Vísir - 17.12.1957, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 17. desember 1957
VÍSIR
7
Sovétstjömin —
Frh. af 1. síðu.
Nato í þessum mánuði, þar sem
ætlunin sé að ræða tiltækileg
ráð til þess að herða enn á víg-
foúnaðarkapphlaupinu og gera
drög að hernaðaráætlunum.
Kveðst hann líta mjög alvarleg-
urn augum á fund þennan.
Búlganin lýsir auknum vígbún-
aði í Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum og erfiðleika á að sam
ræma það sjónarmiðum og saiu
tökum Sameinuðu þjóðanna.
Hann lýsir friðarvilja Sovét-
ríkjanna og í því sambandi get-
nr hann þess, að ákvörðom
Alþingis 28. marz 1956 hafi
mætt skilningi þar í landi og
segir að sú ákvörðun um heim-
Bvaðningu erlends hers af ís-
lenzku landi, beri þeim áhyggj-
nm vitni, sem íslendingar hafa
af örlögum lands síns. Hann
segir að það mynd'i hafa mikla
þýðingu, ef stórveldin féllu frá
því að staðsetja hvers konar
kjarnorkuvopn í öðrum löndum
og þar með að sjálfsgðu talið
ísland.
En í niðurlagi bréfsins seg-
dr orðrétt á þessa leið:
Sovétstjórnin er reiðubúin
til þess að taka af fyllsta skiln-
ingi til athugunar þær tillög-
ur, sem önnur lönd kunna að
setja fram í því skyni að
tryggja alþjóðafrið, einkum
friðinn í Norður-Evrópu. Lítur
hún með samúð á þær óskir,
sem fyrir skemmstu hafa ver-
ið fram bornar af nokkrum
stjórnmálamönnum Eystrasalts
landanna, að Eystrasalts- og
Skandínavíulöndin lýsi yfir
því, að þau muni ekki revna að
leysa þau vandamál, er upp
kunna að koma þeirra í milli,
með valdbeitingu.
Með því að ríkisstjórn Sov-
étríkjanna er það mjög í mun
að efla friðinn í Norður-Evrcpu,;
myndi hún vera reiðubúin til
þess að styðja tillögur, er fram
kynnu að vera bornar í því
skyni að ábyrgjast öryggi ís-
lands, til dæmis í formi tryggðs
hlutleysis þess, þar sem eink-
«m væri gert ráð fyrir því, að
í landinu yrðu engar erlendar
herstöðvar, heldur ekki flug-
bækistöðvar.
A3 því er beinlínis varðar
samskipti Sovétríkjanna og ís-
lands, er mér ánægja að því,
herra forsætisráðherra, að taka
það fram, að aldrei hefur borið
neinn skugga á sambúð landa
vorra fyrir sakir misskilnings
eða ágreinings. Sovétstjórnin
getur fyrir sitt leyti fullvissað
íslenzku ríkisstjórnina og ís-
lendinga um, að Sovétríkin
hafa jafnan stefnt að því að
þetta allt mætti rita langt mál,
en ég ég vil segja þetta eitt til
viðbótar: Höldum jólagjafasiðn-
um gamla, en förum ekki út í
sömu öfgar og á undangengn-
um árum, hinir stórgjöfulu
lækki dálítið seglin — og það
jafnvel þótt þeir hafi efni á að
gefa dýrar gjafir. Þeir gætu
nefnilega varið nokkrum hluta
þess fjár, sem þeir verja til
gjafa í þágu þeirra, sem fálæk-
ir eru og bágt eiga. En þeir eru
enn margir i þessum bæ, þrátt
fvrir alla velgengnina. —
„Jólasveinn“.
viðhalda vinsamlegum sam-
skiptum við ísland. Oss er á-
nægja að því, að hagstæð og
gagnkvæm viðskiptatengsl milli
Sovétrík,janna og íslands hafa
orðið tfaustari á undanförnum
árum. Viðskiptamagn land-
anna hefur aukizt verulega.
Hefir Sovétstjórnin jafnan vilj-
að mæta íslendingum á miðri
leið, að því er varðar þróun
verzlunarviðskipta, enda tekið
fram af hálfu íslendinga, að
þau hafi mikla fjárhagsþyðingu
fyrir land yðar.
Sovétríkin stefna að frekari
þróun vinsamlegra skipta við
ísland og önnur lönd á grund-
velli jafnréttis, virðingar fyrir
fullveldi annarra og íhlutun-
arleysis um innanlandsmál. Er
það skoðun vor, að sú aukning
(veþzlunarskipta milli Sovét-
ríkjanna og íslands, sem orð-
'ið hefur á undanförnum árum,
skapi hagstæð skilyrði fyrir
því, að vel megi takast um sam-
skipti þjóðanna á öðrum vett-
vangi jafnframt. Teljum vér,
að framþróun samskipta vorra
á öllum sviðum geti orðið bæði
Sovétþjóðunum og íslending-
um t:il blessunar, treysti vina-
bönd þeirra og efli þar með
málstað friðar meðal allra
þjóða heims.
Eg leyfi mér, herra forsætis-
ráðherra, að láta þá von í ljós,
að ríkisstjórn íslands muni ger-
hugsa þau sjónarmið, sem fram
eru sett í þessu bréfi. Það er
sannfæring vor, að allar þjóðir,
stórar sem smáar, geti með virk
um hætt'i lagt sitt af mörkum
til þess að lægja þá spennu, er
nú ríkir þjóða í milli, og til
þess að efla frið.
Fyrir sitt leyti mun Sovét-
stjórnin reiðubúin til þess að
athuga vandlega álit það og til-
íögur, sem ríkisstjórn íslands
telur sér bera að leggja fyrir
stjórn Sovétríkjanna.
Yðar einlægur
N. Búlganin.“
Herra Hermann Jónasson,
forsætisráðherra íslands,
Reykjavík.
Utanríkisráðuney tið,
Reykjavík, 16. des. 1957.
GÓÐAR JÓLABAEKUR
,*■< t’.i>*5 tfrMifir,
REYKJAVÍKURBÖRN
Þetta eru tuttugu sannsögulegar
frásagnir um Reykjavíkurbörn,
skráðar af Gunnari M. Magnúss.,
rithöfundi. Sögurnar eru frá ár-
unum 1930—1947, þegar Gunnar
kenndi við Austurbæjarskólann
í Reykjavík. Nöfnum sögufólksins
hefur verið breytt til að fyrir-
byggja ýmis óþægindi, en ugg-
laust munu þeir, sem við sögu
koma, minnast flestra þeirra at-
burða, sem hér er sagt frá.
Þetta er bók um börn og unglinga
og rituð lianda þeim, en hún á
einnig margvíslegt og tímabært
erindi við fullorðið fólk.
Verð íb. 35,00.
JÓI
I ÆVINTYRALEIT
Eftir ÖRN KLÓA
Hörkuspennandi saga handa
drengjum um ævintýradrenginn
Jóa Jóns og vin hans, Pétur, um
baráttu þeirra við óknyttastrák-
ana, þar sem þeir hrósa fullum
sigri, um Kiddý Mundu og skáta-
stúlkurnar hennar og margt fleira.
Þetta er saga að skapi allra röskra
stráka. Verð ib. kr. 55.00.
I Ð U N N — Skeggjagötu 1.
Sími 12923.
Jarðarför mannsins míns og föður okkar
ÁRNA EINARSSONAR, kaupmanns
fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 18 þ.m. kl. 2.00
Athöfninni verður útvarpað.
Þeir, sem vildu minnast hins látna eru vinsamlega heðnir
að muna styrktar- og sjúkrasjóði verzlunarmanna.
Vigdís Kristjánsdóttir,
Sigríður B. Árnadóttir, Egill Árnason.
LANDIÐ OKKAR
Landið okkar, hin ágæta bók Pálma Hannessonar fæst hjá
bóksölum og umboðsmönnum
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Aðalútsala Bókabúð Menningarsjóðs, Hverfisgötu 21,
Reykjavík, pósthólf 1398, sími 10282.
Verð kr. 115.00 ób., 150.00 í skinnlíki, 195.00 í skinnb. [
Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs
fá 20% afslátt á útsöluverði.
FISKAIHIR
Ný og aukin útgáfa hins stórmerka rits Bjarna Sæmunds-
sonar um fiskana, fæst hjá bóksölum og umboðsmönnumi
vorum um land allt.
Aðalútsala Bókabúð Menningarsjóðs, Hverfisgötu 21,
Reykjavík, pósthólf 1398, sími 10282.
Bók Bjarna Sæmundssonar, Sjór og loft, fæst einnig í
Bókaútgáfu Menningarsjóðs.
Fiskarnir eru 600 bls. með 250 myndum og iitprentuðu
korti af fiskimiðum við ísland. Verð kr. 145.00 ób., 180.00 í
skinn, 230.00 í skinnbandi. Félágsmenn fá 20% afslátt frá
því verði.
Félagsmenn í Rvík: Félagsbækurnar 1957 eru komnar út,
Gjörið svo vel og vitjið heirra á Hverfisgötu 21.
Kaupið jólabækurnar hjá eigin íorlagi og njótið þeirra
hlunninda, sem það býður. !
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS.