Alþýðublaðið - 19.02.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. febrúar 1958 AlþýSnblaðil Aiþýöublaðió Útgefandi. Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri; Helgi Sæmundsson. Fréttastjöri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreið3luslmi: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið, Prentsmiðja Alþýðublað3ins, Hverfisgötu 8—10. k * ( Utan úr heimi ) í LandhelgismáliS ÝMIS MÁsL eru svo mikilvæg og viðkvæm fyrir þjóðina í heild, að íislendingum ber að forðast allar óþarfar deilur um aukaatriði þeirra. Svo er um landhelgism'álið. Það er til þess fallið að sameina íslendinga um iheill þeirra og hag. nú og í framfíðinni. En takist það ekki er málstaðurinn í hættu. Smái'íki getur ekki tryggt hagsmuni sína í sam- skiptum við aðrar þjóðir, ef stórmlálin verða að bitbeini. l’etta á ekki sízt við um landhelgismlálið. Undanlarið hefur það góðu heilli verið hafið vfir dægurþras og ríg. Svo þarf. að verða áfram, unz sigur er unninn. Um þatta skal ekki fjölyrt frekar að sinni. Hins vegar bar mjög að harma það frumahlaup Þjóðvilians ó sunnudag að kenna Guðmundi í. Guðmundssyni utanríkismálaráð- herra um að landhelgin hafi ekki verið stækkuð. Tilefnið er. fljótfærnisleg afstaða Morgunblaðsins í þessu efni, og Þjóo- viijinn reynir að iosa ráðherra Aiþýðubandalagsins við ámæli þess, en tekst bágiega. Ríkisstjórnin er hér ekki í neinni sök og Guðmundur í. GuðmundsSon því síður..— Landhelgismálið hefur verið undirbúið af fyrirhyggju og ábyrgðartilfinningu með farsæla lausn þess fyrir augum. Þetta mun kom glöggt í ljós, -þegar saga þess verður rakin að fengnum úrslitum. Þjóðviljinn fellur í freistni vanstill- ingar og fljótfærni með ummælum sínum á sunnudag. Þau eru staðlausir staíir. Morgunblaðið ætti sannarlega ekki að hafa það ámæli í frammi, að ríkisstjórnin vinni ekki að lausn landhelgis- málsins m>eð eðlilagum og sjálfisögðum hætti. Raunar ligg- ur í augum uppi, að SjláMstæðisfliokkinn vantar málefnaleg rök í stjórnarandstöðunni. Þó vöntun ætti hann ekki að bæta sér upp með því að búa til ágr.éiningsatriði, sem eru þjóðinni hættuleg. Rikisstjórnin þarf naumast að óttast gagnrýni Bjarna Benediktssonar vegna undirbúningsins á stækkun landheiginnar. En íslenzk; málstaðurinn kann að gjalda þess, ef hann er gerður að bitbeini í málgagni stærsta stjómmálaflokksins. Og ekki tekur betra við, þegar eitt af málgögnum ríkisstjórnarinnar svignar eins og strá í vindi fyrir þessum goluþyt Bjarna Banediktssonar og gerir sig að viðundri. Alþýðublaðiö telur ekki tímabært að segja meira um landhelgisniálið að svo stöddu. En það spáir því, að Morgun. blaðið og Þjóðviliinn óskuðu sér hlutskipti þagnarinnar, ef þessi blöð kynnu á annaö borð að taka ábyrga og málefna- lega afstöðu. Al.þýðuflokkurinn hefur aldnei reynt að gera landhelgÍBmálið að pólitísku bitbeini. Honum datt ekki slíkt í hug, meðan Ólafur Thors hafði mál þetta með hönd- um. Alþýðuflokkurinn telur, að þióðarsómi og lausn land- helgismáisins sé í hættu, ef íslendingar bera ekki gæfu til að sameinast um stefnu þess og framkvæmd. Þetta hefur vakað fyrir Guðmundi í. Guðmundssyni utanríkismálaráð- herra. Það eru miklu skynsam.Iiegri vinnubrögð en fljót- færnin og vanstillingin, sem stafar af pólitísku taugaáfalli. Slík vanhðan er líka óþörf. Landihelgismálið hefur þokazt í rét'ta átt, og allir sanngjarnir íslendingar munu sannfærast um það innan skarnms. En þá er ósennilegt, að frumblaup Morgunblaðsins og Þjóðviljans mælist vel fyrir. Tvö minnisatriði MORGUNBLAÐIÐ reynir í forustugrein sinni í gær að telja lesendum sínum trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji Alþýðuflokkinn alls ekki feigan. Af þessu tilefni skulu hér rifjuð upp tvö mjnnisatriði til að sýna umhyggju Sjálf- stæðifeflokksins í garð Alþýðuflokksins, drenglyndi hans og ábyrgðartilfinningu: Sjálfstæðisflokkurinn hikaði ekki við á sínum tíma að taka höndum saman við .kcxmimiúnilsta gegn Alþýðuflokknum í verkalýðshreyfingunni hér á landi. Var það gert af um- hyggju fyrir Alþýðuflokknum eða með hag og heill ís- lenzkrar alþýðu í'yrir augum? Bjarni Benediktsson ætti við tækiifæri að fjalla um þetta mélefni í einbverri maraþon- ræðunni. Sjiálfstæðisflokkurinn reyndi eftir síðustu kosningar að gera Alþýðuflokknum þann ,,greiða‘‘ að svipta hann fjórurn a>f átta réttkjörnum þingmönnum sínum. Foringi þeirrar viðleitni var Bjarni Benediktsson. Fleira mætti telja, en þetta er víst nóg íhugunarefni að sinni. ,p!y@íw'jfpxi.gy j fitfð'/lí,, Ij) 1 ‘ÍÍÖSBibhSV ii'Óíi'fá Jöwítfí»v HABIB BEN ALI BORGUIBA hefur verið kallaður Nasser Ncrður-Afríku. Þar með er ekki sagt að hann geri sér far um að líkja eftir Nasser. Þvert á móti er hann sterkasti keppi- nautur Nassers um forystu ar- abískra þjóðernissinna, að minnsta kosti í Norður-AfríLu. Nasser vill einn hafa á he'ndi forýstu allra Araba. Bourguiba getur engin áhrif haft á Mið- Austurlönd, en honum er mjög um það hugað að áhrif Nassers breiðist ekki út til Norður- Af- ríku. Eins og stendur veldur það honum hvað mestum á- hyggjum að Arabar í Alsír virð ast mjög hallast að forystu þeirra í Kairó. Bourguiba er leiðtogi bjóð- ernissinna i Túnis en um leic er honum mjög í mun að haldc sem nánustu sambandi við Ves urveldin, og þá fyrst og frems við Frakkland. Þar greini- hann á við Nasser. Þjóðernis stefna sú, er Nasser berst fyr- ir, er andsnúin Vesturveldun um, en stefna Bourguiba þein hliðholl, en þó því aðeins a'' V.esturveldin virði sjálfstæð | Túnis. Þannig var það líka í j Marokkó, en þjóðernissinnar jMarokkó hafa flúið sífell j lengra frá Vesturveldunum ac I undanförnu. j FRAKKAR l N-AFRIKU. Frakkar hafa ráðið löndum í j Norður-Afríku frá því 1930, en j þá settust þeir að í Alsír. Árið i 1881 var norðurströndinni skipt j í þrjú fylki, sem stjórnarfars- j lega voru innlimuð í Frakk- land. Hinum hluta Alsír var stjórnað sem nýlendu. Sama ár héldu franskar her- sveitir inn. i Túnis. Aðstæð- urnar voru þá ekki ósvipaðar því sem nú er í deilunni milli Frakka og Túnis. Upphaflega hélt þessi franski her inrí í Tún- Bourguita forseti Túnis og Mohamed konungur í Marokkó, is til að veita eftirför uppreisn j armönnum frá Alsír, en á næst i unni var Beyinn í Túnis neydd 1 ur til að „þiggja“ vernd af j Frökkum. j Túnisbúar sættu þó allt ann- i arri meðferð frá byrjun en Al- j sírmenn. Enda þótt Frakkar I tækju í rauninni öll völd í land I inu var látið líta svo út að Bey- inn væri þar æðstráðandi enn sem fyrr. Fyrir bragðið varð Túnisbúum auðveldari sjálf- stæðisbaráttan þegar til kom. Þjóðernishreyfingin í Túnis hef ur ekki þurft að berjast við þann ríkisréttarlega draug að landið væri hluti af Frakklandi eins og þeir þjóðernissinnar í Alsír. Marokkó sætti sömu meðferð Framhald á 4. siöu. ÞAÐ ER lærdómsríkt að fylgjast með öllum þeim helj- arstökkum, sem Vesturveldin nú gera til að forðast að taka afstöðu til tillagna pólska ut- anríkisróðherrans, Rapackis, um hlutlaust svæði í Mið-Evr- ópu. í fyrstunni var því hald- j ið fram, að áætlunin krefðist ! eftirlits, en á það hefði ekki j verið minnst í pólsku tillög- ; unni. Þá var því borið við, að atómlaust svæði yrði aðeins til framdráttar Rússum, þar eð herlið þeirra yrði þá einrátt á meginlandinu. En Krústjoff kvaðst fús að fallast á fækkun herliðs á svæðinu. Tillagan er ekki nein tillaga heldur aðeins lauslegt uppkast. Tillaga þessi er stórhættuleg Evrópu segja aðrir. Og svo koma auðvitað aðalmótmælin: M ii nehe n a rrök i n. Þessi Mún- chenarrök eru vel þess virði að á þau sé minnst, Það er Mún- chenarpólitík segja sumir, að ganga til nokkurra samninga við Sovétríkin. Rökum þessum er einkum beitt af þeim blöð- um, sem hvað heitast studdu Múnchenarsamningana á sín- um tíma. Það væri engin á- stæða til að rifja upp fornar syndir, ef þær væru ekki núna búnar að lama heilbrigða hugs un manna. Þessi lÖmún stafar ekki ein- ungis af Múnchenardeilunni, heldur af allri þólitík Vestur- veldanna á síðustu árum, sem orðin er hernaðarpólitík í rík- ari mæli en áður hefur þekkzt. Ástandið 1914 þolir ef til vill samanburð, en þá veittist Þióð- verjum ómögulegt að takmarka liernaðaraðgei'ðir, þar eð hern- aðaráætlun þeirra var þannig útbúin, að óhjákvæmilegt var að ráðast á Frakkland, en ekki einungis Rússland. Clemenceau skildist, að stríð er svo alvar- legur hlutur að því yrði ekki stjórnað af herforingjunum ein um. En nú hafa herforingjarnir fengið uppreist æru sinnar, og stórnmálamennirnir fela nú herforingjum öll utanríkismál. Með þessu er ekki sagt að Rapacki-áætlunin sé alfullkom in hugmynd, sem ætti að grípa tveim höndum þegar í stað. En viðbrögð manna eru furðuleg. Það er strax farið að ræða hverjar hættur kunni að leyn- ast í henni. Væri ekki nær að Vesturveldin sneru sér heldur að því að athuga hvert gagn | þau gætu haft af hugmyndinni? !En þá er nauðsynlegt að hætta j að líta á málin frá hernaðar- I legu sjónarmiði, og athuga : vendilega hvaða áhrif fækkun ! herafla hefði á stjórnmálaá- j standið í Evrópu. Hvaða áhrif hefði það í Austur-Þýzkalandi, Póllandi eða Ungverjalandi? Eru ekki möguleikar á því að milda hinar hvössu pólitísku línur, sem skipta álfunni, og koma til móts við þau öfl Aust- ur-Evrópu, sem vinna að auknu sjálfstæði og fre'lsi 'þjóðanna þar? Athyglisvert er og að þeir J sem hvað mest hafa fordæmt jkúgunina í Austur-Evrópu eru i neikvæðastir í afstöðu sinni til j tillögu Rapackis, það var Dull- \ es, sem fyrstur hóf að tala um Frarahald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.