Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 4. desember 1957 VÍSIR 1 o © © Frh. af 4. s. Krafist var svars eigi síðar en 29. júní. Rúmenska stjórnin sá eigi ann að fært en að verða við kröfun- um. Rauði herinn hélt inn í Rúm- eníu kl. 2 að nóttu 28. júní 1940 og lauk hernámi þar á fjórum dögum. Hinn 1. ágúst sagði Moloíov í ræðu á fundi Æðsta ráðsins: „Það er óþarft að greina ná- kvæmlega frá því, livernig inn- limun Bessarabíu og Norður- Bukovinu i Sovótríkjasambandið átti sér stað.“ Bessarabia nefnist nú ,.Molda- viska sovéska socilistiska lýð- veldið". íbúar Bessarabíu reyndu upphaflega að losa sig undan oki Rússa í bolsjevista-bylting- unni. Leppríkin. í síðustu heimsstyrjöldinni sóttu Rússar að Saxelfi. Cg nú hefst nýr þáttur útþenslu- áforma Rússa: Að gera hin nýju nágrannaríki við landamæri sín háð sér — veröa þar öllu ráð- andi, með því að láta kommún; istaflokka þessara landa ná völd- unum, vitandi, að þeir myndu hlíta boði og banni valdhafanna i Kreml. Og það stóð ekki á því, að kommúnistastjórnirnar, er þær höfðu komið sér fyrir við- urkenndu þakkarskuldina, sem þær voru í — við Rauða herinn, .,sem var ávallt nærri okkur ti! stuðnings", eins og Jozsef Revai, talsmaður ungverska kommún- istaflokksins komst að orði 1949. Um Pólland sagði talsmaður sovétstjórnarinnar, að er Rússar hefðu frelsað Pólland hefðu skapazt skilyrði þar til stofnun- ar alþýðuveldis, og væri þar sótt fram með góðum árangri á braut socialismans. Aftökurnar í Katyn-skógi. Aðfarir Rússa í Póllandi eru átakanlegt og himinhrópandi dæmi um þá aðstoð, sem Rauði herinn og sovéska leynilögreglan veittu kommúnistum gegn þeim, sem hugsanlegt var, að mót- spyrnu mætti vænta frá. Áriö 1940 voru 4000 pólskir liðsfor- ingjar teknir af lífi í Katyn- skógi nálægt Smolensk. Um sama leyti hurfu 11.000 pólskir liðsforingjar í rússneskum her- búðum og er talið, að þeir hafi verið „uppræítir" annars staðar. Hið mikla manntjón verjenda Varsjár 1944 var bein afleiðing þess, að hersveitir Rússa námu staðar fyrir sunnan borgina. Hershöfðingjar Rússa þar og flokkar úr leynilögreglu Rússa (NKVD) undir stjórn Serovs, handtóku eða skutu umsvifa- laust fjölmarga heimavarnarliðs- menn pólska, sem gripið höíðu til vopna, og voru alls 50.000 þeirra fluttir nauðungarflutn- ingi til Rússlands. Árið 1946 voru 16 leiðtogar heimavarnarliðsins lokkaðir til Moskvu, þeirra meðal yfirhers- höfðingi þeirra, Okulicki hers- höfðingi. Þeir voru kvaddir þang að til samkomulagsumleitana við Zhukov marskálk, en hand- teknir við komuna, og flestir þeirra dæmdir í allt að 10 ára fangelsi. Allt þetta og ótal margt íleira, sem ekki er tekið, sýnir hversu mjög leiðtogar Sovétríkja sambandsins óttuðust afleiðipv- ar öflugrar pólskrar þjóðernis- hreyfingar, minnugir haturs Pól verja á Rússum, er bjuggu við kúgun þeirra á keisaraveldis- tímanum. Ærðrán. Samtímis stjórnmálalegum yf- irráðum var komiö á efnahags- legu eftirliti til tryggingar því, að Sovétrikjasambandið fengi umsamdar stríðsskaðabætur, en rau.nverulega var um arðrán að ræða, því að þessar þjóðir voru mergsognar — þær urðu að láta Rússum miklu meira í té en um hafði verið samið. Þetta var m. a. framkvæmt þannig: Stofnuð voru sameiginleg fé- lög, sem rekin voru undir sov- éskri yíirstjórn. Sérfræðingarn- ir voru Rússar og afurðum ráð- stafað af Rússum. Þegar komm- únistar voru búnir að koma sér fyrir crugglega i stjórn land- anna héldu Rússar áfram að hafa raunverulegt úrslitavald, er þeim bauð svo við að horía, vegna aðstöðu sinnar í hinum sameiginlegu efnahagsráðum (Komekon). Allt er geirneglt eft- ir sovésku fyrirkomulagi, alveg eins og flokkarnir eru skipulagð ir eins og í Sovétrikjunum og stjórnarfarskerfið byggt eins upp (nema í Póllandi). 1 raun og veru var litið á þessi lönd sem viðbót við sovéska landflæmið. Vinsað úr. Frá 1948 var vinsað úr komm- únistaflokkunum — vinsaðir úr allir þeir, sem v'oru þjóðernis- lega sinnaðir eða hölluðust að Tito-stefnunni, eða vildu eitthv’að svipað: 1 Tékkóslóvakíu hafði flokkurinn sloppið við „hreins- anir“ fyrirskipaðar af Komin- tern, þar til Slansky var tekinn af lífi, en hann var framkvæmda- stjóri flokksins, og tíu leiðtogar fiokksins aðrir. Og allir vita hver urðu örlög eftirtalinna manna: Traicho Kostovs, var forsætis- ráðherra Búlgaríu, Lanszlo Rajk, innanríkisráðherra Ungværja- lands, Koci Xoxe, innanríkisráð- herra Albaníu. Pólski kommún- istaleiðtoginn Gomulka, þjóðern- islega sinnaður, var handtekinn og settur í fangelsi, en var sið- an látinn laus, og komst til valda aftur og rýmkaði dálitið um höft in, hvernig sem frarnhald verður á bpirn óvissutíma sem nú er. M.s. Skjaídbi’etð til Snæfellsnesshafna og Flateyjar hinn 9. þ.m. Tekið á móti flutningi á morgun og árdegis á föstu- dag. Farseðlar seldir ár- degis á laugardag. M.s. Esja vestur um land til Akur- eyrar hinn 10. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlun- arhafna á morgun og föstudag. Farseðlar seldir á mánudag. V.s. Skaftfeílingar til Vestmannaeyja á föstudag. Vörumóttaka daglega. Hann hafði, er hann var hand- tekinn verið sakaður um að „taka ekkert tillit til hinnar þjóðernislegu baráttu" og var sekur fundinn um „ófullnægj- andi viðurkenningu á hlutverki Sovétríkjanna. Einkum bitnuðu hreinsanirnar á kommúnistum sem ekki voru þjálfaðir i Moskvu og tekið höfðu virkan þátt gegn nazistum í styrjöldinni viða um lönd, en fóru heim að styrjöld- inni lokinni. | 1 Trybuna Ludu 11. marz 1954 , var frá því skýrt, að 176.000 meðlimir kommúnistaflokksins pólslia reknir úr ílokknum 1949—1945. j Slíkar hreinsanir eru fram- kvæmanlegar aðeins í skjóli er- lendis hervalds, enda grimmileg- ; ar oft og víðtækar, en það er í löndum sem áður hafa verið (frjáls og sjálfstæð, sem þær sýna gleggst hvað kommúnisminn í wmwm ; raun og veru er, og steína, sem heldur öllu í helviðjum. Sé slak- ■að á viðjunum brýst frelsisþráin út, magnar þá ótta hinna komm- únistisku valdhafa á nýjan leik, og aftur er hert á viðjunum. Framh. m um cr kcnifii út - í' 1 Jcí>Sica í bókinni segir Jónas JónssoK frá Hriflu frá knattspyrnuferli Alberts Guðmundssonar. Hann var um ára skeið mest- ur afburðamaður í knattspyrnu á frægustu leikvöllum Skot- lands, Englands, Ítalíu, Frakk- lands, Þýzkalands, Spánar og Brazilíu. Dag eftir dag og" ári eftir ár var íslendingurinn snjallasti leikmaður í vörn og sókn, samleik og kappraun við- snjöllustu framamenn þessara þjóða í vinsælustu íþrótt sam- tíðarinnar, knattspyrnunni. í þessari bólc er rakin útferða- saga, barátta og sigrar fræg- asta íþróttamanns íslendinga*. í bókinni eru mikill fjöldi mynda. Þetta er bókin fyrir alla, unga sem gamla. Útgefandi. ÚTB0Ð Þeir, sem gera vilja tilboð um að byggja barnaskólahús við Gnoðarvog, vitji uppdrátta og útboðslýsingar í Skúlatún 2, 5. hæð, gegn 1.000.00 króna skilatryggingu. ( Húsameistari Reykjavíkurbæjar. 1 M. S"» .\ntS&r.st»sa : Að lpkum brolLnuðu eggin, eitt eftir annað. Pip, pip, heyrðist í þeim. Allar eggjablómurnar voru orðn- ar að ungum, sem stungu höíðum sínum út úr skum- ínu. Rap, rap, var allstað- ar sagt og allir röbbuðu eins mikið og þeir gátu undir grænum blöðunum, og móðiþin lofaði aungun- um að sjá eins mikið og þeir vildu, því það græna er svo fyrir augun. En hvað heimurinn er stór, sögðu allir ungarnir. Haldið þið að þetta, sem þið sjáið, sé allur heimunnn, sagði móð- irin. Nei, ónei, hann nær langt hinum megin við garðinn, alveg inn á engi prestsins, en þangað hefi eg aldrei komið. Þið eruð hérna allir, sagði hún og reisti sig. Nei, þið eruð hér ekki allir. Stærsta eggið liggur enn í hreiðrinu. — Hvað skyldi þetta taka langan tíma. Eg verð bráð- um leið á þessu, en svo lagðist hún aftur á eggið.. Nú hvernig gengur? spurði gömul önd, sem kom í heimsókn. Það ætlar að ganga seint að unga út þessu eina eggi, sem eftic er, sagði öndin sem lá á. Það ætlar víst ekki ætla að koma gat á það. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.