Vísir - 05.05.1958, Blaðsíða 6
6
VlSIK
Mánudaginn 5. maí 195S
WÍSIM.
DAGBLAfi
Víflr kexnur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 8.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 0,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Frá Alþingi:
Tollvörugjöld af öli er
1400% hærri en 1944.
Félag ísS. iðnrekenda mótmælir sér-
sköttun iðngreina.
Þeir vilja misrétti.
Réttarvitund almennings krefst
þess, að allir menn sé jafnir
fyrir lögunum. Öll alþýða
manna vill ekki, að einum
sé gert hærra undir höfði en
öðrum, að því er lög og ann-
, að snertir, en því er þó ekki
að neita, að innan þjóðfélags
ins er hópur manna, er vinn-
ur fyrst og fremst og öllum
stundum að því að viðhalda
gömlu misrétti og auka
það eftir mætti. Þessi hópur
er framsóknarmenn, sem
berjast ár og síð og alla tíð
fyrir því, að kaupfélögin
hafi sem allra bezta a'ðstöðu,
að því er skattamál snertir,
og hefir þeim orðið mjög vel
ágengt.
Eins og allir vita hafa kaupfé-
lögin ekki þurft að greiða
eins þunga skatta og kaup-
mannaverzlunin. Þau hafa
notið sérstakra fríðinda í
þessu efni, og þau fríðindi
hafa framsóknarmenn á
þingi' og utan þings varið
með oddi og egg. En nil er
svo, komið, að þessum mönn-
urn nægir engan veginn að
kaupfélögin njóti skattfríð-
inda, því að þeir vilja korna
því svo fyrir, að þeim verci
veitt algert skattfrelsi. Að
því og engu öðru miðar það
frumvarp um breytingu á
lögunum urn, samvinnufélög,
sem lagt var fram á þingi
fyrir fáum vikum, eins og'
Vísir gat.um á sínum tíma.
Og nú hamast framsóknar-
menn við að verja það.
Hræsni sú og yfirdrepsskapur,
sem komið hefir fram hjá
þéim við umræður um þetta
mál, hafa tekið fram öllu,
sem þekkzt hefir hjá þeim
áður, og er þá mikið sagt.
Hér skulu tilfærðar fáeinar
setningar úr Tímanum á
þriðjudaginn. Þar segir með-
al annars: „Það er stefna
Framsóknarmanna, að sam-
vinnufélögin njóti sem lík-
astrar aðstöðu og einkarekst-
urinn. Þeir telja, að sérstök
hlunnindi sé samvinnu-
hreyfingunni ekki hagkvæm,
þegar til lengdar lætur, held
ur geti dregið úr árverkni
hennar og framtaki. Jafn-
réttisaðstaðan sé henni
bezt . . ..“
Ástæðulaust er að taka fleira
upp úr þessari grein Tímans.
Hvernig eru þeir menn inn-
, réttaðir, sem geta látið sér
annað eins um munn fara,
ganga svo gersamlega í ber-
högg við sannleikann um
feril sinn á fyrri árum?
Framsókn hefir alla tíð bar-
izt fyrir fríðindum og hlunn-
indum kaupfélaganna, en nú
eiga menn að trúa því, að
hún hafi alltaf verið á móti
þeim. Bersýnilega er það
skoðun Tímamanna, að
megnið af lesendum hans sé
gleymnir og hugsunarlausir
aulabárðar.
En það vill svo til, að fram á
það hefir verið sýnt í blöð-
um, að frumvarp það um
breytingu á samvinnufé-
lagalögunum nriðar einmitt
að því að tryggja algert
skattfrelsi félaganna. Þegar
á þetta var bent fyrst hér í
blaðinu, rauk Tminn upp til
handa og fóta og sagði þetta
helberan uppspuna, en þeg-
ar málið var rætt nánar og
bent á það, hvernig allt væri
í pottinn búið, kaus Tíminn
að þegja. Hann gat engu
svarað, því að upp um fram-
sókn hafði verið komið, og
helgislepjan á þriðjudaginn
mun aðeins koma sér illa
fyrir hann, þegar málin verða
gerð upp í orrahríð næstu
kosninga.
Félag íslenzkra iðnrekenda
hefir sent Alþingi bréf, þar sem
mótmælt er frumvarpi því, er
nú liggur fyrir efri deild og
gerir ráð fyrir sérstökum skatti
á ÖI og gosdrykki handa ný-
stofnuðu féíagi til styrktar van-
gefnu fólki.
Segir meðal annars í bréfi
félagsins:
„Alþingi hefir undanfarin
13 ár smám saman hækkað toll-
vörugjald af öli og gosdrykkj-
um og er tollvörugjald af öli
t. d. 1400% hærra nú heldur en
það var árið 1944. Jafnframt
þessu var fyrir tveimur árum
farið út á þá braut, að hækka
tollvörugj aldsálagið sérstaklega
í fjáröflunarskyni til ákveðinsi
sjóðs (framleiðslusjóðs, síðar
útflutningssjóðs). Fyrir Alþingi
hafa einnig legió tillögur um
að taka ákveðinn hluta tollvöru
gjaldsins til sérstakra þarfa, t.
d. iðnlánasjóðs. Hins vegar er
oss ókunnugt um að nokkru
sinni hafi verið tekinn ákveðinn
hluti af sambærilegum tekju-
stofni ríkisins og afhentur fé-
lagasamtökum án milligöngu
ríkissjóðs, eins og lagt er til í
umræddu frumvarpi,
Hinar sívaxandi innheimtu-
kvaðir, sem Alþingi hefur und-
anfarin ár lagt á iðnfyrirtækin
hafa verulega rýrt afkomu
þeirra, enda þótt svo væri jafn-
an til ætlast, að gjöldum þess-
um væri velt yfir á neytend-
urna. Ef samþykkt verður nú,
að ákveðin iðnfyrirtæki skuli
standa öðrum aðilum en inn-
heimtumönnum ríkissjóðs skil á
innheimtu gjalds, eins og hér
um ræðir, 1 virðast því eigi
lengur nein takmörk sett, hve
langt kann að vera haldið á-
fram á þeirri braut að skatt-
leggja ýmis iðnfyrirtæki eða
iðngreinar í þágu félagssam-
taka, sem eru í fjárþröng.“
Þá er í bréfinu bent á ýmsa
galla, sem eru á frv., ef þessi
skattheimta kæmi til fram-
kvæmda. Síðan segir svo í bréf-
inu um áhrif á þær iðngreinar,
sem þannig kunna að verða
skattaðar:
„Það er algilt lögmál, að eftir
því sem verð vöru hækkar,
minnkar salan eða söluaukning
verður minni en ella. Af þessu
leiðir einnig, að af ákveðinni
hækkun á t. d. tollvörugjaldi,
getur leitt, ef bog'inn er spennt-
ur of hátt, svo mikla sölu-
minnkun, að heildarupphæð
gjaldsins minnki og hækkunin
hafi þannig þveröfug áhrif við
tilgang sinn. Á þetta er beíit
hér, vegna þess að það virðist
nú vera fullkomin tvísýna,
hvort tollvörugjaldshækkun
gefi af sér auknar heildar-
tekjur“.
Samkvæmt frumvarpinu hafa
framleiðendur rétt til að selja
vöruna því hærra verði, sem
skattinum nemur, enda væri
framleiðendum ekki unnt að
bera gjald þetta að öðrum kosti.
Sagt er, að gjaldið, 10 aurar á
flösku, nemi 6—8% af heild-
söluverði gosdrykkja. Þetta
verður því nýtt gjald á 'neyt-
endur, ef frv. verður sam-
þykkt.
Lávarðadeildin
opnuð konum.
Neðri málstofa brezka þings-
ins hefir samþykkt, að konur
skuli fá sæti í lávarðadeildinni.
Er þá búið að ,,opna“ þessa
stofnun, sem karlar einir hafa
setið í þau 700 ár, sem mál-
stofan hefir verið til. Er
ekki annað eftir en að Elisabet
drottning staðfesti lögin um
þetta, og er ekki talið sennilegt,
Kæfbátur á yfirbðr&nu.
Orðheppinn maður lét svo um
mælt, þegar deilt var um
það fyrir tveim eða þrem
vikum, livort framsókn vildi
algert skattfrelsi til handa
samvinnufélögunum eða
ekki, að framsóknarkafbát-
urinn liefði ósjálfrátt komið
úr kafi með frumvarpi því,
sem um þetta fjallar. Það er
ekki fjarri sanni, því að
framsóknarmenn hafa lengst
um leikið hlutverk kafbáts-
ins í íslenzkum stjórnmálum
— verið sífellt með brögð og
klæki í huga.
Þegar litið er á feril og stæ'f
Framsóknarflokksins, sést'
þegar, að hann er aldrei all-
ur, þar sem hann er séður.
Hann er aldrei heill í neinu
máli, svikur ævinlega, ef
hann telur sér það hag-
kvæmt, hleypur frá samn-
ingurn af minnstu átyllu,
hirðir aldrei urn velsæmi,
hvernig sem á stendur. Þess
vegna er hann tákn alls þess,
sem verst hefir jafnan ver-
ið í stjórnmálum hvers lands,
og jafnvel kommúnistar hafa
verið heilli í óheillastarfi
sínu, því að þeir hafa aldrei
farið dult með fyrirætlanir
sinar.
i irfnrwMMBi
Gráklæddi maðurinn er
maí-bók AB.
Fjallar um daglegt líf vestan hafs
á vorum dögum.
A laugardaginn kom út önnnr
mánaðarbók Almenna bókafé-
Iagsins, Gráklæddi niaðurinn
eftir Síoan Wilson í þýðingu Páls.
Skúlasonar ritstjóra.
Sloan Wilson er ungur Banda-
ríkjamaður og háskólakennari.
Bók hans, Gráklæddi maðurinn,
kom fyrst út 1955 og hefur lengi
verið metsölubók um öll Banda-
ríkin.
Saga þessi fjallar um ungan
heimilisföður, Tom Rath, sem
sem býr ásamt ungri og glæsi-
'legri konu sinni og þremur
börnum i lélegu húsi í New York.
Hann hefur meðaltekjur 7000
dali á ári, en þessi ungu hjón
dreymir um hærri laun, betra
húsnæði og háskólanám fyrir
börnin.
Tom Rath kernst að þeirri
'niðurstöðu, að eina leiðin til
sæmilegrar afkomu sé að selja
sálu sina risafyrirtæki einu í
Nevv York. Forseti þessa fyrir-
tækis er Ralph Hopkins, maður
með 200 þús. dala tekjur á ári.
Tom gerist persónulegur aðstoð-
armaður Hopkins.
Bókin er gamansöm en á einn-
ig sín dökku svið. Eitt þeirra er
stríðið, en þar var Tom fallhlíf-
arhermaður. Þungbúnir skugg-
ar þess hvíla löngum yfir lífi
hans síðan og gæða söguna
magnaðri spennu. Tom tekst
ekki að selja sálu sína, en bar-
áttan er hörð og áhyggjur
þungar.
Bókin hefur verið send um-
boðsmönnum Almenna bókafé-
lagsins úti um land. Félagsmenn
í Reykjavik vitji hennar á af-
greiðsluna að Tjarnargötu 16.
Hér er bréf frá „Jóa Jóns“:
„Það verður með einhverju
móti að fæla hettumáfinn úr
Tjarnarhólmanum, áður en varp-
timi andanna hefst. Hettumáfur-
inn er mesti skaðræðisfugl og er
óragur að ráðast á andarunga
og eta þá, ef þá nokkrir^mgar
koma, því að andaregg þykja
honum hið mesta lostæti. Sú var
tíðin, að grámáfur og svartbak-
ur sóttu mjög í Tjarnarhólmann
og spilltu varpi þar, en nú er
fremúr sjaldgæft að sjá máfa
þar, hvernig sem á því stendur.
Nýr landnemi.
Hettumáfurinn er leiðinlegur
fugl, og á hér alls ekki heima.
Hann er til þess að gera nýbúinn
að nema hér land og hefur hon-
um fjölgað hér geysimikið sið-
ustu árin. Fyrir nokkrum árum
sáust aðeins nokkrir hettumáfar
á flugi við Tjörnina, en í dag er
þvillkur fjöldi af honum þar, að
likast er kríugeri. Það er ekki.
ósennilegt, að hettumáfsungar,
sem fæðast í Tjarnarhólmanum,
leiti þangað aftur og geri sér
hreiður þar. Þessvegna ættu þeir,
sem sjá um hólmann, að fjar-
lægja hettumáfsegg, sem kynnu
að finnast þar.
Verður það sambýii?
Ef hettumáfurinn fær að vera
óáreittur við Tjöi'nina enn um
skeið, verður þess ekki langt að
bíða, að hann verði þar einn
fugla, nema ef krían gæti búið
með honum, því hún lætur ekki
aðra fugla flæma sig burt. Það
væri ekki úr vegi að setja upp
fuglahræðu í Tjarnarhólmanum
og vita hvort hettumáfurinn
verður þá eins nærgöngull við
andahreiðrin, en ef það dugar
ekki, verður að grípa til róttæk-
ari ráðstafana. Það mun margur
segja, að fuglahræða sé til lítill-
ar prýði á þessum stað, en hún
þarf ekki endilega að vera
klædd druslum.
Föt á hræðuna.
Það mætti svo sem efna til
samskota í almenniieg föt handa
fuglahræðunni, til þess að særa
ekki fegurðarsmekk þeirra sem
með Tjörninni ganga. Eg býst
við því að hettumáfurinn verði
alveg eins hræddur við „stæl-
gæja“ og stelpu. í pokakjól og
fátæklegan förumann, ef hann
er þá hræddur \ið nokkurn skap-
aðan hlut. Sem sagt — þetta
verði hin snotrasta hræða.
Ekkert betra var til.
Það var nefniiega ekki af
skorti á fegurðarsmekk, að
fuglahræður voru í iörfum hér
í gamla daga, heldur vegna þess
að þessi fátæka þjóð hafði ekki.
efni á að klæða fuglahræður sin-i
ar almennilega og fyrir kom að
íörumenn fengu lánaðar flíkur
af fuglahræðum ríkisbænda, en
nú er öldin önnur segja þeir í
ríkisstjórninni.
Svo þegar hettumáfurinn fer
að venjast hræðunni, þarf að
skipta um hræðu og því legg ég
til, að í Tjarnarhólmanum verði
hafðar tízkusýningar! Eg fer
ekki lengra út í þá sálma að
sinn!
Jói'Jóns."
Bergmál lætur uppástungu
Jóa Jóns ósvarað, en það væri
ekki úr vegi að.láta athuga þetta
með hettumáfihn og skaðsemi
hans fyrir fuglalífið á Tjörn-
inni.