Alþýðublaðið - 11.03.1958, Blaðsíða 7
AlþýSu blaðiB
7
Þriðjudagur., 11. marz 1958
\
*
\
I
*
V
s
s
s
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
$
s
s
s
•
>
s
s
S
\
s
i
s
s
l
5
\
\
s
l
s
s
s
s
s
*
í
s
s
s
s
s
s
s
s
Sunnudagur.
---------TVEIR læknar
íóku til máls hjá þeim Gesti
og Páli í þættinum Um helg
iha, er þeir fóru í heimsókn
í lieilsuhæili Náttúrulækn-
ingafélagsins í Hveragerði.
Sjálfur frömuðurinn, Jónas
Kristj'ánsson, taldi hvíta
hveitið og hvíta sykurinn
stórskaðlegt heilsu manna, í
þessum vörutegundum væru
bráðhættuleg efni. Hinn
læknirinn á hælinu, Úlfur
Ragnarsson, taldi þessar
vörutegundir ekki skaðlegar
vegna hættulegra efna, held
ur vegna þess, að í þau .vant-
aði nauðsynileg efni, og þá
aðallega fjörvi. Svona geta
skoðanir manna verið skipt-
ar um þessi efni, jafnvel í
sömu stofnuninni.
Annars kemur mér alltaf í
hug sagan um kunningja
minn, þegar rætt er um nátt-
úrulækmngafæði. — Hann
hafði látið til leiðast að fara
með konu sinni og og tengda
móður á hæli Náttúrulækn-
ingafélagsins til dvalar um
háilfsmánaðarskeið. Gekk
allt bærilega í fyrstu, en þeg
ar líða tók á vikuna fór hann
að langa í veigameiri mat. Á
sunnudaginn1 komu á hælið
útlend tímiarit, og voru í
þeim, eins og gengur, glæsi-
íegar auglýsingamyndir af
öllum mögulegum vöruteg-
undum, og ekki sízt mat. Um
kvöldið kom konan að manni
sínum þar sem hann sat yfir
stórkostilegri mynd af
steiktu læri og var að strjúka
haha og tauta: ,.Blessað kjöt-
ið, blessuð steikin.“ — Þau
fóru heim daginn eftir.
Mánudagur.
—--------Ég ók suður í
Éossvog í dag og sá ég þá, að
farið var að bora bar fvrir
Ijósastaurum meðfram Hafn
arfjarðarveginum. Það þótti
mér gleðilegt að sjá. Ég botn
aði aldrei í þeirri ráðstöfun
að aflýsa leiðina frá Kópa-
vogsbrú að Silfurtúni, þar
sem lítil sem engin manna-
von er, en hafa veginn milli
Possvogs- og Kópavogsbrúa
áfram jafnhörmulega iýstan
og áður, en þar er umferð
gangandi fólks eðiilega mjög
mikil. Vera má', að hér hafi
verið um einhverja hreppa-
pólitík eða togstreitu að
ræða, en hún er sannarlega
til skammar hver sem á hlut
að máli. Sem betur fer veit
ég það ekki. Ef nokkurs stað
ar á íslandi er þörf á að Ij'sa
upp þjóðveg, þá er það veg-
urinn gegnum’ Kópavogs-
kaupstað. Hann á að lýsa svo
vel, að hæst sé að aka gegn
um kaupstaðinn með litlum
ljósum einum. Ég hygg. að
hvergi hefði það gerzt nema
hér á landi að lýsa veg þar
sem engin byggð er, en láta
raflýsinguna enda þar sem
byggðin byrjaðj og setja þar
upp spjald, sem á er letrað:
,,Hér hættir lýsingin“!
Þriðjudagur.
------— Vinur minn sagði
mér þessa sögu í dag, en
hann hafði heyrt hana dag-
inn áður á rakarastofu, og
var einn viðskiptavinurinn
að segja hana rakaranum,
meðan hann var að klippa
hann. (Þetta er orðið eins og
í Þúsund og einni nótt!):
,,Þegar ég var tólf ára, var ég
lánaður á bæ um klukku-
stundar reið frá heimili
míinu. Mér leiddist herfilega
í vistinni, og varð hún að
lokumi mér svo þungbær, að
ég ákvað að strjúka. Einn
dag, þegar ég var einn að
raka á túninu, greip ég tæki-
færið og hljóp af stað. Þegar
ég var kominn spottakorn út
fyrir túnið, sá ég, að bóndinn
veitti méi- eftirför. Hafði
hann stokkið á bak klár, sem
var á hlaðinu, og reið geyst.
Dró brátt saman með okkur,
þótt ég hlypi allt hvað ég
mátti. Þarna hagaði svo til,
að brautin lá yfir hrauntagl.
Þegar þangað kom!, stökk ég
niður í grunna gjá að fela
mig. En bóndi mun hafa séð
til mín, því að ég heyrði
hann stanza við gjána, snar-
ast af reiðskjótanum og
koma í áttina til mín. Ég tók
þá á rás eftir gjánni. En hún
var þá svo undarleg í lögun,
bogin í hálfhring, að hún skil
aði mér aftur upp á veginn.
Sá ég klárinn standa þar
skammt frá á brautinni, en
hej'rði karlinn koma púandi
á eftir mér. Nú voru góð ráð
dýr, ef ég átti að sleppa, en
enginn tími til langra heila-
brota. Ég stökk á bak klárn-
um og þeysti af stað eftir
brautinni í sama bili og karl-
inn var að koma upp úr
gjánni. Linnti ég ekki sprett
inum fyrr en ég kom heim.
Þannig slapp ég í það sinn.
lagsmaður, maður hefur
stundum orðið að bjarga sér
sem bezt lét.“
Miðvikudagur.
-------Mikið hef ég gam
an af að horfa á íþróttagarp-
ana mína á Arnarhólnum, út
um rluggann. Þeir eru komn
ir aftur, og ekki allir háir í
Inftinu. Ép er búinn að biðja
Ijósmyndarann að taka af
þeim myndir og ritstjóra í-
þróttasíðunnar að eiga við þá
viðtal, en þeim finnst það
víst ekki nógu virðulegur
blaðamatur. Ég verð því víst
að vera sá eini, sem vek at-
hygli á þeim. Skíðakapparn-
ir eru flestir, en sleðakempur
þó nokkrar. Sólin er búin að
bræöa ^r, úr hlöðnu brún-
unum við Ingólísstvttuna, að
hin makalausa ílþrótt, bossa-
brunið, er aflögð. Hennar
árstíð er sennilega á enda.
Annars er bossabrunið merki
legust íbrótta fyrir þá sök, að
hana iðka helzt hin minnstu
kóðin, þessi þriggja til sex
ára. Þau koma með plötuna
sína eða fjölina, þegar þau
stærri koma með skíði og
sleða, og eru allra ötulust.
Þetta er svo vinsæl íþrótt, að
stundum sleppa þau eldri
skíðum: og sleða og fá að
bruna eina ferð. En nú er
árstíð þessarar merkilegu í-
þróttar víst liðin, fyrst sól-
bráðiP er svona aðgangsfrek!
við snjóinn á nöllunum um
hverfis Ingólfsstyttuna.
Fimmtudagur.
— — — Nú er hækkunin
á tóbakinu og áfenginu helzt
til umræðu. Einn hélt því
statt og stöðugt fram yfir
síðdsgiskaffinu, að Tóbaks-
einkasölunni hefði borið sið-
ferðileg skylda til að merkja
hið hækkaða tóbak sérstak
lega. Engin sönnun væri fyr-
ir því, að smásalar héfðu
ekki átt einhver.jar birgðir í
dag. Ekki skal ég leggja
neinn dóm á það, en hitt er
alveg rétt, að á umbúðum
hækkaðra vörutegunda, svo
sem eins og tóbaks, á að vera
sérstakt merki.
Ég stóð alllengi í lyfjabúð
í dag og beið eftir afgreiðslu.
Þar var margt um manninn,
og stundum vildi brenna við
meðan ég beið, að fólk fengi
ekki afgreiðslu í réttri röð.
Þetta var ekki afgreiðslu-
stúlkunum að kenna, þær
voru á þönum og sáu ekki, í
hvaða rö ðfólk kom. Menn
eru misiafnl. aðgangsfrekir
við að koma sér að. En væri
ekki rétt að fólk fengi núm-
er, þegar það kemur inn á
mestu annatímum á slíkum
stöðum? Það ætti ekki að
vera svo fyrirhafnarmikið að
hafa slík númer í kassa við
dyrnar.
Föstudagur.
--------Nú var Kalli vin-
ur minn á kvistinum ekki
með hýrri há, þegar ég hitti
hann um fimmleytiö ’og
spurði hann um heímspóli-
tíkina. Hann var beinlínis
fúll. „Blessaður góði,“ sagði
hann, „aðalfréttirnar eru
auðvitað þær að Beta kerl-
ingin rakst ekki á þennan af-
langa Könnuð, sem þair
þarna fyrir vestan sendu upp
um daginn. Það er svo sem
ekkert merkilegt, þótt hún sé
týnd, maður gat vel búizt við
þ.ví hjá þeim, fyrst hún fór á
annað borð eitthvað á loft.
En það hefði verið stórkost-
legt, ef hún he-fði rekizt á
Könnuð, því þá hefði mátt
segja öllum, að svona væru
þeir kræfir að hitta fyrir
vestan. Og þá hefði nú held-
ur betur farið að fara urn þá
í Rússíá, því þá hefðu þeir
getað búizt við, að ný Beta,
nú eða Delta, hefði getað
laumast að þeim Spútnikum
þeirra í háloftunum. Og þá
hefði Búlganin áreiðanlega
hætt að skrifa!“
Svona söng nú í Kalla í
þetta sinn.
Laugardagur.
--------Ég lei-t í Félags-
bréf Almenna bókafélagsins
í dag ög sá þar, að félágið
ætlar að gefa út skáldsögu
eftir Jón Dan í apríl. Þetta
líkar mér. Ég hef oft látið í
Ijós þá skoðun, að hin stóru
félögin ættu að gefa út a. m.
k, eina bók á ári eftir yngri
skáldin. Ekki svo að skilja
bó að ekki beri að affa ungu
höfundana svona í hófi, en
stóru útgáfufélögin hafa næg
tök á því að skilja hismið
frá kjarnanum. Bókmenntír
þurfa ávaillt að endurnýjast,
og þær endurnýjast því að-
eins, að fólk læri að lesa
ungu skáldin og skilja, hvað
fyrír beím vakir.
Og nú verður allt fullt af
bókmenntaverðlaunura i nn-
an. skamms og handritasam-
keppni! Öðru vísi mér áður
brá! Svona smáfer öllu
fram. Enginn vafi er, að
skáld off ritböfundar munu
leggia sig vel fram, þegar vel
er að þeim' búið.
8,—3,—’58.
Vöggur.
S
-:-jS
|
s
s
%
\
\
s
s
s
s
s
s
s
s
)
s
s
%
s
%
s
í.
s
s
s
s
s
s
s
s
•s
ö
s
s
:•
s
s
)
s
\
i
s
I
s
- s
'i
s
s
%
i
s
s
1
s
s
'S
s
'S
%
"S
YFIR þeim manni, sem í
morgunmund gengur út í eril
lífsins með einn bolla af kaffi
og eina brauðsneið í maganum,
vofir sú hætta að ná ekki heil-
skinna heim að kvöldi. Mörg
hinna smærri og stærri óhappa
dagsins stafa óbeinlínis af því,
að fólk hefur ekki neytt sæmi-
legs morgunverðar.
Þetta fólk hefur ekki fengið
þó, fæðu, sem veitir líkamanum
nægi.l.egt... pr.ótein . (eggjalrvítu-
efni), efnið, sem ræður magni
blóðsykursins. Minnki blóðsyk-
urinn meira en hæfilegt er — og
það gerist, ef ekki er neytt réttr
ar fæðu — verður maður magh-
laus, sljór og önugur. Minnið
þverr, og maður gleymir eðli-
legri aðgæzlu.
Maður er með öðrum orðum
þannig á sig kominn, að það get-
ur hent mann að ganga yfir götu
gegn rauðu Ijósi, gleyma að nota
stefnuljós eða sjá ekki strætis-
vagn, sem kemur aðvífandi.
Það' eru amerískir og brezkir
vísindamenn, sem. á síðustu tím-
um hafa vakið athygli á nauð-
syn hins rétta morgunverðar.
TILRAUNAMORGUNVERÐUR
í Bandaríkjunum hafa stjórn-
arvöldin fengið 200 sjálfboða-
liða til þess að taka þátt í morg
unverðartilraunum. Þessir menn
hafa verið látnir snæða morgun-
verð af ýmsu tagi, og sykur-
magnið í blóði þeirra hefur ver-
ið mælt fyrir og eftir morgun-
verðinn. Tilraunir þessar hafa
sýnt, að prótein-auðugur morg-
upverður .varðveitir sykurmagn.
blóðsins fjórar klukkustundir
eftir máltíðina. En í þeim mönn
um, sem aðeins fengu kolvetni
en ekkert prótein í morgunverð
inum, minnkaði magn blóðsyk-
ursins meira en eðlilegt er inn-
an þriggja stunda eftir máltíð-
ina.
VÆNA OSTSNEIÐ HANDA
VANSTILLINGARMANNINUM
Brezkar rannsóknir hafa
sýnt hið sama. Þær hafa leitt í
Ijós, að oft má rekja óhöpp og
jafnvel slys til ranglega sam-
setts morgunverðar. Þetta á ekki
aðeins við um líkamsárásir og
árekstra, heldu-r einnig orða-
sennur og meiðyrði. Hið síðar-
nefnda stafar af önuglyndi, höf-
uðverk og þreytu. Tauga- og
heilafrumur fá sem sé orku sína
einvörðungu úr bióðsykrinum,
en aldrei úr kolvetninu.
Þess vegna getur farið svo, að
maður, sem fer að heiman með
lélegan morgunverð í maga,
verði óþolandi plága í augum
samverkamanna sinna, þó'tt
hann sé ljúfmenni í eðli sínu.
, .Þetta er. til dæmis talið gefa
nokkra skýringu á því alkunna
fyrirbrigði, er skrifstofustjórinn
leikur harðstjóra fyrir hádegis-
verð, en breytist í Ijúfmenni síð
legis. Sökin er þá kannski mest
hjá konu hans, sem gefið heíur
manni sínum kaffi og brauðsneið
að morgni, en gleymir alveg því
próteini, sem honum er nauð-
synlegt. Og önnur afleiðing er
kannske sú, að sumir starfs-
menn hans verða miður sín og
fá jafnvel magasár.
Það væri raunar ágætt ráð að
bjóða vanstillingarmanninum
svolítinn ostbita, en, það eru
ekki allir, sem þora að ganga
þarmig beint framan að skrif-
stofustjóranum. En þetta mundi
koma að haldi, þvi að ostur er
einhver hin allra próteinríkasta
fæða, sem til er.
HALDLÍTIL HUGGUN
SÆLKERA
Nú munu hinir mörgu sæl-
kerar hugga sig við það, að þeir
tryggi sér nægan blóðsykur með
því að sykra morgunkaffið vel
og smyrja brauðið þykkt með
sultu. En þar skjátlast þeim illa.,
Sykur er næringarefni, sem við
fáum jafnan allt of mikið af.
Hann veitir orku í bili, en sú
orka þverr jafnskjótt og hún
kemur. Eftir situr aðeins fitu-
efnið, ef próteinið vantar.
Það er próteinið, sem mynd-
ar blóðsykurinn og er varanleg
orkulincl. Sykurs ætti maður
að neyta í hófi, nota aðeins
það magn, sem maður fær ut-
an sykurkersins. Flesíar fæðu-
tegundir eru gæddar nægilegu
sykurmagni.
Ef amerískir fæðusérfræðing-
ar opna munninn og segja fimm
orð, er enginn vafi á, að eitt
þeirra er prótein. Þeir álíta, að
gildi þessa fæðuefnis verði ekki
ofmetið, og það sé lífsnauðsyn,
að menn gefi þeirri staðreynd
gaum. Allt bendir til, að þetta
sé rétt. Sé próteinið virt að vett-
ugi, getur það meira að segja
kostað mannslíf. Það sýna m. a.
ýtarlegar rannsóknir í banda-
ríska hernum.
KAFFI IIÆTTULEGUR
FLUGKOSTUR
Til er athyglisverð.skýrsla frá
einni deild bandaríska flughers-
ins í Texas, þar sem Lawton of-
ursti segir frá þýðingu próteins-
ins fyrir þotuflugmenn. Fyrstu
þrjú árin, sem deildin starfaði,
komu nokkur óskýranleg flug-
slys íyrir í hverjum mánuði.
Fyrir tveim árum fóru her-
læknarnir að rannsaka matar-
æ.ði flugmanrjanna bet.ur, Þafc
kom í ljós, að nær helmingur
flugmannanna settist við flug-
vélarstýrið að morgni, án þess
að hafa snætt sæmilegan morg-
unverð. Þeir höfðu aðeins sötrað
úr kaffibolla eða gleypt í sig
eitt epli. Blóðsykur þeirra get
minnkað hættulega mikið aS
skammri stundu liðinni. Sú at-
hygli, sem þotuflugmanni er
nauðsynleg, þverr ískyggilega.
hnitmiðunargáfan sljóv.gast, vié
bragðsflýtir og andsvarshraðl
minnkar og ályktunarhæfni
þrýtur. Þar m.eð var kominn
líklegur kandídat í nýju flug-
slysi.
Á grundvelli þessara athug-
ana var hafin barátta fyrir betri
morgunverði. Konum flugmann-
anna var skýrt frá þeirri hættu,
sem mönnum þeirra væri búin
• af iéiegum morgunverði og gefn
ar upplýsingar um, hvaða fæða
væri heppilegust til morgun-
verðar: Ávextir eða ávaxtasali,
Eramíialcl á 4. síðu.