Alþýðublaðið - 20.02.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.02.1958, Blaðsíða 3
A1 þ ý 8 n b 1 a 8 1 • Fimmtudagur 20. febrúar 1958 Alþgúublaðiö Ctgefauai. Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Aiþyðulloí lcurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r. 14901 og 1490 2. 14906. 14900. Alþýðuhúsið- Prentsmlðja Alþýðublaðains, Hverfisgötu 8—10, Ahyggjur íhaldsins ÞAÐ ER AUBS'ÉÐ á forustugrein Morguniblaðsins j gær, að íhaldið hefur þungar áhyggjur út af ílokksStjórnar- fundi Aiþýðufiokksins, sem haldinn var um síðustu helgi. Sérsta! 'ega þykir blaðinu súrt í broti, að samþykkt skyldi vera áiyktun um stuðning við heildarstefnu ríkiisstjórnar- innar í einu hljóði. Telur blaðið, að mikill ágreiningur hafi verið innan ftokksstjórnarinnár um viðhorf til ríkisstjórn- arinnar, og er helzt á því að skilja, að það hafi gert sér miklar vonir um diúp'stæðan klofning í flokknum. Svo mæla börn sem vilja. Ekki fer það á milli mála, að í forustugreininni koma fram sár vonbrigði út af því, að ágreiningur skyldi e:kki vera meiri á fundinum. Þykist blaðið hafa ýmislegt fyrir satt um skoðanir manna og deil- ur innan fundar, en er þó í miklum vandræðum með að skýra þessar fullyrðingar, þegar litið er á einróma sam- þykkt fundarin's. Er hér sýnilega um óskhyggju að ræða, en veruleikinn varð svo allur annar, þegar til kastanna kom. Ekki þarf aö leiða neinum getum að því, hvers vegna Morguriblaðinu er svo tíðrætt um flokksstjórnarfundinn. Fyrir því liggja. tvær meginóstæður, þótt fleiri komi .einnig tii. Önnur ir.agirjástæðan er sú, að íhaldið vill Aiþýðufflokk- inn feigan. Þ ví var von þess, að ágreiningur yrði svo mikiil á fundinum, að því yrð.i nú lofcs að þessari von sinni. En sú von þess brást, o?_ hún mun bregðast meðan Alþýðuflokks- fólk þekkir sinn vitiunartíma, eins og glögglega kom í 1 jcs á flokksstjórnarfundinuim. Á hinu leitinu var svo það, að þeir Morguriblaðsmenn biðu mlálþola eftir því, að Alþýðu- öokkurinn ryfi stjórnarsam'starfið. Þeir höfðu kennt það látlaust síðan um kosningar, að csigur Aiþýðuflokksins í Reykjavík væri fyrst og fremst ríkisstjórmnni að kenna, og þeir héldu i barnaskan sínum, að þessi áróður þeirra hefði áhrif á forustulið Alþýðuíflokksins. En þeir ráku sig heldur illilsga á þá staðreynd, að áróður þeirra fellur dauður við þeirra eigin bæjardyr, eins og hann á að gei-a. Um bað vitnar fundarsamþykktin. Óheilindi í málarekstri eru ekki vænleg til árangurs. Hcfundur umræddrar •greinar læzt vera steinhissa á þeim stað í fundarsamþykktinni, þar sem segir, að nauð- synlegt sé ,,að bægja fr;á dyrum þeim einræðisöfium til hægri og' vinstri, sem nú ógna ÍBlenzku þjóöKfi." Er. hann með ýmsar vángaveltur út af þes'su. En þetta er þó hverj- um auðskilið nrál, semþekkir stefnu og starfsháttu Alþýðu- flokksinis. Fíokknum er það fyllilega ljóst, að því fylgir hætta að hgfa samstarf við Alþýðubandalagið um rí'kis- stjórn, vegna þess að innan vóbanda þess eru harðmúlaðir og einBtrengingsiegir Moskvukommúnistar, sem setja hags- muni erlendsherveldis öiiu ofar. Stjórnarsamstarfið bygg- ist á því, að áhrifa þeirra gæti ekki. En Alþýðuflokksmönnum er líka ljóst, að innan Sjálf- stæðiisfiokksins eru einræðiskennd peningaöfl, sem svífast einskis í hamslausri baráttu sinni fyrir völdum og yfir- ráðum í þióðfélaginu. Innan fiokksinB er nazistakjarni, sem er engu betri en þeir Moskvukommar. Komi einræðisklíka íhaldsins ár-sinnj fyrir borð,- eru vinnubrögð hennar. líkust störfum kommúnista. Er höfundur umræddrar forustugrein ar þar eltki undan skilinn. Alþýðuflokksmenn gera sér fulla grein fyrir því, að í því er fólgin hætta að hafa samvinnu við SjíáMstæðMl'okkinh í verkalýðsfólögum, þótt það sé einungis gert til að minn'ka gengi kommúnista. Þá hættu verður áð meta og vegá á hverjum tíma. Að sjálfsögðu hafa verkamenn, sem illu heilli kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sömu hagsmuna að gæta í verkalýðsfélögunum og aðrir. En nái einræðisklíkan í Sjiálfstæðisfiokknum tökum á verkalýðs- félagi, er vá fvrir dyrum. Alþýðuflokksmenn fara því ekki í neinar gralfgötur um það, að gjalda ber varhug við „ein- ræðisöflum til hægri og vinstri", bæði í stjórnarsamvinn- unni og eins í verkalýðsfélögun.um. Forustugrein Morgunblaðsins í gær er ánægjulegiir vitnisburður bess, að enn einu sinni hafi Alþýðuflokkurinn borið gsefu til að marka stefnu siína skýrt og skorinort. . íhaldið harmar það að vonum, en aliþýða manna mun fagna því sem áðiu'. Rússar leggia mikla stuntl á flugvéiasmíði, og hér er ein nýiung þeirra á því sviði. Flugvélin á myndinni er endurbætt gerð af þrýsiiloftsvél unum T U 194 og kallast T U 114. Flugvél af þessari gerð getur flutt 220 farþega stuttar vegalengdir en 120 á langleiðum. Hún getur flog- ið 6500 km. í einum áfanga, og flughraðinn er 650 kni. á klukkustund. ( Utan úr Heimi ) ÞAU ATRIÐI, sem fyrst og fremst hafa einkennt franskt stjórnmálalíf síðan styrjöld lauk verða yfirleitt að teljast neikvæð; sífelld stjórnarskipti og vanmáttur til ákvarðana og framkvæmda fram yfir það hversdagslegasta og nauðsynleg asta, sífelld greiðsluvandræði bæði hjá ríkissjóði og gjaideyr issjóði. Allt hefur þetta átt rót sína að rekja til þess að aldrei hefur náðst ábyrgur meirihluti í þinginu, og alt hefur þetta verið svo augljóst að mönnum sést yfirleitt yfir önnur mikil- væg atriði, sem mjög munu móta svip framtíðarinnar þar í lsndi. ir Þrátt fyrir k.yrrstöðu og löm un hefur orðið mikil framför hvað allan iðnað snertir síðan FJÖLGAR UM FJÓRAR MILLJÓNIR Á ÁRATUG. En það sem hér verður eink- um rætt um er hin merkiiega þjóðar.ynging fyrir byltingu aldurshlutfalla, og sem þegar er farið að gæta mjög greinilega bæði á sviði stjórnmála, skipu- lagsframkvæmda og menning- arforystu í fjórða lýðveldinu. Eftir að franska þjóðin hafði staðið í stað að fjölda í fleiri ætt liðu, eða í röskum fjórum mill iónum, hefur mikil fölgun átt sér stað eftir styrjöldina. Síð- asta áratuginn hefur sú fjölg- un numið fjórum milljónum, og telst þjóðin nú 44,3 milijón- | ir. A hverjum þúsund Frökkum leru 316 yngri en tuttugu ára, j en voru 295 áður en heimsstyrj 1950, og síðustu tvö-þrjú árinjöldin brauzt út. Þjóðin yngist hefur fTamleiðsluaukningin orð ; æ meir að meðaltali og verður ið meiri en í Bandaríkjunum, j yngsta þjóð Evrópu að þrjátíu Sovétríkjunum og Vestur- j árum liðnum samkvæmt út- Þýzkalandi. ! reikningum hagfræðistofnana. FÓSTBRÆÐURNIR ÞRÍR. Hvarvetna gætir nú mest á- hrifa og forystu manna, sem fæddir eru á árunum skömmu fyrir til skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld. Þannig er það í ríkisstjórn, iðnaði, blaða- mennsku, bókmenntum og list- |um, — og ekki hvað sízt í stjórn j málunum. Það er svo sem ekki jeinstætt fyrirbæri að núverand | forsætisráðherra er sá yngsti. | sem gegnt hefur því embætti ; síðan landið varð lýðveldi, —• Felix Gailard varð 38 ára, þeg- at' hann tók við þvi í haust. Menn á svipuðum aldri og hann láta æ meir til sín taka í flest- um flokkum, nema kommún- istaflokknum og sósíalista- flokknum. En því miður virðist enginn þessara ungu manna hafa nýjar hugsjónir eða hugmyndir til-að berjast fyrir. Meðalaldur Gail- lards og meðstjórnenda hans Framhald á 8. síðu. ■ UM nokkurt skeið hafa ung- j versk dagblöð birt reglulega úrsiit í allsherjarskoðanakönn- un, sem fram hefir farið und anfarnar vikur þar í landi — Hafa allir meðlimir komrnún- istaflokks landsins verið gerð- j ir út, og fara þeir inn á hvert I heimili landsins og kynna sér afstöðu fólks til stjórnmála- stefnu ríikisstjórnarinnar. Dag- blöð um land allt verja mikiu rúmi til að kynna almenningi niðurstöður þessarar skoðuna- könnunar. Biöðin segja að sjálf j sögðu, að yfirgnæfandj meiri- j hluti þ.eirra, sem spurðir hafi j verið styðji stjórn Kadars, en j þau játa, að, „Ungverjar hugsa j fyrst og frem-st um fjölskyidu - málefni sín og stjórn bæjav- og sveitafélaga, en láta sig litiu skipta vandamál ríkisins og ut anríkismál.“ Þetta áhugaleysi almennings : stafar. einkum af vonbrigðum | og beizkju. Fólkið býst ekki j lengur við neinu af Vesturveld j unum og séi' enga leið nt úr þeim pólitísku ógöngum, sem j Ungverjalandi hefir verið I hleypt í. Stjórnartilkynningin j frá 29. janúar s. 1., þar seni til- j kynnt var, að Ferince Munnich j hefði tekið við embætti forsæt- i j isráðhera af Janos Kadar, vaktí | enga athygli. Ungverjurn var j fullljóst, að þessi Táðherra skipti höfðu ekki minnstu á- j hrif á st.efnu stjórnenda ríkis j ins og voru eingöngu gerð í j því skini að styrkja flokks- i broddana í sessi. Höfuðatriði þessarar stjórnarbreytingar er, að stjórnarfar Ungverjalarids er skipulagt í samræmi við stjórn annarra komrnúnista- i'íkja, þar sem aðgreindir eru foringjar flokksins og ráðherr- ar. Kadár tekur nú við hmu þýðingarm,ikla embætti aðál- ritara komrnún istaflokksi ns. —• í því starfi gefst honum tæki- færi ti.l að endurskipuleggja flokksstaríið, en frá því hann tók við völdum hefir það ver- ið aðaláhugamál hans. Núha eru 400.000 manns í kommún- istafiokknum, en fyrir bylt- inguna voru yfir 900.000 manns í honum. Flokkurin er þó núna öflugri og' samstilltari en þá. Munnich, sem var áður vara- forsætisráðherra, hefir nú með höndum yfirstjórn lögreglunn- ar, lífa’kkeiTs stjórnarinnar. Daginn eftir ráðherraskipt- in stóð eftirfarandi í aðaimál- gagni stjórnarinnar: ;— Stjói'n avstefnan mun engum breyt- ingum taka. Þetta mun hafa Framhald á 8. *i®m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.