Alþýðublaðið - 05.01.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.01.1958, Blaðsíða 6
« Alþýðublaðið Sunnudagur 5. janúar 1958 Kirkjuþáttur Á R A KLUKKAN SLÆR TÓLF Hvað eru áramót? í raun og veru ekkert annao en það, að klukkan slær tólf á ná- kvæmlega sama hátt og hún gerir á hverri nóttu. í al- manakinu skiptir um ártal, en það þýðir, að viss tala daga hafi liðið síðan jörðin hafði sömu aðstöðu gagnvart sólinni og hún hefur nú. Hin stóra himinklukka gengur án Æifláts. Tíminn liður. En það þýðir ekki annað en það, að jörðin, með oss mönnunum á, hreyfist eftir ákveðnum reglum um geiminn, og við ákveðna ■ áfanga þeirrar hreyfingar miðum vér at- burði sögunnar, vorrar eigin og annarra. Tíminn byggist því algerlega á skynjun ■ mannsins, með þeim tækj- um, sem skaparinn hefur gætt hann. TJÓÐURBANDIÐ Hin líkamlega tilvera mannsins er nauðalík því, þegar hestur er tjóðraður við -hæl. Hann gengur sinn á- kveðna hring, bundinn við ákveðinn blett í tilverunni, visst tímabil í aldanna rás. Út frá þessum matematiska punkti skynjar maðurinn umheiminn og manniífið. — í>að skiptir ekki máii í þessu sambandi, þótt maðurinn gæti orðið svo slyngur að færa sig yfir á tunglið eða einhverja plánetuna. Sá . staður, sem h'kami hans er staddur á, og sá tími, sem hann lifir á, er sami tjóður- hællinn, enda þótt tímaíalið yrði öðruvísi en hér, af því að ekki væri lengur unnt að miða við afstöðu þessarar jarðar til sólarinnar. TJÓÐURBANDIÐ SLITNAR Margt bendir tii þess, að sú skynjun, sem markar tii- veru mannsins í tíma-rúm- inu, sé engan veginn full- nægjandi til þess að skýra hið eiginlega eðli hans. Margsönnuð reynsla á öllum öldum bendir til þess, að mannleg vera sé, þegar allt kemur til alls, engan veginn háð tjóðurbandi staðar og stundar. Menn hafa skynjað atburði, sem gerðust á liðn- um tíma eða ókomnum. Enn fremur það, sem ekki var tak markað af sjóndeildar- bringnum. Forsnár og fjar- sýni er engu síður staðreynd en venjuleg sjón og heyrn. Og þó er merkiiegast, að fólk, sem eitt sinn var bund- ið af tjóðurhæl efnislegra skynjana og lifði á allt öðr- um tíma en vér, birtist eða gerir vart við sig innan vors eigin skynsviðs. Þetta þýðir hvorki meira né minna en það, að maðurínn er ekki nema að nokkru leyti háður tírnanum eða hinni líðandi stund, TÍMINN og eilífðin Maðurinn lifir 1 tímanum og ævi hans markast af ár- um, mánuðum, vikum og MOT dögum. En svo virðist sem. hann eigi sér jafníramt aðra tilveru, sem er hafin yfir þessar takmarkanir og þeim óháð. Það er því fuli ástæða til að ætla, að þegar maður- inn deyr, og hverfur úr efn- isheiminum, haldi hann á- fram að lifá, þótt það líf sé ekki sömu skilyrðum háð eða lýsi sér með sama hætti og-lif jarðarinnar. Maðurinn er þegar hér á jörðmni. eilíf vera, sem sækir innri nær- ingu til eiiífðarínnar. Mað- urinn skynjar ekki guð með þeim tækjum, sem hann not ar til að kynnast heimi tíma • rúmsins, heldur innan að, í djúpi sálar sinnar. En trúar- brögð mannkynsíns bera þess vitni, að maðurinn finnur samt samband sitt við guð, — samband sitt við eilifðina. Hann rækir þetta samband í bæn og tilbeiðslu, og með því að stilla líf sitt í samræmi við eiLífóma. JURTIN OG RÓTIN Jurtin lifir í helm: tímans, sem miðast við sólarganginn frá degi til dags. Hún opnar krónu sína að morgni, lokar henni að kvöldi og snýr blöð um sínum eftir ljósinu. Þann ig lifir maðurinn sínu jarð- neska lífi, sem er tímanum háð, hreyfingu sóiar og jarð ar. En niðri í djúpi jarðar- innar lifir jurtin einnig, og: rót hennar sýgur tl sín nær- ingu úr umhverfi sínu, vet- ur, sumar, vor og haust. Þannig lifir maðurinn í ei- h'fðinni ncr sækir kraft síns innra lífs til guðs. Sé jurtin slitin upp af rót sinn, getur hún að vísu lifað um stund, en smám saman hlýtur hún að missa þrótt sinn. Þannig fer og mannir.um, ef hann rækir ekki samband sitt við eilífðina. HIÐ NÝJA ÁR Hið nýia ár færir þér mörg verkefni, og þú hefur *sennilega ótal áform á nrjónunum, er varða þína tímanl°gu velferð. Þú brýt- ur heilann um afkomu þína, líkamlegar þarfir, starf og «töðu, að óglevmdum öllum hinum margbrotnu, per- sónulegu vandmálum. Senni legt er, að bú berir einnig fvrir brjóstj velferð þ’óðar binnar og stéttar. En hvernig er bá viðhorf bitt «aonv«rt eilífðinni — guði? Verðurðu á bessu nýja ári trúræknari maður, innilegri í bænvm þínum, kirkjuræknari en þú hefur verið? Hefurðu í huga að stunda betur það, sem byggir upp þinn innri mann og vanda betur líferni þitt til samræmis við eilífan guð? Þessar spurningar telja sum ir, að ekki kom: sér við, fvrr en þeir eru að dauða komn- ir, — en slíkur hugsunarhátt ur minnir á mann, sem ekki teldi, að jurtin í garði hans þyrfti rótar við, fyrr en blöð hennar væru fallin. Gleðilegt nýár! Jakob Jónsson. Lúðvík Gissurarson ÚTSVÖRIN í Reykjavík hafa vaxið með ævintýralegum hraða síðasta kjörtímabil eða rúmlega tvöfaldast og nálgast nú 200 milljónir. Útgjöld bæj- arins eru um 650 þúsund krón- ur á hvern virkan dag á árinu til jafnaðar eða um 10 krónur á hvern íbúa í bænum. Hér er því um mál að ræða, sem skipt- ir hag bæjarbúa rrieira en flest annað, og ef hægt væri að lækka útsvörin eða þó ekki væri nema að stöðva að þaú hækki stöðugt, væri það til mik illa bóta. STJÓRNLAUS HÆKKUN. Útsvörin hafa margfaldazt líkt og snjóflóðið, sem byrjar sem smákúla en vefur utan um sig og endar sem flóðbylgja. Ef útsvörin halda áfram að vaxa með sama hi'aða og þau gerðu, síðasta kjörtímabil verða þau 400—500 milljónir 1962 og 800 —1000 milljónir 1966. Allir sjá og slíkt nær engri átt og spyrna verður við fótum í tíma, áður en í hreint óefni er komið. Ber- sýnilegt er, að meirihluti Sjálf stæðismanna í bæjarstjórn ræð ur ekki við þetta mál. MILLISTÉTTIRNAR. Útsvörin hafa lent með mikl um þunga á fólki með miðlungs tekjur, sem er í fastri atvinnu. f þessurn hóp eru t.d. kehnar- ar, prentarar,. verkfræðingar, yfirmenn á skrifstofum o.s.frv, f mörgum tilfellum er þessum stéttum raunverulega gert ó- mögulegt að auka tekjur sínar með því að taka að sér auka- vinnu, því að útsvörin lenda með svo miklum þunga á slíkri hækkun að fyrirhöfnin borgar sig ekki. Hér eru þessar stéttir beittar miklu ranglæti, sem verður að lagfæra. ENN HÆKKUN. Á þessu ári er gert ráð fyrir að útsvörin hækki enn um 20 milljónir. Sjálfstæðismenn „vonast“ til þess að ekki þurfi að hækka útsvarsstigann. Það, sem á að nægja er það, að með Lúðvík-Gissurarson vaxandi dýrtíð og þar af leið- andi hærri krónutölu í kaúpj komast fleiri og fleiri í „há- tekju“ útsv'arsstiga ög gréiðá hærri og hærri prósentu af kaupi sínu til bæjarins. Sámt er ekki vitað hvort þetta nægir. VELTUCTSVARÐ. Sá skattur, sem verst kemuf við allan atvinnurekstur, er J veltuútsvarið. í núverandi | mynd er veltuútsvarið til mik- ils skaða fyrir allt atvinnulíf og leiðir til þess, að fyrirtæki geta ekki eflt sjóði sína til þess J að: vera fær um að sinna þeim verkefnum, sem þau hafa í at- vinnulífi þjóðarinnar. Þau þurfa að treysta að miklu leyti á lánsfé, en það eykur aftur lánsfjárkreppu þá, sem hér rík- ir. __ A sama tíma og allur almenn .ingur ber óf há útsvör og al- jmenn fyrirtæki eru með hærri ; útsvör en samrýmzt getur góð- um rekstri þeirra, nýtur allur hinn velstæði samvinnurekstur útsvarsfríðinda, sem teljast verða óeðlileg, ef eitthvert jafn vægi á að vera um byrðar þær, sem hinir ýmsu aðilar bera. ENDURSKOÐUN ÚTSVTRANNA. Útsvörín í núverandi mynd jþarf að endurskoða og að því ! rekur áður en lýkur að breyta j verður um stefnu. Hægt er að I ná árangri með því að auka jhagsýni og sparnað. Það mundi | afstýra bráðum voða í bili. LEGGJA ÚTSVÖRIN NIÐUR? I Ég vil hér með koma með þá 1 tillögu, hvort ekki væri rétt að stefna að þ\n' að leggja útsvör- in niður og koma þannig í veg fyrir tvöfalda skattehimtu ríkis og bæja. Ýmsumfinnsteítil vill, að hér sé um fjarstæðukennda tillögU' að ræða.- 3vo er þó ekki. Tékjuþörf bæjarfélaga yrði þá leyst með tvennum: hætti:- Ríkið lösaði bæjarfélögih við ýmsar þær fjárhagsbyrðar, sem al- bingi hefur lagt- á ■ bæina. Á hinn bóginn þurfa bæimir s.yo, að.-fá hluta af tekjuskattinum. og heimild til að leggja sölu-- sfcatt á' ýmsar vörur, sem ekki eru nauðsynjar. : .. ., - . , JÞess ipái.geta hér, að auðvelt • væri að táka skatta. af kaupi, um leið og það. er greitt, ef tekjuskattur og útsvar væri samelnað- r einn tekjuskatt. Á hinn. bóginn er erfitt að; fram- kvæma slíkt núna, meðan tveir aðilar, ríki og bær, taka skatt af sömu tekum og gera það sitt' í hvoru lagi. RÁÐALAUS MEIRIHLUTI. Sjálfstæðismenn eru ráðalaus. ir í sambándi við útsvörin, þeg-: ar undan er skilið það „ráð“ aði hækka þau alltaf meir og meir.' Aukinn sparnaðui- þarf að taka' við af eyðslunni/ Hugkvæmni- að koma í stað úrræðaleysis. Alþýðuflokkurinn hefur allt-. af viljað gæta varfærni í út- . gjöldum bæjarins, því að hann-. hefur gert sér ljóst, að almenn- ingur verður að greiða reikn- inginn. Alþýðuflokkurinn hef- ur ekki tekið þátt í yfirboðs-' stefnu kommúnista, sem Sjálf-r stæðisflokkurinn reynir alltaf' að elta. Sigur Alþýðuflokksins' í þessum kosningum og úrslita-' vald hans í bæjarstjórn mundi- stoppa útsvarsskriðuna og rétta, aftur við fjárhag bæjarins. FYRIR skömmu bárust þær fréttir að Læstadianar hefðu hlotið meirihluta í tveimur sóknarnefndum í Norður-Nor- egi. Læstadianar eru þekktir að því að halda fram trúarskoð- unum, sem ganga í berhögg við skoðanir dr. theol. Kristians Schjelderup biskups. Satt mun það vera, en í Suð- ur-Noregi eru mjög fáir, sem vita hvað Læstadianar eru í raun og veru. Margir álíta að þeir séu sér- trúarflokkur, en svo er ekki. Þeir eru í þjóðkirkjunni og taka því þátt í kosningum til sóknarnefnda. Saga Læstadianismans er að mörgu sérkennileg. Hreyfing þessi dregur nafn af sænska „eyðimerkurprestinum“ Læsta- diusi, sem var allt í senn mikill náttúrufræðingur, trúarheim- spekingur og fjöldaprédikari. Hann fæddist árið 1800 í smá- borpinu Anjeplog á Lapplandi. Hann var af samisku kyni í báð ar ættir. Fyrst í stað helgaði hann grasafræðínni krafta sína. 19 ára að aldri fór hann fyrstu rannsóknarferð sína, og upp frá því fór hann vísindaleiðangra á hverju sumri um árabil. Með- al annars fór hann gangandi um Ángermannland og Jámt- land, einnig um Þrændalög og allt til Helgelands. Hann ferð- aðist einnig um Suður-Svíþjóð með hinum þekkta grasafræð- ingi Wallenberg. En það var fyrst og fremst í Lapplandsferð unum, sem hann safnaði dýr- mætu og líttþekktu náttúru- fræðilegu efni. Hann tók einn- ig þátt í hinum mikla grasa- fræðileiðangri Frakka um Norð ur-Svíþjóð árið 1838 og komst þá allt til Karasundo. Um þetta leyti var hann orðinn þekktur um heim allan fyrir grasafræðirannsóknir og virtist eiga í vændum glæsilega fram- tíð á sviði vísindanna. Loðvik- Filippus sæmdi hann riddara- krossi heiðursfylkingarinnar fyrir starf sitt í Reeherche-leið angrinum. Ber hann orðu þessa á öllum þeim myndum, sem af honum hafa geymzt, en á þess- um tíma var sjaldgæft að Svíar væru sæmdir krossi heiðurs- fylkingarinnar. Árið 1820 hóf Læstadius nám í guðfræði í Uppsölum, án þess þó að vera sérlega trúaður. 1826 gerðist hann prestur í nyrztu sókn Svíþjóðar, Kausu- ando og dvaldist þar til ársins; 1849 að hann tók við Pajala- sókn. Þar þjónaði hann sem pró fastur til dauðadags 1861. 1 En á þessu tímabili höfðu gerzt miklir atburðir i lífi hans. Árið 1844 háði harin harða trúarbaráttu, sem síðar !gerbréytti prestsstarfi hans. Á östuttum tíma breyttist hann úr hversdagslegum sóknarpresti og áhugavísindamanni í eldheit an vakningaprédikara. Það starf hans leiddi brátt til á- rekstra við presta þjóðkirkjunn ar. en um klofning var ekki að ræða fyrst um sinn. Næstu hundrað árin barst Læstadian- lisminn um alla Norður-Svíþjóð jog stóran hluta Finnlands. Um , betta leyti fékk hann auknefn- ið „eyðimerkurpresturinn11. Kenningar hans hafa síðan haft ! mikil áhrif á líf fólksins á norð anverðum Skandínavíuskaga. I Læstadianisminn er meþód- isk, kirkjuleg hreyfing, byggð á kenningum Lúthers. Frávik þeirra er einkum í því fólgið að þeir viðurkenna tungutal og Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.