Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 4
4 V í SIR Miðvikudaginn 4. desember 1957 mw liafa gvannríki í ¥©stri hafa fennitl að kenna á þeirrl stefiuc. Fyrir 40 árum — í október 1917 — brauzt rússneski kommúnistaflokkurinn (bolsjevikar) til valda. Árið 1912 voru þeir farnir að koma hinu „boIsjevististka“ veldi á traustan grundvöll, og innan sovéska ríkjasambandsins búa nú 60 þjóðir og þjóðernislegir minni hlutar, en í ríkjasambandinu eru 15 lýðveldi. Hið stærsta þeirra, Rússneska socialistiska sam-! bandslýðvcldið, nær yfir 76% af heildarflatarmáli ríkjasam- j bandsins. Eftirfarin lönd og landsvæði hafa verið innlimuuð í sovéska veldið frá 1939: Eystrasaltsríkin 3, lýðveldin Eistland, Lettland og Litháen, Austur-Prússland, Aust- ur-Pólland, Norður-Buóovina, T3essarabia, Kirjálaeiði m. m., Ruthenía, og í Austur-Asiu Kur- ileyjar og Suður-Sakhalin. Auk þess hafa Rússar náð þeim tökum í möi’gum löndum, að þeir eru öllu ráðandi um stefnu þeirra, ríkisstjórnirnar fá ,,línuna“ frá Moskvu. Þessi lönd eru: Albanía, Búlgaría, Tékkósló- vakia, Austur-Þýzkaland, Ung- verjaland, Pólland og Rúmenia. Hér verður nú greint frá að- ferðunum, sem beitt var, til þess :að koma þessu í kring. Cítþenslan 1939—47. Útþensluaðferðirnar voru að- allega tvær. 1 fyrsta lagi bein innlimun sjálfstæðra þjóða með valdi, stjórnmálalegum hótun- tim og þvingunum eða samkomu lagi eða öllu þessu. Löndin eru þessi: Ferkm. Ibúatala Austur-Pólland 175.000 11.000.000 Eistland - 47.000 1.117.000 Lettland 64.000 1:950.000 Litháen 58.000 2.880.000 Rúmensk fylki: Bessarabía 43.000 N.-Bukovina 10.000 Tékkóslóvakía: Ruthenia 12.600 Finnland: (aust- urhl Karelíu) 43.000 A.-Prússland 11.800 3.000.000 500.000 725.000 497.780 300.000 1 öðru lagi með því að setja á stofn „alþýðulýðveldi" í Austur- Evrópu (Albaníu, Búlgaría, Tékkóslóvakía, Austur-Þýzka- land, Ungverjaland, Pólland og Rúmenía) og náðu þar með 93 milljónum manna raunverulega nndir rússnesk yfirráð. Sanieining. og innlimun. Sum landanna í fyrri flokkn- iim höfðu lotið Rússakeisara, verið hluti Rússaveldis, en end- urheimt sjálfstæði sitt að lok- inni fyrri heimsstyrjöldinni og tekist að vernda það, þrátt fyrir tilraunir Rússa til að koma hinni þjóðernislegu baráttu þeirra fyr- ir kattarnef. En sigur þessara þjóða reyndist bráðabirgðasigur, því að alveg eins og komm- únistiskum hersveitum tókst, í borgarastyrjöldinni, að hindra að Ukraina yrði sjálfstæð, gerði styrjöld þeim kleift 20 árum síð ar, að færa út landamærin með því að svipta þjóðir sjálfstæði þeirra. Allt var þetta fyrir fram áformað og undirbúið. Öriög ná- grannarikja Rússlands urðu þau ■sem að ofan greinir vegna leyni- makks og svika þýzks nazisma og sovésk kommúnisrna í fyrsta lagi. Með hinum svonefnda þýzk- sovéska „girðasáttmála" frá i ág. 1939 skiptu Þjóðsverjar og! Rússar ekki aðeins Póllandi á milli sín, heldur var með leyni- legum viðbótarsáttmála (fyrst birtum eftir styrjöldina) ákveð- in skipting annarra landa, Eystra saltsríkjanna litlu, Finnlands og Rúmeníu. Og auk þessa vai- í sovésk-þýzka vináttu- og landa- mærasáttmálanum (2S. sept. 1939) viðauki um skiptingu á litháisku landi milli Þýzkalands og Sovétríkjasambandsins. Þessar oíbeldislegu aðíerðir hinna sovésku valdhafa áttu sér stað þrátt fyrir það, að griða- samningar höfðu verið gerðir viö ðll lönd, sem hér er um að ræða. Til dæmis um hverjum aðferð- um var beitt gegn þeim öllum, eru Finnland og Litháen við vest- urlandamæri Rússlands og Rúm- enía við suðurlandamærin. Litháen. Með sáttmála undirrituðum 12. júlí 1920 afsalaði Rússland sér „öllum yfirráðum að fullu og öllu yfir Litháen." Undirritaður var hinn 28. september 1926 vin- áttusáttmála (eða griðasáttmála) milli þessara tveggja ríkja og samkvæmt honum skuldbatt Sovétríkjasambandið sig til þess að virða sjálfstæði Litháen og var sáttmálinn endurnýjaður 1931 og 1934, og til öryggis var gerður sérstakur sáttmáli 1933, til skýringar árás og ofbeldi. Þar var tekið fram, að engar st j órnmálalegar, hernaðarlegar eða efnahagslegar ásíæður mætti nota til afsökunar eða réttlæíis árás og ofbeldis. Hinn 10. okt. 1939 var undirritaður sáttmáli um gagnkvæma aðstoð, en scvét- valdhafarnir lögðu mjög fast að ríkisstjórn Litháen að undirrita hann, en henni var þvernauðugt að undirrita hann. Samkvæmt þessum sáttmála fengu Rússar að hafa herstöðvar í Litháen. í 7. grein sáttmálans var þó tekið fram, að sáttmálinn skyldi „á engan hátt hafa áhrif á .réttindi aðila sem sjálfstæðra þjóða“ og var sérstaklega tekið fram að hann skyldi „engin áhrif hafa á stjórnarfyrirkomulag, félags- mála- og efnahagskerfi aðila, eða hernaðarlegar ráðstafanir, og yfirleitt að ekki yrði af öðr- um aðila sáttmálans um neina íhlutun að ræða um innanríkis- mál hins.“ Liíháen innlimað. H. 14. júni ‘40 sendi sovétstjórn in Litháen orðsendingu, sem í voru úrslitakostir. Þess var kraf- ist, að stjórnin færí írá, að inn- anríkisráðherrann væri handtek- inn og einnig yfirstjórnandi lög- reglunnar — og að rússneslcu herliði á leið til landsins yrði ekkert viðnám veitt. Landið var hersetið og hinn 14. júli fóru fram kosningar á grur.dvelli nýrra kosningalaga, sem ekki voru i samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Hið nýja, ó- löglega kjörna þing samþykkti að landið skyldi sameinast Sov- étríkjasambandinu, (þótt slik sameining væri ekki einu sinni á stefnuskrá samfylking er, er var fylgjandi kommúnistum, og var engum öðrum leyft að bjóða fram í kosningunum). I leynisamningnum frá 28. sept. höfðu Rússar skuldbundið sig til að láta af hendi við Þjóð- verja sneið af Litháen. Rússar gerðu engan ágreining um þetta og keyptu, um það er lauk, „réttindin" til þessa lands af Þjóðverjum (nazistum) fyrir IV2 millj. dollara í gulli. Þegar Molotov ávarpaði Æðsta ráðið hinn 1. ágúst 1940, eftir innlimun litlu Eystrasaltslíkj- anna þriggja, kvað Molotov nap- urlega að orði á þessa leið í ræðu: „Þar sem árangurinn af vin- áttusattmálanum við Litháen, Lettland og Eistland varð ekki sá, sem búizt var við, hefur ver- ið tekin ný stefna í sambúð okk- ar við þessi ríki .... innganga þeirra í Sovétríkjasambandið .. .. mun enn írekara efla mátt þess.“ Nú er þessari inniimunar- stefnu Rússa lýst sem sovétsigri, sem uppfyllti vonir þeirra þjóða, sem undirokaðar voru. Hinn 17. júní 1955 var minnst í útvarpi frá Riga, að 15 ár voru liðin frá „frelsun" Lttlands: „Hinn 17. júní komu fyrstu rússnesku skriðdrekarnir til Riga .... hinn 20. júní var mynduð ný lýðræðisleg stjórn í Lettlandi .... Þannig lauk langri frels- isbaráttu lettnesku þjóðarinnar við forystu kommúnistaflokks- ins.“ Frelsisbarátta Finna. Með friðarsamningunum í Tartu (14. okt. 1920) viðurkenndi sovétstjórnin sjálfstæði Finn- lands. Vináttu- og griðasátt- máli var gerður 21. janúar 1932 milli Finnlands og Sovétríkja- sambandsins og viðurkennd helgi landamæranna, sem ákveðin voru í Tartufriðarsamningunum. Frekari samningar þessu til ör- yggis voru gerðir 1932 og 1934 — og vináttusáttmálinn fram- lengdur til ársloka 1945. Þegar nazistar réðust á Pól- land 1. sept. 1939 lýsti Finnland yfir hlutleysi sínu samdægurs, og sovétstjórnin fullvissaði Finn land um hlutleysi í sambúð sinni við það. En Rússar hófu samkomuum- leitanir við Finna til öryggis Leningrad-borgar og fullvissun- ar ákveðinni, vinsamlegri sam- búð af Finnlands hálfu. Rússar báru fram kröfur, sem Finnar gátu ekki gengið að, þar sem þær voru skerðing á hlutleysi Finnlands. Hinn 26. nóv. (finnsku samn- ingamennirnir, sem fóru til Moskvu, komu heim 13. nóv.) lét sovétstjórnin birta tilkynningu um árekstur milli finnskra og rússneskra hermanna á Kyrjála- eiði — og sakaði Finna um upp- tökin. Rússar ráðast á Finnland. 1 orðsendinguu frá Molotov var sagt, að finnskt herlið hefði skotið frá finnsku landi á sovét- hermenn, og væri sovétstjórnin til neydd að líta svo á, að Len- ingrad stafaði hætta af liðssafn- aði Finna á eiðinu, og var þess m. a. krafist, að liðið hörfaði 20 —25 km. frá landamærunum. Sovétstjórnin sleit stjórnmála- sambandinu við Finnland og sama daginn og finnska stjórnin hafði svar sitt tilbúið, en var ekki búin að afhenda það, hóíir Rússar innrás í Finnland, án "stríðsj'firlýsingar. Kl. 9 að morgni voru gerðar loftárásir á Helsinki og aðra finnska bæi. Eitt fyrsta verk Rússa eftir innrásina var að setja á stjórnr „alþýðu-stjórn" í Tei’ijoki, og var forsætisráðherra hennar Finninn Kuusinen, fyrrverandi aðalritari Kominterns. Friður komst á að aílokinnr hinni svonefndu vetrarstyrjöld hinn 12. marz 1940, er Finnland féllst á friðarskilmála Rússa og varð að láta af hendi við þá: a) Allt Kyrjálaeiði, ásamt Viip- uri og Viipuri-flóa. b) Landsvæði vestur og norð- ur af Ladogavatni. c) Eyjar í Kyrjálabotni. d) Landsvæði í Mið- og Norð- urFinnlandi. e) Hangö-tangann og höfn þar„ á leigu um 30 ára bil. Rúmenía. I leyniviðauka við þýzk-sov- éska vináttusáttmálann frá 23/8- 1939 var gerð grein fyrir áætlun- um Rússa varðandi Rúmeníu. Rússar drógu að sér mikið lið við landamæri Rúmeniu og kl. 10 að kvöldi 26. júní 1940 lét Molotov afhenda Davidescu sendf herra Rúmeníu orðsendingu, en í henni var sagt, að sovétstjórnin hefði aldrei viðurkennt rétt Rúmeníu til Bessarabíu, og var krafist samkomulagsumleitana þegar í stað um að Rúmenar létu hana af hendi, og ennfremur að Sovétríkjasambandið skyldi fá Norður Bukovinu i skaðabætur fyrir 22 ára yfirráð Rúmena í Bessarabíu. í orðsendingunni stóð ennfrem ur, að sovétstjórnin treysti því, að Rúmeníustjórn féllist á þess- ar kröfur og greiddi þannig fyr- ir „íriðsamlegri lausn langvinnr- ar deilu milli Sovétríkjasam- bandsins og Rúmeniu." Framh. á 9. síðu. Hi5 ísienzka fornritafélag Út er komin Ijósprentuð útgáfa af Hænsa Þóris saga, Gunnlaugs saga Ormstungu, Bjarnar saga Hítdæla- kappa, Heiðarvíga saga, Gísls þáttr Illugasonar. Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu út Inn í þessa ijósprentun Borgfirðinga sagna hefur verið bætt við því, sem unnt er að lesa, af skinnblaði úr Heiðarviga sögu, sem fannst í Landsbókasafninu árið 1951. kemur út Ijósprentuð um næstu mánaðamót. Ennfremur fást þessi bindi: Austfirðingasögur, Brennu-Njáls saga, Egils saga Skalla-Grímssonar, Eyfirðinga sögur, Grettis saga, Laxdæla saga, Ljósvetn- inga saga, Vestfirðinga sögur, „Heimskringla I—III. Kaupið fornritin jafnóðum og þau koma út. Aðalútsala: Bókaverziun Sigfúsar Eymundssonar h. f. illilillilllililjl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.