Alþýðublaðið - 11.03.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.03.1958, Blaðsíða 6
\ • A1 þ ý 8 n b 1 a 8 18 Þriðjudagur 11. marz 1953 Ör ræðu Péturs Péfurssonar á alþingi: ÉG ÆTLA að fara nokkrum orðum um 25. grein frumvarps ins, sem sjálfsagt verður rædd af mörgum hæstvirtum þing- deildarmönnum, en hún fjallar um áfengisneyzlu við akstur. Fyrst er þar til að taka, að almenna reglan mun vera nú, samkvæmt gildandi lögum, að menn eru ekki kærðir fyrir ölv- un við akstur, nema vínanda- magn í blóði þeirra sé yfir 0,80 0/00 og jafnvel allt upp í 1,80 0/00. Það er því Ijóst, að verulega er hert á þeim ákvæð um, sem eru nú í gildi, þar sem gert er ráð fyrir að vínanda magnið megi ekki vera yfir 0,600/00 til þess að maður geti falizt geta stjórnað ökutæki ör- ugglega. Mér skilst á tillögu hæstvirts þingmanns Vestur- Húnavatnssýslu á þingskjali 216‘, að hann leggi til að ekki sé neitt fast mar.k. se.tt,. . heldur. verði mat dómstóla að ráða, hvénær maður telst vera undir „áhrifum áfengis“. Um þetta atriði segir í greinargerð um- ferðamálanefndar: Að því, er hitt hugtakið snertir —- að „aka bifreið undir áhrifum áfengis“ •— hefur nefndin á hinn bóginn farið inn á nýjar leiðir að nokkru leyti. Þegar skýra á þetta hugtak, ber að sama ■forunni og áður var vikið að. Orðin verða ekki skýrð alveg foókstaflega. Það er talið vís- indalega sannað, að neyzla ör- lítils af áfengi, t. d. eins eða tveggja svonefndra áfengra fojóra, valdi ekki þeirri breyt- ingu á mönnum, að þeir verði taldir undir áhrifum áfengis í venjulegri og eðlilegri merk- ingu bess orðs. Jafnvíst er þó, að tiltölulega lítil neyzla áfeng is skerðir aksturshæfni manna, að minnsta kosti flestra, en miög er þetta þó mismunandi. Allt þetta mál hefur verið ítar- lega rannsakað á vísindalegan hátt og mikið um það ritað og rætt, bæði hér á landi og er- lendis. Og enn segir: Samkvæmt því, sem nefndin hefur komizt næst, er það nokk uð almennt álit hér á landi, að eigi sé tekið nógu hart á áfeng- isnevzlu við bifreiðaakstur, og tillögur hafa komið fram um, að mjög verði hert á viðurlög- um, jafvel svo, að beitt sé öku- leyfissviptingu ævílángt Ög varðhaldi við fyrsta brot. Nefnd in gerir sér ljóst, að svipting réttinda til aksturs er ein þeirra leiða, sem að haldi geti komið til fækkunar umferðarslysum. En þess ber jafnframt að gæta, að réttindasvipting er mjög þungbær þeim, sem fyrir henni verða. Hún kemur og misjafn- lega hart niður. Miklu skiptir t.d., hvort um er að ræða mann, sem hefur bifreiðaakstur að at- vinnu, eða mann, sem ekur sér til skemmtunar. Undantekn- ingalaus réttindasvipting vegna neyzlu áfengis, ef ekkert ann- að er athugavert við akstur, myndi og talin misrétti, er aðr- ir, sem avarlegum tjónum valda, myndu oft halda réttind- um sínum. Hér verður að gæta nokkurs hófs, enda mun eins víðtæk réttindasvipting og til- lögur hafa komið um, hvergi HÉR eru birtir kaflar úr ræðu Péturs Péturs- sonar, er hann flutti á alþingi við umræður um hið nýja frumvarp til umferðaralaga, sem nú liggur fyrir þinginu. I köflum þessum ræðir hann einkum ákvæðið um akstur undir áhrifum víns, hraða og hægri handar akstur. ■BSl Pétur Pétursson tíðkast. Sú hefur og orðið reynslan, að þar sem viðurlög eru hörðust, hefur framkvæmd in slakað á kröfum um, hvað telja beri „áhrif áfengis". í ýmsum löndum kemur réttinda svipting alls ekki til greina nema ökumaður sé talinn „ölv- aður“, og refsing ekki heldur, t.d. í Belgíu. Annars staðar er réttindasviptingu og refsingu því aðeins beitt, að um allveru- leg áfengisáhrif sé að ræða, og málsbætur litlar eða engar. En annars staðar ' er refsingu — sektum — að vísu beitt, þegar áfengisáhrif eru lítil, en rétt- indasviptingu eigi nema sérstök ástæða sé til. Hér kemur alltaf vandasamt mat til greina, fyrst og fremst á því, hvað telja beri áfengisáhrif, það er mörkin að neðan. Það mark er sjálfsagt að setja lágt. En af því leiðir, að viðurlög hljóta að verða tvenns konar, vægari, þegar á- fengisáhrif eru lítil eða jafnvel engin teljandi, en þyngri, þeg- ar þau eru svo nokkru nemi. Loks segir nefndin: Að því var áður vikið, að það að vera með áhrifum áfengis, sé mjög teygjanlegt hugtak. Samkvæmt vísindalegum rann- Áður er vikið að því, að þótt vísindamagn hafi náð þessari 0/00 tölu, þá er nær alltaf um mjög lítil áfengisáhrif að ræða og oft svo lítil, að eigi verður talin meiri hætta af akstri manns með þeim áhrifum en margra þeirra, sem aka án slíkra áhrifa. Það er því í al- geru ósamræmi við almenna réítarvitund og grundvallar- sjónarmið refsiréttar, ef viður- lög við slíkum brotum eru gerð söm og fyrir önnur miklu stór- felldari broí, sömu tegundar. Ehginn samjöfnuður ér t.d. á því, ef maður ekur með 0.5 0/00 áfengismagn í blóði eða ofur- ölvi. Hér verður því að gera mun á. Vandinn er að finna mörkin. Sömu sjónarmið eiga við hér og um lágmarkið. Hér ber því einnig að miða við vín- andamagn í blóðinu. í þeim löndum, sem á annað borð hafa farið þessa leið, hafa mörkin verið dregin við 1,20—1.50 0/- 00. Er þá gert ráð fyrir hugs- anlegri ónákvæmni, þannig að almennt verði ekki ákært, nema 0/00 talan sé nokkru hærri (1.25—1.60 0/00). í samræmi við þá stefnu nefndarinnar, að ákvæði í þessum efnum séu sem skýrust og fullrar varúðar gætt, telur nefndin rétt að miða við 1,30 0/00 sem markalínu, enda sé sú tala þá tekin bók- staflega, eins og talan 0,6 0/00 sem fyrr getur. Samkvæmt þessum almennu íjónarmiðum er 1. málsgrein 25. greinar frumvarpsins orð- uð. Áfengisneyzla í sambandi við bifreiðaakstur er bönnuð. Sú sönnunarregla er lögfest, að maður er talinn „undir áhrif um áfengis", ef vínandamagn í blóði hans er 0,60 0/00. Sönnun áfengisáhriía er þó að sjálf- sögðu heimil með öðru móti, en andsönnun ekki önnur en sú, að prófun og rannsókn blóðsýn ishorns sé athugaverð. Sérstök Séra Guðmundur Sveinsson : ífið sóknum og raunhæfum prófum i viðurlög gildi um áfengisáhrif hefur reýnslan órðið sú, áð á þessu stigi og allt að 1,30 0/- 0,5 0/00 vínanda magn í blóði skerði hæfni aliflestra manna 00. Hér er um að ræða varhuga verðan akstur, sem ekkert ó- SÖGUÞJÓÐ hafa íslend- ingar verið um aldir. Stolt þjóðarinnar var að kunna skil uppruna síns, þrauta sinna og þjáninga. Iþrótt hefur það verið jafnt ung- um sem ellimóðum að rekja ættir og minnast afreka for- feðranna. Islendingar tömdu sér sögustíl ágætan og fágæt an. Kunnu þeir að lýsa at- burðum og persónum svo að birtust í eilífri nútíð. Útlend inga hefur oft furðað á þess- um hæfileika. Ætla sumir, að íslendingar hafi aðra tíma skynjun. Er skólanám hófst í land- inu, þótti sjálfsagt að leiða sagfræði til öndvegis. Álitið auðsætt, að íslenzkir gætu kennt þá námsgrein flestum betur. Reyndist svo lengi vel- Naut þjálfunar sagna- þulanna, er tilreiddu fræðin svo auðskilið var ungum börnum. Síðar spilltist sagnfræði- kennslan á Islandi. Barnsleg frásagnargleði þvarr, en tómahljóð tímareiknings kom í staðinn. Sögukennsl- an varð sem í öðrum lönd- um. Þar hefur sagnfræði sums staðar þótt leiðinlegust allra námsgreina í seinni tíð. Margt stuðlar að breyt- ingu sagnfræðikennslunnar hér sem annars staðar. Ný tízka í framsetningu veldur mestu. Persónur og atburðir hverfa í flóð stefna og stauma. Unglingar þroskaðir skilja þau fræði nokkuð, en fullorðnir betur, börn alls ekki. Mannsbragðið hverfur af sögunni. Kannski er rétt að kenna sagnfræði svo, að börn skilji hana ekki. Auðsætt er þá, að hún á ekki að vera á kennsluskrá barnaskóla. — Kannski er rétt, að börn njóti ei sagnfræði fyrr en þau hafa öðlazt skilning á fyrirbærinu: fortíð. Sál- fræðingum er látið eftir að ákvarða, hvenær barnið nær því þroskastigi. Vafalaust, að það sé undir 14 ára aldri. Sagnfræði krefst meiri þroska en tungumláil og reikn ingur önnur en æðri stærð- fræði. Henni er ætlað að skýra samband kynslóðanna, samhengið í menningu þjóð- anna. Henni er ætlað að skýra manninn sjálfan, líf hans, trú hans og áhugamál. — Sagnfræði ætti að vera aðalkennslugrein unglinga- og menntaskóla. Hvenær Ijúka skal skyldunámi. Fræðslulöggjöf íslands kveður svo á um, að skyldu- námi ljúki á 15. aldursári. Þjóðfélagið krefst ekki, að þegn leiti fræðslu framar í lífinu. Flestir munu þó telja sér það nauðsynlegt. Ekkert samband ,. virðist milii fræðslu og .réttinda í þjóðfélaginu. Aðalréttindi þegnsins veitast, þegar 18. og .21. aldursári er náð og engum skilyrðum bundið nema aldri og andlegri heil- brigði. Réttindunum fylgja vaid í fjármálum og stjórn- máium. Ríkið óskar ekki að hafa áhrif á hugmyndir þegnsins um sk.yldur og rétt- indi. Ríkið vill að vísu hafa nokkur afskipti af stofnun heimila. Þau eru samt ekki þess eðlis, að áhrif vari. Ekki er svo að sjá sem fræðslulöggjöfin geri ráð fyr ir, að samband kynjanna sé vandamál í menntun þjóðar- innar. Fimmtán ára unglingur er að sumu leyti meiri óviti en 9 ára barn. Því valda um- brot unglingsáranna. Að þrem árum liðnum hefur ró færst yfir, og nýr einstak- lingur fram kominn. Hann þarf fræðslu, því vandi er honum á höndum. Tvær kennslugreinar munu hon- um nauðsynlegastar: Félags- fræði og sálarfræði (þar með talin siðfræði). Fyrir 18 ára aldur munu þessar greinar flestum óvit og heimska, en eftir þann tíma lífsspekin sjálf. Ætla má, að þjóðféiagið muni í framtíðinni skvlda þegna sína að taka þátt í námskeiðum rétt fyrir tví- tugsaldur og gera lágmarks- kunnáttu í félagsfræði og sálarfræði að skilyrðum fjár- ræðis og kosningaréttar. — Mun almenningi þá einnig gefinn kostur á að • nema fræði eftir þroska og áhuga fullorðinsáranna. S s s s s s s s s s s s s S " s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s svo, að varhugavert megi telja, happ hlýzt þó af. Það eitt að að þeir aki bifreið eða vélknún tefla öryggi i hættu, er refsi- um ökutækjum yfirleitt. Þetta mark er hið lægsta, sem nefnd- inni er kunnugt um, að nokk- urt land noti í þessu sambandi (Noregur). í Svíþjóð er lág- markið 0,8 0/00. í Danmörku hefur verið lagt til, að það yrði 0,6 0/00. Hér kemur jafnframt til álita ónákvæmni, sem ekki verður komizt hjá, og virðist markið því ekki setjandi lægra en 0,6 0/00. En þeirri reglu ætti þá að beita stranglega. Nenfdinni er ekki kunnugt, að í nokkru landi sé ákært, ef pró- senttalan er lægri, víðast er hún hærri, sbr. að framan. Hér á landi mun ekki hafa verið á- kært, ef talan er lgri en 0,8 0/00, vert. Nemi vínandamagnið meiru en 1,30 0/00, er hættan orðin slík, að telja má allflesta menn óhæfa til aksturs, og eru viðurlög þá samkvæmt því. Þessi grein umferðarmála- nefndar skýrir svo vel, sem. verða má, þau höfuðrök, sem hníga að því, að ákveðið mark sé sett, sem dómstólar geti tví- mælalaust farið eftir, þegar á- kveða skal hugtakið „undir á- hrifum áfengis“. Þegar nefnd- in Ieggur til 0,60 0/00, þá hef- ur hún í huga þá ónákvæmni, sem gera verður ráð fyrir, og telur að markið geti tæpast verið lægra, enda sé hugtakið teygjanlegt. Eg sé að tveir .hæstvirtir með nefndarmenn mínir hafa lagt til, að inarkið sé lækkað frá' því, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Um það má auðvitað alltaf deila hvað sé hið eina rétta mark, en ég fyrir mitt leyti treysti mér ekki til að breyta frá því, sem umferðarmála- nefndin hefur lagt til, en hún hefur athugað málið allt mjög gaumgæfilega og komizt að þeiiri niðurstöðu, sem frum- varpið gerir ráð fyrir. Varðandi breytingartillögu hæstvirts þingmanns Vestur- Húnvetninga undir tölulið 2, staflið j, um það atriði, þegar ökumaður hverfur af vettvangi eftir að hafa átt hlut að slysi, en náizt síðar undir áfengis- áhrifum, þá skuli hann teljast hafa verið undir áhrifum við aksturinn, vil ég aðeins taka fram, að þeir sem við töluð- um við úr umferðamálanefnd- inni töldu sig ekki geta mælt rfieð þessari tillögu af réttar- farslegum ástæðum. — Læt ég svo útrætt um 25. grein frum- varpsins. 3. í 49. grein frumvarpsins eru ýmsir fyrirvarar um aksturs- hraða, þegar aðstæður eru sér- stæðar. Sú meginregla kemur bar fram, að ávallt skuli miða ökuhraða við staðhætti, ástand ökutækis, veður, færð og um- ferð. Er ástæða til að benda sérstaklega á þessa grein í sam bandi við næstu grein, sem kveður á um hámarksökuhrað- ann. Þarna hvíli sú skvlda á ökumanni að aka hægt og sýna varkárni við tilteknar aðstæð- ur undir stafliðnum a til o. a. í þéttbýli. Framhald á 8. síðu. '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.