Alþýðublaðið - 15.03.1958, Síða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1958, Síða 4
4 AlþýBublaðlS Laugardagur 15. marz 1958 FYRIR NOKKRUM ÁRUM sagöi einn af leiðtogum Alþýðu- ílokksins, sem var óánægður með flest, við mig: „Við eigum að taka upp sömu baráttumálin og viö höfðum efst á baugi 1930. Við eigum að berjast af sömu grimmd og við gerðum á fyrstu árum verkalýðshreyfing- urinnar. Ef við gerum þetta, þá mun fylgi flokksins vaxa hrað- íara. Þá verður sú sókn, sem kommúnistar hafa verið í, stöðv uð.“ ÉG SVARAÐI: „Eigum við að fara að skrifa um atvinnurek- endur eins og við gerðum begar þeir neituðu að viðurkenna verkalýðsfélögin? Eigum við að hefja að nýju fimm aura bar- áttuna? Eigum við að heirnta kosningarrétt fyrir þá, sem njóta sveitarstyrks? Eigum við sð krefjast sjóveðs í skipum svo að sjómenn hafi tryggingu fyrir kaupi sínu? Eigum við að heimta 21 árs kosningarrétt? Æigum við að heimta húsaleigu- iög eins og þau voru í gamla daga?“ ÉG SPURÐI hann margra fleiri álíka spurninga og við deildum fast. Ég hélt því fram að þjóðfélagið hefði tekið gagn- gerðum breytingum svo að ekki væri hægt að bera það saman "við það, sem áður var. Ég hélt því fram, að meðan atvinnan sjálf væri örugg, þá hlytu aðal- baráttumál okkar að verða .hærri elli- og örorkutryggingar, betri sjúkrasamlög og hækkaður barnalífeyrir til einstæðra mæðra og ekkna með börn á framfæri sínu.“ SÍÐAN FÖR ÞESSI leiðtogi burt úr Alþýðuflokknum, því miður, hann átti ekki samleið með flokknum. Hann lifði í róm antískri trú á gamla tímann. Hann gat ekki viðurkennt að þjóðfélagið hefði breytzt, vildi ékki horfast í augu við síað- reyndirnar. Hann vildi íá að beita sömu málum og sömu bar- áttuaöferðum og efst var á baugi fyrir aldarfjórðungi. Dæmi um gjörbreytingar Mennimir, sem átta sig ekki á hraðanum A að taka upp gamla bardagaaðferð Gjörbreyttur hugsunar- háttur EN ÞAÐ ER ekki hægt að ganga fram hjá þeirri stað- reynd, að þjóðfélagið hefur breytzt stórkostlega. Svo gagn- gerðum breytingum hefur það tekið, að slíks eru engin dæmi um þjóðfélag á svo stuttuin tíma. ’ Þessar breytingar hafa orðið svo örar, að jafnvel menn irnir, sem hafa átt þátt í þeim, hafa ekki getað haft við að fylgjast með þeim, þeir hafa staðið kyrrir og horft undrandi á eftir þeim, án þess i raun og veru að hafa áttað sig á því, hvað gerzt hefur. VIÐ, SKULUM TAKA aðeins eitt dæmi: Árið 1930, eða um líkt leyti og hafizt var fy.rst handa um byggingu verka- mannabústaða, dreymdi verka- menn, biíreiðastjóra, sjómenn og annað lágtekjufólk alls ekki um það, að þeir gætu nokkurn tíma eignazt íbúð. Þeir hírðust í einu herbergi og hálfu eld- húsi o. s. frv. Leigðu þetta hjá öðrum. HVERNIG ER ÞETTA NÚ? Fullyrt er, að 13 600 íbúða- eigendur séu í Reykjavík. Venjulega er miðað við fimrn manna fjölskyldur í skýrslum, og þá lætur nærri að ailir fjöl- skyldufeður eigi íbúð. Svo er þó ekki, því að nokkrir menn eiga nokkrar íbúðir og leigja þær, en sannleikurinn er sá, að veniei verður í Silfurtungiinu þriðjudaginn 18. marz og hefst með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 8. Konur mega táka með sér gesti. SKEMMTIATRIÐI: Eii'söngur : ÁRNI JÓNSSON. Upplestur. Dans. Upplýsrngar í símum: 13 293 14 457 22 573. , Skemmtinefndin. fæsí í Verzluninni Varmá, Langholtsvegi 103. Kaupið Alþýðublaðið. AfgrelSsla þessir rnenn éru ekki margir. Einn maður mun þó eiga um 25 íbúðir, og er hann víst stærsti íbúðaeigandinn, nokkrir menn eiga tvö til þrjú hús með liltölu lega fáum íbúðum. HVAÐA MUNUR er á hugs- unarhætti fólksins, sem leigir og lætur sig ekki einu sinni dreyma urn þao að eignast íbúð eða hins fólksins, sem annað- hvort á íbúð, litla eða stóva, en það skiptir ekki svo miklu máli í þessu sambandi, eða ræðst í að byggja, jafnvel þó að það eigi ekki grænan eyri til að byrja með, en um það eru mýmörg dæmi? ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ er að- alatriðið í lífi allra manna. Að- staða manns, sem á þak yfir höfuðið, jafnvel þó að hann standi í basli með afborganir, er allt önnur en hins, sem leigir og veit aldrei hve lengi hann fær að halda íbúðinni. — Hugs- unarháttur fólksins gjörbreytist við breyttar aðstæður. Örýggis- laus maður hugsar allt öðru vísi en sá, sem býr við öryggi. At- vinna og íbúð færir mönnunum öryggi. Atvinnuleysi og íbúðar- skortur færir fóikinu öryggis- leysi. ÞAÐ ER FÁSINNA að viður- kenna ekki staðreyndir. Það er út í hött að fylgjast ekki með tímanum, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félög eða flokka. íslenzkt þjóðfélag hefur gjörbreytzt. Beinir skattar voru sjálfsagðir fyrir aldarfjórðungi. Óbeinir skattar eru líklegir til að skapa meira þjóðfélagslegt réttlæti nú. En þess verður að gæta að um leið og breytingin verður gerð, séu hliðarráðstaf- anir gerðar gagnvart garnal- mennum, öryrkjum og barn- mörgum fjölskyldum. ÞAÐ ER UNDARLEGT hvað við íslendingar erum seimr að átta okkur á breyttum aðstæð- um. Það er undarlegt vegna þess, að við erum í raun og veru nýjungagjarnir. Hannes á liorninu. € SKIPAUTGCRÐ rikísins vestur til Flateyjar á Breiða- firði hinn 19. þ. m. Tekið á móti flutningi til Ó1 afsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms og Flateyjar ár degis í dag og á máríudagin'n. Farseðlar seldir á þriðjudag. Hekla Iðiu, félaýs verksmiðjufólks verður haldinn í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 17. marz 1958 kl. 8,30 e h. D a g s k r á : 1. Venjuleg aoalfundarstcrf. 2. 'Lagabreytingar. Fjö’mennið og rnætið stundvíslega. Stjórnin. í I Ð N O í kvöld kluklcan 9. =3 Valin feyursta stúlka kvöidsins. * Óskalög. -3 Kl. 10.30. Dægurlagasöngkeppni. '3 RAGNAR BJARNASON og ELLY VILHJÁLMS. ;3 KK-sextettinn leikur nýjustu calypsó, rock og dægurlögin. Aðgcngumiðasala frá kl. 4—6. — Komið tímanlega og tryggið vkkur miða og borð. — Síðast seldist upp. IÐNÖ SÐNÓ v V s V s s s s s s s s s s ■ s s \ V s s V V s s s V V s1 s s s s s s s Á. s' V s! s' s1 s' s' s' s' s! s1 s! s' s' s! s s' s S- s s V s! s' s' L S! austur um land í hringferð hinn 20. þ. m. Tekið á móti flutningi til F áskrúðsf j ar ðar, Reyðarf j arð- ar, Eskifjarðar, Noröfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar Kópaskers, Húsavíkur op: Akureyrar árdeg is í dag og á mánudag. Farseðl- ar seldir árdegis á miðvikudag. &'trtrfr1*-Cr-Cti>-Cr’Cr’Cr-Cr’Cr'Cr'Crii C TBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐI 4ú***h**ftítöH«*ft* Ingólfscafé IrsgéSfscafé Gömli dansamir í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5 sama dag. Sími 12826 Sími 12826

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.