Vísir - 08.01.1958, Blaðsíða 12

Vísir - 08.01.1958, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. ______ . Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur • Látið hann færa yður fréttir eg annað Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið lestrarefni heim — án fyrirhafnar af ókeypis til mánaðamóta. yðar hálfu. M rESÍ rUR’ r4il?ÍÉm Sími 1-16-60. ! Sími 1-16-60. W UBH LHF iBwBa Miðvikudaginn 8. janúar 1958 Nauisyn orðin á byggingu safnahúss á Akureyri. Undir sama þaki veröi bókasafn, nátturugripa- safn, byggöasafn og listasafn. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri á gamlársdag. Þeirri hugmynd hefur skotið upp á Akureyri, að þar verði byggt safnahús fýrir bökasafn, náttúrugripasafn, byggða^afn og listasafn og hefir Steindór Steindórsson menntaskóla- kcnnari borið fram tillögu um Jietta í bæjarstjórn Akur- eyrar. Tillaga Steindórs var þannig: „Bæjarstjórn samþykkir að hefja á næsta ári undirbúning að byggingu safnhúss fyrir bæ- inn á líkan hátt og meðfylgj- andi greinargerð gerir ráð fyr- ir. Jafnframt kýs bæjarstjórn þriggja manna nefnd til þess að annast framkvæmdir og undirbúning og starfi nefndin í samráði við bæjarráð.“ í greinargerð segir tillögu- maður á þessa'leið: „Akureyrarbær á nú tvö söfn, bókasafn og náttúrugripa- safn. Þótt hið síðarnefnda sé að vísu lítið, þá er það engu að síður merkilegur vísir. Enn- fremur hefir bærinn haft sam- vinnu við Eyjafjarðarsýslu um að efna til byggðasafns og er þegar kominn nokkur vísir til þess safns. Þá á bærinn allmörg málverk, sem vel gætu verið byrjun á listasafni. Eins og nú er ástatt, eru hús- næðismál safna þéssara í öng- þveiti. Bókasafnið á að vísu allgott húsnæði, en naumast líður á löngu áður en það vex upp úr þeim húsakynnum, sem einnig eru á ýmsa lund óhent- ug þótt vel megi við hlíta til bráðabirgða. Náttúrugripa- isafnið hefir húsnæði hjá bóka- safninu, og hefir litla vaxtar- möguleika innan þeirra veggja og það því heldur sem bóka- safnið er ört vaxandi. — Byggðasafnið er húsnæðislaust með öllu og er nú í bráðabirgða j geymslu, og engin leið til að jopna það almenningi. Málverk þau, sem bærinn á, eru geymd sumpart í Gagnfræðaskólanum og sum í skrifstofum bæjarins. Er slíkt vandræðalausn og þar að auki er nær ókleift að taka á móti farandsýningum mynd- listarmanna eða listasafns rík- isins, þar sem enginn er sýn- ingarsalurinn til í bænum. Til þess að leysa vandamál þessara safna er undanfarandi tillaga borin fram. Hér er um að ræða svo mikið menningarmál, að ekki má öllu lengur dragast úr hömlu, að undirbúningsfram- kvæmdir hefjist. Á næsta ári mætti þegar hefja undirbúning, ákveða safninu stað, fá upp- drætti af húsi, sem þjónað gæti umræddum tilgangi, en væri jafnframt við það miðað, að hægt yrði að auka við það síð- ar meir eftir því sem þarfir safnanna ykjust: Lagt er til, að kosin verði sérstök byggingar- nefnd. Tel eg það heppilegra heldur en að bæjarráð eitt hafi framkvæmdir með höndum, því að það hefir í mörg horn önnur að líta. Æskilegt væri að framkvæmdum yrði hraðað svo, að séð yrði fyrir endann á byggingunni á aldarafmæli bæjarins að fimm árum liðn- um.“ Á fundi bæjarráðs fyrir jól var tillaga Steindórs tekin fyr- ir eftir að bæjarstjórnin hafði vísað henni þangað. En meiri hluti bæjarráðs taldi ekki fært, sökum fjárhagsörðugleika, að taka á fjárhagsáætlun fyrir 1958 framlag til byggingar safnahúss. Stjórn Eisenhowers býr við vaxandi mótspyrnu. Aukafjárveifin§ vegsis eld- Uppdráttur þessi er af hinu uni- deilda Ifni-svæði i Marokkó, þar sem mest var barist á dðgunum. HeEmingi minni sífdarafli Akranes- báta 1957 en árið áður. Mestu munaði í ágúst og nóvembermánuði. Akranesi í gær. Síldveiði Akranesbáta á því liausti, sem nú var að líða, er nieir en helmingi minni heldur en hún var haustið 1956. Alls veiddust í haust er leið 28 257 tunnur síldar á Akranesi en 59 474 tunnur haustið áður. Mestur munur var á veiðum í nóvember- og ágústmánuði í fyrra og hitteðfyrra. 1 fyrra (þ. e. síðastliðið haust) veiddust ekki nema 6661 tunna í nóvem- bermánuði, en 22 209 tunnur i sama mánuði árið á undan. 1 ágústmánuði bæði árin var einnig mikill munur á afla. 1 s. 1. ágúst veiddust aðeins 1921 tn., en í ágústmánuði 1956 veiddust 11339 tunnur. 1 desember var aflinn áþekkur bæði árin, en þó heldur meiri árið 1956. En í því sambandi ber að geta þess að í desember 1956 voru ekki farnar nema 52 sjóferðir frá Akranesi, en í s. 1. desembermánuði 150 sjóferðir og veiddust þó um 460 tunnum minna. Samkvæmt aflaskýslu Akra- nesbáta í s.I. des. var heildarafl- inn þann mánuð 11010 tunnur hjá 21 báti í samtals 150 sjóferð- um. Aflahæsti báturinn var- Sig- urvon með 1043 tunnur í 11 sjó- ferðum og næstir Bjarni Jóhann esson með 8778 tunnur og Keilir með 8720 tunnur eftir 7 sjóferðir hjá hvorum bát. Spennandi handknaft- leikskeppni Næstkomandi sunnudagskvöhl senda Fimleikafélag Hafnar- fjarðar og Knattspyrnufélag Beykjavíkur beztu lið sín til keppni í handknattleik að Há- logalandi. Efnt er til þessarar keppni í ágóðaskyni fyrir væntanlega þátttöku og för íslenzkra hand- knattleiksmanna á heimsmeist- arakeppnina í Berlín í vetur. Keppni hefst kl. 8 um kvöld- ið með keppni 2. flokks kvenna. Þá verður háð keppni milli 3. flokks karla og síðast keppa meistaraflokkar FH og KR. Er þess leiks beðið með mikilli eft- irvæntingu, því þetta eru tví- mælalaust tvö beztu handknatt- Ieikslið í meistaraflokki karla, sem nú eru til hér á landi og í heild má segja að liðin séu mjög jöfn og úrslit tvísýn í hverjum leik þegar þau keppa. Sambandsstjórnin í Wash-1 erfiðara uppdráttar en fyrr. Þó ington á nú við harðnandi mót muni demókratar ekki hika spyrnu að ræða á þingi, þar við, að veita fé ríflega til land- sem hún er í minni hluta í báð-' varna. um deildum. Þjóðþingið er nú komið sarn- Eisenhower forseti hefur lagt an til fundar og hefur Eisen- til við þjóðþingið, að það veiti hower forseti að undanförnu , til viðbólar á fjárlögum þessa verið að vinna að hinum ár- fjárhagsárs 1260 millj. dollara lega boðskap til þjóðþingsins, til landvarna. j sem hann flytur er það kernur Fénu skal varið til eldflauga saman jafnan í upphafi hvers og stöðva, rannsókna og tækjja, árs. m. a. rannsókna á hvernig unnt verði að afstýra eldflaugahætt- 'iunni með því að eyðileggja eld- flaugar,- sem eru á leiðinni. Stjórn Eisenhowers á nú við það að búa, að demokratar hafa meirihluta í báðum þing- deildum. Meðal þeirra er vax- andi óánægja með Eisenhower sem þjóðarleiðtoga, og þykir það sem gerzt hefur á alþjóða- vettvangi í seinni tíð, hafa bent til, að hann sé ekki eins heppilegur forystumaður og al- . mennt var ætlað. Vafalaust I kemur þetta sjónarmið einnig fram til ávinnings flokknum í næstu forsetakosningxim, segja sumir fréttamenn, en hvað sem um þetta sé, muní' ýmis áform stjórnarinnar eiga Hiítary hittir Dr. Fuchs. Sir Edmund Hillary kveðst nú munu hitta dr. Fuch í stöð „700“. Eru það seinustu fréttir um ágreining þeirra. — í Reuter- fregn segir að það sé skylda Sir Edmunds að greiða fyrir dr. Fuchs sem bezt hann geti, vilji dr. Fuch halda áfram ferðum sínum, eins og upphaf- lega var ætlað. 39651 á kjörskrá í Reykjavík. Sanxkvæmt upplýsingum frá Manntalsskrifstofunni telur kjör skrá í Reykjavík við bæjar- stjórnarkosningarnar í mánuð- inum 39 651 manns. Er hér þó ekki um tæmandi tölu að ræða um kosningabæra menn í bænum, þar sem skráin nær yfir alla þá, er 21 árs verða til og með 23. janúar 1959. Er það fólk skrifað á kjörskrá með fyrirvara. Við síðustu bæj- arstjórnarkosningar 1954 voru á kjörskrá 36 825. Eisenhower ávarpar þjéðþingið á morgun. Á morgun, fimmtudag, flytur Eisenhower Bandaríkjaforseti þjóðþinginu hinn árlega boð- skap um ástand og horfur, seni forsetinn jafnan flytur í jan- úar, er þjóðþingið er komið> saman til starfa. Eisenhower hefur starfað að ræðu sinni að undanförnu á búgarði sínum við Gettysburg, og er kominn aftur til Wash- ington. | Útvarpið, „The Voice of American“ mun útvarpa ræS-u I Eisenhowers um heim allan eins og hann flytur hana. ■ Ræðuna hefur Eisenhower 'milli kl. 17.15 og 18.15 eftir Greenwich meðaltíma (16.15— 17.15 ísl. t.) en flutningur ræð- Atlantshafsráðið kemur sam- unnar mun taka um 30 mínút- an til fundar í dag í París og ur. Fundur Natoráðs haldinn. ræðir svörin til Búlganins. A undan ræðunni verður út- Afrit af bréfum ríkisstjórna varpað fréttum úr ýmsum Frakklands, Belgíu og Banda- löndum og stendur sá frétta- ríkjanna liggja fyrir fundinum. flutningur stundarfjórðung. Engin svör munu verða birt í i Útvarpað verður til Evrópu íá 11, 13, 16, 19, 25 og 31 mtr. heild að sinni. fé fennir í Grímsey. Hefur ekki komið fyrir í manna minnum. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. I síðastliðnum mánuði fennti fé í Grímsey í aftaka norð- austan hríðarveðri en þar hefur ekki fennt fé fyrr í minni elztu manna. Rétt um miðjan desember- mánuð skall á stórhríð af norðaustri í Grímsey og brast hún skyndilega á. Sauðfé var þá allt úti, enda hafði veður ver- ið milt og gott dagana áður og menn áttu ekki von jafn skyndi legrar veðrabreytingar. Geysilegt ofankafald var jafnhliða hvassviðrinu, en veðrið lægði fljótlega og er leið nokkuð á daginn slotaði því svo að menn gátu leitað fjárins. Kom þá brátt í ljós að allmargt hafði fennt þá um daginn. Mörgu af því varð bjargað, en nokkurar kindur köfnuðu og fundust dauðar. Elzti barnfæddur Grímsey- ingur, sem kominn er nær átt- ræðu, segist ekki vita til að þar hafi fé fennt áður. Aftaka hríðarveður gerði svo aftur í Grímsey bæði á jólanóttina og á gamlárskvöld en olli þá ekki neinu tjóni. Aðfaranótt s.l. sunnudags gerði hláku og tók snjóinn þá að miklu leyti upp svo að nú eru hagar komnir upp að nýju og fé beitt. Sjór hefur lítið verið stund- aður frá Grímsey að undan- ■ förnu sökum ógæfta, en s.l. mánudag réru bátar með hand- færi og var meðalafli á bát um 11 skpd. af þorski. Að þessu sinni hefur enginn ! Grímseyingur leitað úr eynni í atvinnuleit, eins og oft hefur tíðkast, en nú búa eyjarskeggj- ar sig af kappi undir væntan- lega hrognkelsaveiði við eyna, en s.l. vetur og vor var hrogn- kelsaveiði þar óvenju góð. Kvenfélagið Baugur í Gríms . ey efndi til jólatrésskemmtunar s.l. laugardagskvöld og var hún vel sótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.