Vísir - 20.11.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 20.11.1957, Blaðsíða 3
Miðvikúdaginn 20. nóvember 1957 VlSIR Tekur sjnka veiðiþjófa, sækir og leitar afrétti. Hnifangsmikil störf BJörits Pálssonar í þágu alþjéðar. Hefur brátt aætlnnarflug til Xorð- fjarðar og Stykkisholms. Björn Pálsson flugTnaður mun hefja áætíimarflug' bæði til Norð fjarðar og: Stj-kkishólms strax <Dg fiugvellirnir, sem þar er unnið að, verða lendingarhæfir fyrir flugvélar Björns. Á báðum þessum stöðum hefur verið unnið að gerð flugbrauta og er ennþá unnið að ílugbraut- Snni við Stykkishólm, en hætt liefur verið í bili við flugbraut- ina á Norðíirði. Hugmyndin var að ljúka við 300 metra langa braut á Norð- firði í haust með því að dæla upp sandi úr leirum, sem eru innan við sjávarkambinn. Var unnið að þessu allt fram til síð- ustu helgar og mun væntanlega hafa tekizt að ljúka við þennan áfanga, en ólokið er að jafna brautina til þess að gera hana lendingarhæfa. Strax og því er lokið hyggst Bjöm hefja áætl- únarflug til Norðfjarðar, en þó kvaðst hann ekki mundu geta flogið þangað nema við góð veðurskilyrði þvi þar er mjög aðkreppt af fjöllum og brautin þess vegna í styzta lagi. Hug- myndin er að leggja síðar meir 1100 metra langa flugbraut á Norðfirði, þannig að Douglasvél- ar geti lent þar, en i haust verð- ur naumast unnið meir að flug- brautargerðinni þar og ekki byrj- að á henni aftur fyrr en að vori. í Stykkishólmi er unnið að 400 metra langri flugbraut sem liggur á mel eða holti í 2—3ja km. fjarlægð frá kauptúninu. Bæði þar og víðar á landinu þar sem unnið er að sjúkraflugvalla- gerð hefur verið mikill hörgull á stórvirkum vélakosti því marg- ir aoilar eru um hverja vél, ekki sizt vegagerðin og búnaðarfé- lög og þvi mjög erfitt að fá þær til ílugvallargerðar fyrr en þá seint á haustin. Strax og tveir framangreindir flugvellir eru lendingarhæfir mun Björn hefja áætlunarflug á báða þessa staði. Eins og sakir standa hefur Björn ekki áætlunarflug til annarra staða en Gjögurs á Ströndum norður, en þangað flýgur hann hálfsmánaðarlega. Gjögur er afskekktur staður og einangraður mjög, enda ekkert vegarsamband þangað og skipa- ferðir dræmar. Þykir óhagstætt og dýrt að senda skip svo langa krók fyrir lítinn sem engan flutn ing og fáa eða enga farþega. Þykir hagstæðara miklu að halda Gjögri og nágrenni þess í sambandi við umheiminn með þvi að senda þangað flugvél á hálfs- mánaðarfresti. Þó.tt Björn hafi ekki áætlunar- flug til fleiri staða enn sem komið er hafa menn á ýmsum afskekktum stöðum myndað samtök um það sín á milli að fá Björn öðru hvoru til þess að sækja og flytja farþega og eru | það einkum Vopnafjörður og Reykhólar, sem mest hafa leitað ( til hans í þessum efnum. En auk framangreindrar 'flug- þjónustu og sjúkraflugsins sém mjög hvilir á Birni, hefur hann haldið uppi ýmiskonar leigiiiflugi og i, ýmsum tilgangi.' Þess má m. a. geta að i haust heíur Björn tekið ao sér leitarflug að sauð- fé á afréttum fyrir ýmsa aðila. j Fór hann fyrir nokkru austur á Síðuafrétt, fann þar 9 kindur langt inn á heiðum og tók það bændur 3 daga að há kindúnum, enda þótt þeir vissu nákvæmlega að tilvisan Björns hvar þeirra væri að leita. Á afrétti Borg- hrepps fann Björn 15 kindur, þ. á. m. fjóra fulloröiia hrúta og voru byggðarmenn tvo daga að sækja þær. Auk þessa leitaði Björn á afrétti Grímsnesinga, Húnvetninga á Arnaívatnsheiði og á afrétti í mæðiveikihólfi Dalamanna, þar sem mæðiveika féð fannst í haust. Sumstaðar hafa leitarskilyrði verið erfið sök um óveðurs og aðfarandi hríðar og leitin af þeim sökum ekki ávallt komið að fullkomnu gagni. Þá má geta þess að Björn hef- ur stundum farið í landhelgis- flug og þrir landhelgisbrjótar hafa verið teknir á þessu ári fyrir atbeina flugvéla Björns. Björn hefur tvær flugvélar til umráða. Aðra þeirra á hann einn, en hina í félagi við Slysa- varnarfélag íslands. Þegar á ] þarf að halda hefur Björn tvo ’ flugmenn sem hann getur giipið til þegar þeir hafa fri, en báðir eru atvinnuflumenn, Ragnar Kvaran hjá Loftleiðum og Hauk- ur Hliðberg hjá Flugfélagi Is- lands. Björn kveðst flesta daga, sem veður er annars fært, hafa meira eða minna að gera i sambandi við sjúkraflug eða annað leigu- flug. Um þátt Bjórns Pálssonar í þágu sjúkraflugsins í landinu var getið hér í blaðinu fyrir skemmstu og skal það þvi ekki rakið náíiar hér, en annars tekið fram að sú þjónusta Björns verð ur aldrei að fullu þökkuð né metin. Ekki hálfur maður á við Stalin. Bandaríkjamenn hafa fundið upp aðferð til þess að nota til- raunaflaugarnar mörgum sinnum. Er komið fyrir í flaugunum þremur stórum fallhífum, sem breiða úr sér, undir eins og flaugin er tilbúin að snúa við, og lcr.da ólaskaðar með þessum útbúnaði. Krúsév sagði í fyrradag, að Zhukov hefði talið sjálfum sér trú um, að hann væri jafnoki Stalíns. En hann var ekki einu sinni hálfur maður í samanburði við Stalín, né heldur var hann, sagði Krúsév, mesta stíðshetja Rússa. Hann var engu meiri jstríðshetja en Malinovsky Ko- niev o. fl. „Zhukov er 61 árs. Hann kann að vilja draga sig í hlé — eða halda áfram. Það er undir honum sjálfúm komið,“ sagði Krúsáv að lokum. Áðeins mótleikur. — Haft er eftir hátt settum em- bættismanni í Washington, að vopnasendingarnar til Túnis sé aðeins mótleikur gegn „eld- flaugaáhættuspili“ Rússa. — Utanríkisráðuneyíið í Was- hington telur sig hafa óbilandi tryggingu fyrir því, að vopnin lendi ekki í höndum uppreistar manna í Alsír. Dularfullt skip. Sl. laugardag voru birtar fregnir um dularfullt skip, sem Amory Houghton, bandaríski sendiherrann, hefði rætt um við Pineau, en orðrómur var á kreiki um, að þetta væri rúss- neskt vopnaskip á leið til Tún- is. — Houghton neitaði þessu síðar. Stevenson á fundum í Washíngton. Adlai Stevenson, frambjóðuiuli demókrata í tveun seinustu for- setakosningum, er komiim til ÍVashington. Ræðir hann þar við Dulles og Eisenhöwer forseta tillögur þær, sem Eisenhower hyggst leggja fyrir Natofundinn í Paris 15. des. Stevenson kvað hættuna, sem væri því samfara, að kommún- istar hefðu brotizt í gegn til sökn ar á efnahagssviðinu í löndum, sem skammt eru á veg komin, hættulegri hernaðarhættunni. i. shi>m<>uiz Mótt a Himdsiinfli Göiiml saga iir síldinni — við Skotland. . Lítið þorp í Hálöndum. Skot- lands, nærri sýslumörkum Banffshire og Aberdeen, nefn- ist Mountblairy. Það var í hinu hressandi lofti í nágrenni þessa sveitaþorps, sem ég átti heima fram að þeim tíma, sem ævin- týri það gerðist, er ég skýri hér frá. Faðir minn var kot- bóndi og átti þarna landskika á nöktu og ófrjóu hæðardragi, o'g við áttum fullt í fangi með að hafa ofan í okkur og á þótt við ynnum baki brotnu. Til þess að létta dálítið undir, á- kVað ég að reyna hvort ekki væri hægt að vimia okkur eitt- hvað inn með öðru móti, og með þeim ásetningi fór eg vor eitt, eftir aö búið var að sá því litla útsæði sem við áttum, nið- jur til sjávar, um tuttugu kíló- ' metra í burtu, til að reyna íheppni mína sem fiskimaður. Okkur hafði borizt til eyrna, að menn fengju gott kaup á síldveiðibátunum. Leiðln til Banff var stutt og um kvöldið var eg kominn nið- ur á bátabryggjurnar og virti fyrir mér starf manna við verkun fisksins. Er eg spurðist fyrir um vinnu hjá einum sjó- mannanna, sagði hann mér.að eg skvldi snúa rr.ér ti! fiskverk- unarstöðvarinnar. þar sem lík- legt var að eg fyndi eiganda bátaflotans. Maðurimi taldi liklegt, að eg fengi þarna vinnu, því ekki væri búið að fullráða áhafnir á síldarbátana. Áhöfn hvers báts var venjulega sex hásetar, skipstjóri, matsveinn og léttadrengur. Eigandinn, hr. Duff, lét mig ganga undir nokkurskonar hæfnipróf og eftir nokkrar við- ræður um hið væntanlega starf, réð hann mig sem „viðvaning“ á síldarbátinn „Donald Dhu". Eg var mjög ánægður með ráðningarskilyrðum - tíu punda seðill fyrir þriggja mánaða veiðitíma, frítt fæði og annað á skipinu og einn shilling á málið (cran — S7% gallon) j með hinum af áhöfninni að veiðitíma loknum. Ef heppnin yæri með, ætti þetta að gera um 15 punda kaup yfir’veiðí- tímann. og það myndi vera mikil hjálp fyrir heimilið. Morguninn eftir fór eg um borð i „Donald Dhu“ og sýndi ráðningárskirteini mitt, Mér var vísað á klefa í framstafni bátsins, þar sem við fjórir „viðvaningarnir11 áttum að sofa. Hinn hluti áhafnarinnar var í samskonar klefa í skutn- um. „Donald Dhu“ var fyrir- taks skip, eitt af þeim nýjustu I veiðiflotanum. Þegai- eg kom um borð, voru allir bátsverjar að vinna að viðgerð netanna og' festa þau saman undir rekið. Á bátnum voru fimmtíu net, þrjátíu og tveggja metra löng og um sjö metra breið; möskvastærðin var um einn þmnlungur. Þegar búið var að festa saman netin fyrir kastið, var samanlögð lengd þeh-ra nærri því ein sjó- rníla. Á miðju hvers netastubbs og við samskeyti þeirra voru dufl. Sum þessara dufla vorú úr blikki eða þunnu járni, máluð, til að verja þau gegn áhrifum saltvatnsins. Önnur duflanna voru óvandaðri að.’gerð; þau voru aðeins uppblásin „hunds- dufl“. Mikil eftirspurn var eftir hundsbelgjum til þessarar notkunar, en af því leiddi að flökkuhundar voru sjaldséðir í fiskiþorpunum. Sæist ókunn- ur hundur á þessum slóðum, vai’ fljótt séð fyrir honmn, en belgurinn var irman fárra daga farinn að gera gagn sem hunds- dufl á síldarneti. En svo eg haldi áfram með söguna, þá vandist eg fljótt lífinu um borð í „Donald Dhu“, og var feginn að störfin voru auðlærð — aðalatriðið var að vera sterkur og fljótur að átta sig á hlutunum. Fyrri helming veiðitímans tXfííiiYn ttíX rmt-irS Qit ppi-n hvi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.