum við framkvæmd
starfsins. Á Gazaspildunni eru
300.000 flóttamenn segja þeir,
og hvað sem verður um spild-
una. ber S. þj. að taka á sig á-
byrgð á þessu fólki.
SaSa ÁV3 áriö 1956:
Landsmenn neyttu 206,6 þiís.
iítra af hreinum vínanda.
Þar af voru heit vín og borðvín
um 20 þús. lítrar.
Áfengisvarnaráðunauturinn, Brynleifur Tobíasson, hefur
sent Vísi allfróðlega grcinargerð um áfengisneyzlu landsmanna,
eins og liún kemur fram í skiptum manna við Áfcngisverzlun
ríkisins, svo og hvert heildarmagnið verður á hvert mannsbarn
samkvæmt upplýsingum hennar og útreikningum Hagstofu
fslands. Fer skýrslan hér á eftir.
ÁFENGISNEYZLAN 1950—1956
llmræðu lokið
um Alssr.
Fmræðuhni um Alsírmálið í
stjórnmálanefnd allslierjarþings
Sameinuðuð þjóðanna er nú
lokið.
Fuíltrúar Frakka munu koma
fram sem áheyrnarfulltrúar við
frekari meðferð málsins.
Alls eru komnar fram þrjár
tillögur. Bandaríkjamenn vilja,
að málið verði ekki afgreitt með
ályktun. Asíu- og Afríkuþjóðirn-
ar bera fram tillögu um að
Frakkar hefji samkomulagsum-
leitanir við þjóðernissinna um
sjálfstæði landsins. Filipséyjar,
Japan og fleiri standa að tillögu
þar sem látin er í Ijós von um,
að málið verði leyst friðsamlega.
A. Sterkir drykkir B. Heitvín og borðvín A & B
Ár Lítr. á íbúa Lítr. á íbúa Lítr. samtals
1951 1.304 0.099 1.403
1952 1.245 0.089 1.334
1953 1.353 0.096 1.449
1954 1.449 0.107 1.556
1955 1.333 0.117 1.450
1956 1.157 0.124 1.281
ftT.
jx ■ i
S3Í9 '
■:)<í
Áfengisverlun ríkisins segir
neyzhma 1.291 lítra af 100%
vínanda á hvert mannsbarn
1956, en Hagstofan fær út 1.281,
af því að hún miðar við meðal-
mannfjölda neyzluársins. Áfeng
isneyzlan hefir því, fyrir mllli-
göngu Áfngisverzlunarinnar,
minnkað frá 1955 til 1956 um
169 gr. af hreinum vínanda á
hvert mannsbarn í landinu.
Alls nam áfengissalan til
neyzlu 206.634 lítrum af hrein-
um vínanda árið 1956 (228.721
lítra 1955), þar af 186.598 lítr-
um af sterkum drykkjum
Þannig crn endurskinsmerki Vátryggingafélagsins útlits.
Endurskinsmerki eru til
mjög aukins öryggis.
f>au ættu alfir að bera, ssm þuría að vera
á feríí út! í myrkr!.
Eins og alkunna er, tíðkast
það nú, að vegfarendur beri
ýmiskonar endurskinsmerki, til
þess að ökumenn geti frekar
forðazt þá í slæmu skyggni.
Auk merkja þeirra, sem verið
hafa til sölu undanfarið, hefir
Vátryggingafélaeið gefið skóla-
börnum armbönd úr endur-
skinsefni, og bera börnin þau á
upphandlegg.
Vísir hefir spjallað við einn
af bifreiðarstjórum bæjarins,
Ólaf Jónsson, sem starfað hefir
við akstur-í .30 ár, um endur-
skinsmerki þessi oe áiit ö'^u-
manna á þeim. Kvað hann. eng-
an vafa á því, að mendn væru
til mjög aukins öryggis fyrir
vegfarendur. ög gat þess til
dæmis, a? fyrir nokkru hefði
barn hlaupið út á akbrautina
— framhjá bifreið — rétt fyrir
framan bíl hans, og var það
fyrst1 og fremst endurskins-'
merki, sem barnið bar, er vakti
athygli á því, því að þetta var í
mjTkri.
Merki þ.essi koma að séi-
staklega góðum notum, þar sem
götulýsingær slæm, eins og víða
er í nýjum hverfum í bænum
— og raunar gömlum líka- —
svo og á vegum úti, þegar rign-
ing er og skyggni slæmt. Getur
það riðið á lífi vegfarenda. að
þeir beri slik merki á sér, á
handlegg eða baki.
Á ýmsum stöðum meðfram
vegum, svo sem við Hafnar-
fjarðarveg, hefir verið komið
fyrir dósum, sem varpa frá sér
birtu bílljösa, og er þetta tilj
aukins öryggis. Þyrfti að koma;
slíkum merkjum fyrir sem víð- |
ast.
Að endingu sagði Ólafur, að
raunar þyrftu fleiri en börn að:
bera•.cndarskinsmerki til ör-i
yggis. Bæjarvinnumenn og fleiri
bera þau einnig, en það ætti að ■
vera regla, að állir fullorðnir, i
sem þurfa að vera á ferli í j
myrkri, beri slík merki, sér og
i öði’um til aukins öryggis. j
ikpmenn hættulegir
konum sínum.
Giftum konum stafar meiri
hætt af mönnum sínum en
öðrum, segir próf. Sutíier-
land, er starfar við háskól-
ann í Indiana í Bandaríkjun-
um. Á árinu 1955 voru 324
giftar konur myrtar í índi-
ana-fylki, og af þehn voru
117 myrtar af eiginmönnum
sínum 57 a£ elskhugum og 38
af ættingjum sínum. Finnst
prófessomum þetta ærin
sönnun- þess, hve eiginmenn
sé hættulegir konum sínum.
(210.318 lítrum 1955), 14.462
lítrum af heitum vínum (13.970
lítrum 1955) og 5.574 lítrúm af
borðvínum (4.424 lítrum 1955).
Endanlegur méðalmannfjöidi
árins 1955reyndist vera 157.757,
og . neyzla áfengra drykkja
(endanlegar tölur) hefir því
numið 1.450 vínandalítrum á
mann, sem skiptist eins óg áð
ofan greinir. ,
Saia áfengis til rieyzlu nam
kr. 98.123.474.00 árið 1956 (kr.
89.268.887.00 1955). Um'miðjan
maí 1955 varð ca. 15% hækkitri
á söluverði áfengis.
Áfengissala.
Áfengissölustaðir 1955. — Kr. Áfengissölustaðir 1956. — Kr.
Reykjavík .... 81.571.015.00 Reykjavík .... 98.655.765.00
Seyðisfjörður .. 2.099.694.00 Seyðisfjörður . . 2.472.354.00
Siglufjörðoir . . 5.598.178.00 Siglufjörður . . 5.995.355.00
’töu -
'p<Í
Oí'íú’J
, nr
;:5í» l
.i iU.3
Kr...... 89.268.887.00
Kr...... 98.123.474.00
Selt var til veitingahúsa 1
jReykjavík frá aðalskrifstofu ár-
ið 1955 fyrir kr. 4.027.049.00
(kr. 6.121.781.00 1955). Skylt
'er þó að geta þess, að mikill
hlúti af áfengiskaupum veit-
ingahúsa fer ekki sérstaklega
gegnum bækur fyrirtækisins,
þar sem um kaup er að ræða úr
vínbúðunum sjálfum. Sala til
veitingahúsanna nemur '1 þvf
raunverulega allmiklu hæiri
upphæð en greint er frá hér að
ofan.
Bjóða 27 þjóðum á
á fiotasýningu.
1 Bandaríkjastjórn hefur boðið
27 þjóðum til Bandaríkjaiuia í
júní í sumar, en þá fer þar fram
niikil flotasýning og flotaæfing.
Er það í sambandi við 350 ára
afmæli nýlendustófnunar Breta
og verða þá m.a. mikil hátíða-
höld í Jamestown, seiri þfi kom
mjög við sögu og síðár. -— Elisa-
bet drottning Bretlánds hefur
verið boðið vestur í tilefni af-
mælisins, sem kunriúgt er.
HEIMÐALLUR
F.U.S.
agnaour ",y
verSur Kaldinn í SjálfstæSishúsinu laugardaginn 16. febr. H. 8,30.
Aðgöngúmiðar á skrifstofu Heimdallar í Valhöll, sími 7103. -
Smoking eða dökk föt.
p;
3'M'