Vísir - 20.11.1957, Blaðsíða 11

Vísir - 20.11.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 20. nóvember 1957 VÍSIB Erling Brunborg Höfundur leggur upp frá Noregi, stefnir tii íslands, þaðan til Kanada og vestur að Kyrrahaíi, suður eftir Bandaríkjunum, Mexikó og öðrum Mið-Améríku-löndum, unz hann kemst til Galapagos-eyja, þar sem dýralífið er eins og á þeim tímum, er risaeðlur vcru til. Síðan fer hann' aftur til nteginlandsins, þar sem hann ferðast milli hafa á öllum hugsanlegum farar- tækjum. Og lóks vinnur hann fyrir fæð- inu heim. Þetta er ósvikin ævintýrabók. Hún svíkur engan, sem hana Ies, BOKAUTGAFAN j3úaóaian ‘3-loerliógötu. 34 ■ ^Sími 23311 Einstakt tœkifœri til að sjá og heyra margt okkar bezta listafólk Efnisskráin er í senn óvenju fjölbreytt og skemmtileg. fimmtudagism 21 nóv. II. W Tryggið yður miða í tíma, þyí að óvíst er hvort unnt verður að endurtaka skcmmtunina. glf Aðgöngumiðasalan er í Austurbæjarbíói ★ Aðgöngumiðapantanir í súnum 10912 og 11384 Hitler — Frh. af 4. s. ar þær upplýsingar, sem þér munduð ekki á annað borð geía útlendingi". Eg ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum. Þetta var einmitt það, sem ég hafði alltaf óskað og vonað. Ef Hitler óskaði svars og úrlausnar á vandamálum sín- um þá varð hann að ræða þau við mig í einstökum atriðum. Með því að ég vissi.nú hversu lausmáll hann var gat ég gert mér vonir um að fá margar og miklar upplýsingar af hahs eig- in vörum. Eg varð við beiðni hans og sýndist hinn alvarlegasti, en innra með sjálfum mér var ég himinlifandi. Hann krafðist síðan fullkom- innar þagmælsku af mér og hét á móti áð sýna mér fúllan trúnað. 1 þetta sinn hélt hann sem sé þann samning, sem hann hafði gert. Eg held, að það hafi enginn af nazistafoi’ingjunum vitað, að ég var í beinu og tíðu sambandi við Hitler, nema Rosenberg. f myrkri. Eftir að Hitler komst til valda hittumst við venjúlega í kanzl- arahöllinni í Berlín, eða i Brúna húsinu í Munchen, eða hótelinu hans í Núrnberg. Einu sinni óskaði Hitler að ég hitti sig að kvöldi dags í húsi Rosenbergs, eftir að dimmt var orðið, geysiskrautlegu húsi í út- hverfinu Dahlem. Eg kom á stað- inn um hálfri klukkustund á undan honum. Hann var einn í bilnum að undanteknum bílstjór- anum auðvitað, sem var hans tryggi förunautur á margri ferð. Eg var vanur að hitta Rosen- berg í hverri viku, annað hvort í skrifstofu hans eða heima hjá honum og áttum við margar skemmtilegar stundir samam þar sem rætt var um málefni nazista, heimspeki, eða fréttir og sögusagnir báru á góma. Eg sat oft að miðdegisverði með Rosenberg. Maturinn var alveg hræðilegur. Venjulega var það kálfakjötsstappa, gufusoðið græn meti og væmnir búðingar, en Búrgúridarvíriið var óaðfinnan- legt. Þjóninn hans var klæddur SS-einkenniSbúningi. Að vetrar- lagi logaði glatt á arninum, þar sem brennt var trjábúíum. Fréttaskeyti. Sumir hinna aðstu manna naz- ista, svo sem Himmler og Heyd- rich, vissu að ég þekkti Hitler. Fyrir hans tilstilii var vani, að ég sæti alla meiriháttarfundi þeirra, sem einskonar heiðurs- gestur. Flestir eða aliir gerðu þó ráð fyrir þvi, að þetfa væri af því, að ég var vinur Rosenfcergs. Enginn Vissi að allt fram til júlí 1939, þrem mánuðum óður en stríðið braust út, skiptumst við Hitler á fréttum og álitsgjörðum, síðast venjulega fyrir miiiigöngu Ros- enbergs. Auðvitað gaf ég aðeins meinlaus og viðeigandi svör við hinurn kænu spurningum Hill- ers. Þriðja greinin birtist á föstu daglnn. Innbrot og öfvim vi5 akstur m hefgina. Fremur rólegt hefir verið hjá lögreglunni um helgina, en þó hefir ýmislegt smávegis gerzt. Á laugardagsmorgun varð vart við menn, sem voru að brjótást inn i Félagsprent- smiðjuna og var lögreglunni gert aðvart. Þegar hún kom á staðinn voru mennirnir farnir og ekki varð þess vart að neinu hefði verið stolið. Á laugardagsmorgun var sendur sjúkrabíll að Hjarðar- haga, en þar hafði gamall maður fengið aðsvif. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna. Átti hann vanda til að fá aðsvif. Á laugardagskvöld datt ölv- aður maður í stiga að Hlé- garði og hlaut höfuðmeiðsli. Var hann fluttur í Slysavarð- stofuna. Á laugardagskvöld var maður tekinn og grunað- ur um ölvun við akstur. Garðavsrðlaun afhent ■ í ffafnarffrSi. Hinn 14. þ. m. boðaði stjórn Fegrunarfélags Hafnarfjarðar til fundar í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði. Fundurinn var fjölmennur, en tilefni hans var afhending heiðursverðiauna og viður- kenninga til þeirra, sem skar- | að hafa fram úr við fegrun bæj- arins á árinu 1957. Heiðursverðlaun, sem var á- letraður gólfvasi, hlutu þau Jón Egilsson og frú vegna garðsins að ölcluslóð 10. Hverfisviðurkenningar hiutu þessir: Frú Herdís Jónsdóttir, Öldu- götu 11; frú Kristín Guðmur.ds- d'óttir, Reykjavíkurvegi 16 B og Henrik Hansen og frú Reykjavíkurvegi 31. Ennfremur veitti fólagið þeim Skúla Hansen og frú við- urkenningu vegna garðs þeirra að Skálabergi. Vegna stofnana og fyi'ir- tækja varð nú St. Jósephsspítali fyrir valinu um viðurkenningu félagsins. Miklar aukningar hafa farið fram á spítalanum og er sú framkvæmd þannig úr garði gerð, að til sérstakrar bæjarprýði er. Þá var St.Jós- ephssystrum jafnframt þakkað hið óeigingjarna líknarstarf þeirra í bænum um langt ára- bil. Að lokinni afhendingarat- höfn urðu miklar umræður um fegrunarmál bæjarins, og ríkti áhugi um auknar aðgerðir á því sviði. Svohljóðandi tillaga var bor- in fram og samþykkt: Fundur, haldinn að tilhlutan Fegrunarfélags Hafnarfjarðar hinn 14. nóvember 1957, sam- þykkir að beina þeirri áskorun til bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar, að gert verði ráð fyrir á næstu fjárhagsáætlun, að allt að 2% af tekjum bæjarsjóðs verði til sérstakra fegrunar- framkvæmda, enda verði þær gerðar í samráði við stjórn Fegrunarfélagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.