Vísir - 15.09.1958, Síða 6

Vísir - 15.09.1958, Síða 6
6 V I s I B Mánudaginn 15. september 1958 VSSXR. D A G B L A Ð Víslr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Bltatjórnarskrifstoíur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið i lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Heizta áhugamál kommúnista. Almenningur hefir veitt því eftirtekt að áróður komm- únista hefir tekið alveg sér- staka stefnu í landhelgis- málinu og deilu okkar við Breta. Nú virðdst helzt á- hugamál þeirra vera að við íslendingar slítum stjórn- málasambandi við Breta, köllum sendiherra okkar heim og látum Breta kalla sinn sendiherra héðan. Hafa ýmis þau félög úti um lands- byggðina, sem kommúnistar geta stjórnað að geðþótta, gert ályktanir um þetta, en Þjóðviljinn birtir að sjáif- sögðu allt, sem af þessum toga er spunnið og þykir al- veg sérstakiega gott efni. Það er þá kominn í ljós annar áfanginn í þeirri baráttu, sem kommúnistar hófu, þeg- ar þeir tóku afstöðu í land- helgismálinu. Það verður að gera ráð fyrir, að þeim hafi yfirleitt verið áhugamál að stækka landhelgina, svo að íslendingar gætu notið hennar einir eða að mestu leyti. En þeim er ekki síður áhugamál að íslendingar lendi í deilu við aðrar þjóð- ir, og þá lýðræðisþjóðirnar. Við þær vilja kommúnistar ekkert tala og þeir eiga ekki aðra ósk heitari en að ís- iendingar snúi í heild baki við hugsjónum þeirra þjóða og slíti þá líka, eðlilega, öllu sambandi við þær. Endanlegur tilgangur komm- únista er þess vegna að ein- angra íslendinga, fjarlægja okkur eftir mætti frá þeim þjóðum, sem hafa svipuð eða sömu viðhorf til undirstöðu- atriða mannlegs lífs. Þegar það hefir tekizt, ætla þeir að stíga næsta skrefið — ef það verður þá ekki gert jafnframt — og það verður að hrekja okkur í fang þeim þjóðum sem hafa hérlenda kommúnista fyrir umboðs- menn sína og fimmtu her- deild. Það er í rauninni miklu mikilvægara takmark í augum kommúnista enda kemur það nú fram í mörgu, að því er áróður þeirra snertir. m Barátta íslendinga verður fyrst og fremst að miða ao því, að sem ailra flestar þjóðir fáist til að viðurkenna 12 mílna fiskveiðilögsögu hér við land. Það er hið endanlega mark og það getur tekið nokkuð langan tíma að ná því, en hlýtur þó að takast um síðir, ef réttum aðferð- um er beitt. Það er vitanlega margfalt meira virði en að brjóta af sér vináttu margra þjóða, sem við hljótum að eiga meira eða minna saman við að sælda í framtíðinni, enda þótt eitthvað hafi sletzt upp á vinskapinn um skeið, eins og gengur og ger- ist. Kommúnistar hafa hinsvegar komið auga á það að land- helgismálið er hið bezta ráð til þess að koma af stað ill- indum við aðrar þjóðir og þeir munu í framtíðinni leit- ast fyrst og fremst við að ala á slíkum deilum og misklíð. Þeir munu ekki taka sér- staklega undir það að við eigum að freista að fá þjóðir heimsins yfirleitt til að viðurkenna landhelgina nýju — án þess að við semj- um að nokkru leyti um það mál. Þeir hafa komið auga á hið gullna tækifæri til að þoka Islandi, svo að segja, austur fyrir járntjaldið, og þeir munu una því illa, ef það má ekki takast. Þess vegna er þeim ekki sérstakt áhugamál — eins og öðrum Islendingum — að viður- kenning fáist á 12 mílunum, heldur að sem mestar og harðvítugastar deilur verði vegna þeirra. IfaustntÓÉið : Þai ná ekki takast. íslendingar eru einhuga í land- helgismálinu. Það hefir komið greinilega fram þær tvær vikur sem liðnar eru, síðan reglurnar um 12 mílna fiskveiðilögsöguna gengu í gildi. Þjóðin er einhuga, eins og hún hefir jafnan verið á úrslitastundum í sögu sinni, og er það vel. Það færir út- lendingum sönnur á einingu, sem þeir hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir, að hér yrði um F að ræða„ $ *rf'W’i_H En þjóðm — eða mikill rnei.i- hluti hennar — er einnig einhuga um það, að ekki má nota þetta mál til þess að hrekja íslendinga úr fylk- ingum lýðræðisþjóðanna og yfir í herbúðir kommúnista. Fimmta herdeildinhér á landi reynir eftir ýtrasfa megni að gera það, en vonandi bera íslendingar gæfu til að af- stýra þvílíku slysi. Þar geta lýðræðisþjóðirnar orðið að liði með því að auðsýna meiri skilning á þörfum okkar framvegis en hingaö Valur — Þróttur 1:1 KR — Fram 2:0 Haustmót meistaraflokks i knattspyrnu hófst í gær og fóru þá fram 2 leikur. Fyrst léku Val- ur og Þróttur og skildu jöfn, skoruðu sitt markið hvort. Strax á eftir léku KR og Fram og tókst IÍR að sigra með 2 mörk- um gegn engu. Lítið sást af góðri knattspyrnu i leikjum þessum, enda var völlurinn og veðrið ekki beint fallið til knatt- spyrnukappleikja. Mikið hafði rignt áður en fyrri leikurinn hófst og eins meðan á honum stóð, og völlurinn var þvi bæði blautur og þungur. Valiu' — Inóttur 1:1. Valur og Þróttur gerðu jafn- tefli i sínum leik, en Valsmenn , voru talsvert nær því að vinna. j Þróttur skoraði sitt mark i fyrri hálfleik og gerði það Helgi Árna son, vinstri innherji, en hann er einn bezti leikmaður þeirra. Björgvin Danielsson jafnaði fyr- ir Val í síðari hálfleik. Þegar leikurinn fór fram, var völlurinn eitt svað og knattspyrnan eftir því. i hófst, hafði stytt upp og völlur- inn þornaði furðanlega. Knatt- spyrnulega séð var þessi leikur einnig töluvert betri en sá fyrri, þó að hann væri langt frá þvi að vera góður. Þó að KR hafi sigr- að i leiknum með tveggja marka mun, voru það Framarar, sem áttu meira í honum, en hinn sér- stæði hæfileiki þeirra til að kom- ast með knöttinn allt nema í mark andstæðingana, tryggði þeim ósigurinn. Vörn KR-inga er einnig mjög þétt, með Hörð Felixson sem bezta mann, og ekki heiglum hent að komast þar í gegn. Markmaður þróttar lenti hvað eftir annað í stímabraki við framherja Vals, sem sóttu fast að honum og reyndu að ná af honum knettinum. Kannske voru sóknarleikmenn Vals full grófir i tiíraunum sínum, en markmað- urinn getur líka sjálfum sér um kennt. Hvers vegna ekki að losa sig við knöttinn við fyrsta tæki- færi, i stað þess að vera að bögglast með hann fra-m að víta- teig, og eiga það nokkuð vís.t að lenda í klandri á leiðinni? Dómari í leiknum var Hörður Óskarsson. KR — Fram 2:0. Þegar leikur KR og Fram Sveinn Jónsson skoraði bæði mörkin fyrir KR, sitt í hvorum hálfleik. Sumir töldu, að fyrra markið liefði verið skorað úr rangstöðu, en línuvörðurinn, sem var i góðri aðstöðu til að dæma um það, taldi að svo hefði ekki verið. Síðara markið var nokkuð ódýrt. Sveinn skaut föstu skoti á markið, og virtist markvörður Fram hafa klófest knöttinn, en missti svo af hon- um inn i markið. Beztu menn í leiknum voru Rúnar Guðmundsson miðvörður Fram og Garðar Árnason vinstri framvörður KR. Dómari var Einar Hjartarson. • Mót þetta virðist eiga lítinn tilverurétt og er hálf-leiðinlegur endir á knattspyrnuárinu. Þegar komið er fram i september, taka veður að spillast, og flestir leik- ir í þessum haustmótum hafa i „Á. S.“ skrifar: Áhugi fyrir sjómennsku. 1 „Mig langar til að minnast nokkrum orðum á það alvöru- mál, að illa gengur í'seinni tícj að manna togarana okkar og önnur fiskiskip. Mikið hefur, verið um þetta rætt og ritað, ea þetta er mál, sem þarf að ræða; áfram, og gera verður allt sem unnt er til þess að glæða áhuga drengja fyrir sjómennskunni, Þar þarf að byrja á að vekja' metnað þeirra og áhuga fyric, dáðum íslenzkra sjómanna og sjósókn yfirleitt. Svo þarf siðar, þegar drengirnir eldast, að gefa þeim, er hneigjast til sjð> mennsku, tækifæri til að kynn- ast af eigin raun lífinu á sjón- um. Nokkuð hefur verið gert að þvi hér í Reykjavík, en gera þarf meira. i Skólaskip. Oft hefur verið á dagskrá, að ísland eignaðist skólaskip, ea í seinni tíð hefur verið hljótt unt þá hugmynd. Sú hugmynd er þó vissulega athyglisverð. Ef til vill hefur islenzka ríkið ekki efni á, að láta smíða skólaskip og halda þvi úti, en mörg útgjöldin munu ganga til annars, sem miður þarfara er. Varðskip og' þjálfun. Eg ætla nú að bera fram þá fyrirspurn í einfeldni minni, hvort ekki sé hægt, þegar smíðl næsta varðskips Islands verður ákveðin, að það mætti verða einnig eins konar skólaskip, að sumarlagi a. m. k. Eða væri veg- ur, að leyfa áhugasömum pjítum, nokkrum í senn, að sumar lagi, verið hálfgerðir „drullupollaleik-1 veia eina og eina ferð a. m. k. ir“. Væri ekki nær að leggja á varðskipum og björgunar- þetta mót niður, en hafa í þess stað nokkra valda leiki á haustin, þegar skilyrði eru hagstæð? Ó. H. H. Ríkarður kveður vlð Þorstein Kjarval. Nokkrar stökur eftir Rikharð Jónsson, ortar til Þorsteins Kjar- vals, við ýms tækifæri. Hefur klifið hamrafjall að Hamarsfjarðar stæltu tindum Vaðið fljót og mjúka mjöll meyjar kysst hjá fjallatindum. Hamrabelti Hamarsfjarðar helga æskureit. Aldrei leit ég ofan jarðar yndislegri sveit. Þar úr hömrum hárra fjalla hendist lausagrjót. Það er ei fyrir alla karla að egna lausagrjót. Þér ég færi þakkarkveðju þakka tryggð og andas gim. Hlaut ég þá í happakeðju hákarlslimi og fróðleiksbrim. Máttur þinn og megingjarðar mögnuðust við brim og grjót. Hamarsbelti Hamrafjarðar hertu þína lund og fót. Enn er frjáls og fagur söngur framsögn þín og rómurinn. Farðu enn í fjallagöngur frái, knái vinur minn. til. Ef þær gera það ekki, þá ganga þær bókstaflega í lið með kommúnistum. Skyldu þær vilja það raunverulega? Heiðursmaður hátræður hefur löngum stefnt til fjalla. Enn að klifa áttræður upp á landsins hæstu skalla. Það er meir en þoran raun það er eins og tröllið sagði, að það mundi ekki baun óttast Guð að fyrra bragði. skipum, til áhuga og metnaðar- vakningar? Metnaðarniál. Lífsnauðsyn. Þjóðinni er það lífsnauðsyn, að geta haldið úti vaxandi tog- ara- og bátaflota, án þess að sækja mannafla út fyrir land- steinana, enda allssendis óvíst að nokkur mannafli fáist þar til lengdar. Því ber að gera allt sem unnt er til þess, að glæða áhuga drengja og pilta fyrir sjó- mennsku, og sjá þeim fyrir nauð synlegri þjálfun. Eg er ekki sjó- maður, en ég skora á sjómenn, að láta þessi mál til sín taka, og skrifa um þau hvatningargrein- ar með tillögum um, hvað bezt sé að gera. — Á. S.“ Brezkir togarar Frh. af 1. s. eða slasaðir, sumir lengi við beztu aðhlynningu. Leikur ekki á tveim tungum, að brezkum togaramönnum mun ekki þykja mjög fýsilegt að fara á Islandsmið um hávet- ur, þegar ekki er unnt að leita hafnar, ef landhelgisbrot hefur verið framið vegna fyrirmæla eigendanna. Hætturnar aukast við þetta, og um leið hættan á því, að brezkir togaraeigendur Virðist bví athugandi fyr- ir íslenzk stjórnarvöld a'ð breyta svo lögum í þessu efni, að skipstjóri sé ekki gerður ábyrgur, þegar hann veiðir landhelgi samkvæmt skipun yfirmanna sinna í landi, heldur verði náð til þeirra, eigenda skipanna, með því að kyrrsetja togar- ana. Ef þetta verður að ráði, þarf að kynna það rækilega erlendis, leiki sama leikinn og áður, haldi svo að slegið verði vopn úr uppi hatursáróðri gegn íslend- ^ höndum togaraeigenda, er slys ingum, ef eitthvert slys kemur ^ verður af þeim sökum, að skip* fyrir, af því að togari leitar leitar ekki nóg'u snemma undan ekki hafnar, þar sem skipstjór- veðri. Við verðum að muna, að inn er landlielgisbrjótur sam- brezkir togaraeigendur þekkja kvæmt beinum skipunum hús- ekki orðtakið „fair play“. bænda sinna. . 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.