Vísir - 29.06.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 29.06.1957, Blaðsíða 4
 VÍSIR Laugardaginn 29. júní 1957' Hér búa þeir Gestssynir, Einar og Steinþór, ásamt frúm sínum, naeð rausn og prýði. Einar er ■ekki heima í dag, hefur skroppið Tút í Þorlákshöfn að sækja áburð á túnin, en Steinþór kemur til móts við gestina og leiðir þá til stofu. Hann er rétt í þessu að Ijúka við að endurskoða sveitar- reikninga Árnessýslu, og ekki seinna vænna, sýslufundurinn hefst á morgún á Selfossi, og þá skal allt verða klárt og kvitt. Steinþór er fæddur á Hæli 31. maí 1913, sonur Gests bónda á Hæli Einarsson Gestssonar og konu hans Margrétar Gísladótt- ur frá Ásum í Gnúpverjahreppi Einarssonar frá Urriðafossi. Hann er kvæntur Steinunni Matthíasdóttur frá Skarði í Clnúpverjahreppi. Þau eiga íimm börn. Steinþór ólst upp á Hæli með systkinum sinum og foreldrum, en föður síns ^naut hann ekki lengi. Gestur lézt úr spænsku veikinni haustið 1918, og þótti eftir hann mikið skarð fyrir skildi, líkt og forðum er Eggert Ólafsson féll. Mér er í barns- minni frá því hausti Kötluelda og drepsóttar drápa, er Einar Sæmundsen kvað eftir Gest og lét prenta í Þjóðólfi og hófst með þessum orðum: Heyrðist hár brestur. Hniginn er Gestur, Hreppahöfðingi, héraðsforingi. r Þar um ekki fleira þessu sinni, og engar harmatölúr telja, því að ég er hingað kominn til þess að ræða við lifandi menn um isönglist og hesta og hið unga |vor, sem yfir austanfjöllum skín. IVarð ekki stúdent. | , Ert þú ekki stúdent frá í Menntaskóla Akurey.rar, Stein- þiór? Nei, stúdentstitilinn hefur fólk verið svo hugulsamt að gefa mér án þess ég bæði um hann eða gerði mér nokkurn tíma far um að afla mér hans. Ég var ekki mema einn vetur í M.A. og lauk þ>ar gagnfræðaprófi um vorið. Síðan hef ég ekki á skólabekk setið. Undirbúningsmenntun mina íékl^. ég í heimavistarbarnaskól- gmuin hérna á Hæli, íþróttaskóla jSigprðar Greipssonar í Hauka- Ual, í tímakennslu hjá séra '.Kjartani Helgasyni í Hruna, 9'i mokkra tíma í Kennaraskólanum 5 Reykjavík, og veturinn 1931-32 sóttum við Þorgeir bróðir minn ’tímakennslu í Reykjavík. Við fylgdumst yfirleitt að, þar til við höfðum lokið gagnfrreðaprófinu á Akureyri vorið 1933. ílaulað í jólafríinn. Svq það hefur þá verið vetur- ínn 1932-33, sem þið stofnuðu M. A. kvartettinn? — Segðu mér frá tildrögum þess. Það byrjaði með því, að þegar búið var að gefa jólafríið í skól- anum, íórum við, sem urðum í heimavistinni og ekki komumst heim vegna -f jarlægðar, að raula saman. Menn entust svo mis- ,'jafnlega lengi til slíkrar tóm- stundaiðju, og að siðustu vorum við fjórir eftir, Þorgeir bróðir minn og ég, Jón Jónsson frá Ljárskógum og Jalcob Hafstein frá Húsavík. Þeír Jón og Ilaf- stein voru báðir í 5. bekk, en við bræðurnir í 3. bekk. Ég man vel hvert var fyrsta lagið, sem við æfðum saman, það var Gamli Nói eftir Bellman. Af ein- hverri tilviljun kunnum við allar raddir í því, þegar við byrjuðum á þessu, svo að það lá vel við höggi. Á konsertum okkar síðar meir enduðum við venjulega á þessu lagi. Fyrst sungið á skóla- skenimtun. Hver spilaði undir hjá ykkur? 1 byrjun höfðum við engan undirleikara og engan undirleik, og enginn okkar kunni að spila á hljóðfæri, nema með einum fingri, en allir vorum við læsir á nótur og allir höfðum við starf- að í söngfélögum í heimahögum. Akureyrarveturinn okkar vorum við einnig allir í kantötukór Akureyrar, sem Björgvin Guð- mundsson tónskáld stofnaði haustið 1932, fyrst og fremst til að flytja alþingishátíðarkantötu hans. þetta, höfðum hvorki stjórnanda né undirleikara. Hvenær hélduð þið svo ykkar fyrsta opinbera samSöng ? Mig' minnir það hafi verið' í marz 1935. Satt að segja er ég búinn að gleýma mánaðardegin- um, hitt man ég, að við vorum mjög kviðnir um að okkur tæk- ,ist ekki að fyila húsið, Nýja Biój og færum á höfuðið með þetta fyrirtæki. Og ég man líka, að við gátum ekki leynt ánægju okkar þegar við komumst að því að allir aðgöhgumiðár voru uppseldir nokkru áður en söng- skemmtunin hófst. Undirtekt- irnar urðu mjög góðar. og því láni áttum við raunar að fagna alla þú tíð, seni við sungum samáii.' ■?«5i ■ Kvöddu ineð vetri 1942. Hvenær hélduð þið ykkar síð- Rtibbuð rið Strinþór tm&stss&Bi íí íiirli. Þegar vorar, hcilla uppsveitimar hugann, sumir segja líka, að þar búi hinn eini sanni íslenzki aðall. Hvað uni það, við Gísli Bjarnason beizlum gandinn, sem að vísu er fram- leiddur í útlendri bílaverksmiðju, og þeysiun í landnorður — í 1 .Itt til fjalla, léttum ekki för okkar fyrr en á Hæli í Gnjúp- verjahreppi. Hélduð þið, M.A. kvartettinn,1 konsert strax þennan fyrsta vet- ur? Nei, ekki nema á skóla- skemmtun, og svo sungum við i útvarpsdagskrá, sem tekin var upp á vegum menntaskólans. Það var ekki fyrr en veturinn 1935, þegar þeir Jakob og Jón voru lausir úr menntaskólanum og komnir suður til Reykjavikur . i háskólann, að við byrjuðum aftur að æfa. Þorgeir var þá í i Menntaskölanum í Reykjavík en ég stundaði búskapinn hér aust- ur á Hæli ásamt móður minni og Einari. Ilún lét þó ekki af búsforráðum fyrr en vorið 1937, þá tókúm við Einar við. Kónsértíéfingai’ fyrír austan. Jæja, ég sem hef alltaf staðið í þeirri trú, að þið, M. A. kvart- ettinn hefðuð vetur eftir vetur sungið saman á skólanum ykkar nyðra. Hvernig náðuð þið saman aftur, þegar þú varst seztur að búi þinu hér heima? Þeir Jón og Jakob komu hing- að austur að Ilséli eftir áramótin 1935 til að æía undir konsert. Þeir munu hafa dvalið hér um hálfan mánuð. Þá vorum við búnir að æfa saman um 20 lög, og líklega helmingur þeirra eftir Bellman. Við bræðurnir fórum svo með félögúm okkar súðnr og lukum við að æfa undir kon- sertinn. Við vorum einir um asta samsöng? Við sungum saman í 10 ár. Siðast sungum við saman í út- varpið á siðasta vetrardag 1942. Upp úr því skildi leiðir. Jón frá Ljárskógum fór til dærhis vest- ur á ísafjörð til kennslustarfa, og Þorgeir bróðir minn fór að starfa í læknishéruðum úti um land. ■ Hvað mörg lög eru til á plöt- um með söng ykkar? Við sungum inn á fjórar plöt- ur, 8 lög. A þeini’ tíma sem við sungum saman var miklu óhæg- ara um vik með' slika upptöku hér á landi, enda var það í at- hugun hjá okkur 1939 að fara til Sviþjóðar og syn'gja þar inn á plötur, en stríðið kom í veg fyrir það. Þessar plötur, sem til eru, lét ríkisútvarpið gera hér heima, eingöngu til eigin afnota, en siðar þegar séð var, að ekki gæti orðið úr upptöku á söng okkár, sýndi útvarpið okkur þá vinsemd að lána plöturnar til aö gera af þeim afsteypur til út- gáíu og sölu. Aðdáúnin verðúr að nægja. Hv'ers konar samninga gerðuð þið um útgáfuna? Við seldum Hljóðfæfaverzlun Sigriðar Ilelgadóttur útgáíurétt- inn að ákveðnum fjölda píatna eða eintakafjölda. En siðah hafa reikningar ekki verið gerðir upp, og ég veit ekki hvort búið er að selja það magn, sem upphaf- lega var samið um. Hafið þið söhgvararnir ekki tekjur af þvi, þégar lög ykkar efú leikin í útvarpið? Neí. Það eru aðémS höfundar lags og Ijóðs, seni fá greiðslur fyrir þaim fluthing: Við hinif verðthh að íátá' okkur nægjá að- dáún! hlústéhöá. Hana hafið þið líká fefigið ómælda. Segðú méf-'nú einhverja smásögu að’Iokúm"'frá' söngvara- lífi ykkar. Það er márgs^ að mlnnast. Meðal annars man ég við 'sung- um eitt sinn á sama kvöldi í Grlndavík og Sandgerði. Við sungum fyrst í Grindavik og höfðum með okkur aðgöngu- miðana að söngskemmfúh okkar í Sandgefði. Þar áttum við að syngja í stóru salthúsi, en komum á staðinn heldur siðar en ráð var fyrir gert, og þegar við komum til Sandgerðis var fólkið búið að sprengjá upp dyrnar á salthúsinu og fylla sal- inn. Þá varð það að samkomu- lagi milli okkar og áheyrenda, að þeir greiddu aðgöngumiðana eftir sönginn um leið og þeir gengju út, ef þeim þætti það þá þess virði. Við fjórmenning- arnir þurftum ekki að kvarta um það er lauk. 1690 kr. eftir ferðina. Þið fóruð víða um land til að syngja, eða var ekki svo? Jú, meðal annars fórum við í nóvember 1935 til Vestur- og Ncrðurlands og sungum þá á ísafirði tvis\-ar, Siglufirði þris- var, Húsavík tvisvar og á Akur- eyri þrisvar. Aðsókn var alls staðar ágæt. Við ferðuðumst með strandferðarskipj og kom- um úr þessari ferð með 1600,00 krónur i sjóði, og hafði þá verið frá dregið gjald fyrir samkomu- sali, en ekki annar kostnaður. — Þetta haust eða um veturinn fyrir jól sungum við aftur í Reykjavúk og nágrenni: fjórúm sinnum í Reykjavík og i Hafnar- firði, Grindavik og Keflavík einu sinni í hverjum stað. Ég vil taka það fram, vegna þess sem ég hef sagt þér hér að framan, að þegar fram- í sótti réðum við okkur undirleikára, Bjárna Þórð- arson, bróður Regínu leikkonu. Hann er dáinn- fyrir nokkrum árúm. Hann reyndist okkur mjög góður félagi, taldi aldrei eftir sér að aðstoða okkur eftir megni, hvort sem var á æfing- I um eða konsertum. Hvérju vilt þú fyrst og fremst þakka, hversu góðum árangrl M.A. kvartettinn náði, svó að j eiiginn kvartétt hefur síðan kómizt til jafns við ykkur, hvað þá framár? Ef svo væri sem þú segir; þá væiT': iíkl'éga * helzt þetíáj að þegar viö-sungum saman, þá hafði enginn okkar hug á að syngja „sólö", heldur vorum við allir minnugir þess að við átt- um að vera samstæð heild. í öðru lagi lög’ðum við alla tíð mjög mikla vinnu i æfingar. Við buðum aldrei upp á konsert fyrr en við vorum búnir að æfa söng- skrána i háifan annan til tvo mánuði, með æfingu upp á hvern einasta dag. Hestar og hestamennska. Steinþór Gestsson er formaður Landssanibands hestamannafé- laga. Ég vildi gjarna fá ein- hvern fróðleik handa lesendum blaðsins um þetta samband, og bið Steinþór hér með að skýra það nána'r, I Fyrir einum mannsaldri eða svo, svarar Steinþór, voru hestarnir eina samgöngutæki ls- lendinga og svo sjálfsagt þótti . þá að allir notuðii þá og nytu þeirra. að engin þörf vár á að í sýna þá fólki eða örfa það til • að njóta yndishóta þeirra. J Þegar \'élar og bílar taka við störfum hestanna í Reykjavik, ! fundu hestamenn, sem þar voru búsettir, að ef almenningur ætti ekki að fara á mis við þá ánægju sem hestunum og hestanotkun er samfara, þá varð að kynna þá sérstaklega og hefja þá til nýrra starfa og efla og treysta dýrmætustu kosír þeirra. Af þessum rótum er runnin Frh á 9. síðu. Þessi mynd er af Önnu Englandsprinsessu. Hún er að skoða hestana í Windsor garði. Brezka konungsfjölskyldan á jafnan úrvals veðhlaupahesta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.