Alþýðublaðið - 05.01.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.01.1958, Blaðsíða 5
>3unnudagur 5. ianúar 1958 Alþýðublaðið 5 Starfsmenn Vélsmiðjunnar Kletts 1957 (ámyndina vantar nokkra menn). VÉLSMIÐJAN Klettur er eitt af vaxandi atvinnufvrir- tækjum í Hafnarfirði. Á síðast liðnu ári greiddi hún í vinnu- .laun hátt á aðra milljón króna, og þar vinna að staðaldri milli 30 og 40 menn. Hefur fyrirtæk- ið unnið verk fyrir fjölmarga aðila þar í bæ og víðs vegar úti á landsbyggðinni. Vélsmiðjan Klettur var í nú- verandi mynd sinni stofnuð órið 1939 af Jóni Guðmunds- syni aðalverkstjóra, en nokkru síðar gekk Guðni Þórðarson til félags við hann. Þeir stofnuðu síðan hlutafélag' árið 1942 um reksturinn, og varð þá Jóhann [Björnsson einn aðaleigandinn. Guðni seldi sinn hlutl953 Gísla Guðmundssvni. Þetta fyrirtæki er þó í raun og veru rniklu eldra og stendur á gömlum og .kunnum merg. Þegar Jón Guð- ínundsson stofnaði vélsmiðjuna, steypti hann í rauninni saman tveimur járnsmiðjum. Húseign :ina keypti Jón af Vélsmiðjunni Hamri h.f. í Reykjavík, sem þá var nýlega hætt járnsmíðastarf rækslu hér í bæ, en megnið af verkfærunum keypti hann af föður sínum, Guðmundi Hrjó- fojartssyni, sem þá hætti sjálf- stæðri járniðjustarfrækslu í bænum eftir langt og merkt ævistarf. Hafði Jón áður unnið í smiðju föður síns. Kallaði hann smiðjuna áfram Járn- smiðju Guðmundar Hrjóbjarts- Guðmundur Hróbjartsson. sonar, og svo hét hún, þar til hlutafélagið var stofnað um hana árið 1942. Hlaut hún þá nafnið Vélsmiðjan Klettur. Má því með sanni segja, að þessi vélsmiðja sé framhald á löngu járnsmíðastarfi Guðmundar heitins Hrjóbjartssonar. Guðmundur Hróbjartsson kom til Hafnarfjarðar árið Sölutnaður Stórt fyrirtæki óskar eftir að ráða sölumann. Vél- stjóra — eða hliðstæð menntun æskileg. Skriflegar um- sóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, óskast lagðar inn á afgreiðslu blaðs- ins, merktar „SÖLUMAÐUR” fyrir föstudaginn 10. jan- úar 1958. KROSSVIÐUR ocs NOVO-panel Efni Stærð Þykkt Verð Embro 80x205 5 mm kr. 80.60 Embro 100x200 5 mm kr. 98,25 Embro 122x240 12 mm kr. 366,00 Ukola 122x240 12 nim kr. 366,00 Höfum einnicf fyririiggjandi Embro og Ukola álím- ingar fyrir hurðir. KRISTJAN SI6GEIRSS0N H. Laugavegi 13 — Sími 13879 1908, en árinu áður hafði hann lokið sveinsprófi í járnsmíði vestur á ísafirði. Annars var Guðmundur Árnesingur að ætt, fæddur árið 1881 að Oddgeirs- hólaausturkoti í Flóa, sonur hjónanna, er þar bjuggu, Hró- biarts Jónssonar og Elínar Jóns dóttur: Var hann einn af 13 systkinum. Guðmundur byggði þegar á árinu 1908 húsið við Gunnarssund 6 og setti á stofn iámsmiðju í viðbyggingu við strax árið eftir, 1909. Það ár kvæntist hann heitmev sinni Ágústu Jónsdóttur, sem enn er á lífi. Eignuðust þau hjón 13 börn. Guðmundur hafði járnsmiðj- una aðeins skamman tíma í þessu húsnæði. Byggði hann þá húsið við Austurgötu 6, þar sem nú er klæðaverkstæði Einars Einarssonar, og rak hann járn- smiðju þar í kjallaranum til ársins 1918. Þá seldi hann hús- ið og gerðist bóndi á Deild á Álftanesi. Orsökin til þessarar ráðabreytni hans var sú, að hann varð mjög veikur í spönsku veikinni 1918, og var honum vart hugað líf. Bjóst hann ekki við að geta sinnt svo erfiðu starfi sem járnsmíðin var eftir sjúkleikann. Ekki seldi hann þó verkfæri sín, og brátt tók hann til við járnsmíð- arnar á ný. Hóf hann þá starf- semina í hesthúsi bak við skrif- stofuhúsnæði Akurgerðis, sem enn stendur. Fór hann á hjóli vestan af Álftanesi til vinnunn ar, en rak búskap jafnframt. Guðmundur fluttist aftur til Hafnarfjarðar árið 1921 og hafði þá keypt húsið við Lækj- argötu 5, þar sem ekkja hans býr enn. Skömmu síðar reisti hann verkstæðishús á lóðinni, þar sem Klettur hefur starf- semi sína nú. Er sú bygging enn þann dag í dag eldsmiðja fvrirtækisins og má hei'ta grund völlur hinnar nýju byggingar, sem reist var á árunum 1953— 1954. Ágúst Flygenring var meðeigandi Guðmundar í þess- ari smiðju, en árið 1925 eign- aðist Hamar í Reykjavík smiðj una. Þá keypti Guðmundur hluta af pakkhúsi við Austur- götu 6, þar sem hann haíði áður bvggt, og set.ti þar á sxofn smiðju upp á eigin spýtur. Á | bessari lóð, Austurgötu 4, i bvggði hann síðar húsið, sem | bar stendur nú, og rak járn- j smiðju sína í kjallaranum, þar sem nú er Bókabúð Böðvars B. Sigurðssonar. Rak hann þar umfangsmikið járnsmíðaverk- stæði til ársins 1939, að Jón sonur hans keypti af honum verkfærin og húsnæði Hamars við Vesturgötu. Guðmundur vann síðan að miðstöðvarlögn- um og smáviðgerðum, meðan. heilsan entist. Hann dó 18. júh árið 1951. Af þessari frásögn verður það glögglega séð, að Vélsmiðjan Klettur er byggð á járnsmíða- starfsemi Guðmundar Hró- bjartssonar, enda lærðu fjórir svnir hans hjá honum járn- srníði, og er einn þeirra nú for- stjóri Ivletts, annar aðalverk- stjóri og þriðji járnsmiður þar. Einn starfsmaður í Kletti, Sig- urður Guðmundsson, bvrjaði að vinna í smiðju Guðmundar árið 1916, og hefur hann síðan unn- ið í fyrirtækinu svo að segja óslitið. Óhikað má segja, að Guð- mundur Hróbjartsson hafi ver- ið einn af vinsælustu og dug- mestu iðnaðarmönnum Hafn- arfjarðar. Hann var ætíð reif- ur og kátur, ötull og afkasta- mikill, hugvitssamur og sívinn andi og gekk að öllum verkum af ósérhlífni og viljakrafti, en fékkst ekki ávallt um gjaldið. Aflaði þetta honum að vonurn traustra og góðra vinsælda í bænum og þótt víðar væri leit- að. ieiðslu á færiböndum xir alu- miníum, skreiðarpressxim, frvstitækjum og hreistrunar- vélunx. Þessi tæki hefxir Klett- ur smíðað fyrir fjölnxarga aðila, bæði innan bæjar og xitan. Klettur hefur t.d. smíðað færibönd í fiskiðjuver Júpíters og Marz á Kirkjusandi, á Akxxr- eyri, og nú síðast hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjai'ðar. Og nú eru í smíðurn færibönd fyrir Fiskiðjuna í Vestmannaevjuin. og Hraðfrystihús Grindavíkur. Frystitæki hefur Klettur smíðað fyrir hraðfrystihúsin i Innri-Njarðvík, í Sandgerði, á Akranesi, og hefur nú í smíð- um tæki fyrir fyrirtæki í Vest- mannaeyjum. Klettur hóf srníði á svoköll- uðum skreiðarpressum, og eru þær nú notaðar um allt land. Iíér má einnig geta þess, að löndunartrog þau, sem nú eru almennt notxxð víða um land, eru srníðuð í Kletti. Hreistrxxnarvélar Kletts e‘ru einnig séi'framleiðsla fyrirtæk- isins, og eru þær kornnar í mörg frystihús á landinu. Vélsmiðja Klettur. Vélsmiðjan Klettur hefxir eflt mjög stai'fsemi sína og færzt í aukana á undanförnum árxxm. Hún hefur með höndum hvers konar járnsmíðavinnu, viðgerð ir í skipum, pípulagnir, renni- smíði, plötusmíði o. s. frv. Á síðari árum hefur fyrirtækið sérstaklega snúið sér að fram- Af þessari stuttu xipptalningu verður það séð, að Vélsmiðjan Klettur hefur á síðustu árum lagt á það höfuðáherzlu að smíða tæki, sem notuð eru við aðalframleiðsluatvinnuveg þjóð arinnar, og hafa þau aflað fyr- irtækinu viðurkenningar víða um landið. Nýárskveðja frá Noregi AMBASSADOR Noregs á Is- landi, Torgeir Anderssen- Rysst, hefur borizt bréf frá oddvitamim á Fjölum, Sören K. Hauge, þar sem hatin flytur íslantli og þeim Islendingum, sem.tóku þátt í ferðinni ,,I fót- spor Egils“, nýárskveðjur sín- ar. Fer bréf hans hér á eftir: NÝÁRSKVEÐJA 1958. Þessa dagana hef ég sem oda viti tekið á rnóti hinum hjart- næmustu jóla- og nýárskveðj- urn frá vinum okkar á Islandi til allra á Fjölum og mín per- sónulega. I þessu tilefni vil ég segja, að það erurn við, sem höfum á- stæðu til að þakka. Að þér, ís- lendingat’, vilduð vera með okk ur'á Fjölura á þjóðhátíðardegi yðar þann 17. júní 1957, er minning, sem aldrei fyrnist. Samvei'an í Dal, ferðin til Rivedals og Kleppsnes og aftur inn Dalsfjörðinn á sólbjörtum júnídegi er ölluixx íbúum Fjala ógleymanlegur viðburður. Því rniður höfum við ekki heimilisföng vina okkar á ís- landi. Þess vegna leyfi ég mér að biða yður, hei'ra ambassa- dor að senda öllum þeim, er voru i Noregi, kveðjur okkar og þakkir. Og með þessari ný- árskveðju látum við einnig í ljós þá von okkar, að yður vejt ist öllum enn tækifæri’ til að finna „veginn heim til Fjala“. Að síðustu sérstök kveðja til yðar, herra ambassador með beztu nýársóskum. Yðar Sören K. Hauge. Báfyr frá Raufarhiu ger?ur ýf sySra Fregn til AlþýðublaðsmsJ RAUFARHÖFN í gær. | TÍÐ hefur verið viðsjál upp á síðkastið, og mun fé hér íiná- grenmnu vera á innlstöðu. Ekkert hefur verið róiö síð- an fyrir hátíðir. En annar þil- ' farsbáturinn, sem hér er gerS- I ur ut, fer vist til Vestmanna- ' eyja og verður gerður þaðan út 1 á vetrarvertíð. •— G.Á. f j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.