Vísir - 30.08.1958, Page 1

Vísir - 30.08.1958, Page 1
12 sðui Hér þarf ekki frekar vitnanna við um það, hvort togarinn Lord Plendader var í landhelgi eða ekki. Togvírarnir liggja höggnir sundur fyrir framan vinduna og glær smákoli, sem fæst ekki nema uppi við landsteina, hefur verið hengdur upp, svo að hann verðigómsætari fyrir þá, sem krefjast þess, að þeir megi fara allra sinna ferða á „úthöfum“. (Ljósm. Pétur Thomsen). V iðræðnrnar ís fóru nt uni Nú er loks gefin út tilkynning um þær og endalok þeirra, Gert er ráð fyrir, að þær ku nni að hefjast bráðlega aííur. Samkvæmt þeim fregnum, sem bárust frá París í gær, var •þá gerð síðasta tilraun til að komast að samkomulagi varðandi fiskveiðilandhelgina hér við land. Þessi tilraun bar þó ekki ár- angur, og munu þá ekki fara fram tilraunir til frekari mála- miðlunar fyrst um sinn. Um viðræðurnar var gefin út eft- irfarandi tilkynning í höfuð- stöðvum Nato í gær: „Undanfarnar vikur hafa fiskveiðisérfræðingar átta ríkja ræðst við til að reyna að finna lausn á vandamálinu varðandi fiskveiðilögsöguna við fsland. Þessar tilraunir hafa ekki enn borið árangur. Búizt er við, að viðræðurnar verði teknar upp að nýju, áður en langt um líð- ur.“ Það hefir um skeið verið op- inbert leyndarmál, að fulltrúar af fslands hálfu tækju þátt í Viðræðum í París til að reyna að finna lausn á deilunni um fiskveiðilögsögu íslands, enda þótt utanríkisráðuneytið hafi varizt allra frétta um það. Flugufregnir af ýmsu tagi hafa borizt til landsins, en ráðuneyt- Ið, sem um er að ræða, hefir hldrei lagzt svo lágt, að segja almenningi, hvort viðræður færu fram eða ekki. í rauninni er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því, hvers vegna ráðu- neytið hefir sett þetta „járn- tjald“ á allar fréttir, því að það veit að sjálfsögðu, eins og allir aðrii', að óteljandi flugu- fregnir hafa verið á sveimi, og í Par- þnfur. engin þeirra hefir verið mál- stað íslands til góðs. En því fer þó fjarri, að slik þögn sé engum til gagns, því að kommúnistar hafa sannarlega grætt á henni. Þeir hafa getað talið almenningi trú um, að allir sitji á svikráðum við þjóðina nema þeir einir. Þeir, sem hafa haft aðstöðu til að fylgjast með þessum samningum vita þó, að ásakanir kommúnista eru rang- ar, en það er rikisstjórnarinnar sök, og ætti hún að reyna að læra af þessu. Birtist hér enn ein sönnun þess, hvernig allt verður konunúnistum að vopni, því að þeir hagnast ævinlega, þegar almenningur fær ófull- nægjandi eða engar fregnir. í bamdónii — með sínu lagi. Bandarísk blöð segja frá því, að bónda nokkrum í Wyoming- fylki sé farið að vaxa hár á ný, en hann hefir verið sköllóttur áratugum saman. Þar viþ bæt- ist, að hann er farinn að taka tennur. Hér er um 98 ára gaml- an karlfausk að ræða. Seht Mretans var augtjós: Höggnir vírarnir töluðu sínu máli. vcijat jiuu u. igci Uiiii.il ugir. | í Fleetwood eru nú um 30 togarar sem að meira eða minna leyti byggja afkomu sína á veiðum við íslandsmið, sagði skipstjóri að lokum. Mikill fjöldi erlendra frétta- manna var stáddur á bryggj- unni er togarinn lagði að í gær. M. a. voru þar menn frá brezka sjónvarpinu, fréttaritari News Chronicle, sænska blaðsins Dagens Nyheter, yfirmaður fréttastofunnar United Press í Finnlandi og svo mætti lengi telja. Auk þess hafði fjöldi bæjarbúa lagt leið sína til þess að virða fyrir sér þann togara, sem verður sennilega síðasti er- lendi togarinn sem tekinn verð- ur í landhelgi áður en nýja reglugerðin um landhelgina tekur gildi. Um 6 leytið í gær liófust yfirheyrslur yfir G. Harrison Skípsljóri l_ord Plender ját- aði líka sekt sína. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær var brezkur togari tekinn í landhelgi fyrir vestan land ( snemma í gærmorgun. Er hér | um að ræða togarann Lord Plender og var hann inni á Breiðafirði. Varðskipið Þór tók skipið í landhelgi um kl. 5 í gærmorg- un. Var komið með skipið hingað til Reykjavíkur á fimmta tímanum e. h. í gær. Togarinn mun nálægt 300 tonn að stærð og er frá Fleet- wood. Fréttamaður blaðsins var staddur á Ingólfsbryggju þeg- ar togarinn lagði að. Náði hann tali af skipstjóranum, G. Harrison, áður en hann lagði af stað til réttarhaldanna, er hófust kl. 6 og sagt er frá hér á öðrum stað í blaðinu í dag. Ekki var skipstjórinn marg- orður um brot sitt, en höggnir vírarnir á dekki töluðu sínu máli. Skipstiórinn sagði hins veg- ar svo frá að nú væru um 30 brezkir togarar fyrir vestan land, og biðu átekta um það hvað gerðist í landhelgismál- inu. Hann sagðist þó ekki vita til þess að skip frá brezka flotanum væru komin á vett- vang ennþá. Aðspurður hvort skipin hyggðust halda inn fyrir hina hýju 12 mílna landhelgismílu á mánudagsmorgun n. k., sagði Harrison skipstjóri að hann byggist ekki við því, að brezkir myndu virða hin ísenzku lög í því efni. Hins vegar kvaðst hann ó- ánægður með hinar fyrirhug- uðu aðgerðir í landhelgismál- inu, hægt hefði verið að sætta sig við 4ra mílna landhelgi og jafnvel 6 mílna landhelgi, sem miðaðist við strönd, en 12 mílna landhelgi á þann hátt sem hún væri hugsuð nú, myndi útiloka veiðar við ísland. G. Harrison skipstjóri sagðist hafa stundað veiðar við íslands- strendur um 20 ára skeið. Á skipi hans er 18 manna áhöfn. Fréttamaður forvitnaðist um það hvernig greiðslum til skips- manna væri hagað, og fékk þau svör, að kaup færi eingöngu eftir veiði, og væri hún engin gæti jafnvel farið svo að skip- skipstjóranum á brezka togar- anum Lord Plender. Játaði hann staðarákvörðun þá er yfirmenn íslenzka varðskipsins höfðu gert. Fi'éttamaður blaðsins var viðstaddur yfirheyrsluna yfir skipstjóranum, og fara hér eftir helztu atriðin úr framburði hans. G. Harrison er 43ja ái'a gamall, og hefur verið skip- stjóri á umræddum togara í um 5 mánuði. Sjó hefur hann sótt hér við ísland sem skipstjóri um 10 ára skeið. Hann lét úr höfn í Fleetwood fyrir 15 dög- um síðan. Var hann á veiðum undan Látrabjargi um 3 sólar- hringa skeið, en leitaði síðan vars undan Rauðasandi í einn sólarhring. í fyrramorgun hóf hann veiðar eftir um klukku- stundar siglingu, og sigldi fyrst í SVS, en breytti síðan stefnu í NV. Radar var um borð í Framh. é 8. síðu,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.