Vísir - 17.05.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 17.05.1957, Blaðsíða 6
VÍSIR Föstudaginn 17. maí 1957 VÍBWMl D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 1660 (fimm Hnur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á már.uði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Slysavarnavika. Um þessar mundir stendur yfir einskonar slysavarnavika, og er slíkt í alla staði góðra gjalda vert. Þó virðist svo sem ekki sé vakin nægileg eftirtekt á henni, svo að hún fer fyrir ofan garð og neðan hjá fjölda manna, og er þó ekki því að heilsa, að slysa- varnir sé óþarfari nú en áð- ur, þegar meiri athygli hefir verið vakin á slíkum ,,vik- um“. Því miður fer öryggis- leysið í umferðinni mjög í vöxt, svo að ein slysavarna- vika á ári nægir engan veg- inn til að viðhaldá áhuga eða árvekni vegfarenda, sem eru því miður ekki eins gætnir og skyldi. Kunnugir óttast, að slysum muni fara mjög fjölgandi, þegar kemur franr á súmarið, og sá tími fer í hönd, þegar almenningur fer að leggja land undir fór í sumarleyfi. Þá munu „allir sótraftar á sjó dregnir“, allar bifreiðar, sem gangfærar verða, þjóta um landið þvert og endi- langt, en einkum hér um j suðvesturkjálka landsins, sem Reykvíkingar geta „lagt undir sig“ á skömmum tíma. Óvanir ökumenn verða fleiri á vegum landsins í sumar en nokkru sinni fyr, svo að gera má ráð fyrir öngþveiti víða af þeim sökum, og má rnikið vera, ef þeir verða ekki bein crsök til þess, að slysum fari stór fjölgandi, og er þó ekki á þau bætandi. Vísir hefir oft reynt að vekja til umhugsunar á því, að til þess að barizt verði gegn slysum með árangri, verði að koma til samtök á breiðum grundvelli — opinberra að- ilja, félaga, er vinna að auknu öryggi, félaga bif- reiðaeigenda, og þar fram eftir götunum. Þörfin fer á- reiðanlega vaxandi, og skal enn hvatt til þess, að hafizt verði handa, því að enginn veit, hversu hættulegur allur dráttur getur orðið. Slysa- varnafélagið ætti að ríða á vaðið. Riki eða einstaklmgar. Gft hefir verið á það bent hér í blaðinu, hversu mikill mun- ur er á rétti ríkis og ein- staklinga í þessu þjóðfélagi, og aldrei mun þetta hafa komið eins greinilega í ljós og síðustu vikur og mánuði, þegar kommúnistar hafa verið í stjórn og fengið til dæmis að ráða verðlagsmál- unum. Þá er sanngirni ekki látin ráða eða skynsemi, fjarri því, heldur aðains hugsað um að gera bölvun og skaða. Það er aðaláhuga- mál lcommúnista eins og enda nær. Ríkisstofnanir geta hækkað verðlag hjá sér að vild, og hafa raunar allar gert það, síðan stjórnin tók við völd- um. Ríkisútvarpið hefir hækkað auglýsingagjöld sín, tóbakseinkasalan hefir Þií berí Menn fengu að kynnast dæmi um það fyrir fáeinum dögum, þegar verðlagsyfirvöldin til- kynntu brauðgerðai'húsum, að þau yrðu sjálf að bera hækkun, sem orðið hafði á hráefnum þeirra — ekki 'mætti láta hana koma fram við útreikninga á verði til almennings. Þarna þóttust kommúnistarnir, sem verð- lagsmálunum ráða, hafa hækkað verð á öllu tóbaki, áfengisverzlunin selur allt áfengi dýrara og síminn hefir hækkað sitt verð um allt að þriðjung — gengið lengra en allar aðrar stofn- anir, en það er sennilega af því að allt var svo ódýrt hjá honum áður, að slíks voru víst ekki dæmi. Fleira mætti til tína. Það skal ekki dregið í efa, að ýmis kostnaður hafi hækkað hjá þessum aðilum, því að hann hefir að sjálfsögðu ■- fylgt vísitölunni sem komm- únistar hafa verið ötulir við að hækka. En menn geta hugsað sér, hverjar viðtökur þessar stofnanir hefðu feng- ið, ef þær hefðu verið í einkarekstri en ekki á vegum! ríkisins. hallann. betri aðstöðu en gegn ríkis- stofnunum, sem fengið hafa allt sitt orðalaust eða því sem næst. I Þetta er aðeins síðasta dæmið, en fleiri mætti nefna, og vafalaust verður um fleiri að ræða á næstunni. Kommún- istai’ láta ekki skynsemi eða sanngirni ráða athöfnum sínum, hvort sem þeir eru í stjórn eða utan. Þeir hugsa 58 brautskráðir úr stýrimannaskólamim 23 úr farmannadeild og 35 úr fiskimannadeild. Uppsögn Stýrimannaskólans fór fram liimi 12. þessa mánað- ar. Skólastjóri gat í upphafi ræðu sinnar lieiztu viðbiu’ða skóla- árs, skýrði frá slysförum á sjó i»ér við Iand og mimitist sér- staklega þess, að 11 sjómenn liefðu drukknað á þessu skóla- ári þar af einn nýlega braut- skráður frá skólanum, Pétur Hafsteinn Sigurðsson, Neskaup- stað. Einnig minntis skólastjóri tveggja látinna skipstjóra, Pét- urs Ingjaldssonar og Bjarna Pálmasonar, Reykjavík. Við- staddh’ minntust hinna látnu fé- laga með því að rísa úr sætum. Að þessu sinni luku 58 nem- endur brottfararprófi, 23 úr far- mannadeild og 35 úr fiskimanna- deild. Hæstu einkunnir við far- mannaprófið hlutu: Þorvaldur Ingibergsson Reykjavík 7.35, Friðrik Ásmundsson Vestmann- eyjum 7.22 og Viðir Finnboga- son Reykjavík 7.16. Hæstu ein- kunnir við fiskimannapróf: Jó- hann Sveinn Hauksson Akur- eyri 7.53, Jóhann R. Símonarson Isafirði 7.32 og Hjörtur Bjarna- son Reykjavík 7.12. Að skýrslu sinni lokinni ávarpaði skólastjóri nemendur og afhenti þeim prófskírteini. Einnig afhenti hann Þorvaldi Ingibergssyni, Jóhanni Hauks- syni og Jóhanni R. Símonarsyni verðiaun úr Verðlauna og styrkt- arsjóði Páls Halldórssonar fyrr- verandi skólastjóra. Þá þakkaði hann Þorsteini Loftssyni Vél- fræðiráðunaut 25 ára kennslu- störf við skóiann og afhenti honum bók að gjöf frá skólan- ura. Kristján Aðalsteinsson skip- stjóri hafði orð fyrir 25 ára nemendum, árnaði nýsveinum og skólanum allra heilla og færði skólanum tvo verðmæta sextanta að gjöf. Hinnibal Valdimarsson félags- málaráðherra mælti nokkur hvatningarorð til prófsveina og einnig þakkaði hann Friðrik V. Ólafssyni skóiástjóra 20 ára skólastjórastörf í þágu skólans. Hér fara á eítir nöfn þeirra, er luku brottfararprófi: Flestir úr Reykjavík, nema annars sé getið. Farmenn Aðalsteinn G. Aðalsteinsson, Einar Ingi Guðjónsson, Eyjólf- ur Eysteinsson, Eyjólíur Jóns- son, Eyjólfur Þorsteinsson Hafn- arfirði, Filip Þór Höskuldsson ísafirði, Friðrik Ásmundsson Vestmanneyjum, Garðar Þor- steinsson, Guðmundur Þór Hall- dórsson Vopnafirði, Gunnar Bjarni Bjarnason, Halldór Gísli aðeins um að gera mönnum sem erfiðast fyrir, og þeim hefir vissulega tekizt það sæmilega fram að þessu. En þeir athuga ekki, að dagur fylgir nótt, og að þeir hafa ekki- veriðj kjörnir til að fara með völd í landinu til eilífð- arnóns. Því meiri sem afglöp þeirra verða, því þyngra verður fall þeirra og niður- lægingin meirí. Oddsson, Harrý Steinsson, Hrafn Pálsson Vestmanneyjum, ísleif- ur Bergsteinsson, Jón Guðmund- ur Axelsson, Jón Ellert Guðjóns- son, Ólafur Magnús Bertelsson, Róbert Dan Jensson Fáskrúðs- íirði, Roy Ólafsson, Sigdór Ólafs- son Þorlákshöfn, Sigurður Arn- grímsson Isafirði, K. Víðir Finn- bogason og Þorvaldur Ingibergs- son. Fiskimemi Birgir Breiðfjörð Pétursson Patreksfirði, Björgvin Ólafur Gunnarsson Grindavík, Brynjólf- ur Gunnar Halldórsson Einar Jónsson, Einar Þórarinsson, Garðar Jónsson Isafirði, Gísli Jón Hermannsson, Gísli Jónsson Reyðarfirði, Grímur Óskar Karlsson Ytri-Njarðvík, Guðjón Pálsson, Guðmundur Jóhannes Guðmundsson Tálknafirði, Guð- mundur Halldórsson Isafirði, Gunnar Jón Jónsson, Hallgrim- ur Matthíasson Patreksfirði, Hallgrímur Ottósson Ólafsvík, Helgi Eggertsson, Hjörtur Bjarnason, Hörður Jónsson, S. Ingvar Hólmgeirsson Flatey, Jóhann Sveinn Hauksson Akur- eyri, Jóhann R. Símonarson Isa- firði, Jón Óli Gíslason Patreks- firði, Kjartan Thoroddsen Ingi- mundarson Vatneyri, Kristján Ragnarsson Hafnarfirði, Ólafur Runólísson Hornafirði, Rálmar Þorsteinsson Hafnarfiröi, Ragn- ar Eyjólfsson Vestmanneyjum, ^ Sigurður Sveinn Elíasson Vest- mannaeyjum, Sigurgeir Krist- jánsson, Steingrímur Hreinn Aðalsteinsson Akureyri, Svanur Arnar Jóhannsson Flateyri, Tómas Sæmundsson Evrar- bakka, Trausti Gestson Ólafs- j firði, Viðar Þórðarsson Hafnar- firði, Þorsteinn Sigurberg Sig- \:aldason Hafnarfirði. Yfirlýsing og athugasemd. Hr. ritstjóri. Biðjum yður vinsamlegast að birta eftirfarandi yfirlýsingu í heiðruðu blaði yðar: Að gefnu tilefni skal því hér með lýst yfir, að auglýsing sú, er Almennar Tryggingar h.-f. höfðu beðið um í blaðið „Suður- land“ á sinum tíma, og útgef- endur höfðu ætlað til birtingar í 7. tölublað blaðsins, sem út átti að koma 27. apríl s.l., var afturkölluð með samþykki voru, vegna breyttra aðstæðna. Virðingarfyllst, Almennar Tryggingar h.f. Baldvln Einarsson. Aths.: Við þetta er litlu að bæta öðru en þessu: Hér er loð- ið orðalag, og þögn framsókn- armanna segir meira en yfirlýs- ingin um það, sem raunveru- lega gerðist. En hvað táknar annars „vegna breyttra að- stæðna“?-----Ritstj. Réttindi. Geir Ólafur Oddsson hefir sótt um leyfi til að mega standa fyrir byggingum sem húsa- smiður, og hefir það verið sam- þykkt. ,,Oddur“ hefur svipast um og hlýtt á tal manna í úthverfi, þar sem miklar byggingarfram- kvæmdir eru í fullum gangi, og sent blaðinu eftii’farandi pistil: Sundlaug í botninum. „Ekki eru allir af baki dottnir við að byggja. Það sá ég, þegar ég kom inn í Hálogalandshverfi i gær. Ég kom þar, sem verið var að undirbúa mikla blokk. I öðrum enda grunnsins var hyi- dýpi mikið og sundlaug í botn- inum. Einhverjir höfðu á orði við mig, að óþarfi væri að spara svo holtin, að reka þyrfti menn í svona diki, — nóg væri af holt- unum hér á Islandi. Aði’ir töldu talsvert í þessu, en ekki mundi kostnaðarauki verða teljandi af þessu á hverja íbúð í blokk- inni. Eins og lijá skapheitum Suðurlandabúuni. Ég færði mig ofar i holtið. Þar var hávaði mikill. Loftpressur, jarðýtur og loftborar í gangi svo glumdi í öllu, og heill hópur af ragnandi mönnum, sem veif- uðu höndunum í hugaræsingu sem Suðurlandabúar væru -á. ferð. Þar voru áhyggjurnar ekki út af því, að djúpt þyrfti að grafa í aur og leðju, heldur af því að byggingarnefnd fyrir- skipaði að sprengja húsin ofán i klöppina. Heyrðist þar rödd sem sagði að þetta væri eins og annað hjá þessum ,íhalds- blókum“ í bæjarstjórninni, en þá gall við önnur rödd, sem sagði að alls ekki væri sjálf- stæðismönnum um að kenna, þeir réðu þessu ekki, heldur kommúnistar, sem allsstaðar skriðu inn og silgdu undir fölsku flaggi. Þá lagði einn það til málanna, ef haldið yrði áfram með þessár sprengingar sem ótrúlegt væri, þá yrði farið að byggja ofan á húsin eftir nokkur ár, eins og í Norðurmýrinni, með marg- földum kostnaði. Vár þetta sagt með nokkuð sterkari orðum en hér eru notuð. „— sem venjuleg augu sjá ekki“. Ég hefi tilfært það, sem hér er sagt, svo að menn fái hug- mynd um hvernig rætt er stund- um á vinnustað, en hvað sem þessu líour væri fróðlegt að fá skýringar á því fvrirbrigði, sem hver maður getui’ séð þarna inn írá, að sumstaðar eru menn látnir sprengja 2 til 3 metra niður i klöppina fvrir húsunum. Ég verð að taka undir með þess- um mönnum, h\-ort ekki sé völ á hæfari mönnum til þess að vera ráðgefandi fyrir byggingar- lega, sem ekki eru einhverjar ástæður fyrir hendi, sem venju- leg augu sjá- ekki“. SVFl fær minning- argjöf. Slysavarnarfélagi Islands baj:st 1. mai vegleg minnmgargjöf um Valdimar Össurarson kennara, Hörpugötu 6, Reykjavík. Gefendur eru Anna Jónsdóttir, móðir Valdimars 84 ára og börn hennar sjö. Það var ósk gefenda, að gjöf þessi, sem er 6.400 kr. yrði afhent félaginu 1. mai, en það er fæðingardagur Valdi- mars. Eins og kunnugt er, fórst Valdimar i bifreiðaslysi skammt. frá heimili sinu 29. júní 1956.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.