Alþýðublaðið - 11.03.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. marz 1958
AlþýSnblaSlt
>
Að ganga fram af
ÞJÓÐVILhJINN ræðir afstöðu Alþýðufliokksins til verka-
iýðsmálanna í forustugrein sinni á sunnudag og er stór-
orður jafnvel venju fremur. Leynir sér naumast, að þar
muni um ótta að raeðá. Alþýðu f 1 okkurinn é að vera kom-
inn út á glæpaibraut. Og svo kemur upp úr kafinu, fevað ó-
. sköpunum veldur: Þjóðviljinn óttast, að kommúnistar -verði
flokknum er auðvitað kennt um þetta. Hann á að hafa í
hyggju að aíhenda Vinnuveitendasambandi íslands völdin
í Alþýðusanibandimi!
Stóryrðin skuiu látin liggja í þagnargildi. Hins vegar
mun ekki úr vegi að kryf ia orsök þeirra til mergjar. Komm
únistar eru miður sín af hræðfelu við tilhugsumina um næsta
Alþýðusamþandsþing, og þess vegna er Þjóðviljinn svona
stórorður. Kommúnistablaðið segir raunar annan daginn,
að Alþýðutflokkurinn sé dauöur og skipti því ekki máli, en
hinn daginn sér það fram á, að hann muni binda enda á
völd og áihrif kommúnista í Alþýðusambandi íslands næsta
haust. Þjóðviljinn er með öðrum orðum sálfræðilegt rann-
sóknarefni.
Alþýðubíaðið kann því miður ekkert læknisráð við
þessarj vanlíðan Þjóðviljans. Það virðist liggja í augum
uppi, að völdum og áhrifum kommúnista sé hætt á næsta
þingi Alþýðusantbands íslands. Um slíkt er tilgangslaust
að ræða við Alþýðuflckkinn. Hann gerir auðvitað allt,
sem í lrans valdi stendur, til að losa íslenzka verkalýðs-
hreyfingu úr álögum kommúnismans. En baráttan um
verkaílýðisfélögin og heildarsamtök íslenzkrar alþýðu er
ekki honurn að kenna. Hann léði máls á friði og sam-
starfi á síðasta þingi Aiþýðusambands íslands. Þá var
hægt að tryggia sættir og grið í verkalýðshreyfingunni.
Komnuinistar komu hins vegar í veg fyrir það heillaspor.
Þeir höfnuðu samstarfi við iafnaðarmenn og kusu stríð
í verkóalýðshreyfingunni. Ætluðusts þeir kannski til þess,
að jaínaðarmcnn létu sér það vel lynda og hefðust ekkert
að í verkalýðshreyfingunni? Myndu kommúnistar lvafa
brugðizt þannig við atburðunum á síðasta þingi Alþýðu-
sambands Íslands? Áreiðanlega ekki.
Forustumenn Sósíaliístaflokksins viðurkenna, að illa
hafi til tekizí á síðasta Alþýðusambandsþingi. Einar Ol-
geirsson harmaði atburðina þar í áramótagrein sinni. Þjóð-
viíjinn tekur öðru hvoru í sama striang. En þessir aðilar
virðast ekki átta sig á, hver óheillaþróuninni réði. Þeir
áfiellast Aiþýðiutflokkinn, sem léði mláls á friði og samstarfi.
Væri -ekkí nær lagi að dæma þá, sem' kusu stríð og ciein-
ingu og kölluðu nýja baráttu yfir íslenzka verkalýðshreyf-
ingu? Nú sjá þair í hvert cefni er komið. Og þá á að kenna
Alþýðufl-okkn.um og Alþýðublaðdnu um aifleiðmgar þess,
sem Hannibal Vaidimarsson og félagar hans aðhöfðust á
síðasta Aiþýðusambandsþinigi!
Þjóðiviljnn spyr í fyrirsögn forustugrieiUarinnar á
sunnudag, hvort Alþýðuflokkurjnn ætii fram atf? SMkt virð-
ist naumast á dagskrá, ef málið er athugað af íhygli og
samvizkusemi. Alþýðuflokkurinn lætur sér víst nægja að
ganga fram atf kommúnistum á næsta Alþýðusambands-
þingi.
er fíll, sem enn er í frumbernsku og á heima í dýragarðinum í Kaunmannahöfn. Hér
er hann að snæða morgunverðinn, sem er hafra grautur í fötu. Fílsunyinn er kynjaður austau
frá Indlandi, en honiun varð elckert meint af ferðalaginu frá Kalkútta til Kaupmannahafnar.
( Utan úr Heimi )
VERKALYÐSFLOKKURINN
brezki byggir mótstöðu sína
gegn varnarmálastefnu stjórn-
arinnar fyrst og fremst á bví,
hve einhliða sé þar treyst á
kjarnorkuvopn en venjulegar
varnarráðstafanir vanræktar.
En fleira ber þar til.
I fýrsta lagi krefst verkalýð-
urinn þess skilyrðislaust að
komið sé á alþjóðabanni gegn
frekari tilraunum með kjarn-
orkuvopn; í öðru lagi að ekki
verði gerðar stöðvar fyrir
bandarískar eldflaugar á Bret-
landi fyrr en haldinn hafi verið
fundur með leiðtogum austurs
og Vesturs. I þriðja lagi telur
flokkurinn vafasamt að rétt sé
að taka á móti bandarískum
eldflaugum af svonefndri Thor
gerð bar sem þær séu ófull-
komnar og auk þess verði að
hafa skotstöðvar fvrir þær of-
anjarðar, þannig að auðvelt sé
að finna þær og eyðileggja úr
lofti. Hins vegar er stjórn og
stjórnarandstaða á einu máli
Hugh Gaitskell
um að Bretar eigi að fá kjarn-
orkuvopn og verkalýðsflokkur-
inn hafnar því heldur ekki að
gerðar verði stöðvar fyrir
bandarískar eldflaugar á Bret-
landi.
En innan verkalýðsflokksins
er þó hópur nokkur sem stend-
ur gegn bæði bandarískum eld-
flaugastöðvum og því að Bret-
ar framleiði eða búist kjarn-
orkuvopnum. Þessi hópur hefur
nú hafið áróður mikinn, og þótt
kynlegt kunni að virðast hefur
hann fengið inni í aðalmál-
gagni flokksins, „Dailv Her-
ald“.
Það er þó hvorki afstaðan né
röksemdirnar fyrir henni, held
ur skipulagsstarfsemi þess hóps
innan flokksins, sem valdið hef
ur því að leiðtogarnir telja
Tauðsyn bera til harðorðrar að-
'örunar. Ekki verður um það
agt hér hversu langt hópurinn
'iefur gengið í því að skipu-
leggja flokk innan flokksins,
en víst er um bað að hann hef-
ur hafið sterkan og háværan
1 áróður fvrir afstöðu, sem ekki
er síður g'egn meirihluta flokks-
ins en ríkisstjóminni. Þá hagar
hópurinn þessum áróðri þann-
ig að ákaft er talað til tilfinn-
inga almennings og skýrskotað
Framhald á 4. síðu.
Alþýdublaúiö
Útgefandi: Alþýðuílokkurfnn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Auglýsmgastjóri: Emilia Samúelsdóttir.
Ritstjómarsímar: 14901 og 14902.
Auglýsingasími: 14 9 0 6.
Aígreiðslusími: 14 9 0 0.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Frentsmiðja Alþýöublaðains, Hverfisgötu 8—10.
Hver er stefnan?
ALÞYÐUBLAÐIÐ spurði Morgunblaðið þess á dögun-
um að gisfnu tilefni, hver væri stefna Sjáltfstæðisflokksins
í efnabaigsmálunum. Ekkert svar hefur fengizt við þeirri
spurningu. Morguniblaðið ræðir allt milli himins og jarðar
hema stefnu Siáltfstæðisflokksins í efnabagsmálunum. Hún
er hinn óttaliegi leyndardómur.
Strandkapteinninn ásakar þá, sem nú sigla þjóðarskút-
unni. En fer.st honum slíkt nema hann hafi látið sér detta
í hug ný og betri útrræði en í stjórnartíð sinni? Og er hægt að
mælast til írilinna en hann kunngeri vizku sína á fjör.unni,
þar sem honumi hlekktist svo á forðum daga, að enginn fæst
til að láta stýrið í hendur hans? Maðurinin sannfærir ekki
einu sinni sötfnuð sinn mieð þögninni, hvað þá íslenzlcu
þjóðina, sem hér ræðúr ú(rslitum'. Þess vegna skal fyrir-
spurnin endurtekim: Hver er stetfna Sjáltfstæðisflokksins í
efnahagsmálunium?
EF ráða má af fréttaskeytum
síðustu dagana virðist útlitið
varðandi fund æðstu manna
stórveldanna heldur slæmt. —
Fastaráð A-bandalagsins hefur
ákveðið að hafna síðustu skil-
yrðum Sovétveldanna fyrir að-
alfundi æðstu, manna austurs og
vesturs, segir í fregnum frá
París. Og einn af forsvarsmönn
um fastaráðsins hefur látið svo
um mælt að ærið litlar horfur
séu nú á því að slíkur fundur
verði á þessu ári.
Dulles utanríkismálaráðherra
hélt blaðamannafund fyrir
skömmu í Washington. Hann
segir að fyrirfram verði að vera
frá því gengið að umræddir
en um leið gat hann bó ekki
bent á eitt einasta mál, þar sem
líkur væru til að samkomulag
gæti orðið með Bandaríkja-
mönnum og Rússum.
Þeir, sem með gangi þessa
máls fylgjast, komast ekki hjá
bví að álykta að framámenn
Yesturveldanna geri af ráðnum
hug hinar furðulegustu yfir-
skinskröfur til þess að koma í
veg fyrir að slíkur fundur verði
haldinn. Förustumenn Sovét-
veldanna geta enn sem fyrr veif
að sigurpálmanum og skírskot-
að til sáttfýsi sinnar og sam-
komulagsvilia. — Framámenn
Vesturveldanna eru hins vegar
ærið niðurlútir og fýlulegir á
æðstu menn geti tekið mikilvæg svminn. Er betta rétt mynd af
ar ákvarðanir á slíkum fundi, pólitík Vesturveldanna, eða er
bað aðeins framkvæmd hennar,
sem bilar svo hrapallega?
Tökum til dæmis bá ákvörð-
un fastaráðsins að hafna skilyrð
^ um Rússa fyrir fundinum?
Hvað á slík fásinna að þýða að
hafna þeim? Rússar hafa sett
fram skilyrðin, en þeir hafa
I aldrei látið svo um mælt að
annaðhvort yrðu forsvarsmenn
Vesturveldanna að samþykkja
bau skilyrði eða Rússar tækju
ekki þátt í fundinum að öðrum
kosti. Hvers vegna geta Vestur-
I veldin ekki sett fram sín skil-
yrði, og síðan gætu þá báðir að-
ilar rætt skilvrðin eftir dipló-
matiskum leiðum og ákveðið
hvaða mál æðstu mennirnir
skuli taka til meðferðar. Þetta
Framhald á 4. síðu.