Vísir - 08.01.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 08.01.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 8. janúar 1958 VlSIB 3 Jónas Guðmundsson: Fyrir dómstóli Bibli- unnar og reynslunnar. Sváii' til próf. Sifjuwbjjörns Einat'ssonar. ..Minnist þess hins fyrra frá upphafi, aö ég er Gnö og eng- . inn annar, hinn'sanni Guö og enginn minn Uki, ég sem kunn- I kjörði endalokin frá öndverðu i og sagði fyrir fram þaö, seni ; eigi var enn fram komið, sem i segi: mín ráðsályktun stendur i sttööugt og aitt sem mér vel ! likar framkvœmi ég.“ JESAJA 46. 9, 10. < l Próf. Sigurbjörn Einarsson afneitar spádómum Biblííunnar. Undanfarnar vikur hefur hr. prófessor Sigurbjörn Einarsson birt í dagblaðinu Vísi svör við grein þeirri, er ég skrifaði i síð- asta hefti Dagrenningar og nefndi: „Þeir dagar koma“. Alls hefur prófessorinn nú birt fimm greinar til andsvara grein minni — eina grein á viku hverri — og er þetta svar hans nú orðið nokk uð, að minnsta kosti að vöxtum til. Greinar sinar hefur próf. S. E. nefnteins og hér segir: „Árás svarað“, „Biblian er ekki Krukk- spá“, „Kristur og spádómarnir“, „Órekjandi vegir“ og „Biblían óvirt“. Ef svara ætti hverri grein fyrir sig, væri það mikið verk, sem fáum yrði þó að gagni. Greinum prófessorsins verður því svarað hér öllum í heild og reynt að halda sér við aðalá- greiningsefnið: hinn mismun- andi skilning okkar á spádóm- um Biblíunnar. Eins og nokkuð má ráða af yfirskriftum greina próf. S. E„ telur han.n mig líkja Biblíunni við Krukkspá og telur að ég og aðrir, sem hafa svipaða afstöðu, óvirðum Biblíuna með skilningi okkar á spádómum hennar. Um þessar skoðanir segir próf. S. E. orðrétt í upphafi síðustu grein- ar sinnar: „Hér hafa að undanförnu ver- ið gagnrýndar skoðanir á Biblí- unni, sér í lagi spámannaritun- nm, sem tímaritið „Dagrenning" lrefur boðað um márgra ára skeið. Þeim hefur nú verið stefnt fyrir dómstól Biblíunnar sjálfrar og reynslunnar og þær standast fyrií’ hvorugum." Próf. S. E. segir ennfremur í niðurlagi þessarar sömu grein- ar: „Engum verður bannað að hafa þessar skoðanir og flytja þær. En þegar þær eru fluttar í nafni Biblíunnar og boðaðar sem hinn eini sa-nni kristindóm- ur, þá verður ekki komizt hjá þvi að mótmæla, því að þær eru algerlega gagnstæðar Biblíunni og’ eiga ekkert skylt við kristin- dóm. Það nálgast trúníð'að boða slíkt í nafni Krists." (Lbr. S. E.) Það þarf ekki frekari vitna við en þessara tilvitnana um það, að próf. S. E. telur það jafnvel trúðníð að hafa þá skoðun á spádómsritum Biblíunnar, sem Dagr. hefur flutt um árabil, svo sem það að „sumír af spádóm- uni liennar eigi við nútímann og átök þau, er nú fara íram í ver- öldinni milli hins austræna heið- indóms, sem margir aðhyllast 1... og kristindómsins ...“ og „að þessa spádóma megi tíma- setja með nokkurri nákvæmni, ef hið sérstaka tímatal Biblíunn- ar er rétt skilið ...“ (Dagr., á- gúst 1957). Það er mikilsvert að hafa fengið svo afdráttarlausa yfir- lýsingu eins af guðfræðikennur- um Háskóla Islands um það, hvernig kirkjan lítur á spádóms- rit Biblíunnar. Af því má ráða, hversu ófullkomna fræðslu prestaefni landsins fá um þessi þýðingarmiklu undirstöðuatriði kristinnar trúar — spádómana. Próf. S. E. neitar þvi alveg af- dráttarlaust, að spádómar Biblí- unnar séu raunverulega spá- dómar, þ. e. að Drottinn segi fyr- ir óorðna hluti, þ. á m. örlög þjóða og aðra athurði, sem hafa heimssögulega þýðingu. Eg geri ráð fyrir þvi, að próf. S. E. vilji telja fæðingu og dauða Frelsar- ans til slíkra atburða, þó að sam- tíðarmenn Krists i háum em- bættum hafi litið öðruvísi á málið. Plann segir orðrétt í einni grein sinna í Vísi: „Guð hefur ekki sagt mann- kynssöguna fyrirfram. Það var ekki köllun spámanna hans að gera það. Guð flutti fyrir munn þeirra fjölmargar viðvaranir, sem urðu áþreifanlegur veru- leiki, þegar þeim var ekki sinnt.“ Hann heldur áfram: „Guð hefur ekki rakið söguna fyrirfram í stórum dráttum í orði sínu þannig, að vér getum tímasett aðvaranir hans og fyr- irheit og reiknað út, hvar komið sé þróun hennar og hvað sé framundan. Guð er sá herra yfir sögunni og það frjáls í stjórn sinni, að hann hvorki getur né vill kunngera rás atburðanna með slíku móti. Sagan er ekki ráðin fyrirfram og þá verður hún ekki sögð fyrirfram. (Lbr. S. E.) Ella væri ekkert frelsi til, heldur lyti allt óhagganlegum á- kvæðum.“ — — „Spámenn eru bermálir um það, sem við ligg- ur, ef farnir eru vegir afbrota og óheilla, eins og fyrirheit þeirra eru ótviræð. Orð þeirra eiga sannarlega við nútímann. Þau eiga við alla tíma.“ Af þessum ummælum er svo ljóst, sem verða má, að hann telur spádóma Biblíunnar eliki spádóma heldur aðvaranir, sem liafi almennt gildi fyrir alla tíma, og þá náttúrlega fyrir vora daga eins og þá, sem liðnir eru, og hina, sem ókomnir eru. En prófessorinn lætur ekki við þetta sitja, hann segir ennfremur: „Það er fánýt iðja að rýna spádómana út frá þeim skiln- ingi að þeir séu rósamál um rás stórviðburða. veraldarsögunnar,, sem hægt sé að tímasetja eftir þeim.“ „Biblían er allt annað en völvu fræði. Spámenn eru ekki spá- sagnamenn." Ég tel þessar tilvitnanir, sem teknar eru úr greinum próf. S. E., nægja til þess að sýna skiln- ing hans og skoðun á spádóm- unum. Hér er það berum orðum sagt, að spámenn Drottins segi ekki fyrir örlög þjóða og ríkja nema í aðvörunarskyni. Því er blátt áfram neitað, að Drottinn hafi nokkurt ákveðið takmark með mannkynið, sem hann stefndi að, og segi beinlínis fyr- ir, hvað verða muni. Vitnin leidd. Eins og próf. S. E. stefndi mér fyrir „dómstól Bibliunnar og reynslunnar", vil ég nú leyía mér að stefna honum fyrir sama dómstól og vona ég að hann mis- virði það ekki. Samkvæmt hans eigin kenningu eru spádómarn- ir aðeins „viðvaranir, sem urðu áþreifanlegur veruleiki, þegar þeim var ekki sinnt“, en Guð seg ir hvorki fyrir ákveðna atburði né tiltekna tíma. Sem fyrsta vitni fyrir dómin- um leyfi ég mér að leiða forföð- ur Israelsþjóðarinnar: Abraham. Drottinn sagði við Abraham: „Vit það fyrir vist, að niðjar þínir munu lifa sem útlendingar i landi, sem þeir eiga ekki, og þeir munu þjóna þeim, og þeir þjá þá í fjögur hundruð ár. En einnig þá þjóð, sem þeir munu þjóna, mun ég dæma, og síðan munu þeir þaðan fara með mik- inn fjárhlut.“ (I. Mós. 15. 13— 14). Nú spyr ég: Hvað er þetta annað en hreinn spádómur, þar sem ekki einasta eru sögð fyrir örlög Israelsættkvíslanna um langa framtíð, heldur einnig ná- kvæmlega tiltekinn árafjöldi þeirra í þrældómslandinu? Þetta er engin ,,aðvörurt“, heldur skýr spádómur um fyrirætlan Ðrott- ins. Móses. Næsta vitnið, sem ég leiði fyr- ir dómstólinn er Móses, sem um segir í lok Mósebóka, að „eigi reis framar upp í Israel annar eins spámaður og Móse, er Drott inn umgekkst augliti til aug- litis“. 1 öllum Mósebókum úir og grú- ir af spádómum, sein Drottinn sjálfur talaði við Móse. Sumir snerta hann persónulega, eins og til dæmis þessi: ,,Og Drottinn sagði við Móse í Mídianslandi: Far þú og hverf aftur til Egiptalands, hvt —ð eru allir dauðir, sem le.i uv>U Gii- ii’ lífi þími“. Aðrir spádómar áttu við fram- tíð ísraels, og hér er einn þeirra: „Seg þú Israelsmönnum: Ég er Drottinn, ég vil leysa yður undan ánauð Egipta og hrífa yð- ur úr þrældómi þeirra og frelsa yður með útréttum armlegg og miklum refsidómum. Ég vil út- velja yður til að vera mitt fólk og ég vil vera yðar Guð, og þér skuluð reyna að ég er Drottinn, Guð yðar, sem leysi yður undan ánauð Egipta. Og ég vil leiða yð- ur inn í land það, sem ég sór að gefa Abraham, Isak og Jakob, og ég vil gefa yður það til eign- ar“. Er hér ekki enn sögð fyrir saga ísraels um langt árabil? Er þetta ekki spádómur Guðs um ákveðna atburði hjá ákveðinni þjóð? Ég held að próf. S. E. treystist tæplegá til að neita því að svo sé. Hér er þá „sagan sögð íyrir“. Þetta hafði Guð ákveðið og það varð. Hann sagði hér fyrirfram, hvað hann ætlaði sér að gjöra og hann framkvæmdi það. Hins vegar segir i sama kapítulanum: „Móse sagði Israelsmönnu.m þetta en þeir sinntu honum ekki Tízka. Amaryllis í París kynnti þessar þrjár ungu dömur. Þær eru í síSbuxum úr lambsskinni og blússu úr kálfaskinni. —^ Hentugur klæðnaður þegar komið er inn af skíðunum. Isökum hugleysis og vegna hins stranga þræidóms.“ ) En hvorki hugleysið ná þræl- dómurinn gat komið í veg fyrir að spádómur Drottins rættist. Þessu er svipað farið nú. Menn sinna ekki spádómum Drottins, bæði vegna „hugleysis og þræl- dóms“. Háskólar vestrænna þjóða telja það ekki ómaksins vert að kynna sér kenningar og skoðanir hinna ágætustu manna, sem nú er haldið fram um Isra- elsþjóðina og spádóma Biblíunn- ar. Þeir sinna því ekki fyrst og fremst vegna „hugleysis", þeir þora ekki að rökræða þessar kennir.gar, en einnig vegna „þrældóms, sem heimskuvísindi nútímans og rangtúlkuð saga hefur þeim á herðar lagt. Nú skal ég taka það fram til að fyrlrbyggja allan misskiln- ing, að ág trúi þvi ekki, að Móse- bækurnar séu „siðari tíma til- búningur", þ. e. að þær séu skrif- aðar löngu eftir að sú saga gerð- ist, sem þar er sögð, og Guð hafi aldrei „talað við“ Abraham og Móse „eins og maður talar við mann“, heldur sé þessu „komið svona fyrir“ í frásögn- inni til þess „að blekkja" síðari tíma til trúar á Guði, eins og kennt mun hafa verið, og er ef til vill enn, hér í háskólanum. Ég trúi þvi alveg bókkstaf- lega, að Drottinn hafi talað við þessa menn og aðra spámenn sina og þjóna, sem hann sendi til þess bæði að aðvara þjóð sina og segja henni fyrir hluti, sem henni var nauðsynlegt að vita. Með þeim „rökum“ verða því vitnisburðir þessara tveggja spámanna ekki ónýttir, hvorki fyrir dómstóli Biblh'.nnar né reynslunnar. ★ Davíð konungur. Þriðja vitnið, sem ég leyfi mér að leiða fyrir „dómstól Biblíunn- ar og reynslunnar", er Davið konungur i Israel og ásamt hon- um Natan spámaður: „Konungur sagði við Natan spámann: Sjá ég bý i höll af sedrusviði, en örk Guðs býr und- ir tjalddúk. Natan svaraði kon- ungi: Far þú og gjör allt, sem þér er i hug, því að Drottinn er með þér. En hina sömu nótt kom orð Drottins til Natans svohljóð- andi: Far þú og seg þjóni mín- um Davið: Svo segir Drottinn: Ætlar þú að reisa mér hús til að búa i?-----Ég hef tekið þig úr haglendinu frá hjarðmennsk- unni og sett þig höfðingja yfir lý'ð minn Israel, ég hef verið með þér í öllu, sem þú hefur tekið þcr fyrir hendur,-----og ég mun gjöra nafn þitt sem nafn mestu mánna, sem á jörðinni eru, og fá lýð m.ínum Israel stað og gróðursetja hann þar — — . og Drottinn boðar þér, að Drott- inn muni reisa þér hús. Þegar ævi þin er öll og þú leggst hjá feðrum þínum', mun ég hefja afspring þinn eftir þig, þann er frá þér kemur, og staðfesta konungdóm hans. Hann skal reisa liús mínu nafni og ég mun staðfesta konungstól lians að eilífu.----Hús þitt og ríki skal stöðugt standa fyrir mér að ei- lífu, hásæti þitt skal vera óbif- anlegt að eilífu. Natan flutti Davíð öll þessi orð og sagði hon- um sýn þessa alla.“ (II. Sam. 7. kap.) Mundi próf. S. E. treystast til að segja, að hér sé ekki spáð um atburði og örlög? Hér lætur drottinn Natan spámann segja Framh. á 9. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.