Vísir - 18.12.1957, Side 1

Vísir - 18.12.1957, Side 1
12 síður Norðmenn hefja víðtækar fiskirannsóknir næsta ár. Togarafloti Rússa í Barentshafi gengur of nærri fiskistofninum. Frá fréltaritara Vísis. Osló, 13. desember. Á næsta ári hefjast við Norf'- nr-Noreg umfangsmestu fiski- rannsóknir, sem gerðar hafa verið í norðurhöfum. Fiskafli fer árlega hrað- minnkandi í Berentshafi og við norðanverðan Noreg og verður rannsóknunum m. a. beint að því að finna orsökina til þess og ráð til að hindra þá ískyggi- legu þróun. Samkvæmt rannsóknum á fiskigöngum í Barentshafi, má búast við stórum fiskigöngum til Lofoten 1958, en verði ekki svo, er óhætt að slá því föstu ‘eð ofveiði hefur þegar átt sér stað í Barentshafi. Afli við Lo- fot hefur farið minnkandí og var þar aflabrestur í fyrravet- ur, semkom mjög hart niður á útgerð Norðmanna. Togarar frá ýmsum löndum toga v'ið Norður-Noreg og í Barentshafinu. Síðustu árin hefir orðið margföld aukning á togaraflota Rússa, sem veiðir í Barentshafi og mun almennt álitið, að fiskstofninn á þessum slóðum þoli ekki hina gífurlegu ve'iði. Rússar hafa nýlega birt álit sitt á því hver sé orsökin fyrir minnkandi afla, en þar um kenna þeir handfæraveiðum Norðmanna. Telja Rússar nylon handfæri Norðmanna hættu- legri íyrir fiskstofn'inn en vörp- ur togaranna. Tvö skip verða við rann- sóknirnar, G. O. Sars og Astur- Augfýsendur athugii. Mjög æskilegt er, að handritin af auglýsing- um, er birtast eiga í Vísi n.k. mánudag, Þorláksmessu, sé skilað eigi síðar en á hádegi á Iaugardag. Stolni bíllinn fundinn. í fyrrinótt var bifreiðinni R- 9132 stolið, þar sem hún stóð við mót Hverfisgötu og Klappar- stígs. í gær var lýst eftir bifreið- inni en í nótt barst lögreglunni tilkynning um að bifreiðin væri fundin. Skemmda er ekki getið. Slys. Síðdegs í gær varð átta ára gamall drengur fyrir bifreið í Garðastræti og meidd’ist á fæti. Farið var með drenginn í Slysa- varðstofuna og reyndist hann óbrotinn. Slæm færð á Hellisheiði. í morgun var slæm færð komin á Hellisheiði sökum snjó komu í gærkveldi og nótt og skafrennings í morgun. Vegurinn var í morgun tal- inn ófær litlum bílum, en stór- ir bílar, þ. á m. mjólkurbíl- arnir fóru heiðina í morgun. Vegagerð ríkisins hefur þeg- ar -sent mokstursvélar á Hellis- heiðarveginn, en á meðan skef- ur er litlum bílum ekki ráð- lagt að leggja á hana. í morgun töldu bílarnir færð- ina hvað versta í öldunum í Svínahrauni, en heldur betri uppi á háheiðinni. Númeraf jöfgun um 5000 hjá HHÍ. Stjórn Happdrætíis Iláskól- j ans hefir ákveðið að f jÖIga | númerum á næsta ári um 5000, — upp í 45.000. — Fjórða hvert númer á eftir sem áður að hljóta vinning og verða vinn- ingar samtals 11250. Sala miða hefir aldrei verið eins mikil hjá H.H.Í. og á þessu ári, sem nú er að líða. Vegna v númerafjölgunar þeirrar, sem að ofan um getur, verður aftur hægt að kaupa raðir af heilum og hálfum miðum. Vinningar verða á næsta ári samtals 15.120.000 kr., tveir á millj., 11 á 100 þús. 12 á 50 þús, 71 á 10 þús., 108 á 5000 og 11015 á 1 þús. Eins og kunnugt er hefir Há- skólinn einkarétt til peninga- happdrættis á íslandi. — Vinn- ingar hjá H.H.f. nema 70% af samanlögðu andvh’ði allra númera eða hærra vinninga- hlutfall en nokkurt annað happdrætti býður. Gæftaleysi í Eyjafirði. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Síldveiði hefur legið niðri í Eyjafirði frá því fyrir helgi þar til í gær að skipin fóru út að nýju. Var það hvassviði’i, sem hamlaði veiðunum, en í gær var lygnara og fóru skipin þá út að nýju. Fengu flest ein- hverja veiði, en yfirleitt litla. Alls höfðu borizt tæp 14 þús. mál til Krossanesverksmiðj- unnar í gærkveldi. í morgun varð síldar vart al- veg inni við bryggjur á Akur- eyri og voru öll skipin komin á veiðar og búin að kasta, en ekki vitað um afla. Vænlegri horfur á Kýpur. IXIýi landsstfórinn á fundi með borgarstjórum. Borgarstjórar á Kýpur sátu fund með Sir Hugh Foot hinum nýja landstjóra Breta, í land- stjórabústaðnum í gær. Þykir þetta allmiklum tíð- indum sæta, því að borgarstjór- arnir neituðu slíkri samvinnu við fyrirrennara hans, Sir John Harding. Sir Hugh sagði í gær, að Kýpurbúar væru viðfeldnir menn og hlýlegir og alls ekki langræknir. Væri áhugi meðal manna að samkomulagi yrði náð sem fyrst, svo að allir gætu tekið til starfa á nýjan leik og byggt frá grunni. EOKA hefir tilkynnt, að yf- irlýsingin, sem birt var fyrir 9 mánuðum um, að hermdarverk- um skyldi hætt, væri enn í gildi. Vegna alls þessa gera menn sér nú nokkrar vonir um, að leið finnist til samkomulags. DregiB um helglna í símahappdrættinu. Svo sem kunnugt er efndx Styrktarfélag lamaðra og fatl aðra til símahappdrættis í haust. Aðalvinningar eru tvær fok- heldar íbúðir og fjórir auka- vinningar, hver að upphæð 10 þúsund krónur. Sala happdi’ættismiða hefur gengið sæmilega og verður dregið nú um helgina. Vísitalan óbreytt. Kauplagsnefnd hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. des- ember s.l., og reyndist hún vera 191 stig. Viðskiptamálaráðuneytið, 17. desember 1957, Fjárlögunum Jp|á“. Dýrlíðin strikuð út með því að sieppa 65 millj. kr. til dýrtíðarráðstafana. Eins og almenningur veit, hefur ekkert bólað enn á „bjargráðum“ ríkisstjórnarinnar og hún skammaðist sín ekki fyrir að skýra frá því í athugasemdum með frumvarpi til fjárlaga, að hún vissi ekki, hvernig hún ætti að finna um 70 milljónir króna til að jafna greiðsluhalla, sem gert var ráð fyrir. Síðan hefur orðið Ijóst, að raunverulega vantar miklu meira fé, en stjórnin hefur þagað þunnu hljóðu um úrræðin, enda þykir ekki hyggilegt að tilkynna nýja skatta, þegar bæjarstjórnarkosningar eru skammt undan. En nú hefur Vísir frétt, að fjármálaráðherrann hafi fundið þjóðráð tií að „bjarga“ fjárlögunum, og muni koma fram tillaga um það á þingi í dag. Er ætlunin að fella niður hvorki meira né minna en 65 milljóna króna útgjaldalið, og hækka um leið nokkra tekjuliði, svo að brúað verði 100 milljóna króna bil, sem bersýnilega verður ella milli tekna og gjalda. Er ætlunin að fella niður öll framlög til dýrtíðarráðstafana, og væntan- lega verður dýrtíðin þar með úr sögunni. Verður að víta stjórnina fyrir að hafa ekki látið sér slíkt heillaráð til hugar koma áður, og sýnir fjármálaráðherra liér nýja hlið á snilli sinni. Mætti athuga ,hvort aðrar þjóðir geti ekki lært af okkur í þessu efni. Það er áreiðanlegt, að önnur eins afgreiðsla fjárlaga mun aldrei hafa sést á íslandi, því að allir vita, að útveginum — og öðrum atvinnu- greinum — er nú Jiörf aukinna styrkja en ekki, að þeir sé niður felldir, verði ekki gripið tií annarra rada. Er síldin horfin aftur? Engin veiði nú, þar sem ntokafli var fyrir helgi. í gær Iagði síldveiðiflotimi úr höfn að nýju eftir óveðurshrot- una um heígina, en nú brá svo við að lítið sem ekkert veiddisk Fóru bátarnir þó á sömu slóð- ir og þeir mokveiddu á fyrir helgina og veður auk þess sæmi lega gott, en talsverður sjór. Bátunum gekk illa að fá lóðn- ingar, en munu samt yfirleitt hafa lagt netin. Veiði var yfir- leitt sáralítil og margir bátanna fengu ekkert. Munu þeir ekki Sustov og Krúsév keppinautar. Fregn frá Varsjá hermir, að Suslov hafi verið sá hinna rússnesku forsprakka, sem mest bar á, er kommúnista- ráðstefnan var haldin í Moskvu, að byltingarafmælinu loknu. — Suslov er nú annar í röðinni, næstur Krúsév, meðal for- sprakkanna í Moskvu, og tal- inn orðin K. hættulegur keppi- nautur. — Suslov er Stalinisti. Heimildarmenn þessa eru pólskir kommúnistar, sem sátu ofannefnda ráðstefnu. i koma til hafnar 1 dag ef veður- spá verður ekki þeim mun óhag- stæðari. Undantekning mun það hafa verið að bátar hafi fengið sæmilega veiði, þannig hafði v.b. Þorbjörg frá Grindavík hafa fengið um 3 tunnur í net, sem svarar til þess að hann hafi fengið 100150 tunnur alls. Af Akranesbátum fengu 4 eða 5 bátar 30—40 tunnur hver, en hinir ekkert. Sjómennirnir vita ekki hvern- ig á þessu stendur, hvort síldin muni vera horfin með öllu, færzt eitthvað til eða dýpkað á sér, þannig að hún veiðist ekki. Telja þeir þó frekar ólíklegt að hún sé horfin. Erfiít að flytja Mayflower II. í ráði er að flytja Mayflower II — eftirlíkingu af Iandnema- skipinu — í vetrarlægi við Florida-skaga vestan hafs. Ekki verður skipið þó látið fara þangað undir seglum, heldur er það dregið þangað. Förin hefur þó gengið illa, og oft hefur dráttarbáturinn orð- ið að leita lægis vegna storma.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.