Vísir - 17.01.1958, Page 11

Vísir - 17.01.1958, Page 11
Föstudaginn 17. januai' 1958 VISIR 11 lIllllIHililSEIIHIIBKilHilifiHIiIlHiSIillIlílliiKIIIIEfilIIIIESiBiIllllIIIIIl Leynilögregluþraut dagsins. Hræðileg mistök. Prófessor Fordney lauk rannsókn sinni á herberginu. Er hann fann allt eins og vera bar að undnateknu líkinu á gólfinu og blóðinu, sem litaði gólfið og gluggasilluna, sneri hann sér að manninum, sem sat þegjandalegur í stól. Er maðurinn var inntur eftir því er gerzt hafði, sagði hann svo frá hinum sorglega atburði: — Nokkrum sinnum í kvöld varð kona mín vör við ein- hver háreysti fyrir utan og bað mig um að athuga hvað um væri að vera. Eg' gerði svo en fann ekkert athugavert, og eg áleit þá að hér væri um að ræða einhverja galgopa, er væru að reyna að hræða okkur. Við fórum í rúmið um kl. 1 og skömmu síðar vaknaði eg við lágt hvísl og annan hávaða. Nokkrum augnablikum síðar höfðu augu mín vanist myrkr- inu og eg kom auga á einhverja veru, er stóð' við gluggann. Eg greip til skammbyssunnai’, sem lá undir koddanum og skaut tvisvar, stökk fram úr, kveikti ljósið og mér til skelfingar sá eg konu mína liggja í blóði sínu á gólfinu dána. Eg hringdi til Willards læknis og þá .... — Augnablik, greip Fordney fram i. Að hvaða niðurstöðu komust þér læknir? — Önnur kúlan hefur farið i gegnum öxlina, hin inn um bakið i gegnum hjartað og út um vinstra brjóstið. Dauðan bar þegar að höndum, svaraði læknirinn. — Hafið þér snert við nokkru nema líkinu, læknir? — Engu. — Og þér, Danlley? — Nú .... aðeins simanum. Síðan fannst mér svo kalt, að eg .... fór niður í kjallara og kveikti upp í miðstöðinni. — Og þér hafið sannarlega lagt vel í, greip prófessorinn fram í, um leið og hann opnaði eina gluggann í herberginu tii að Hleypa inn hreinu lofti. — Þetta var mjög heimskulega áætlað morð, Danlley. Hand- takið hann, lögregluforingi. Hvers vegna? — Lausn annars staðar í blaðdnu. llillil!!li!!!!l!l!lilltl!!nilliiS!llli!!llilllll!ll((Iill!l!ll!il!!llllllllíS Allar leiðir... Framh. af 1. síðu. ir ófærir í Laugardal, Biskups- tungur og Grímsnes. Enginn mjólkurbíll reyndi að komast í Laugardalinn í gær, enda var veður þar svo vont að menn töldu sig ekki muna annað eins hríðarveður. Húsháir skafl ar voru komnir þar og engu farartæki fært eftir vegunum. Bílar fóru hins vegar í gær- morgun bæði í Biskupstungur og Grímsnes til þess að sækja mjólk. Biskupstungnabíllinn var nær 20 klukkustundir i leiðangrinum. lagði af stað kl. 7 í gærmorgun og kom aftur kl. 2 í nótt Bíllirm, sem fór í Grímsnesið var litlu skemur á leiðinni, því hann lagði af stað kl. 11 f. h. í gær, en korn ekki aftur til Selíoss fyrr cn kl. 5 í morgun. í Borgarfirði virðist hafa snjóað miklu minna heldur en > hér í nágrenni Reykjavíkur og í uppsveitum Árnessýslu. í gær komúst allir n>'ólkurbílar þar leiðar sinnar nema vestur á Mýrar og Snæfellsnes. Sömu- leiðis fóru bílar milli Borgar- ness og Akraness og gekk sæmi lega, en í morgun var þó búizt við að sú leið myndi hafa lok-1 ast í gærkveldi eða nótt, sök- um skafbyls í traðir. Þótt snjó- koma væri ekki mikil í hérað- inu í gær var hvassviðri mik- ið og svo dimmt í éljum að bílar urðu að halda kyrru fyrir i hryðjunum. [ Samkvæmt upplýsingum frá Vegngerðinni í morgun hafa ílestir vegir teppzt út frá Rvík, en sumpart er það vegna þess að bifreiðar hafa drepið á sér, sitja fastar á vegunum og loka öðrum farartækjum alla um- ferð. Þannig drap bíll á sér í Kollafjarðarkleifunum í gær- kyeldi, en bílstjórinn yfirgaf bílinn án þess að láta vita og varð þetta til mikilla óþæginda. Hjá Hvítanesi á Hvalfjarðarleið lokaði annar bíll veginum vegna sömu orsaka. Loks skeði enn þetta sama á Krýsuvíkurleið- inni. Þar sat bill þversum í einni brekkunni hjá Kleifar- vatni i morgun en vélar frá Vegagerðinni voru sendar þang að suður til þess að losa um hann. Leiðin til Keflavíkur var far- in í morgun en íór siversnandi og var talið að hún myndi verða ófær öllum minni bílum þá og þegar. Hellisheiðin er lokuð. Hér i Reykjavik urðu nokkr- ar umferðatafir vegna veðurs frekar on að skaflar væru mikl- ir. Þó munu strætisvagnarnir hafa haldið áætlun allvel og ekki tafist mikið nema i verstu hryðj unum. Svo var og um Hafnar- fjarðarvagnana. I rnorgun voru strætisvagnamir hcr i bæhum margir hverjír sein'r t:l i morg- un því aHmiklum snjó hefur hlaðið niður i nðtt og vagnstjór- amir komust ekki lII vinnu sinn- ar í tæka tíð. Lögber'gsvagninn komst ekki upp eftir strax í morgun en ætlaði að reyna að komast að Lögbergi um 10 leyt- ið. ísfregnir. Tvennar isfregnir bárust frá skipum í gær. Önnur barst kl. 11 f. h. þess eínís að ísspöng heíði sézt 16 milui’ misvisandi norður frá Deild, •’n kl. háífátta i gær- kvelcli bárst tilkynning írá Gooa íossi um ’ að sézt hafi' í radar skipsins isspöng mílu vestur CÍmÉAHMÉI Lausn á leyr.ilögregluþraut: ■.mgmioi .iea uueq ua ‘uueggniS gi;ojq ejeq .ieuunuoj[ euie>[ii umufiSg n.ioj uias ‘mnunprni je uia tjso>i ejsuutut ge tpunui ‘hjj tgSes XaixueQ So suta uinpuoq ge gtjoq ueuuoq qpiuimq tgjajj iiEiiinsiiHittinmifiiiiiHiiiiiiii frá Rifi, Óttast var vegna veður- hæðar að ísinn myndi berast nær landi, en í morgun höfðu engar frekari ’ íréttir borizt af isnum, enda tók veður fljótlega að lægja eftir að Goðafoss sendi skeytið í gærkveldi. Lítilsháttar rafmagnstruflanir urðu við Sogsvirkjunina í gær og varð að taka upp rafmagns- skömmtun i Reykjavík skamma stund i gær en straumurinn komst fljótt i lag aftur. Vegna illveðursins í gær yar ákveðið að láta kennslu falla niður í barnaskólum Reykja- víkur í dag, þar eð óttast var að veður myndi haldast óbreytt. Flugsamgöngur féliu með öllu niður innanlands í gær og i dag munu þær að mestu eða öllu liggja niðri þó átti að athuga skilyrði nánar eftir hádegið, en reyna átti að koma flugvél af stað til útlanda. Flugvél sem , teppt var í Glasgöw í gær vegna þess að flugvellir á meginland- inu voru þá lokaðir, munu geta haldið för sinni áfram í dag. Á sjó hefur ekkert oi’ðið að, að því er Slysavarnafélagið hef- ur tjáð Vísi. Símabilanir hafa ekki orðið neinar í nótt umfram það sem orðið höfðu í gær. Þrátt fyrir vonda veðrið í gær var hægt að gera við Norðurlandslínuna, er hafði bilað skammt fyrir norð- an Blönduós og þar með komst Akureyri, Sauðárkrókur og Skagaströnd aftur í símasam- band. Samband rofnaði við Sand- f gerði í gær, en komst aftur í lag. Veikt samband hefur komizt á við Stykkishólm, en sam- sláttur á línunum og mikið umj truflanir. Að öðru leyti er enn ■ bilað það samband, sem rofnaði í gaér og fyrrinótt, en veður hefur yfirleitt batnað svo unnt var að senda viðgerðarmenn út í morgun. Er búizt við að rneira eða minna af línunum komist í lag í dag og þ. á rri. til ísa- ! fjarðar. Verðlag helztu nauðsynja. Til þess að almenningur eigi auðveldara með að fylgjast með vöru verði, birtir skrifstofan eftirfarandi skrá yf'ir útsölu- vcrð nokkurra vörutegunda í Reykjavik, eins og það var hinn. 1. þ. m. Verðmunurinn, sem fram kemur á nokkrum tegundanna, stafar af mismunandi tegundum og /eða mismunandi inn— kaupsverði. Nánari upplýsingar um vöruverð eru gefnar á skrífstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast. fyrir, ef því þykir ástæða til. Upplýsingasími skrifstofunnar er 18336. ISiltfjjíí Nýkomið mikiÖ úrval af varahlutum Rio a.o Head Cylinder Chrome-hlífar Stuðarar Stuðarahorn Viftur Viftureimar Vatnslásar Kveikjur Ljósasvissar Bremsuskálar Bremsuborðar Tímakeðjur Fram- og afturtaretti Gangbrettagúmmí o. fl. ★ Bremsuborðar á HUMBER og HILLMAN ★ Fram DEMPÁRAR á CHEVRGLET frá ‘53 ióii bftsson h.f. BIFREIÖ AVAR AHLUTIR Hringbraut 121 — 10 600. Lægst. Hæst. Matvörur og nýlenduvörur. Kr. Kr. Heiti pr. kg 3.20 3.35 Rúgmjöl pr. kg 2.75 Haframjö-1 pr. kg 3.15 3.90 Hrísgrjón pr. kg 5.00 5.10 Sagógrjón pr. kg. 4.95 5.30 Kartöflumjöl pr. kg 5.20 G 5.85 Te 100 gr. pk 8.45 10.45 Kakaó, Wessanen 250 gr. pk.. . 11.20 14.05 Suðusúkkulaði (Síríus) pr. kg. 76.80 Molasykur pr. kg 6.20 6.30 Strásykur pr. kg 4.55 5.55 Rúsínur pr. kg 19.50 22.50 Sveskjur 70/80 pr. kg 18.60 25.30 Kaffi, br. og malað pr. kg 42.00 Kaffibætir pr. kg 1 21.00 Fiskbollur 1/1 ds 12.75 Kjötfars 16.50 Þvottaefni (Rinso) 350 gr. . . 7.50 8.20 Þvottaefni (Sparr) 250 gr. .. 3.75 Þvottaefni (Perla) 250 gr 3.60 3.65 Þvöttaefni (Geysir 250 gr. .. 3.00 3.05. Landbúnaðarvörur o. fl. Kindakjöt (súpuk. 1. fl.) pr. kg. 24.65 Kartöflur (I. fi.) pr. kg " 1.40 Rjómabússmj., niðurgr. pr. kg. 41.00 Rjómabússmj., óniðurgr. pr. kg. 60.20 Samlagssmj., niðurgr. pr. kg.. . ' i I; 38.30 Samlagssmj., óniðurgr. pr. kg. Y J| 57.30 Heimasmj., niðurgr. pr. kg. .. 30.00 Heimasmj., óniðurgr. pr. kg. .. 48.80 Smjörlíki, niðurgr. pr. kg. . . 8.30 Smjörlíki, óniðurgr. pr. kg. . . 11.30 Egg, stimpluð pr. kg 31.00 Egg, óstimpluð pr. kg. 28.60 Fiskur. Þorskur, nýr hausaður pr. kg. 2.95 Ýsa, ný, hausuð pr. kg 3.40 Smálúða pr. kg í ; 8.00 Stórlúða pr. kg 12.00 Saltiskur pr. kg 6.00 Fiskfars pr. kg 9.50 Ávextir, nýir. Appels. (Seald Sweat) pr. kg. 15.20 Appels. (Blue goose) pr. kg. .. 20.65 Grape fruit pr. kg. 12.90 18.20 Epii (Delicious) 17.00 Epli ( Winesaps) . 18.10 Epli (Jónatan) 18.85 Epli (Delicious) 19.50 Ýmsar vörur. Olía til húsa pr. ltr 0.86 Kol pr. tonn Kol, ef selt er minna en 250 kg. 570.00 pr. 100 kg 58.00 Sement 50 kg pk 31.10 Sement 45 kg. pk, 28.10 Reykjavík, 7. janúar 1958. Verðlagsstjórinn. Knstinn 0. Gulmundsson hdl. Haínarstræti 16. — Sími 13190. Málflutningur — Innheimta — Samningsgerð. ÞILTÁR F’Pfff ttGW unnvsma /jr/ '■'* Eccles viðskiptamálaráð- íierra . Bretlands er í San Francisco. Hann ságði þar, að Bretar liyggðust auka mjög viðskipti sín við kommúnista i Kína. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.