Alþýðublaðið - 05.01.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.01.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. janúar 1958 AlþýSubla5i3 T t>AÐ er einhver, sem stelur frímerkjunum mínum. í morg- un sótti ég tvö bréf til mín í þosthúsið, og þegar ég'fór ut' áð borða, sítildi ég .þau eftir. Frí- meVMir vT>rú horfin, er ég kom aftur, einhver hafi klippt þau af umslögunum af mestu vand- virkni. . Öðrum þræði er ég feginn. Ég var næstum því farinn að halda, að Barcelönabúar væru óskeikulir, óaðfinnanlegir og fullkomnir. Þessi frímerkja- þáttur gefur til kynna, að þeir séu mannlegir líka, meira að segja breyskir. Ég verð léttur í skapi, trú minni á mannkynið er borgið um sinn. I Er það nokkur furða, þó mér þættu Barcelönabúar óhugnan- lega fullkomnir? Hér eru vín- búðir eins og mjólkurbúðir heima, og húsfreyjur og ung- lingar stréyma úr öllum áttum með koppa og kirnur til áfvll- ingar. Eínn lítra takk og tvo lítra takk. Enginn fullur. * í annárri hverri búð er vín til sölu,‘ allt frá léttum borðvínum upþ í þrælstérkar timburmanna veigar." Á hverju götuhorni er krá, þar sem tugir manna sötx-a í sig áfengi án afláts frá morgni til — xnorguns. Verkamaðurinn kemúr inn í vínbúð með bit- ánn sinn og fáer glas af hvít- víni í kaffistað, á götubar ein- um drekkur fólk ekki annað en Vermuth með brauðhleif og í-ækjum, og 1 markaðinum geta fisksölumaddömurnar vermt kalda fingur sína á heitu todd- ýi, .sem þær fá á næsta borði ýið hurnar- og krabbasalann. En þó sést aldrei vín á nokkr- um manni. Ein mes.ta iystisemd þessa heims er .að ganga krá úr krá í Bareelona, yínbúð úr vínbúð, spjalla við vert og vínsala og bérgja glas-og glas af heimsins beztu veigum, hinum rauða, blóðdimma drykk: vino tinto, dulce. Ekki aðeins til þess að finna til þess funhita, sem hann hleypir í blóðið, þaðan af síður til þess að.verða undir áhrifum, heldur fyrst og fremst til þess að njóta ‘bragðsins, þessarar himnesku gómkitlu, sem er öilu Ijúfari. Munnur og tunga mett- ast af bragðinu, sem rétt býður grun um beiskju, en gerir hvorki aðsæra né svíða, heldur aðeins að eggja og svala. Og verðið hjá vínsalanum: tvær krónur og fimmtíu aurar lítr- ínmaf bcztu tegund. i Barcelona er falleg borg. í uthverfum hennar er hver ai- menningsgai'ðurinn öðrum feg- urri, en fallegastur er garður- ínn;á Juich-fjalli. Þar er hring leikahús í grískum stíl, og er þar efnt-til útileikja yfir sumar tímann. í Borgargarðinum var dansaður á páskadag sérkenni- legy.r, katalónskur hringdans, töluvert vandlærður og marg- brojinn, en fullur yndisþokka. Aðallega voru það unelingar, sem dönsuðu hann, og lék stór hljórnsveit fyrir, en þó sást röskið fólk og jafnvel gam^lt dansa líka. í Guillgarði eru ein hverjar fegurstu furðusmíðar nútíma byggingarlistar, brjár brýr hlaðnar úr hraungrýti, og ;eru eftir Gaudi, frægasta arki- tekt Spánar. Spánverjar eru ekkert annað en ljúfmennskan og' kurteisin, ávallt boðnir og búnir til þess að hjálpa og leiðbeina eftir föngum, og eru í þeim efnum næsta ólíkir nágrönnum sínum Frökkum. Spánverjum þykir mjög gaman að því, þegar spænskukunnátta mín hrekkur ekki til að gera mig skiljanleg- an, og gengur þá maður undir manns hönd við að reyna að komast til botns í því, sem ég er að segja. Þeir hlæja og masa og pata, og loks kemur einhver, sem ka»n ensku, og leysist þá þráutin, og allt endar í gleðskap og hlátri. Frakkar verða aftur á móti móðgaðir við þá, sem ekki kunna frönsku; ég undanskil þó I lögregluþjóna Parísarborgar, | þeir eru ekkert nema alúðin. ' Barcelonabúi telur ekki eftir i sér að fylgja þér á rétta leið, þó , það taki fimmtán til tuttugu j mínútur, og gildir það jafnt um einkennisbúna menn og borg- ara. Ramblas heitir ein aðalgata Barcelona, stutt gata, sem ligg- ur upp frá höfninni, þar sem minnisvarði Columbusar gnæf- ir yfir. Ramblas endar ; Cata- loníutorgi, þar sem eru fallegar styttur, gosbrunnar og blóm. Þar kóstar fimmtíú aura nð setj ast niður á stól, cg láti ég bui'sta skóna mína, kostar það hálfa aðra krónu. Hver einasti skóburstari lítur á mig með fyr irlitningu og metur mig frá hvei'fli til ilja og finnur mig léttvægan, ef hönum finnst skórnir msínir ekki nógu blank- ir. Eina ráðið er þá að láta hann bursta skóna, eða svara honmn mannsins og lætur peninginri í vasa hans. Þessir hryggilegu vesalingar eru sumpart vofur borgarastyrjaldarinnar, sum- part fórnardýr skelfilegs vá- gests, sem ber niður í héraði einu á Suður-Spáni: þar verða ó.hugnanlega margir íbúanna augnblindu að bráð. Skarkalinn á Ramblas er gíf- urlegur. Á nóttinni vakna ég við einkennilegan karlakórs- söng, og þegar ég lít út um gluggann, sé ég hóp manna með hvítar húfur standa á gangstétt Jón Dan: GÖTUMYND FRÁ BARCELONA með sama vahþóknunargiápinu. Á Ramblas gengur unga fólk ið sér til skemmtunar, prúð- búið og glatt á svip. Þar sitja Ameríkanar og enskt hefðar- fólk á gangstéttunum við ab- sint-drykkju og ísát, en páfa- gaukar, kólíbrífuglar, hænur og ýmis konar stélpeningur hjá fuglasalanum keppir við lafð- irnar í masi og gaggi. Blóma- sölustúlkurnar sitja kurteisar og siðprúðar inni í miðju blóma hafinu, og má ekki á milli sjá, hvort skærar skín, andlií þeirra eða rósin, sem kostar fimm. pe- seta. Hér og hvar sitja blindir menn og örkumla á götuhorn- um og selja happdrættismiða Francos, sumir svo aumir, að viðskiptavinurinn rífur sjálfur miðann úr nælu á jakkaboðangi inni fyrir framan frægustu bjórstöfu borgarinnar og kyrja seiðandi söngva, bjórstofugest- um til ánægju. Þegar ég er að því kominn að sofna út frá þess- um framandi söng, kemur skröltandi sporvagn og vekur mig. Um síðir sofna ég þó, en um morguninn magnast skrölt- ið um allan helming, og gengur svo fram á daginn, að hávaðinn vex æ meir, og nær hámarki um sex-sjö leytið. Blaðasalar keppa við vélarnar um hávaða- met, og kalla hver í kapp við annan: La Prensa, La Prensa, en sérkennilegustu röddina hef- ur gömul kerling, sem jafnan stendur á horni Ramblas og Pelayostrætis. Hún er alltaf með sama blaðið: La ultima hora, La ultima hora. Borgin fagra — Barcelona. Asnakerrur fara skröltandi ' um Ramblas, tröllslegir vagn-; hestar draga fei'leg æki, spor-: vagnar glymja og skella, leigu-: bílstjór'nar þeyta 'hornin, og- bóksalar hrópa nöfn á várningi sínum út yfir múginn. Götusali: gellur hátt um ágæti sauma-; vélanála, og annar klappar bvssu og sýnir skotfimi sína.‘: Ég reyni að tala við konu mína,: en hún heyrir ekki til mín fyr- ir hávaða. Þá flautar lögregiu- þjónn, hátt og skerandi, og sí-r felldur glymjandinn verður aðj beljandi öskri á samri stundu. f hverjum bíl er lúður þeyttur, í: hverjum sporvagni bjalla sleg •; in, hemlar rymja, og langferða- bifreið nemur staðar. Upp úr hávaðanum rís eitt ægilegasta, hljóð, sem héyra má, æðislegt. hnegg hests í fjörbrotum. A miðri götu liggur vagninn á; hliðinni, og hesturinn, risastórj skepna, teygir hausinn upp í; loftið og — æpir. Farþegar í lángferðabílnum standa viö. gluggana, og drýpur af þeimj blóðiö. Ekillinn stendur við hlið hestsins síns, aleigu sinnar og; eina vinar, og grætur. Snöggvast verður þögn. Þá’ kemur kerlingin af horni Pel- ayostrætis og Ramblas á móti' mér, haltrandi skrefum, vei'far: blaði sínu með ögrandi handa- tilburðum og hrópar nornaleg- um, allt að því ómennskum rómi: La ultima hora, La ulti-' ma hora, síðasta stundin, 'síð- asta stundin. Ég' vík úr vegi, gripinn ugg. Skothvellur. Um leið byrjar bávaði'nn aft- ur, samur og fyrr. Lífið flýtur á ný um farveg sinn, og ég, eimi dropi í ánni Ramblas, hraða mér heim. Daginn eftir kem ég út um’ tíuleytið. Filmusalinn heilsar mér, og kaffisölukonan kinkar brosandi kolli. Eitthvað er breytt. Hávaðimx er eins mikill og áður, en ekki samur. Spor- vagnar þjóta og bílar bruna sem fyrr, en það er einhver vél hér í námunda. sem yfirgnæfir þá, hugsa ég. Ég skima spyrj-. andi í kringum mig, unz bakara sendillirxn, sem ber í’jómaköku bakka á höfðinu, bendir méi’ upp á við. Og sjá: í hverju ein- asta tré á Ramblas sitja hundi’- uð spörfugla og gala og tísta og. yfirgnæfa götuskarkalann. Ég verð svo glaður, að ég fei’ rakleiðis til næsta vínsala og fæ mér rauðvínsglas. Ég skála fyrir fuglunum í miði, sem menn kunnu að brugga fyrir þúsund árurn. Og' þegar ég fer héðan frá Barcelona, ætla ég að skilja eftir nokkur íslenzk frí- merki handa stúiku, sem haldin er söfnunaræði. Glaður í bragði geng ég út og kasta mér áfergislega í straum götunnar. Fuglasöngui', aldagamall mjöður og mannleg ur breyskleiki hafa bjai'gað við trú minni á lífið. Cj Bréfakassinn ) r Utlenzkan i í útvarpinu . Heri'a ritstjóri! MIG langar að minnast hérna á mál, sem kannski er 'ekki mjög merkilegt í sjálfu sér, en hefúr þó oftlega orðið umtalséfni manna á milli og stundum af allkátlegu tilefni. En það er þéssi ástríða þulanna í útvarpinu að bera öll erlend nöfn fram á ensku. Þýzk nöfn, frönsk nöfn. svo maður tali nú ekki um frá fjarskyldar; mál- um. meira að segja nöfn á Noi’ð urlendamálunum, allt er betta horið, fram með eiixhverjum virðulegum skólalærðum ensk- um framburði. Ekki ófrægai’i persóna en mærin frá Orleans var til dæmis nýlega kölluð í útvarpinu mærin frá Orlíns. Sama tilhneiging er einnig í útvarpinu að kynna erlend lög, t. d. dægurlög öll með ensku nafni. Lög, sem komin eru frá allt öðrum þjóðum og hafa kannski fyrir Iöngu fengið ís- lenzk nöfn. Einhvern tíma man ég að op- inberar umræður urðu um fram burð erlendi-a orða eða nafna í útvarpinu, og þá var þó kveðið upp úr um það, að aðalatriðið væri þó, að verið væri að flytja efnið fyrir íslenzka hlustend- ur, og ef þulxu* eða flytjandi treysti sér ekki til að segja nafnið skammlaust á viðkom- andi máli, yrði þá að íslenzka nafnið þannig í framburði, að islenzkur hlustandi þyrfti ekki að vei*a í vafa, hvað við væri átt. Eða er kannski svo komið, að við skiljum það bezt, sem j borið er fram á ensku? Hlustandi. rrF!júgandi diskar" nýtl tímarif NÝTT tímirit hefur hafið göngu sína. Það nefnist „Fljúg- andi diskar“, og fjailar um það efni og annað þvi skyit. Rit- stjóri og aðaleigandi er Skúli Skúlason, Karfavogi 32. lltgef- andi er Viman-útgáxan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.