Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir, Látið hann fœra yður fréttir og annað Iestrarefni heirn — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 4. desember 1957 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Bifreið skemmd að innan fyrir þúsundir króna. Alft skeBBimt, sem liægt var ai vinna spjöli á. í nótt voru unnin skemmd- arverk á bifreið sem stóð í Mngholtsstræti móts við lms mr. 28. Eftir skemmdirnar var því iíkast sem bifreiðin hefði orðið fyrir sprengingu að innan og hefur verið valdið skemmdum á henni fyrir þúsundir króna. Farið hefur verið inn í bif- reiðina og þar hefur gearstöng- in verið beygð niður í gólf og síðan snúið upp á hana, allir þræðir voru rifnir og tættir, lakkar í mælaborðinu brotnir, spegillinn rifinn frá, lokið á mælaborðshólfinu beygt niður og eyðilagt, benzínpedallinn beygður og allt rifið og tætt, sem unnt var að skemma. — Virðist þarna hafa verið unnið að sjúklegri skemmdafýsn. Bifreið þessi var í eigu af- urðasölu Sambands íslenzkra Samvinnufélaga. Inni í henni voru allmiklar birgðir af tóm- um smjörmiðaumslögum, merktum afurðasölu S.f.S. og var þeim stolið, en annars var ekki saknað úr bifreiðinni. Rannsóknarlögreglan biður alla, sem einhverjar upplýsing- ar gætu gefið í sambandi við þetta mál að láta hana vita þeg- ar í stað. • Z2 Skuldir ganga upp í tollana. Samþykkt var á fundi bæjar- ráðs Iteykjavíkur 29. nóv. að hluti bæjarins af aðflutnings- gjöldum af gufubornum fræga skuli greiddur með skuldayfir- færslu. Eru það eftirfarandi skuldir rikissjóðs sem ganga upp í and- virði aðflutningsgjaldanna: 1. Skuld v/lömunarveikissjúkl- inga 1955 og 1956 kr: 486.565.21. 2. Skuld v/heimilishjálpar 1955 og 1956 kr: 151.110.42 3. Skuld v/vinnumiðlunar 1956 kr: 136.824.24. 4. Starfsmannaútsvör Land- smiðjunnar kr: 605.600.00. Alls kr. 1.380.099.87. Var þetta samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Saltfisksala Morð- manna mimikar. Frá fréttaritara Vísis. ÍJtflutningur á saltfiski frá Noregi er 8640 lestu.m minni í ár en í fyrra. Samdrátturinn er aðallega á útflutningi til Spánar og Portú- gal, því að Portúgalar kaupa í ár 5840 lestum minna en í fyrra. Heildarútflutningurinn í ár er 36,086 lestir og stærsti kaupand- inn er Brazilía með 19,412 lestir, eða sem næst helmingurinn af allri saltfiskframleiðslu Norð- manna. Rauftar neglur bannaiar. Kona, sem starfaði í vindl- inga- og sælgætissölu í flugstöðinni í Lundúnum, neitaði a'u liætta að mála neglur sínar hárauðar, en liún notaði svo nefndan „fire and ice“ naglalit og var svipt starfi. Kaup henn- ar var 6 stpd. á viku. — Þess er að geta, að yfirleitt gilda þær reglur, að stúlk- ur, sem vinna við umbúða- lausa afgreiðslu þess, er menn leggja sér til munns, megi ekki nota naglalit. — Flugfreyjum brezku flugfé- laganan er bannað að nota áberandi naglalit, og frammi stöðustúlkum í matstofum fluggstöðvarinnar er alger- lega bönnuð notkun nagla- lits við vinnuna. Er víkingaskip í Jell- haugnum á Austfold? Haugurinn hinn stærsti, sem fundizt hefir á Horðurlöndum. í Stokkhólmi stendur til að velja „Luciu-brúði“ ársins, enda líður nú að jólum. Hér eru nokkrar, sem vilja verða heiðursins og ánæjunnar aðnjótandi. SiEinir reknetabátar koma ekki inn vegna aflaleysis. Lítil síldveiði í nótt. Frá fréttaritara Vísis. — Osló í nóvember. Fundizt hefur á Austfold í Noregi haugur einn mikill, sem er aðeins nokkra lcílómetra frá hinni fjölförnu leið til Svín- sunds, en þar er landamæra- tollstöð. Jellhaugurinn er með stærstu haugum á Norðurlöndum og er það álit fornleifafræðinga, að í haugnum sé víkingaskip og fleiri merkar fornminjar. Lengi hefur verið vitað um Jellhaug- inn, en honum hefur ekktert ver- ið sinnt og er aðalástæðan sú að Norðmenn hafa ekki eins og stendur rúm til að geyma fleiri stórar fornminjar. Lauritz Opstad, fornminja- vörður í Austfold, hefur lagt til, að byggður verði stór skúr til að geyma víkingaskipið og aðrar minjar úr haugnum, en svo verði haugurinn byggður upp að nýju, eins og hann mun hafa litið út í upphafi og verði munum komið fyrir í honum. Síðan verði svo frá haugnum gengið, að ferðamenn geti far- ið í hauginn, og myndi hann án efa laða að sér fleiri ferðamenn en aðrir staðir í Noregi. Reknetabátarnir öfluðu mis- jafnilega í nótt, en veiðin var þó heldur mjeiri en í gær lijá Akranesbátum, en veður var slæmt fyrri hluta nætur. Tveir bátar frá Akranesi fengu 100 tunnur, nokkrir voru með 20—30 tunnur. Aðrir urðu ekki varir. Nokkrir bátar hafa ekk'i komíð í höfn í tvo eða þrjá daga, þar eð þeir hafa ekki fengið neinn afla. í gær komu 7 bátar til Akraness með 300 tunnur. Hinir komu ekki inn. í gær kom einn bátur til Grindavíkur með 56 tunnur. MikiÖ brunatjón á mannlausu húsi. Seint í fyrrakvöld var slökkvi liðið kvatt að Skólagerði 6 í Kópavogi, en þar kviknaði cld- ur í mannlausu húsi með ó- skiljanlcgum liætti. Húsið, sem er einlyft timb- urhús var harðlæst, er að var komið, og gluggar allir heilir og lokaðir. Eldurinn virðist hafa kvikn- að í forstofu en læst sig þaðan upp í loftið og urðu talsvert miklar skemmdir á húsinu af völdum elds, vatns og reyks áður en tókst að slökkva. Hús þetta hefur verið mann- laust um skeið. Eigandi þess er Atli Björnsson. 25 manns biðu bana í bílslysum. í síðustu viku urðu tvö mikil bifreiðaslys til fjalla í Kolum- biu í S.-Ameríu. Biðu átján manns bana, er hún rakst á klett. Alls fórust því 25, en 31 maður slasaðist. Aðeins tveir bátar voru þá á sjó, en h'inn varð ekki síldar var og kom því ekki í höfn. í nótt voru Grindavíkurbátar á sjó. Veður var vont og lagði aðeins einn bátur net sín, hinir sneru aftur. Sá sem lagði var ókominn að í morgun. í gær og einnig í nótt yoru miklar lóðningar á dýptarmæla og fullyrða sjómennirnir að um síld sé að ræða, þó lítið veið- ist í netin. í gær voru þéttar lóðningar frá 10 föðmum niður á 60 faðma, en netin ná ekki dýpra en um 20 faðma. Aflabrögð eru svipuð hjá Sandagerðisbátum og Kefla- víkurbátum, því bátaflotinn er allur á sömu slóðum. Sonur Churchills stakk af. Randolph Chm'chill, sonur þess gamla, var dæmdur í lögreglu- rétti í Brentwood í sl. viku. Hafði hann lent í árekstri en ekið leiðar sinnar, án þess að hirða um aðra, sem í árekstrin- um lentu. Einnig kom á daginn, er lögreglan náði til hans, að hann hafði ekki ökuleyfi. Var hann dæmdur í sekt — £6-7-9. Ekki datcðÍB* úr ölluim æðum. í byrjun vikunnar gengu tveir stjórnmálamenn í Uru- guay á hólm. Voru þetta engir unglingar, því að annar, Berres, fyrrum forseti, er 61 árs og hinn, Ri- bas, fyrrum hermálaráðherra, er 68 ára gamall. Börðust þeir með sverðum, er Berres hafði skorað Ribas á hólm fyrir móðgun. Báðir særðir og var sóma þeirra þar með borgið. Berklaveikin á undanhaldi. Heilbrigðismálaráðuneytið brezka tilkynnir, að svo vel verði nú ágengt í baráttunni gegn berklaveikimii, að í sum- um hælnm standi rúm auð — og þar sem um biðlista sé að ræða, séu á þeim fá nöfn. Yfirleitt er heilsufar batnandi. Um 431.000 manns bíða eftir að komast í sjúkrahús — 24.000 færri en á sama tima í fyrra. Árið sem leið voru af- greiddir í brezkum lyfjabúðum 228.879.170 lyfseðlar eða 2.700.000 fleiri en árið áður. Sféð&sveiflngifi mófmælt. Á aðalfundi Félags íslenzkra fræða, sem haldinn var í háskól- anum 22. þ. m., var gerð eftir- farandi ályktun með öUiun greiddum atkvæðuin gegn einu: „Fundurinn lýsir megnri óánægju sinni á þeirri aðferð, sem höfð var við veitingu em- bættis æviskrárritara á siðasta sumri. í 1. gr. laga nr. 30 24. marz 1956, um þetta embætti, er þessu sagnfræðistarfi ætlað að ná til allra „Islendinga, sem vitað er um frá landnámstíð“, og 3. gr. skýrir það nánar. Við em- bættisveitinguna ' var gengið fram hjá umsækjendum með embættispróf í íslenzkum fræð- um og sagnfræði, en staðan veitt manni, sem hefur ekki sérmenntun í sögu Islands og fullnægir því eki þeim kröfum sem lögin gera til þessa embætt- ismanns.“ Adaíms sviffur lækningaleyfi. Adams læknir í Bournemoutli, sem var sýknaður af morð- ákæru, en dæmdur til sekta fyrir fölsun vottorða, lyfseðla á eitur- Iyf o. fl„ hefur verið strikaðnr út af læknaskrá Brezka lækna- félagsins og verður að hætta Iæknisstörfum. I Læknaráðinu, sem tók ákvörð unina, eiga 18 læknar sæti, og var birt 24 orða tilkynning um hana, en ráðið var 12 mínútur að komast að niðurstöðu um úr- skurð sinn. Áður hafði ræðu- flutningur til sóknar og varnar tekið nákvæmlega 111 mínútur eða jafnmargar og dagarnir voru, sem Adams var I fangelsi, er hann lá undir morðákærunni. Langflug með ofsahraða. í síðustu viku settu flugvélar frá bandaríska flotanum met I flugi frá Kyrrahafi til Atlants- liafs og aftur til baka. Var flogið frá Los Angeles til New York og aftur til baka, var flugvélin 6 klst. og 42 mín. að fara þessa leið og var meðal- hraðinn yfir 1200 km. á klst. Fyrra met í slíku flugi var 9,3 klst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.