Vísir - 20.11.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 20.11.1957, Blaðsíða 4
£ Vf SIR Miðvikudaginn 20. nóvember 1957 Wilhelm de Ropp - II: Itiiaifi fær æði. ' I>egar ég tók konu mina með jnér til Garmiscli snenima á ár- inu 1931 og ætlaði að hitta. Hitler í fyrsta sinn, vissi liún nákvæm- lega hvað mér var á höndum. Konan mín er ein þessara ró- legu, merkilegu, ensku kvenna, sem taka öllu, sem að hönduml :ber með stökustu sálarró. Sú staðreynd, að hjónaband hennar varð allt annað en húnj Ihefði mátt búast við, — hún' 1 hafði gifzt baltneskum barón, en varð nú eiginkona njósnara — "Virtist engín áhrif hafa á hana og ekki valda henni hinúm' minnstu áhyggjum. Hún tók þátt í öllum bollalegg- 3ngum mínum og ráðlagði mér ósjaldan hvað ég skyldi spyrja „gamla Hitler“ næst. Stundum) •gaf hún mér ráð, sem virtust þá fremur byggjast á eðiisávisun konunnar en kaldri skynsemi og Jiað kom fyrir að hún sagði: „ég rmundi ekki gera þetta, Bill“. Hún reyndist alltaf hafa á réttu að standa. 1 raun og veru á ég það henni að þakka, að ég hélt vitinu öll bessi erfiðu ár. Ef hún hefði ekki staðiö við hlið mér, hefðu taug- ar minar bilað — ég hefði aldrei haldið það út, sem á mig var 3agt. Xæknir spurður ráða. Eftir að nazistar komust til valda, vissi hún það full vel, að ef mér yrði eitthvað á, sem vekti tor.tryggni þeirra, rnundi óg verða kvalinn og píndur •og mér misþyrmt á alla lund, og auðvitað hefði hún þá verið undir sömu sökina seld og orðið að bola ógurlegar þjáningar. Þessi hugsun', að eiga e. t. v. eftir að leiða þessar hörmungar yfir hana, ætlaði að gera út af við mig og einatt, og loks fór •ég á fund læknis mins í London •og spurði hann .ráða. Hann leit á mig og rétti mér tvær mein- leysislegar pillur — eina fyrir mig og aðra fyrir konu mína — því hann vissi hvert starf mitt var. „Það er nóg, að þær snerti tunguna“, sagði hann, þvi þær mundu drepa mann samstundis og væntanlega þjáningalaust. Msfasni viö bt&ðaaan&naa knana ísö e/óösa yaayaai. Ég bar mína pillu alltaf á mér í sérstökum vasa, sem ég hafði látið gera innan á jakkann minn. Ég átti að hitta Hitler á skrif- stofu Völkischer Beobachters í Munchen. Ekki orðinn hálfgerð. Ritstjórnarskrifstofan var eng- inn saiur. Blaðið hafði litla út- breiðslu þá, og oftlega var út- gáfa þess stöðvuð af yfirvöldun- um vegna árása þess á ríkis- stjórnina og ráðherrana. Við Rosenberg sátum í þægi- legum stólum og létum fara vel um okkur, þegar Hitler kom allt í ejnu æðandi inn í herbergið. Hann var í gömlum rykfrakka og, illa saumuðum fötum, sem fóru. hræðilega illa. Hann var ekki enn, þegar þetta gerðist, orðinn sá hálfguð, sem hann varð siðar meir og Rosen- berg stóð upp letilega og heils- aði honum með handarbandi. Það voru tveir jafningjar, sem horfð- ust þarna í augu. Svo kynnti hann okkur. Það var enginn hælasláttur, enginn heil-hróp. Hitler tók fast í höndina á mér og horfði beint i augu mér og svo settumst við allii’ niður. Bretar oghreyfingin. Hann kom strax að efninu og lét engin kurteisishót tefja fyrjr, sér. Hann spurði hvorki um veðr- ið né heldur um það, hvernig mér líkaði í Garmisch. Hann sagði umbúðalaust, að Rosenberg hefði sagt sér margt um mig og þegar hann lagði fyr- ir mig fyrstu spurninguna, var mér það fyllilega ljóst, að hann var spyrjandinn og ég sá, sem svara skyldi. „Hvað er álitBreta á hreyfingu minni?“, spurði hann fyrst. „Sumir brezkir stjórnmála- menn líta á þetta sem heilbrigða stefnu, en aðrir eru á öndverðum meiði. Almenningur í Bretlandi veit ekkert um hana,“ sagði ég blátt áfram. „Eg er aðallega forvitinn að vita um álit stjórnmálamann- anna. Hvað halda velviljaðir Bretar um mig?“ spurði hann. „Þeir segja, að margt af því, sem þér boðið, eigi rétt á sér, en þér séuð of róttækur", svaraði ég- Hitler byrjaði nú að rausa og ég kom ekki orði að í einar tutt- ugu mínútur. Þessi svívirðilegi Versalasamningur, ránið á ný- lendunum, hnífsstungan i bakið í stríðslokin, Gyðingarnir, nú, yfirhöfuð allt þetta endalausa bulj, sem við þekkjum úr ræð- um hans. Þegar hann hafði loks lokið þessari ræðu, spurði hann mig, hvort ég væri honum sammála í gyðingavandamálinu. „Ef satt skal segja. nei, herra Hitler,“ svaraði ég. „I mínum augum er það fjarstæða, að ætla að bannsyngja heilan kynþátt. Fjölmargir Gyðingar börðust drengilega í brezka hernum í styrjöldinni og ég þykist viss um að svo hefur einnig verið, að þvi er þýzka herinn varðar." Hitler yerður dónalegur. „Þér hafið auðsjáanlega ekki kynnast Gyðingum, Annars væru þér ekki á þessari skoðun", sagði hanp þá og virtist ekki ánægður með mig. »>Eg þ.eljki npkkra Gyðinga per sónulega, sem mér þykir mjög vænt um,“. sagði ég. Eg hafði ekki sleppt orðinu íyrr.en hann fékk æðiskast. Það var i fyrsta og siðasta sinn, sem hann sýndi mér ruddaskap. Hann ávarpaði mig „herra". 1 Þýzka- landi getur maður sagt „kæri herra", eða „herra minn“ eða „herra þetta eða hitt“, en aldrei aðeins „herra“. Það er visvitandi móðgim. Hann tók að öskra eins hátt og hann gat og það var allt annað en þægilegt í svona litlu her- bergi. Svo leysti liann frá skjóð- unni: „Eg skal útrýma Gyðingun- um“, öskraði hann. Stefna flokksins, eins og hún var kynnt þjóðinni, þegar hér var komið sög.u, var á þá leið, að jafnvel þótt foringjanum væri síður en svo vel við Gyðinga, þá mundu þeir á engan hátt verða ofsóttir, þótt flokkurinn kæmist til valda. Hitler sefast. Eg Iagði mér orð Hitlers á minnið, en þetta var ekki í síð- asta sinn, sem hann missti taum hald á tungu sinni og skýrði mér frá leyndarmálum sínum. Hann róaðist jafnskyndilega og hann hafði tryllzt. Það voru éngin umsvif. Hann fór allt í einu að tala um nýlendurnar og hægt og rólega. Áður en varði var hann rokinn á dyr. Viðtalið var áenda. Rosenberg leit á mig ásakandi. „Kæri vinur! Hitler hatar Gyð- inga alveg eins mikið og ég og þar að auki hatar hann reyking- ar,“ sagði hann. Þá tók ég fj rst eftir því að ég hafði reykt án afláts. Rosenberg var sem sé að segja mér, að ég hefði gert mig að fífli. Eg sneri aftur til Garmisch, jafnóánægður með sjálfan mig og Adolf og sagði konunni minni, að Hitler v-æri geðveikur, en hann ætti það samt sennilega eftir, að hafa áhrif á mannkyns- söguna. Ný áætlun. Eg sá að lítil likindi voru nú til þess að ég ætti eftir að hitta Hitler oftar. Eg hafði hagað mér kjánalega og eyðilagt stórkost- legt tækifæri sem mér hafði boð- ist. En ef svo skyldi fara, að ég ætti sarnt sem áður eftir að hitta Hitler aftur. vildi ég ekki láta mér mistakast öðru sinni og fór því að hugsa um, hvernig ég ætti að haga mér. Vandinn var tvenns konar. 1 fyrsta lagi, hvernig ég gæti kom- ið viði-æðunum inn á þær braut- ir, sem ég kysi, í staðinn fyrir að láta hann vaða elginn og ausa yf- ir mig áróðri. Hitt var, hvernig ég gæti haft þau áhrif á Hitler, að hann segði allt, spm honum bjó i brjósti og samt'fá þann á- huga fynr mér, að Iiann óskaði að hitta mig. o.ftar. Eg afréð að látast vera honum fyllilega sammála, en að vinir mínir á Englandi vræri á annarri skoðun. Skoðun þessara „vina minna“ ætlaði ég að lýsa þannig, að þær ýmist espuðu hánn eða róuðu eftir þvi hvort ég ætlaði að fá hann til að tala rólega eða hleypa i hann tryllingi. Annar fundur ákveðinn. Mér til mikillar undrunar leysti Hitler sjálfur vandann fyrir mig. Tveim dögum eftir fyrra við- talið hringdi Hitler til Rosen- bergs og bað hann að undirbúa næsta fund okkar. Það var öðru nær en að hann væri mer reiður. Honum geðjað- ist meira að segja vel að mér og Rosenberg stakk upp á því, að þeir kæmu i bil yfir til Garmisch og drykkju þar te með mér og konu minni. Eg var auðvitað himinlifandi, en það síðasta, sem við hjónin hefðum óskað okkur var að fá þenna óða mann til okkar til Garmisch til að setja allt á ann- an endann í þessum friðsæla stað, þar sem ég átti marga vini og virðulega. Eg sagði þvi Rosenberg, að .ég þyrfti að fara til Múnchen i viku lokin til að ná í nokkrar bækur og þess vegna var ákveðið að við skyldum hittast aftur á sama stað, nefnilega í ritstjórnarskrif- stofunni í Múnchen. Hvað hugsa Englendingai ? Hitler var í bezta skapi, þegar hann kom. Hann kom strax að efninu, eins og fyrri daginn — og hvílíkt efni! „Herra barón,“ sagði hann. „Eg hef aldrei haft tækifæri til að ferðast til annarra landa og þess vegna veit ég ekkert um Eng- land af eigin reynslu. Það mundi koma mér að miklu haldi, að vita hvað Englendinga hugsa raun- verulega um það, sem er að ger- ast í Þýzkalandi. Auðvitað hef ég vini mína og flokksbræður i Englandi, sem gefa mér upplýs- ingar, en þeir eru Þjóðverjar og sjá allt með augum Þjóðverjans. Eg hef það líka á tilfinningunni, að þeir segi mér helzt það, sem þeir halda að mér komi bezt að heyra. Ef þér vilduð gefa mér upplýsingar um það, sem Eng- lendingar raunverulega hugsa og halda, munduð þér ekki aðeins gera mér mikinn greiða, heldur munduð þér gera landi yðar mik ið gagn, með því að gefa mér, sem mun byggja upp framtið Þýzkalands, réttar og áreiðan- legar upplýsingar. Þessa Iiafði hann óskað. Eg þarf ekki að taka það fram, að þetta er samkomulag tveggja heiðursmanna — tveggja her- manna — og ég mun aldi’ei krefj- ast þess að þér gefið. méjfc npkkr- P'amh á 11. síðu síldartorfurnar óðu víða og með stuttu millibili, svo að við vor- ■um sífellt á þönum á eítir þeim. 1 ílotanum, sem við tilheyrð- Tim, voru um þrjátíu bátar og Jað var fögur sjón þegar við settum upp segl og allir bát- arnir létu úr höfn og stefndu TÚt á rúmsjó. Okkur heppnaðist ■vel veiðin og í næstum hverri ferð bættust 70 mál á reikning •okkar. Þessi shillingur, sem ■við fengum allir á hvert mál, ~var okkur mikil hvatning til að leggja að okkur við vinnuna. Allt gekk vel hjá okkur fram yfir miðjan veiðitímann, en þá kom fyrir atvik, sem næstum jþví koslaði mig lífið og kom mér í hina einkennilegustu lílípu, sem hugsazt getur. Við höfðum haft landlegu í tvo daga eða svo, vegna þess að ekki gaf á sjoinn og hafði gengið á með þrumum og eld- ingum. En þegar aftur lygndi og glaðnaði til, settum við seglj upp og ætluðum nú að sækja| dálitlu dýpra en venjulega. Það var um tíu-leytið að morgni, er flotinn fékk skipun frá hr. Duff að láta úr höfn. Þegar við komum út úr höfn- inni og landvari, fundum við að talsverður vindstrekking- ur var úti fyrir, seglin tóku vel við og allur flotinn sigldi lið- ugan vind út á miðin. Veiði- staður okkar í þetta sinn var: ákveðinn um sex, sjö mílur frá ( miði er nefndist „Skötuholan“, • um fimmtíu mílur undan næsta landi. Nafnið stafaði af því, að ágæt skötuveiði var venjulega á þessum slóðum. Um fjögur-leytið um eftir- miðdaginn komum við á þessar slóðir, og bátarnir dreifðu sér til þess að hafa nóg svigrúm fyrir net sín; að minnsta kosti einnar mílu svigrum var talið nauðsynlegt fyrir hvern bát til þess að athafna sig. Þar sem ekki var kastað fyrr en fór að dimma, létum við út rekakk- erið og felldum seglin. Eftir talsverða bið var stundin komin til að hefjast handa. Við höfðum tekið eftir j fuglageri, er settist á sióinn um mílu frá stað þeim er við vor- um á. Þar sem þeíta er alltaf talið öruggt merki um að síldin sé farin að vaða, tókum við upp síldarnetin og settum þau við lestaropið og bjuggum okkur undir að kasta. Það dimmdi óðum og þar sem tungl var minnkandi yrði lítið vinnuljós eftir að fulldimmt væri orðið, þar til tunglið kæmi upp rétt eftir miðnættið því að þilfars- ljósin tvö voru svo dauf, að þau rétt rufu mesta myrkrið. „Verið viðbúnir!“ kallaði I skipstjórinn. „Drágið upp!“ . Stórseglið skall upp að hjól- skorðunni með háum smelli. | Báturinn tók á rás og rekakk- erið var innbyrt: „Kastið út!“ hrópaði skip- stjórinn að nýju, og endanum á netinu með viðfestu, stóru hundsdufli og steinstjóra var varpað útbyrðis. Báturinn var r.ú kominn á gott skrið og netið var gefið út jafnótt og það rann upp úr netalestinni. Tveir menn gáfu út neðri hluta netsins, með hin- um viðfestu steinum, en eg var einn með efri teininn. Þetta gekk vel, þar til kom að duíli sem var nokkuð stærri eri hin venjulegu. Duflið festist á lest- aropskantinum og kipptisti út l á þilfarið með allmiklu aflí, lenti á mér miðjum og kastaði mér í einu vetfangi útbyrðis. Aflið af högginu var svo mikið, þótt það meiddi mig ekki bein- línis, að það kastaði mér um fimm metra út fyrir borðstokk- inn og í sjóinn. Þetta gerðist svo skyndilega og óvænt, að mér skildist ekki strax hvað komið hafði fyrir. Eg fór snöggvast í ltaf, en þeg- ar eg var að koma upp, fann eg að eg var fastur undir efri hluta netteinsins. Mér gekk samt vel að losa mig og þegar eg kom úr kafinu, var eg rétt Framh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.