Vísir - 13.02.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 13.02.1957, Blaðsíða 12
>elr, »em gerast kaupendur VlSIS eftlr 19. hvers mánaSar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1680, VIS Miðvikudaginn 13. febrúar 1957 VtSIB er ódyrasta blaðið og þó bað fiöl- breyttasta. — Hringið í sun„ io«0 tg gerlst askrifendur. Rússðf reyna að Elsei Vilja wmrweou a €S E9þ ÍSSfJ SSS13» *“■ ftemlca |»s*ávelfÍB!E2cssaa orðwesssl- iíigai á gær. Ráðstjórnarríkin hafa farið fram á umræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um áætlun Eisenhowcrs Bandaríkjaforseta varðandi nálæg Austurlönd. Varð þetta kunnugt nokkrum klukkustundum ei'tir, að ríkisstjórnum Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna höfðu borist orðsendingar frá ráðstjórninni varðandi fyrrnefnd lönd. 1 Bandaríkjunum og Bret- landi er litið svo á, að mark Rússa sé að koma áætlun Eis- en howers fyrir kattarnef. — Kusnetzov, aðalfulltrúi Ráð- stjórnarríkjanna á vettvangi S. Þj., sem bar fram kröfuna um umræðu „þegar“ í stað um áætlunina, kvað hana fram- komna til ihlutunar og ágengni, og væri áframhald á því^ að stofna herstöðvar til undirok- unar og ógnunar Ráðstjórnar- ríkjunum. í orðsendingunni er lagt til að, að samkomulag verði gert um, að engin íhlutun skuli eiga sér stað um innanríkismál náiægra Austurlanda og sjálf- stæði þeirra virt í hvívetna, þangað skuli engin hergögn send og allar erlendar herstöðv- ar lagðar niður. Eisenhower foz-seti ræddi í gær við Dulles um orðsendingu ráðstjórnarinnar. Kunnugt er, að ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna hafa þær nú til athugunar, og munu hafa samráð sín í milli, um hversu þeim skuli svarað. Auðsær tilgangur. í brezkum blöðum í morgun kemur fram sú skoðun, að mark Rússa sé að ónýta áætlun Eis- enhowers forseta og vegna áróðursgildis. — Times ræðir hinn mikla aðstöðumun Rússa og Vestur-Evrópuþjóða á þess- um vettvangi. Þaír þurfi olíu frá þessum löndum og líf þeirra og framtíð sé einnig undir frjálsum siglingum um Súez- skurð komið, en allt öðru máli sé að gegna um Rússa. Mun láta annarlega « eyrum. Blaðið telur, sð tillagan um að banna allar vopnasendingar til nálægra Austurianda, kunni að láta annarlega í eyrum þeirra þjóða, sem Rússar hafa birgt upp að vopnum, og nefn- ir þar til Egypta og Yemenbúa. Daily Teiegraph bendir á, að með því að bjcða vestrænum þjóðunum upp á samkomulag varðandi nálæg Austurlönd, vilji Rússar hagnast, án þess að leg'gja neitt af mörkum sjálfir. Blaðið ræðir einnig algerlega ólíka aðstöðu Ráðstjórnarríkj- anna, og telur hér vera minnt alvarlega á, að 'Rússar ætli sér ekki að sitja auðum höndum meðan Bandaríkjamenn taka við þeirri forystu, sem Bretar áður höfðu í þessum löndum. Ililutun og virðing fyrir sjálfstæði. Blaðið Scotsman gerir að umtalsefni, að Rússar vilji að Ráðstjórnarríkin og vestrænu & þjóðirnar geri með sér sam- kcmulag um að hafa engin af- skipti af innánríkismálum ná- lægra Austurlanda og viiða fuilveldi þeirra og sjálfstæði. „Hvers meira gætu Ungverjar vænst en slíkrat' viðurkenning'- iar?“ spyr blaðið'en bætir við' t„Þegar Rlíssar hafa leyst ung-. ! verstcu þjóðina úr viðjunum, i sem þeir hafa hneppt hana í og leyft henni að íijóta frelsis á ný, förum við kannske að byrjá að leggja trúnað á það sem þeir segja. Reyna að brjótast út úr einangrun. Shepilov flutti langa ræðu á fundi Æðsta ráðsins í gær og la|ði m. a. rn^kla ' áherzlu á samstarf við Kína. — Hann réðst á stefnu Bandarikjanna, talaði fagurt um friðsamlegt samstarf, Rússar vildu slík samskipti og' varanlegan frið. Þrátt fyrir ólíkar stefnur ættu þjóðirnar að geta starfað og keppt hlið við hlið án þess að berast á banaspjót, og mundi þá koma í ljós hvort betra væri, hið socialistiska skipulag eða kapitalistiska. — Shepilov sagði að þær þjóðir. sem leyfðu Bandaríkjamönnum herstöðvar í löndum sínum, myndu eiga við: sjálfar sig einar að sakast um afleiðingarnar. Sú skoðun hefir komið fram, að brölt Rússa nú sé að reyna með öllu móti að brjótast út úr þeirri einangrun, sem þeir hafa setti sig í með framferði sinu í Ungverjalandi og umfram allt viija þeir vera álitnir sam- starfshæfir á ný. Flugmenii hafa fengið miklar kjarabætur. Flugsamgöngur að færast í eðlilegt horf. Flugferðir hófust síðdegis í gær eftir að verkfall flugmanna hafði verið afiýst og sam- komulag liafði naðst milli deiluaðila. Samninýarnir við flugstjóra og loftsiglingafræð- inga liafa verið samþykktir af viðkomandi félagssamtökum. Flugvélavirkjar eiga eftir að samþykkja. Ekki hefur verið skýrt frá hinura nýju samningum í ein- stöku atriðum en um beinar kauphækkanir var ekki að ræða heldur var samið um ýms aukin hlunnindi, sem fela í sér miklar kjarabætur. Ríkisstjórn- in gekkst inn á ao veita flug- raönnum stóraukin gjaldeyris- j fríðindi. Þá var hækkað flug- stundagjald í innanlandsflugi í samræmi við þar sem flugmenn í millilandaflugi fá og er þar um mjög miklar kjarabætur fyrir flugmenn í innanlands- flugi. Þá var samið um stofn- un lífeyrissjóðs fyrir alla flug- menn. Fyrsia flugfe.'ðin var farin til Akureyrar. Sólfaxi, milli- landaflugvél Flugfélags íslands er væntanleg í dag frá Kaup- mannahöfn og fer til Glasgov/ n.k. föstudag. Fyrsta Loftleiðavélin kemur frá Evrópu á morgun og heldur vestur um haf. Búizt er við að áætlunarflug verði komið i eðlilegt horf um næstu helgi. Stórbruni í bílasmiðju. Eldur kom upp í gær í Jagúarbifrciðaverksmiðj unum í Coventry, Englandi. Hlaust uf tjón sem nemur milljónum sterlingspunda og er einn fjórði verksmiðjusvæðisins í rústum éftir brunann. Mikið bratin af bifreiðum, sem voru tilbúnar til útflutnings til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir mikið tjón er bú- ist við, að unnt verði að hefja samsetningu bifreiða á nýjan leik innan skamms. Hveíur koíranista til aö Ungverska stjérnin óttast, að hý byltingartilraun verSi gerð í landhiu í næsta mánuði. Þetta kom fram í útvarpi frá Bnda- pest þann 4. 1>. m. og síðan heá'- ur sitt af liverju koniið fram, spm bendir til, að þessi beygur Kadarstjómaruinar sé ekki á- sUeðulaus Aðvörun um hvað í aðsigi virðist vera kom fram í ræðu, sem Janos Kadar flutti, á fundi með „virkum félögum“ í hinum nýja kommúnisiaflokki Ung- verjalands. Hann sagði, að þótt „upprunalegar vopnabirgðii' ungverskra uppreistarmanna hefðu verið upprættar", væru þeir auðsæilega enn nægilega öflugir til þess að hefja nýja baráttu en hver, sem í henni tæki þátt, skvldu fá að gjalda fyrir með lífi sínu. „Vér megum enga miskun sýna neinum, sem rís upp gegn lýðræði alþýðunnar,“ sagði hann. Þorpin og skólarnir. Og Kadar gerði þá athyglis- verðu játningu að höfuðstöðvar þeirra, sem sitja á svikráðum við „lýðræði alþýðunnar eru þorpin og skólarnir". Hann sak- aði „hreyfinguna" um að nota kennsluna í kristnum fræðum sér til framdráttar. og' væri því nauðsynlegt að koma á sömu skipan og var í gildi þar til í september s.l., en þá var aðeins þeim börnum leyft að stunda slíkt nám, ef foreldrarnir ósk- uðu þess Sérstaklega. eítir að hafa orðið þess var hve megn væri óánægja ríkisstjórnarin.nar yfir slíkum óskum. sýna „onga múm11. Landinu er oss mikilvægara en skjall úr vestri.“ Vopnabirgðir í háskólabyggingiun. Kennsla hófst í þremur liá- skóladeildum í Budapest 4. þ. m. Haft var eftir yfirmanni iæknadeildar, í fregn frá opin- berri fréttajstofnun „að daglega finnist vopnabirgðir í háskóla- bvggingunum“. í gær varð umferðarslys við Laugateig. Hringdi blístjóri til lögregl- unnar fyrir hádegið í gær og skýrði frá því, að rétt áður hafi tveggja ára stúlkubarn orðið fyrir bifreið sinni á Laugateig. Barnið var flutt í Slysavarð- stofuna ok kom í ljós, að hún hafði marizt bæði á handlegg og læri, en um frekari meiðsli var ekki vitað. Þá skárust tveir menn all- mikið á höndum í gær og hafði annar þeirra, sem var allmjög ölvaður brotið rúðu í verzlun- inni Raforku á Vesturgötu, en skarst við það á hendi. Búið var að sárum beggja á slysavarð- stofunni. Vantraust á Mc- Millan fellt. Vantraust jafnaðarnianna á brezku stjórnhia fvrir meðferð hennar á efnahagsmálum var kolfellt eins og íyrirfram var vitað. Var breytingartillaga stjórn-r arflokksins samþykkt með, 63 atkvæða meirihluta. Vantrauststillaga fyrir með- ferð stjórnarinnar á iandvarna- málum verður oir.nig rædd nú í. vikunni. ,.Líf og frelsi þjóðarmnar“. „Vér óskum ekki eftir, að koma á ógnarstjórn og hefja fjöldahandtökur,11 sagði Kadar, „en líf og frelsi almennings í Skíðaflugvél lendir í Eyjafirði. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Fyrsta flugvél sem lent hefur á skíðum hér norðanlands, lenti í gær á túninu að Lundi við Akureyri. Þetta var flugvél Björns Pálssonar, sem nú hefur verið útfcúin skíðum. Kom hún hing- að með íarþega sem lá mjög á að komast til Akureyrar. Tók iiún aftur farþega til Reykja- víkur. Ksuphækkitn flstgmasisia me5 stjómarhlessun. FriðifKÍlii em mikils virði fyrir þá3 Eins og Vísir hefur skýrt frá, var fundin ls«»'cn s flug- deilunni í gær, og fengu flugmenn ýnisar kjarabætur. — Meðal annars verður flugmönnum greiddur þrefalt stærri hlutur af launum þeirra í erlendum gjaldeyri en áður — 30 af huudraði í stað 10 af hundraði áður — og er það ekki iítil kauphækkun. Auk þess verður greitt í lífeyrissjóð, og ioks mun vera lun nýja dagpeninga að ræða. Hafa flug- menn því fengið mikla kauphækkun, enda þótt ekki hafi verið samið.um „beina kaupliækkun“ beim til handa, og allt mun þetta gert með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar, sem hefur með þessu brotið „prinsíp“ sitt um óbreytt kaup- gjald, og framfylgir því af harðfylgi við þá, sem hún hefur í fullu tré við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.