Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 4. desember 1957 VÍSIE Tíu Röðuls-bækur komnar nú fyrir jólin. Gefur út bækur frægra höfunda, eins og Freuchen, jResnarque og Södeshoim. eftir hinn heimskunna og hug- myndaríka höfund Jules Verne, sem sá lengra fram í tímann en flestir samtíðarmenn hans og skrifaði auk þess svo skemmti- lega og æsandi, að bækur hans hafa orðið sígilt lestrarefni fyr- ir unga sem gamla. Þessi saga gerist í kafbáti. Bókaútgáfan Röðull í Hafn- arfirði hefur sent 10 bækur á jólamarkaðinn að þessu sinni og eru fjórar þeirra ætlaðar full- orðnu fólk, en hinar yngri les- endunum. Fyrst skal fræga telja bók eftir hinn nýlátna en nafnkunna höfund, fræðimann og ferða- lang Peter Freuchen og nefnir hann bókina „í hreinskilni sagt“. Þetta er sjálfsævisaga hans þar sem stiklað er á ýms- um stærstu þáttum og skemmti- legustu og viðburðaríkustu æv- intýrum á ævi hans. Þar segir hann frá uppvaxtarárum sínum og námsárum í Dan- mörku, kynnum sínum af fræg- um Dönum, ferðum sínum til Grænlands og um Grænland, frá þjóðlífi Eskimóanna og ást- um hans og Eskimóakonunnar Navarana og lýsir þessu öllu af hinni mestu hreinskilni og af þeirri hressilegu frásagnargleði og fjöri se'm honum er töm. Um rithöfundarhæfileika Freu- chens efast enginn, sem lesið hefur eftir hann bók. Jón Helgason hefur íslenzkað bók- ina, sem er nær 300 síður að stærð. Margar bráðskemmtileg- ar teikningar skreyta bókina. „Svalt er á seltu“ er heiti bókar eftir norskan höfund Oddm.Ljone, og lýsir hetjulund og harðri lífsbaráttu norskra sjómanna og íbúa hinna yztu eyja við Noregsströnd. Megin- efni bókarinnar fjallar um ein- stæða hetjudáð úr norskri sjó- ferða- og slysasögu, en það var þegar norska flutningaskipið Rokta fórst í skerjagarðinum. Þetta er bók sem líkleg er til þess að heilla sjómenn og alla þá sem unna sjónum og þeim ævintýrum, sem á honum ger- ast. Loftur Guðmundsson ís- lenzkaði bókina. Þá hefur Röðull gefið út skáldsögur tveggja nafntogaðra erlendra höfunda. Önnur ei bókin „Fallandi gengi“ eftir þýzka stórskáldið Erich Maria Remarque sem varð heimskunn- ur í lok fyrri heimsstyrjaldar fyrir skáldsögurnar „Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum“ og ,,Vér héldurn heim“. Ymsar fleiri bækur þessa höfundar hafa verið þýddar á íslenzku, enda er hann í fremstu röð Hin skáldsagan „Bræðurn- segir sjálfur um „Fallandi gengi“ að það sé skemmtilegasta bókin hans til þess — en með þeim orðum er mikið sagt. Þetta er stór bók, um hálft fjórða hundrað síður að stærð, þétt- prentaðar. Andrés Kristjánsson íslenzkaði hana. Hin skáldsagana „Bræðurn- ir“ er eftir skáldkonuna Margit Söderholm, sem íslendingum er einnig löngu kunn fyrir skáld- rit hennar, en einna fyrst varð hún kunn meðal hérlendra les- enda fyrir skáldsöguna „Glitra daggir, grær fold“, sem kom út fyrir nokkurum árum. Skáld- sagan „Bræðurnir“ gerist bæði í sænskri sveit og veizlusölum Vínarborgar á fyrri hluta ald- arinnar sem leið, þegar róman- tískan var á sem hæstu stigi hér í álfu. Þessi bók er um 270 síð- ur að stærð og hefur Skúli meyjabækur. Jensson þýtt hana á íslenzku. I „Flugfreyjan“ eftir Viku Eins og að framan getur hef- . Barr er einnig ágæt telpnabók „Rósa Bennett á heilsuvcrnd- arstöðinni" er ný Rósu Bennett saga eftir Julie Talham, en eldri bækur hennar um þessa söguhetju njóta allar mikilla vinsælaa, enda tilvaldar -ung- ur Röðull gefið út sex barna- bækur. Þær eru þessar: „Eldflaugin“ eftir Victor Appleton, sem að því leyti á vel og segir frá ungri stúlku sem gerist flugfreyja og ævintýrum, sem hún lendir í. Loks eru svo tvær bækur við nútímann og tæknina í dag fyrir yngstu lesendurna: „Millý, að söguhetja bókarinnar hefur smíðað eldflaug og flýgur á henni umhverfis jörðina og lendir í mörgum og æsandi æv- intýrum. „Sæfarinn“ eða „Tuttugu þúsund mílur neðansjávar“ er Mollý, Mandý“ saga um litla og góða telpu og „Klói og Kóp- ur“ saga um lítinn svartan kettling, en þetta er einskonar framhald af sögunni um Klóa, sem kom út í fyrra og náði þá mikilli útbreiðslu. Almenna bókafélagið gefur út sex bækur í dag. Meðal þeirra er stórglæsileg bók „Heimurinn okkar“. Á vegum Almenna bókafc- lagsins komu út í dag þrjár fé- lagsbækur og þrjár aukabækur. Meðal aukabókanna er Heim- urinn okkar, og er það einhver glæsilegasta bók, sem gefin hef- ur verið út á íslenzku. FélagsbækUr Bókafélagsins eru að pessu sinni Sýnisbók á verkum Einars Benediktssonar, nýjasta skáldsaga John Stein- becks, Hundadagastjórn Pipp- ins IV. og Félagsbréf. Val verkanna í Sýnisbókina önnuðust í sameiningu stjórn útgáfufélagsins Braga og bók- menntaráð Almenna bókafé- lagsinsi. Skáldsaga Steinbecks er ýkjusaga um stjórnmálaá- standið í Frakklandi. Þýðingin er eftir Snæbjöim Jóhannsson cand. mag. Félagsbréf eru 128 bls. að stærð og mjög fjölbreytt að efni. Aukabækurnar eru þrjár. Er þar fyrst fyrir heimurinn okk- ar, saga veraldar í máli og myndum. Bókin er 304 bls. í geysistóru brot'i og í henni eru 350 myndir, 280 þeirra lit- myndir, margar mjög stórar, sumar nærri því metri á lengd. Er þetta vafalaust einhver sú glæsilegasta bók, sem komið hefur út á íslenzku. Skiptist hún í 13 aðalkafla, sem fjalla um upphaf jarðar og þróun um 4—500 millj. ára, upphaf lifs- Skyldi enginn minnast hennar? Um þessar mundir koma út margar bækur, sumar góðar, aðrar lélegar, og um flestar þeirra virðist nokkuð skrifað. En á eina þeirra sé eg ekki minnzt, og mundu þó sumir segja, að ekki væri minnst um hana vert. Eg á við hina nýju útgáfu Fornritafélagsins af Borgfirðinga sögum. Jafnvel þótt hér hefði ekki verið um annað en endurprentun að ræða, var útkoma bókarinnar samt nokkur viðburður, því ár- um saman er hún búin að vera ófáanleg. En þetta er nú dáiítió meira en endurprentun, því þarna er ein af beztu sögunum, ins og framvíndu þess og auð- legð náttúrunnar til sjós og lands. Þá er lýsing á jörðunni í dag, allt frá auðnum heim- skautalanda til frumskóga hitabeltis, langur kafli um stjörnugeiminn o. s. frv. Pljörtur Halldórsson mennta- skólakennari íslenzkaði bókina og naut til þess aðstoðar margra íslenzkra vísindamanna. Sögur Guðmundar Friðjóns- sonar er og aukabók að þessu sinni. Eru þar saman komnar tíu af smásögum bóndans á Sandi. Valið annaðist Guðmund ur G. Hagalín í samráði við Þórodd Guðmundsson. Gunnar Gunnarsson listmálar'i mynd- skreytti bókina. Loks er bókin Konan rnín borðar með prjónum, eftir danska blaðamannfnn Karl Eskelund. Er það frásögn og ferðasaga. Kristmann Guð- mundsson rithöfundur íslenzk- aði bókina. Sjálfboðaliði, er vann við að slökkva gresjuelda i Ástra- líu, hefur beðið bana af brunasárum og níu menn slasazt. Heiðarvíga saga, fyllri en nokkurn grunaði fyrir sex ár- um, að dauðlegir menn ættu eftir að sjá hana; hér er fellt inn í hana það, sem var á týnda skinnbókarblaðinu, því er fannst 1951. Auk þess hefir ^ Sigurður Nordal naldið formál- j anum lengra fram eftir því sem þessi merkilegi fundur gaf j tilefni til. Það hefðd hann haft ástæðu til að gera af nokkru ' yfirlæti, því staðfestar eru nú getgátur hans um efni eyðunn- ar. En hann hefir alveg forðast a5 miklast af sigri sínum •— farið að orðum gríska skálds- ins: „Eftir sigur orðadigur eng- inn sé.“ Og alltaf fer betur á því, að breyta þannig. Efalaust mun mörgum þeim, er á útgáfuna frá 1938, finnast sem þessa verði hann einnig að eignast, enda rétt ályktað. Og enn höfum við þarna eitt vitni þess, af hve mikilli alúð stjórn Fornritafélagsins rækir skyld- ur sínar. Það hefði verið bæði ódýrara og fyrirhafnarminna að nægjast með einfalda end- urprentun fyrri útgáfunnar. En óhöfðinglegt hefði það ver- I ið. Við skulum strax viður- ! kenna það sem vel er gert, ekki bíða þess, að mennirnir deyi. . Og við skulum þakka þeim fyr- ir það allt. Sn. J. wum :... Grundig radíófónn alveg nýr með segulbands- tæki og plötuspilara til sölu á Sólvallagötu 59 í dag milli kl. 5—7 e.h.. — Ennfremur ýmsir aðrir húsmunir og lieimilistæki með tækifærisverði. anstu e ftir þ essu...? W. L. Maekenzie, forsætisráðherra, tók við ríkisborgarabréfi Kanada nr. 1 af Thibaudeau Rinlret (til hægri) yfir- dómara við hæstarétt Kanada í Ottavva, 3. janúar 1947, er í gildi gengu ný lög um löglega „kanadíska ríkisborgara". Innanríkisráðherra Kanada Paul Martin fagnaði hinum nýju lögum sem „áfanga er staðfestir sjálfsforræði Kanada og þá staðreynd að Kanada er sér æ meir meðvitandi um takmark.“ Vegabréf höfðu áður sagt Kanadamenn brezka þegna. Hamingjusól Shanghai, sem citt sinn var stærsta borg Kína, aðalhafnarborg og iðnaðarmiðstöð hefur lækkað síðan liún var tekin af kommúnistum í maí 1949. Þúsundir Kínverja fóru yfir Soochow-ána og yfirgáfu heimili sín í flýti, er kommúnistaherirnir sóttu á borg þeirra. Síðar sneru margir til baka, ringlaðir af loforðum um friðsama og liappasæla framtíð, en komust að því, að þeir mundu aldrei öðlast frelsi á ný. í júlí 1949 voru 2 millj. íbúanna reknir úr borginni. Dr. Alexis Carrell franskur skurð- læknir og Iíffræðingur, skýrði alþjóða- læknaráðstefnu í Khöfn 19. ágúst 1936 frá gervihjartanu, sem hann og Charles Lindberg ofursti höfðu gert. Tækið, sem sést, bak við dr. Carrell í lokuðum kassa, var í höfuðatriðum dæla úr sótt- hreinsuðu glasi er gerði kleift að athuga lifandi vefi. Dr. Carrell var sæmdur Nóbelsvcrðlaunum í læknisfræði 1912 fyrir skeyHngu blóðæða, scm gerði gegnflæði mögulegt og flutning æða og líffæra. >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.