Vísir - 05.05.1958, Blaðsíða 9

Vísir - 05.05.1958, Blaðsíða 9
Mánudaginn 5. maí 1958 VÍSIR foijradtyur hapMMit. Hvers vegna hérinn er eins og hann er. Uti í skóginum búa öll þau dýr, sem eru hrædd við fólk. En auk dýranna býr þar vera, sem mennirnir hafa aldrei séð. ÞaS er skógarálfurinn Miranda. Hún er yndislega fögur. Hvernig get ég nú vitaS þetta, úr því aS engmn maSur hefur nokkru sinni séð hana? munið þið sjálf- sagt spyrja. En allir vita, jú, að allir álfar eru yndis- lega fagrir, svo að skógarálfurinn Miranda er það líka. Dag nokkurn fór hérinn þangað, sc.m skógarálfur- inn var vanur að vera. Hann kallaði: — Miranda, Miranda. Viltu ekki hjalpa mér? ÞaS heyrðust nokkrir háir, fagrir tónar í loftinu — og svo stóð Miranda allt í einu hjá he aH:um og horfði á hann, með vingjarnlegu brosi. — Hvers óskar þú af mér, kæri héri? spurði hún. — Ö, ég er svo hræddur. öll dýrin elta mig og ég hefi ekkert aS verja mig með. — Því skal ég ráða bót á, sagði Miranda. Hún kom við loppur hérans með töfrastafnum sínum og undir eins uxu þar nokkrar beitíar klær. Nei, en hvað þetia er andstyggilegt, hrópaði hérinn, — Eg geri bara skaða með þessum hræðilegu klóm. — Jæja þá, sagði Miranda, — þá tökum viS þær aftur burt og reynum eitthvað annað. Hún snerti munn hérans með stafnum og þegar í stað uxu nokkrar Spænska veikin... Framhald af 3. síðu. elzta dóttirin, mjög myndarleg stúlka, nokkru síðar. Eg var hjá henni, þegar hún skildi við, og var mjög beygður yfir þessum endalokum. Eg reyndi að votta gamla manninum hluttekningu mina, en hann tók í hönd mína, brosti gegnum tárin og sagði: ' „Eg óttast ekki afl né vald dauð- ans, góði læknir minn, og ég veit, að þetta verður aðeins stuttur aðskilnaður." Þessi orð gamla mannsins urðu mér mikill styrk- ur, því að stundum þarf læknir þess að finna samúð og sam- vinnuvilja hjá sjúklingum sín- um og aðstandendum þeirra. Til eru þeir sjúklingar og aðstand- endur, sem aldrei er hægt að gera til geðs og aldrei koma til móts við lækni sinn, en fátt er jafn lamandi og sljófgandi í læknisstarfi sem að fást við slik- ar vandræðamanneskjur. Þessi gamli maður var einn af þeim fáu, sem ég gerði mér ferð til að kveðja, þegar ég fór frá Keflavik, og siðan sá ég hann aldrei, en eftir 40 ár minnist ég hans sem eins af þeim velgerða- mönnum, sem lífið hefur sent mér. Nauðsynleg eldraun. Engan mánuð æfi minnar vildi ég siður hafa farið á mis við að lifa en þennan tima, sem spænska veikin var í algleym- ingi. Hún varð mér, ungum, til- finninganæmum og óhörnuöum, sú eldraun, sem hefur sjálfsagt verið mér nauðsynleg. Það verð- ur enginn óbarinn biskup. Þessi mánuður í fiskiþorpunum á Suð- urnesjum var lærdómsrikari og meira þroskandi en nokkur, sem ég hef setið á háskólabekk. Mað- ur kynntist mannlífinu með öll- um þess hetjuskap og vesaldómi. Mér þótti vænt um þetta fólk, eftir að hafa tekið þátt í hörm- ungum þess og erfiðleikum, og lengi var það óskadraumur minn að verða læknir í Keflavík, þótt forlögin höguðu þvi á annan veg. Eg hef aldrei verið í vaía um, að starf mitt þar varð að talsverðu gagni, þótt ég væri fákunnandi og reynslulítiil unglingur, enda er ekki hægt að vera læknir án þess að hafa trú á sjálfan sig og gagnsemi starfs síns. Það er þó ekki nóg að hafa trú á sjálfan sig, áhöld síft, pillur og mixtúr- ur. Maður þarf að geta tekið und- ir með Ambroise Paré, hinum mikla brautryðjanda skurð- læknisfræðinnar, og sagt eins og hann: „Je le pensai, Dieu le guarist" — ég stundaði mann- inn, en Guð græddi hann. stórar, beittar vígtennur þar. — Nei, nei, kæra Miranda, ekki þetta heldur. £g þyrði aldrei að nota þessar andstyggilegu tennur. — Þá tökum við þær burt aftur — hviss. En nú veit ég varla hvernig ég get hjálpað þér. — Ég vil helzt ekki gera neitt illt, sagði hénnn. — Þú er sætur lítill, drengur, sagði Pdiranda. — Ef allir aðrir væru svo friðsamir. Hún hugsaði sig lengi um. Nú veit eg. Eg gef þér tvö löng eyru tii að snúa í allar áttir og heyra hvort hætta er á ferðum. Og svo gef ég þér tvo langa, sterka afturfætur, svo að þú getir þotið burt ef einhver eltir þig. A þennan hátt varð hérinn eins og hann er nú. Hann getur ekki klórað eða bitið eins og mörg önnur dýr, en samt kemst hann vel af. Sár moldar | 1 gróa fljótt. 1 Flandern voru háðar sumar af grimmustu orrustum heims- styrjaldarinnar fyrri. Eg fór þar um 15 árum eftir ófriðar- lokin og sá eiginiega ekkert, sem minnti á þær hamfarir, nema það helzt, að varla sást gamalt hús. Byggðin mátti heita öll ný. Sprengjugígirnir voru horfnir og akrar huldu orustuvellina á ný. Sár moldarinnar gróa fljótt og sár mannkynsins einnig, nýjar kynslóðir vaxa upp og fylia’ skörðin, gleymnar á sorgir og mistök þeirra, sem komnir eru undir græna torfu. Eftir 40 ár getur þó verið, að enn séu ein- hver sár ekki gróin til fulls af þeim, sem hlutust af völdum spænsku veikinnar. Eg vona, að þessi upprifjun á atburðum þeirra vikna hafi ekki orðið til að ýfa þau að nýju. Mér finnst vel við eiga að enda þessar minningar og hugleiðing- ar með kafla úr kvæði þeirra Geroks og Matthíasar urn ridd- arana fjóra, sem ég minntist á í upphafi. Hver mun réttum telja tölum töpuð líf í feigðardölum, lostin, marin, kramin kvölum?, 1 Þá, er kúgun þrúðug eyddi, Þá, er hjörinn lífi sneyddi, þá, er fár og drepsótt deyddi. j En þú jafnskjótt, foldin frjóa, ' j flýtir þér á ný að gróa, eftir skúrir engi gróa. Rósin brosir ljúf á leiði, j lambið gleymir úlfsins reiði, ] fuglinn syngur sætt frá meiði. 1 j Gróðurmáttur lífsins og tim- ans er mikill. Nýr jarðveguf fyllir troðna slóð okkar áður en varir og hylur öll víxlsporin. Það vaxa jafnvel blóm í þeim spor* um, sem eitt sinn voru blóði drif- in, og fagrar rósir spretta á leið- um þeirra látnu. Góðar stundir. ; -&■ Brezka herstjórnin í V.- Þýzkalandi hefir boðizt til að gefa 80 varðhunda en til- kynning hennar um að liún ætlaði að lóga hundunum hafði vakið mikla óánægju. Barentshaf ■ fersen : Hamingjuskórnir - 12 kólnar. Frá fréttaritara Vísis. Osió í gær. — Kafrannsóknarskipið G.. O. Sars er nýkomið til Tromsö úr rannsóknarför til Barentshafs- ins og fer strax aftur álelðis ti! SvaJbarða og rannsakar hið íslausa svæði hafsins milli Fuglaeyjar, Austur Grænlands og Svalbarða. Leiðangursstjórinn Lars Mittun, segir í viðtali í blaðinu Tromsö að unnið verði úr athugunum, sem gerðar verði í leiðangrinum í hafrannsóltnar- stofnuninni í Bergen að ferð lokinni. Sjávarhiti Barents- hafsins reyndist minni en und- anfarin ár, eða svipaður og hann var 1956. Reynslan hefur sýnt að þegar hitastigið í Bar- entshafinu er tiltölulega lágt leitar fiskurinn lengra til vest- urs og virðist engin undantekn- ing á þessari reglu í ár. hkcaigöti. mætti drengurinn. tvpimiú- öSrum strákum,- scnum efnaSri bo:.gara og þeir feeyptu af honum fuglmn fynr átta skildinga og þanmg vilcli það til aS sknfarinn lenti til fiölskyldunnar í Goth- ersgötu í Kaupmannahöfn. Drengirnir íóru meS fugl- ’nn inn í stofu og feit kona, tók hlæjandi á móti þeim. Hún var alls ekki ánægð meS aS þeir skyldu koma meS fuglinn inn, en þaS var afmælisdagur pabba drengsins og þess vegna vildi þessi litli fugl auSvit- að koma og óska afmælis- barninu til hamingju. — Skrifarinn, eða réttara sagt fuglinn, var settur í búr, sem hékk skammt frá búri kanarífuglsins og ekki langt frá búri páíagauks- ms. Þá sagði kanarífugl- inn: ,,Þeir hafa gleymt að loka búrinu þínu, notaðu nú tækiíærið, litli danski fugl og fljúgSu út um glugg ann.“ Hann var ekki seinn á sér og flaug út um glugg- ann, en glugginn á næsta húsi var opinn og þar flaug hann inn. Svo einkennilega vildi til að það var hans eigið herbergi, sem hann lenti í. ,,Það er víst bezt að haga sér eins og maður,“ sagði hann hugsunarlaust, Og í sama vettvangi var, hann aftur orðinn maður, og sat upp á borðinu sínu. „Hvernig í ósköpunum stendur á því að eg er kom- inn upp á borðið og hingað inn? Eg hlýt að hafa sofni að. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.