Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 6
6 Vf SIB Miðvikudaginn 4. desember 1957 VX8XK. D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjóí’narskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl, 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Varðarmenn ræða framtíð Reykjavíkur. SsBasti umræðufundurinn í gærkvöldi. Orð og athafnir. Kommúnistar halda flokksþing sitt hér í Reykjavík um þessar mundir, og birtir Þjóðviljinn daglega nöfn margra manna, sem taka til máls á fundum þess. Minna hefir liinsvegar borið á ályktunum frá þinginu, sem ; varið væri í að-lesa, þangað til í gær, að birt var ályktun varðandi varnarmálin. Segir svo í aðalfyrirsögn á fyrstu síðu Þjóðviljans, að „ríkij- stjórnin er skuldbundin að framfylgja tafarlaust sam- þykktinni um brottför hers- ! ins. Höfuðnauðsyn að fylkja þjóðinni til baráttu fyrir því, að ísland segi sig úr At- lantshafsbandalaginu 1959, herstöðvar verði lagðar nið- ur og lýst yfir ævarandi hlutleysi“. Með þessu móti virðast komm- únistar hafa tekið af skarið, og almenningur gerir senni- lega ráð fyrir, að þeir fari nú að ókyrrast í flatsæng- inni og geri jafnvel gang- skör að því að drífa sig í leppana og fara. Ekki skulu menn þó vera alveg vissir. um það, því að i þessari nýju ályktun kommúnista er ekk- ert — bókstaflega ekkert —■ sem þeir hafa ekki haldið fram og verið að berjast fyrir um mörg síðustu ár — eða alveg frá því að ísland gerðist aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Hér er því ekki um það að ræða, að kommúnistar sé að taka einhverja nýja afstöou til varnarliðsins og Atlants- hafsbandalagsins. Öðru nær ■—■ þeir eru aðeins að undir- strika, að þeir séu á sömu skoðun og áður í þessu máli. Það er allt og sumt. Og al- menningur má gjarnan hafa það hugfast einnig, að þótt kommúnistar hafi gert svip- aða ályktun eða svipaðar á- lyktanir áður, hafa þeir þó gleymt þeim og stungið þeim undir stól, þegar það hefir þótt heppilegt og nauðsynlegt til þess að kaupa aðstöðu í ríkisstjórn og ráðherrastóla urn leið. Enginn efast um, að grundvall- arstefna kommúnista er sú, að Island verði varnarlaust með öllu. í því er fólgin þörf húsbænda kommúnista í Moskvu, sem hyggja á heimsdrottnun og telja allar varnir annarra þjóða þránd í götu þeirrar stefnu. En varla vilja framsóknannenn og kratar þjóna kommúnist- um að því leyti, þótt þeir hafi krafizt brottfarar varn- arliðsins í fyrra til að veiða atkvæði. Inr.rásin í Ung- verjaland bjargaði þeim, en jafnframt urðu kommúnistar svo hræddir við almennings- áfitið að þeir fóru bókstaf- lega í felur og þögðu. Nú telja þeir, að svo langt sé liðið frá „Ungverjalands- galdrinum“, að óhætt sé að láta til skarar skríða á ný — heimta varnarleysi skilyrð- islaust. Reynir þá á hina stjórnarflokkana, hversu einbeittir þeir eru gagnvart kommúnistum, því að þeir hafa svo mikilla hagsmuna að gæta innan ríkisstjórnar- innar fyrir hönd húsbænda sinna, að það er öldungis ó- víst, hvort þeir fara úr stjórninni, þótt engin breyt- ing verði, að því er varnar- liðið og Atlantshafsbanda- lagið snertir. Áframhald- andi stjórnarseta er að>al- atriðið —- hvað sem öllu öðru líður. Á fundi landsmálafélagsins Varðar í gærkveldi voru rædd atvinnumál, en það var síðasti umræðufundur í málefnaflokki þeim, sem nefndist „Framtíð Reykjavíkur“. Framsögumenn um atvinnu- mál Reykjavíkur voru þrír, þeir Gunnar Guðjónsson skipa- miðlari, Svavar Pálsson endur- skoðandi og Önundur Ásgeirs- son skrifstofustjóri. í framsöguræðu sinni ræddi Gunnar Guðjónsson um hafn- armál bæjarins, taldi athafna- svæði hafnarinnar þegar of þröngt og áður langt liði yrði að gera stórkostleg hafnar- mannvirki utan • núverandi hafnar. Yrðu þær framkvæmd- ir að 'vera unnar af stórhug og trú á þróun Reykjavíkur. Svavar Pálsson ræddi um at- vinnuskipíingu í Reykjavík og væntanlega fólksfjölgu.n svo og „BókafEéðs&", Oft er minnzt á bókaflóð hér á landi, og venjulega er það orð notað um bókaútgáfuna fyrir jólin. Þá kemur líka út meginið af öllum þeim bók- um, sem menn vilja koma fyrir augu almennings, svo að ógerningur er fyrir al- menning að átta sig á öllum aragrúanum. Er enginn vafi á því, að margur bókaútgef- andi mundi hagnast beí:.t:', ef hann leitaðist við að dveifa útgáfunni meira en láta ekki bækurnar koma eins og skæðadrífu síðustu fjórar eða fimm vikurnar fyrir jólin. Þó er enn mikilvægara, að bókaútgefendur leitist við að vanda sem mest val á þeim bókum, sem þeir gefa út. Það er oft viðkvæðið, að nauðsynlegt sé að velja góð- ar bækur handa börnum og unglingum. Rétt er það. En hví ekki að leitast við að leiðbeina fullorðnum einnig? Þeir hafa oft ekki tóm til að grúska í þeim bókum, sem á boðstólum eru. Margir út- gefendur vanda val á öllum bókum sínum, en allir mættu gera það að skaðlausu. Ann- að er eiginlega ekki sæm- andi, þegar urn „bókaþjóð" er að ræða. í gær lögfui 6 þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram í neðri deild Alþingis frumvarp um húsnæðismál. Lagt er til, að núgildandi lögum urn þessi mál verði breytt á ýmsa lund til að tryggja það, að þau nái betur tilgangi sínum og verði a'ð betri notum en nú er. M. a. er lagt til, að framlög verði aukin til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næði, dregið verði úr skrif- finnsku o. fl. Nánar verður sagt frá frumvarpi þessu í blaðinu á morgun. ir Eeikar Demetz. Síðastliðinn föstudag hélt ítalski söngkennarinn Vincenzo Maria Demetz nemendahljóm- leika í Gamla bíó. Eru þetta aðrir nemendahljóm leikar hans. Hinir voru fyrir réttu ári síðan. Húsið var full- skipað áheyrendum og skemmtu allir sér hið bezta enda stóðu flestir söngvararnir sig með mikilli prýði og voru kennaran- um til sóma. Viðfangsefnin voru bæði íslenzk lög og útlendar óperuariur og efnisskráin mjög skemmtileg og fjölbi’eytt. Dr. Ui’bancic aðstoðaði af alkunnri snilli og smekkvísi. Nemendurn- ir eru fram komu að þessu sinni voru: Jón Viglundsson, Ólafur Ingimundarson, Ingveldur Hjalte sted, Ólafur Jónsson, Hiálmar Kjartansson, Bjarni Gúðjónsson, Sigurveig Hjaltested, Jón Sigur- björnsson og Eygló Viktorsdótt- ir. Nokkrir þessara nemenda komu fi’am á tónleikunum í fyrra og hafa tekið iniklum og greinilégum framförum síðan. Er vonandi að slikir tónleikar sem þessir verði haldnir á hverj u ári framvegis og menn fái að fylgjast þannig með þvi sem koma skal á þessu sviði. Q. skattaálagningu á atvinnu- rekstur og eigendur atvinnu- fyrirtækja. Önundur Ásgeii’sson talaði um sjávarútvegsmál. Fundinum stjórnaði formað- ur Varðar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson lögfræðingur. Að loknum umræðum tók Gunnar Thoroddsen borgarstjóri til máls og' ræddi ýmis bæjarmál og m. a. nauðsyn þess að Sjálf- stæðismenn héldu forystunni í bæjarmálum áfram og hvatti menn til samheldni og baráttu- vilja í hönd farandi bæjarstjói’n ai’kosningum. En Þorvaldur Garðar þakkaði öllum þeim er hlut hefðu átt að máli varðandi umræðurnar um framtíð Reykjavíkur, en þess má að lok- um geta, að Atvinnumálanefnd Varðar hefur lagt fram ítarleg- ar tillögur í 10 liðum um helztu framtíðarmál bæjarins. V er zlunartí ðindin, desembei’hefti þessa ár- gangs er nýkomið út. Efni: Skemmtilegt starf, viðtal við Valdimar Ólafsson verzlun- arráðuneut, Hinar björtu nætur heilluðu mig, viðtal við J. C. Klein kaupmann, Verzlunarskólasetrið í Neu- wied, Á ferð í Ameríku, eftir Valdimar Ólafsson o. m. fl. FræHsEurit Bún- sðsrfélagsins. Fræðslurit Búnaðarfélagsins 26., 27., 28. og 29 eru komin út: Um lán til bænda, Vélmjaltir, Túnræktin, Skjólbelti. Bækling- urinn um lánin er saminn af Þorsteini Þorsteinssyni, sem mun koma sér mjög vel fyrir alla þá, sem þui’fa á lánum að halda til búnaðai’framkvæmda, og gi’eiða fyrir réttum undir- búningi. Leiðbeiningarnar um vélmjaltir eru eftir Hans Bruun og Andi’eas Jörgensen. Hann er einnig hinn þai’flegasti, þar sem vænta má útbreiðslu mjaltavéla á komandi tíma. Höfundarnir eru danskir og hefur upplýsingaskrif stofa danska landbúnaðarfélags- ins góðfúslega lánað mótin að myndunum, sem í bæklingnum eru. Ritlingurinn um túnrækt- ina er saminn af Agnari Guðna- syni. Þar kemur fram m. a., að Island hefur hlutfallslega mest ræktað graslendi af öllum lönd- um Norðurálfu, ef miðað er við ræktað land, en túnræktinni er enn áfátt, ef mai’ka má skýi’slur, því að eftir fi’amtali er töðufeng ur 38—40 hkg/ha, en vitað er að með hóflegri áburðarnotkun má fá 60—70 af töðu á hektai’a. Ef til vill er týðufengurinn meiri en skýrslu.r herma, en margra skoðun er, að ofmikil áherzla hafi vei’ið lögð á að þenja út ný- ræktina, með tilliti til getu þess að hún fái nógan ábui’ð, o. fl. Bæklingui’inn er hinn fróðlegasti og myndir ágætar. Þá er ritling- urinn um skjólbelti. Hann er saminn af Eiari G. E. Sæmund- sem skógfræðingi, hinn fróðleg- asti, og prýddur ágætum mynd- um. — Ritstjóri fræðsluritanna er Gísli Kristjánsson, ritstj. Freys. Á. S. skrifar um skammdegið, umferðina, ófullnægjandi götu- lýsingu, sjálflýsandi mei’ki og nauðsyn þPot: menn og fótgangandi 'farl meS Blessað skammaegiu. „Slik er nú veðurblíðan i skammdeginu, að það liggur við, að mann langi til að segja „bless- að skammdegið“, eins og þegar „blessuð sólin“ fer að skína allt í einu og ylja okkur, eða þegar við tölum um „blessað sumarið“. Nú rná næstum heita að sé „vor um haust“. Á föstudagskvöld mun hitinn hafa komizt upp í 10 st. C og það er stundum kaldai’a á sumi’in. Hann hefur rokið upp stundum, þessa dagana, og þá er ei’fitt að sækja sjó, ná „silfri hafsins", sildinni, — en við þurf- um ekki að kvai’ta. Það er allra indælasta veður nú í skammdeg- inu, oftast notalega hlýtt, síldin veiðist þegar gefur og bændur spai’a hey, og þeir sem kynda kolum og olíu spara, og aðra kosti hins ágæta veðurfars mætti nefna, svo sem það að góðvinir og elskendur á öllum aldi’i geta notið útiveru á skemmtigöng- um, — það þarf ekki að biða fi-am eftir öllu kvöldi eftir hin- um rómantíska húmblæ ágúst- kvöldanna. Nú er allt með slík- um blæ meiri hluta sólarhrings- ins. Hvað vilja menn hafa það betra. Blessað skammdegið! En — förum varlega. En alvara lísins er alltaf á næsta leiti, og í skammdeginu þui’fa menn alltaf að hafa hug- fast, að allur er varinn góður, þeir, sem bifreiðum aka, að aka með gát, og fótgangandi menn verða eigi síður að iðka gætni. Þetta er sérstaklega nauðsyn- legt, því að við eígum ýmislegt ógei’t til öryggis, t. d. er götu- lýsing víða langt frá að vera komin í það horf, sem æskilegt væi’i, og gangstéttir vantar með- fram hættulegum umferðar- brautum, eins og Suðui’lands- braut, en allar slíkar umbætux' kosta mikið fé, og ekki var Róm byggð á einum degi. Þá er alveg nauðsynlegt, að fótgangandi menn, sem daglega og oft á dag leggja leið sína um þá bæjar- hluta, þar sem urnferð er hættu- leg af þeim orsökum, sem að ofan greinir, hafi einhver sjálf- lýsandi einkenni á fatnaði sín- um. I því er hið mesta öryggi. Sjálflýsandi merki. Eg ek stundum Langholtsveg, er börnin eru að fara heim úr skóla. Mörg þræða steypta kant- inn á brautinni — og það er furðulegt hve fá hafa sjálflýs- andi merki á fatnaði sinum. Foreldrar sendið ekki börnin í skóla án slíkra einkenna. Um allt þetta mætti skrifa langt mál, en. hér skal staðar numið. Að lok- um: Gerum öll, hvort sem við förum akandi eða fótgangandi, allt sem í okkar valdi stendur til þess að forðast slysin. Förum með gát.“ — Á. S. Eisenhover forseti er vœntan- legur til Washington í dag, og mun sitja fund með stjórn sinni er hann kemur þangað. Dvaldist Eisenhover á bú- gai’ði sínum við Gettysburg yf- ir helgina. Á fundinum munu verða rædd ýms mál tengd Na- tofundinum fyrirhugaða. Heyrzt hefur, að Adlai Ste- venson muni verða boðið á fundinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.