Vísir - 20.11.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 20.11.1957, Blaðsíða 10
VISIR Miðvikudaginn 20, nóvember 1957 10 Bergenger hafði talað um þegar hann og Colette voru börn, og fengu að vera inn þegar hún var að drekka te síðdegis. . Emilio og Colette höfðu alist upp eins og systkin.... en i dag fann hann til afbrýði er hann horfði á John og hana þarna á svölunum. Emilio var alvanur að sjá enska ferðamenn, en þetta var öðru vísi. Þessi máður var ekki venjulegur ferðalangur. Hann virtist gera sig heimakominn hérna. En hann virtist alls ekki listamannslegur. Emilio vonaði aö hann vekti ekki hjá henni þrá til landsins, sem hún hafði aldrei séð. Hann sagði hægt á þeirri ensku, sem hann hafði lært af Col- ette og móður hennar: — Eg verð að fara og þvo mér og svo.... tuttugu.... síðustu ferðina til Morcoté. Eg kem aftur klukkan sjö. Sjáumst aftur, monsíör. Hann hneigði sig stutt fyrir John og hvarf inn í húsið. Colette tók saman tebollana og lét þá á bakkann, en varð hissa er John tók bakkann af henni. — Eg skal bera hann út! En nú varð hann í fyrsta skipti annars hugar út af því hve létt hún var >í lund. — Hér í landi er það kvenfólkiö, sem snýst kringum karlmennina, sagði hún glettin. — Eg á að. hjálpa Luciu með kvöldmatinn. Kannske þér ætlið að hjálpa til í eld- húsinu. — Sjálfsagt, ef hún vill hleypa már þangað, svaraði John. Þegar þau gengu um borðstofuna sáu þau Biöncu og Pietro grúfa sig yfir lexíurnar við borðiö hjá glugganum. Hann brosti til þeirra. Hann hafði gaman af börnum, og kannske var það jpess vegna, sem hann vildi helzt hugsa um Colette sem ástúðlegt íoam. Bianca, þrettán ára, var miklu fullorðinslegri en Colette. Lucia var að fást við grænmeti og ket á eldhúsborðinu. Nú hafði hún tekið af sér þríhyrnuna og sett á sig afarstóra hvíta .svuntu. Hún kinkaði kolli brúnaþung þegar Colette kynnti John, og ruddi úr sér einhverjum kynstrum á ítölsku. — Hún segir, að við hefðum átt að vekja sig þegar þér komuð, .sagöi Colette brosandi og fór að þvo tebollana. — En nú verðið þér að fara héðan úr eldhúsinu. Hún á annrikt. Við erum öll vön að ganga hér um eins og heima hjá okkur, en Lucia segir að Englendingar séu mestu klaufar í allri matseld. John hló. — En eg kann að hreinsa grænmeti og sneiða ket, , sagði hann og tók einn beitta hnífinn, sem lá á eldhúsborðinu. Dio mio! Lucia glápti á hann þegar hann fór að skera. .Svo hló hún og yppti öxlum. — Hann er öðru vísi þessi, en hinir Englendingarnir, sagði hún við Colette. — Hann er laghentur. Þegar Colette hafði þýtt þetta fyrir hann sagði hann þurr- lega: — Eg er skurölæknir, svo að eg ætti að vita hvernig á aö halda á hníf. Honiun var léttix* að því að geta sagt satt, að því er stöðu hans snerti. Honum fannst þegar að hann væri eins og heima hjá sér þarna í Albergo Fionetti, og hann fékk sam- vizkubit í hvert skipti sem hann heyrði nafnið „Johnson“ nefnt. ■ ~ Ó, sagði Colette og rak upp stór augu. — Það hlýtur að Vera erfitt starf. Er það þess vegna sem þér tókuð yður fri? Hann þóttist skilja að hún héldi að það væri þess vegna, sem iaann kysi heldur að dvelja þarna á heimilinu en á stóru gisti- húsi. Hann hélt áfram að skera ketið í smábita. eins og Lucia hafði sýnt honum að ætti aö gera, og svo sagði hann stutt: — Eg lá í lungnabólgu í apríl. Eg er orðinn alhress núna, en læknirinn taldi mig á að fá mér sex vikna frí. Eg yrði að fara í einhvern ókunnugan stað — þar sem eg gæti ekki gert neitt, sagði hann. — Colette kinkaði kolli með alvörusvip. Hún var að skera lauk og tárin runnu niður kinnar hennar. — Já, hérna getið þér hvílt yður og málað og farið í veiði — eða bara sofið. Hérna getið þér gert hvað sem yður sýnist. Ef þér verðið leiður á að vera hjá okkur, getur þér farið niður í bæinn eða upp í fjöll. Allstaðar eru gistihúsin. Lucia, sem aldrei hafði hirt um að læra ensku, sagði á ítölsku: — Ertu að gráta yfir lauknum, bjáninn þinn? Eg tók ekki hvít- lauk í dag af því að Englendingurinn er hérna. Er hann ríkur? Ætlar hann að verða lengi? Colette hló gegnum tárin og þurkaði sér um snjáldrið með stórum klút, sem hún tók upp úr vasanum. — Hann getur verið hérna eins lengi og hann vill, og við verðum að vera þægilegar við hann. Hann hefur verið veikur og verður að hvíla sig, og eg kann vel við hann, sagði hún ein- beitt. — Eg býst ekki við að mér leiðist héma, sagði John og þvoði sér hendurnar undir krananum. Lucia var að hræra, deig, sem átti að vera utan um ketbitana. og nú gat hann elcki gert meira gagn í eldhúsinu. Hann spurði Colette hvort hann gæti fario út og skoðað garðinn. — Góði, farið þér um hvar sem yður sýnist. Eftir kvöldmat skal eg fara með yður út á vatn. Það er fallegt þar á kvöldin. Arriverderci___sjáumst aftur. Arriverderci. Það kom bros á hrukótt andlitið á Luciu gömlu. — Grazie, signore. Benevenuto! í BÁT MEÐ COLETTE. Þetta var dirnrnt kvöld, engar stjörnur eða tunglsljós, og Ijósin frá luktunum við þrepin spegluðust í lygnu vatninu. John hafði séð undurfallegt sólarlag meðan hann gekk um í garöinum kringum veitingahúsið. Þetta hafði verið viðburðaríkur dagur og hann var hissa á að hann skyldi ekki vera þreyttur. Hann sá Colette koma með nokkra svæfla og fleygja þeim ofan í bátinn. Hún leit upp og sá að andlit hans var spyrjandi. — Þér þurfið ekki að dufla við mig, sagði hún brosandi. Þetta er ekki Venezia og báturinn minn er enginn góndóll. En það er kalt hérna á kvöldin, og mér þætti miður ef þér fengið Iungna- bólgu aftur. — Þökk fyrir það, Colette, sagði hann alvarlegur. Hann var hrærður yfir þessari hugulsemi hennar, um leið og honum var skemmt við tilhugsunina um að hann hefði getáð misskilið ráðstafanir hennar. Hún hafði farið í síðar brækur eftir kvöld- verðinn og í þeim ham var hún miklu krakkalegri en svo, að honum gæti dottið í hug að dufla við hana. Samt gat harm ekki varizt því að vita hvort nokkrir hinna yngri ferðamanna mundu hafa gerzt áleitnir við Colette. Það var margt sem hann langaöi til að vita, snertandi daglegt líf barnabarns frá Stannisfords þarna í veitingahúsinu við svissneska vatnið. Hann hafði fengið ágætan kvöldverð. Þetta ravioli Luciu, meö grænmetisjafningnum, hafði bragðast afbragðs vel. Nýtt salafc hafði verið með ketréttinum og nýbökuðu hveitibollurnar bráðn- uðu eins og smér á tungunni. Emilio hafði gert sitt til að Iáta Englendingnum finnast að hann væri eins og heima hjá sé.r, og Lucia hafði setið í húsbóndasætinu við annan borðsendann. Colette sat andspænis John og liafði gát á að Bianca og Pietro höguðu sér vel við borðið. Nú var Emilio farinn á einhvem fund — börnin háttuðu og búið að þvo upp og Colette hafði boðizt til að róa með John út á vatn. Þetta hafði verið ágætur dagur frá upphafi til enda, hugsaði John með sér og kveikfci í pípunni sinni, og ekki varð annað séð en að dagslokin mundu verða eins. Þegar þau voru komin spölkorn út á vatnið lagði Colette inn árarnar og sagði lágt: — Nú getið þér litið kringum yður. Eg vildi að þér gætuð fengið að sjá ljósin. Þau sjást ekki jafn greini- lega og nú, þegar tunglskin er eða stjörnubjart. Þetta er fallegt kvöld. Ljósin frá Lugano Ijómuðu yfir dimmum ásunum bak við, og spegluðu gljtrandi rákir á slétt vatnið. Og eins og Cöletfce hafði sagt horium áður gat hann greinilega séð ljósin nieðfram sfcreng- brautunum í Monte Bré og San Salvadoro, og bak við þau sfcærstá E. R. Burroughs — TARZAN — 24p7 Remu gekk fyrstur inn ingjarnir hikandi og ótta- ferðum, sagði Remu. Nei, an hvarf skyndilega inn £ fv ög Tarzan á hæla honum og slegnir. Eg ætla að gá að því sagði Tarzan, þú verður kyrr afkima en Remu varð kyrr í, i humátt á eftir komu svert- hvort nokkur hætta sé á hér, eg fer einsamall. Tarz- og urraði af bræði. kvöldvökunni Vel klædd kona kom þjótandi í fína sportbílnum sínum að verkstæðinu, snarhemlaði og sagði við manninn, sem kom til að afgreiða hana: Þegar eg ek, er alltaf við og við eitthvert högg í vélinni. Getið þér ekki fundið hvað það er? Maðurinn skoðaði vélina hátt og lágt, en hristi að lokum höf- uðið og sagði: Það er ekki nokk- ur skapaður hlutur að vélinni. En þessi högg? Ja, ungfrú góð: Það er sjálf- jsagt gcður Guð som aðvarar yður við og við um að aka ekki of hrátt, ★ Brúðurin var hágrátandi. Hún skýrði móður sinni frá því, hvað hefði komið fyrir. Eg bjó í fyrsta sinn til mat handa honum Jóni riú í kvöld og hann kom með einn vin sinn. Nú hvað er skrýtið við það? O, mamma, viriurinn var læknir. ★ Hvað er hlutverk magans, spurði kennarinn í náttúru- fræðitíma. Að halda uppi buxunum, svaraði drengurinn. ★ Gömul kona var að sýna tveimur litlum telpum dýra- gai'ð. Meðan þær skoðuðu storkinn sagði hún þeim þjóð- söguna um storkinn og hvern- ig hann kæmi með börnin. Telpurnar litu hver á aðra og svo hvíslaði önnur að hinni: Ættum við ekki að segja kerl- ingargreyinu sannleikann. ★ Svo þú þekkir fröken Trum- pet leikkonuna frægu? Já, við bjuggum í sama húsi, þegar við vorum lítil. Þá vor- um við jafnaldrar, en nú er eg 35 og hún 18. ★ 1. kona: Eg ætla ekki að gift- ast fyrr en eg verð þrítug. 2. kona: Eg ætla ekki að verða þrítug fyrr en eg er gift . ★ Lyfsalinn: Sjáið mig, eg er rúmlega 300 ára og enn við fulla heilsu. Nýi aðstoðarmaðurinn: Er þetta virkilega satt, Jói? Aðstoðarm.: Eg veit það ekki. Hefi ekki unnið hjá honum nema hundrað ár. ★ Það er Skoti hérna fyrir ut- an, sem vill fá eitur fyrir tíu aura til að fremjá sjálfsmorð. Hvernig get eg bjargað hon- um? Segð'u að eitrið kosti 20 aura. ★ 1. maður: Eg ætla að giftast i ekkju. 2. maður: Eg vildi ekki vera jseinni maður ekkju. 1. maður: Eg vildi heldur vera seinni maður hennar en sá fyrri. ★ Er frændi þinn líftryggður? Nei, bara brunatryggður. Brunatryggður. Til hvers eig- inlega? O, hann veit hvert hamr fer.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.