Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 10
10 VISIR Miðvikudaginn 4. desember 1957 I r A' o IborotliLj ;! s Quentin: |! K r\í A | Lyóur N m A Á S T A R S A G ÉÍVW A !; WWVVVVV'-VVV- gert, og þessar hjúkrunarkonur geta heldui' ekki gert meira en eg. — Þú færð tækifæri til aS hjálpa honum, barnið mitt. Nú skaltu fara og segðu Luciu að hún skuli fara að hátta — og háttaðu sjálf! Colette hitti Luciu í eldhúsinu — hún var að þvo borðið. — Dio mio! hrópaði hún, hvernig getur barnið lifað eftir þessa meðferð? Stþra eldhúsið virtist tómlegt og þegjandalegt eftir að gamla konan var farin. Colette setti kaffiketilinn á eldinn, og eftir dálitla stund bar hún bakka með rjúkandi kaffi og hveitibrauði upp til Johns. Hann sat grafkyrr með augun aftur, en hann svaf ekki. Hann opnaði augun um leið og Colette kom inn í her- bergið. —• Heyrðu Colette! Það var engin þörf á þessu! Hún beið meðan hann var aö drekka kaffið. — Eg vissi ekki að eg var svona soltinn. Þetta var ágætt! sagði hann þakklátur. Hún vildi helzt ekki fara frá honum. í nótt höfðu þau átt svo áríðandi samvinnu — í gærkvöldi höfðu þau verið saman úti á vatni, síðan talað saman í eldhúsinu — og svo þessi hræðilegi uppskurður, og nú þessi hljóða stund hjá sofandi drengnum. En Colette fann að augnalokin voru þung eins og blý er John dró hana upp af stólnum. — Góða nótt, barnið mitt! Farðu nú að hátta og sofðu vel og lengi. Eg skal vaka, sagði hann, og kyssti hana laust á ennið. — Þú hefur verið framúrskarandi dugleg og lagin, góða mín! — Góða nótt, John. í þetta skiptið kyssti hún hann ekki aftur. En þegar hún kom inn í herbergið sitt lyfti hún hendinni og strauk yfir blettinn á enninu, sem hann hafði kysst. Og hún sofnaði með bros á vör- unum. JOHN ER AFHJÚPAÐUR. Þessi læknir þinn er frægur maður! Lucia brosti ánægjulega um leið og hún leit í blaðið yfir öxlina á Biöncu. — Hvers vegna sagðirðu okkur ekki, að það væri frægur maður sem við hefðum fyrir gest hérna í húsinu? — Af þvi að eg vissi það ekki, sagði Colette stutt og hélt áfram að hræra í súpunni, sem hún var að sjóða handa Pietro. Dreng- urinn mátti ekki borða nerna einstaka mat, hann mátti ekki smakka ítalska matinn með viðsmjöri, kryddi og víni, og Colette hafði átt í stappi við hjúkrunarkonurnar til að fá leyfi til að matreiða handa honum sjálf. — Lucia fer frá okkur ef hún á að taka við ókunnugum matseljum í eldhúsið til sín, hafði Colette sagt. — Hérna stendur grein um það allt saman, hrópaði Bianca. •— Öll blöðin full af greinum um það! Og það er talað um það í skólanum líka. Líttu á! Hérna er mynd af Pietro og stór mynd af John. Colette setti súpupottinn til hliðar og sneri sér við til að sjá myndina af John. Hún sagði reið: — Þeir hljóta að hafa fengið þessa mynd frá Englandi. Eg heyrði aö hann rak blaðamennina út. Hann vildi ekki segja eitt einasta orð um uppskurðinn, og afsagði að láta taka mynd af sér handa blaðinu. — Þeir fá svona myndir af frægurn mönnum hjá fréttastof- unum, sagði Emilio spekingslega. — Það var eg sem gaf blaðamanninum myndina af Pietro, sagði Bianca ánægð. Þú gast látið það ógert, sagði Colette fokreið. — Það kom þér ekkert við. Hef eg ekki sagt ykkur, að John vildi ekki að þetta kæmi í blöðin? Læknarnir eru þeir einu, sem hafa fengið að vita greinilega um þetta, og þeir eru ánægðir. — Meira en ánægðir, bætti Emilio við. — Hlustið þið nú á: John Grant, hinn jrœgi heilasérjrœðingur, sem aj tilviljun var staddur í Albergo Fionetti í Gandria í jyrri viku, þegar Pietro Fionetti slasaðist og brotnaði á höjuðskelinni .... — Hættu! öskraði Colette og hrifsaði blaðið úr höndunum á honum. — Eg verð veik af að hlusta á ykkur! Er ekki nóg að hann bjargaði lífi Pietro og má ekki hlífa honum við þessum skrifum? Hún snarþagnaði en hún sá að allir gláptu á hana. Lucia stóð með lauk í hendinni. Emilio sat á horninu á eldhúsborðinu og Bianca með skólabækurnar kringum sig og góndi gapandi á hana. Bianca varð fyrst til að rjúfa þögnina. — Eg skil ekki hvers vegna þú ert að kvarta, sagði hún móðguð. — Þeir hafa skrifað um þig líka.... Þú ert orðin að hetju. Biance gægðist til Colette og hallaði undir flatt og það var glettni í augunum. — Eg er viss um að þú mundir sóma þér vel í hjúkrunarbúningi, Colette. — Sem betur fór náðu þeir ekki í neina mynd af mér, hvorki í hjúkrunarbúningi eða án, sagði Colette. — Eg hélt að þið John væruð svo góðir vinir, umlaði Lucia, sem var að hræra í salatskálinni. — Það erum við líka. Emilia renndi sér niður af borðinu og fór til Colette. Hann reýndi að taka handleggnum um herðarnar á henni, en hún sleit sig af honum. — Hvers vegna ertu svona reið? spurði hann. — Þetta hlýtur að vera ágæt auglýsing fyrir John. Þeir skrifa heilmikið um það sem hann gerði í stríðinu og þarna heima hjá sér í Englandi.... — Castleton, sagði Colette stutt. — Já, Castleton endurtók Emilio. — Og hann er líka þekktur í London, Wien og París. Og nú hérna í Gandria — hann dr. Adler, heilasérfæöingurinn, hælir honum á hvert reipi.... — Hann þarf ekki á hóli dr. Adlers að halda, sagði Colette. Hún var rjóð þegar hún beygði sig yfir eldavélina. — Skiljið þið ekki að hann vill helzt fá að vera í friði? Og nú kemur fólk hingað handan yfir vatnið til að glápa á okkur. Það starir á veitingahúsið alveg eins og morð hefði verið framið hérna. — Þetta er afbragðs auglýsing, brosti Emilio. — Þegar líður á sumarið verður troðfullt af gestum hérna, og það gefur pen- inga. Við vorum heppin að fá Grant lækni. — En fríið hans hefur farið í hundana, tók Colette fram í. Svo bætti hún við, rólegri: — Hann kom hingað undir dulnefni til að Já að vera í friði. Nú getur hann ekki hreyft sig úr spor- unurn án þess að blaðamenn og ljósmyndarar þyrpist að honum. Ernilio yppti öxlum. — Eg botna ekkert í þessum Englending- um. Þeir þræla sér út til þess að komast á efsta tindinn, en þeir vilja ekki láta tala um sig. Mér þykir afar vænt um að það er mynd af húsinu í blöðunum, mér þykir vænt um að fá marga gesti í sumar. Ef þetta matsöluhús er nógu gott handa frægum enskum skurðlækni, verða margir aðrir til að koma hingað, — Er það það eina sem þú hugsar um, meðan Pietro liggur hættulega veikur? sagði Colette. — Já, en Pietro nær heilsu aftur, það segir bæði þú og John og dr. Adler, sagði Emilio vingjarnlega. — Hann verður bara að hvílast og fara sér hægt. Má eg ekki gleðjast yfir því, að fá tækifæri til að græða peninga. Það þýðir að eg get gifst bráðum, og að Pietro og Bianca fá hluta af peningunum sem eg græði. Og það léttir líka á þér vinnunni, Colette. Það verður yfirleitt engin vinna handa mér, og þegar þar að kemur verð eg komin langt í burt, hugsaði Colette með sér ang- urvær, en hún gerði ekki frekari tilraunir til að draga úr gleði þeirra yfir blaðagreinunum. Fyrir aðeins fáum dögum hafði allt þetta veriö ein raunasaga — nú var það orðið gamanleikur. ítalir voru eins og börn — skapiö ýmist í ökla eöa eyru. Allt í einu datt Biöncu snjallræði í hug. — Eg held að Colette sé afbrýðisöm! sagði hún sigurhrósandi. — Hún er orðin ást- fangin af John — hún hélt að þetta væri venjulegur maður, en a E. R. Burroughs - TAHI4N \5m L Menn þínir hafa tekið hyíta stúlku að skipun Remus. Drottningin þurfti ekki að heyra meira í bráð. Verðir! kallaði hún. Náið í Remu undir eins. En Remu var þá á fundi með sam- særisfélögum sínum í af- skekktum helli. Hann leiddi fram hvítu stúlkuna og sagði: Félagar, virðið vand- lega fyrir yklcur þessa hvítu, glæsilegu konu, sem er sönn drottning að fegurð. kvöldvökunni Hefir nokkur æskuhugsjón þín ræzt? Já, ein. Þegar eg var lítill og stóru strákarnir voru að toga í hárið á mér óskaði eg þess, að eg hefði ekkert. ★ Abyrgist þér þetta hárvaxt- armeðal? Ábyrgist? Já það held eg nú bara, þér fáið greiðu í kaup- bæti. ★ Mamma, hvers vegna hefir pabbi svona lítið hár? Af því að hann hugsar svo mikið. Hvers vegna hefir þú svona mikið hár? Af því að .... farðu og lestu lexíurnar þínar. * — Maður nokkur hafði veit- ingahús í hálfan mánuð en varð þá að hætta. — Hvers vegna? . —• Vegna þess að diskarnir voru allir orðnir óhreinir. * Kennarinn: — Segðu mér nú aleg satt. Hver gerði heima- verkefnið þitt? Nemandinn: — Hann pabbi. Kennarinn: — Alveg einn? Nemandinn: — Nei, eg hjálp- aði honum svolítið. , ★ — Alltaf ertu jafn heppinn, pabbi. Þú þarft ekki að kaupa neina skólabók hana mér í vet- ur. — Nú hvers vegna ekki? — Eg fer aftur í sama bekk. ★ . Verið var að yfirheyra konu innbrotsþjófsins. Lögfr.: Þér eruð kona fang- ans? Konan: Já. Lögfr.: Þér vissuð að hann var innbrotsþjófur, er þér -giftust honum? Konan: Já. Lögfr.: Hvernig gátuð þér eiginlega fengið af yður að gift- ast slíkum manni? Konan: Já, eg var orðin svo fullorðin að eg varð að velja milli innbrotsþjófs og lögfræð- ings. ■Ar Sekur eða saklaus? Ja satt að segja hélt eg að eg væri sekur, en lögfræðinguP minn er búinn að sannfæra mig um sakleysi mitt. 'k Hvað lærði sonur þinn í skól- anum? Ja — hann hafði ekki verið heima nema viku þegar han'n sýndi mér hvernig á að opna flösku með túkalli. -ár En ef þú selur þessi úr undir kostnaðarverði, hvernig getur þú grætt á þeim? Gróðinn kemur með viðgerð- unum. ★ Hvað á þetta að þýða, að vera að rökræða við viðskiptavin- ina? Þú veizt ,að þeir hafa allt— af á réttu að standa. Það er okk ar regla. Eg veit það. En þessi stóð á því fastar en fótunum, að hann hefði á röngu að standa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.