Alþýðublaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. marz 1958.
AlþýBnblsBll
3
-
Alþijðublaöiö
Otgelaiidi Alþýðuílokkurinn.
Ritstjóri Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri Sigvaldi Hjálmarsson.
Auglýsingast j óri Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r.
Ritst j órnarsímar 14901 og 1490 2.
Auglýsingasimi 149 06.
AfgreiSslusími 149 00.
Aðsetur AlþýSuhúsið
L__ Prentsmiöja AlþýSublaðains, Hverfisgötu 8—10. — • ■
( Ufan úr heimi )
Brotim kannan ■
MORGUiNiBLAÐIÐ álítur, að tillögur ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmlálunum séu seint á ferðinni, þar eð Alþýðu-
blaðið telji þeirra naumast von fyr.r en eftir páska. Um
þetta þarf ekki að fjölyrða. Auðvitað væri vel farið, að
þær hefðu kornið fyrr til sögunnar. En lausn efnahagsmál-
anna er mikið vandaverk. íhaldsarfurinn segir til sín, Og
ríkisstjórnin getur sæmilega við unað, þegar gerður er
saruanburður á henni og Sjélfstæðisflokkrium í þessu efni.
Dag eftir dag er Morguriblaðið innt eftir því árangúrslaust,
hver séu úrræði Sjálfstæðisflokksins. Það játaði meira að
segja á dögunum, að Sjálfstæðismenn kynnu engin töfra-
brögð tíl lausnar vandanum. Þar með er viðurkennt, að
Sjálifstæðisflokkurinn hefur ekkert til málanna að leggja.
Honum er því sæmst að tala variega um lausn efnahags-
málanna.
Alþýðublaðið telur ráðlegt fyrir Morgunblaðið að
vera ekki með neinar vangaveltur um það, hver muni
lausn efnahagsmálanna að frumkvæði ríkisstjórnarinnar
fyrir eða eftir páskahátíðina. En Sjálfstæðisflokknum
ætti að vera kappsmál að brugga drykkinn, sem hann
ætlar að bjóða fslendingum ,upp á, þegar efnahagsmál-
unum verður ráðið til lykta. Stærsta flokki landsins sæm-
ir ekki að vera stefnulaus í þessu stórmáli þjóðarinnar.
En satt að segja er naumast við því að búast, að Sjálf-
stæðisfiokkurinn finni upp ráð í stjórnarandstöðunni.
Hann reyndist ráðþrota allan tímann, sem honum bar
skylcla til að stjórna landinu. Þá sætti hann sig við brá'ða
birgðaráðstafanir og neyðarúrræði ár eftxr ár. Og þess
vegna er svo komið, að ;íslenzk efnahagsmál eru jafnerfið
viðureignar og raun ber vitni. Sjálfstæðisflokkurinn var
látinn allt of lengi unx úrræðaleysi sitt og stefnuleysi. —
Hann sat fast, en Jiafði ekkert til (málanna að le-ggja ann-
að en hanga í stjórn. Og nú hykjast sömu aðilar hneyksl-
ast á öðrum fyrir að Leysa ekki vandamálin með einræðis
hi-aða.
Stj órnmálaflokkunum er skylt að bera fram í stjórnarand
stöðu þær tillögur um rekstur þjóðarbúsins, sem þeir
myndu framkvæma, ef valdaaðstaðan væri þeirra. Óneitan-
lega hefur mikið skort á þetta undanfarin ár. Stefnan í efna-
hagsmálunum hefur verið óljós, og valdhafarnir á hverjum
tíma .reynzt í ærnum vanda. EnSjálfstæðisflokkurinner einn
um það hlutskipti að vei’a stefnulaus í þsssum málum, hvort
heldur hann situr í stjórn eða er í stjórnarandstöðu. Þess
vegna þegir Morguriblaðið eins og steinn, þegar það er innt
eftir tillögum og ráðum Sjálfstæðds'flokksins.
Það er skiljanleg viðleitni, að ;Morgunblaðið reyni að
gera fyrirhu'guð úrræði ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
unum tortryggileg. Siíkt er í samræmi við ábyrgðarlaus-
an áróður Sjálfstæðisflokksins. En þjóðin tekur varla
mark á þeim viðbrögðum, þegar Morgunblaðið játar sam-
tímis, að það hafi ekki hugmynd um fyrirætlanir ríkis-
stjórnarinnar og spyr einis og álfur út úr hól, hvað til
staxxdi. Morgunblaðiði kallar fyrirhugaðar ráðsíafanir
páskabx’ugg og segir, að það muni ekk'i verða rgott á bragð
ið. En hvaða di’ykk hefur Sjálfstæðisflokkurinn upp á að
bjóða? Engan, alls engan. Hann stendur með brotna
könnu í hondunum, en þykist samt geta svalað þjóðinni,
ef ,hún veiti sér völd og áhi’if. Brotna ltannan á að vera
framtíðarúrræðið eftir bráðabirrgðaráðstafanirnar og
neyðarúrræðin, sexn Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft til
málanna að leggja undanfarin ár með þeim afleiðingum,
að Ólafur Tohrs sigldi þjóðarskútunni í strand. Ætli
sé ekki sanxa hvort hún er ,rétt fram fyrir eða eftir páska?
Sjálfstæðilsflokkurinn dæmir sjáifan sig með því að veifa
brotnu íláti, þó að það sé gert af mannalátum.
Báfsmann o
vana nefamenn
vantar á togai’a.
Upplýsingar í sínxa 50318.
MEÐ hverju nýju bréfi og
hverri uppástungu af hálfu
Sovétveldanna gerast framá-
menn Vesturveldanna efagjarn
ari. Enginn skal svo sem geta
sakað Krúsijov um að hann sé
ekki allur af vilja gerður til að
vinna að fundi æðstu manna.
Hann lætur sér ekki nægja að
skrifa ríkisstjórnum bréf, held-
ur skrifar hann og ritstjórum
blaða eins og New Statesman,
auk þess sem hann kallar blaða
menn til fundar í Moskvu um
þessi mál. Svo líður ekki vika
•að ekki komi eitthvað nýtt í
málinu frá Rússum, en hitt
skiptir þó mestu máli hvað þeir
muni ætla sér með slíkum
fundi æðstu manna.
Er þetta allt saman eitt tröll-
aukið áróðurstiltæki? Hvað svo
sem hæft kann að vera í því,
þá bendir öll þessi óvenjulega
framtaksemi Rússa óneitanlega
í þá átt að fyrst og fremst sé
um áróður að ræða.
Framámenn Sovétveldanna
virðast nú hafa tekið upp sér-
staka baráttuaðferð í sambandi
við mál þetta. Þeir tjá sig sam-
þykka uppástungum af hálfu
Vesturveldanna og láta líta
þannig út að þeir séu hinir
samningafúsustu og í sátta-
skapi. En um leið hafa þeir
endaskipti á þessum uppástung
um svo meiningin verður öll
önnur, en engu að síður lítur
svo út sem þeir séu reiðubúnir
til samkomulags og það séu
Vesturveldin, sem hafni uppá-
stungum er þeirra eigin framá
menn hafi átt upphaf að.
Það var einmitt þetta, sem
gerðist hvað fund utanríkisráð
herranna snerti. Það voru
framámenn Vesturveldanna
sem upphaflega stungu upp á
því að efnt yrði til slíks fundar
| til undirbúnings fundi æðstu
manna. Þeir töldu ekkert við
það unnið að komið væri á
fundi æðstu manna ef ekki væri
fyrir hendi nein samkomulags
grundvöllur. Það var þetta sem
utanríkisráðherrarnir skvldu
kanna. Þeir sovétmenn höfnuðu
uppástungunni um slíkan fund,
áreiðanlega fyrir þá sök að þeir
óttuðust að þá yrði ekki neitt
úr fundi æðstu manna.
En síðan sneru þeir skyndi-
lega við blaðinu. Þeir tjáðu sig
samþykka fundi utanríkisráð-
herra, en þó að því tilskyldu að
á þeim fundi yrði aðeins rædd
dagskrá væntanlegs fundar
æðstu manna. í stað þess að ut-
anríkisráðherrarnir athuguðu
hvort þannig væri í pottinn
búið að vænta mætti einhvers
árangurs af fundi æðstu manna
höfðu framámenn í Sovétveld-
unum endaskipti á uppástung-
unni þannig að verkefni utan-
ríkisráðherrafundarins yrði
eingöngu að ákveða að fundur
æðstu manna skyldi haldinn.
Sama er að segja um tillögu
Bandaríkjamanna um friðsam-
lega hagnýtingu himingeyms-
ins. Enn láta þeir í Sovétveld-
unum sem þeir séu fúsir til
samkomulags, en setja um leið
það skilyrði að Bandai’íkja-
menn mun,i ekki leggja niður
herstöðvar sínar erlendis. En
það er snjallt sem ái’óður að
láta líta út þannig að þeir í
sovét séu reiðubúnir að semja
um friðsamlega hagnýtingu him
ingeimsins.
Sízt er við því að búast að
það haíi örvandi áhrif á þá í
Washington þegar tillaga Eis-
enhowers sætir slíkri meðferð.
En það láta framámenn Sovét-
veldanna sig einu gilda. Það er
áróðurinn fyrst og fremst, sem
þeir miða allt við.
Niðurstaðan virðist sú að
framámenn Sovétveldanna hafi
meiri áhuga fyrir að vinna sér
álit hjá almenningi en vinna
forustumenn Vesturveldanna
til fylgis við hugmyndina um
fund æðstu manna. Segja má
sem svo að Rússar geti þvingað
þá til fylgis við hugmyndina
með því að fá almenningsálitið
í heiminum til liðs við sig.
Þetta hefur mikið til síns máls
og má vera að það sé skýringin
á framferði sovétleiðtoganna.
En þá stöndum við líka þar
sem byrjað var. Er slíkur fund-
ur æðstu manna í sjálfu sér það
takmark, sem sovétleiðtogarnir
vilja nú? Eða vilja þeir koma
á fundinn í von um árangur,
sem báðir aðilar geti talið sér
til hagsbóta. Það er einmitt í
sambandi við svarið við þess-
ari spurningu sem áróðursher-
ferð Rússanna gerir stærst strik
í reikninginn. Siíkuráróður get
ur ekki talizt beinlínis hentug-
ur til að skapa skilyrði fyrir
alvarlegum stjórnmálaumræð-
um. Hins vegar getur hann orð
ið ákjósanlegur undirbúningur
að enn harðari áróðurssókn á
fundi æðstu manna. Ef til vill
gera sovétleiðtogarnir sér von-
ir um að geta þá unnið almenm
ingsálitið í heiminum enn svo
til fylgis við sig að neyða megi
leiðtoga Vesturveldanna til
nokkurrar undanlátssemi ám
þess nokkuð korni að ráði í stað
inn af hálfu þeirra í Sovét, þeg
ar tekizt hefur að leika þessi
áróðursbrögð við almennings-
álitið fyrir fundinn.
Þetta ber ekki að álíta sem
fulla skýringu á pólitískri fram
komu Rússa í sambandi við
fundinn. Það má vel vera að
tilgangur þeirra sé í rauninni
alvarlegri. Engu að síður er
nauðsynlegt að gera sér greim
fyrir hvílíka áherzlu þeir leggja
á áróðurinn í þessu sambandi,
og hversu grunsamlegan hann
gerir tilgang þeirra.
En hver svo sem tilgangur
Rússa er, þá ber að efna til
fundar æðstu manna í ár. Vera
má að hann beri nokkurn ár-
angur, og það er að minnsta
kosti nauðsynlegt að finna ein-
hverja fótfestu í öllum þeim
glundroða, sem þegar er orð-
inn. En um leið er fyllsta á-
stæða til að vera vel á verði
hvað snertir það gagn sem sov-
étleiðtogarnir hyggjast hafa af
slíkum fundi. J. Sv.
krefst sjálfstæðis
FRANSKA stjórnin var ný- j
lega minnt óþægilega á það, að 1
hún hefur yfir að ráða stórri
nýlendu, sem Madagaskar nefn |
ist. Á dagskrá þingsins var
nefnilega krafa um ýmsar náð-
anir á mönnum frá „löndunum
handan hafsins“, og efst á list-
anum voru nöfnin Raheman-
jara, Raseta og Ravoahangy.
Þessir þrír menn voru upphafs-
menn og foringjar byltingartil-
raunarinnar á Madagaskar
1947. Þeir hafa verið í fangelsi
á Korsiku um tíu ára skeið, en
nú hefur þingskipuð nefnd lagt
til að þeir fái heimfararleyfi.
„Ró og friður“ hefur ríkt á
Madagaskar síðan frelsisbar-
átta þeirra var kæfð í blóöi
tugþúsunda haustið 1947. Og
fleira stuðlar að því að Mada-
gaskar hefur „gleymzt“. Eyjan
liggur utan alfaraleiða, verzl-
unin er svo til öll við Frakka
og' nýlendur þeirra, breitt sund
skilur eyjuna frá meginlandi
Afríku, og Madagaskarmenn
eru ekki af afríkönskum upp-
runa, heldur af Asíkyni. Eru
þeir ættaðir frá Melanesíu, Ind
óne&íu og' Polynesíu og tunga
þeirra er náskyld malajisku.
Innfæddir íbúar Madagaskar
eru um 5 milljónir, eða um 98
af hundraði af íbúunum.
Afgangurinn er Kínverjar,
Indiverjar og kringum 70 000
Frakkar. Stærsti kynflokkur
eyjarinnar er Hooarnir, sem
skipulagt höfðu stórt og vold1-
ugt konungsríki snemma á öld-
um, en það leið undír lok þegar
Frakkar brutu undir sig eyna
í lok síðustu aldar.
Madagaskarbúar krefjast
sjálfstjórnar eins og allar aðrar
nýlendur. Sumar láta sér nægja
hæga þróun í sjlálfstæðisátt, aðr
ar krefjast frelsis þegar í stað.
Madagaskar nýtur nú tak-
markaðrar siálfstjórnar. Eyj-
unni er skipt í sex svæði á
grundvelli hinnar gömlu ætt-
flokkaskipunar. Hvert svæði
hefur ráðgefandi samkundu og
í höfuðlborginni, Tananariva
hafur miðstjórn þessara þinga
aðsetur. Af hinum 54 fulltrúum
á samibandsþinginu í Tanana-
riva eru 27 hægfara þjóðfrels-
ismenn og 27, siem krefjast fulls
sjálfstæðis þegar í stað, — af
þeirn eru níu kaþólskir og átj-
án áhangendur jafnaðarmanna
og kommúnista. Allir fulltrú-
arnir eru þó fylgjandi náinni
samstöðu við Frakkland þótt
landið hljóti siálfstæði. Frökk-
um er því nauðugur einn kost-
ur að notfæra sér þann sam-
starfsanda, meðan hann er fyr-
ir hendi og rýmka svo uin
sjáNstæði Madagaskar, að þar
komi ekki til átaka.