Alþýðublaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 11
-Föstudagur 28. marz 1958.
AlþýSnblaSiS
11
seijari
óskast
f DAG er fösíudagurinn 28.
niarz 1958.
Slysavarðstofa KeyKjavfkur er
opin allan sólarhringinn. Nætur-
læknir L.R. kl. 18—8. Sími
15030.
Eftirtalin apótek eru opin kl
9—20 alla daga, nema laugar-
daga kl. 9—16 og sunnudaga lci
13—16: Apótek Austurbæjar
{sími 1Ö270), Garðsapótek (sími
34006), Holtsapótek (sími
33233) og Vesturbæjar apótek
(sími 22290).
Bæjarbökasafn Rtjykjaviknr,
Þingholtsstræti 29 A, sími
1 23 08. Útlán cpið virka daga
kl. 2—10, laugardaga 1—4. Les-
stofa opin kl. 10—12 og 1—10,
laugardaga kl. 10—12 og 1—4.
Lokað á sunnudögum yfir sum-
armánuðina. Útibú: Hólmgarði
34 opið mánudaga, miðvikudaga
'og föstudaga kl. 5—7; Hofsvaila
götu 16 opið hvern virkan dag
nema laugardaga kl. 6—7; Efsta
nundi 36 opið mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 5.30—
7.30.
FLUGFERÐIR
Flugfélag' Islands h.f.:
Millilandaflug: Hrímfaxi fer
til Glasgow og Kaupmannahaín-
ar kl. 08.30 í dag. Flugvélin er
væntanleg aftúr til Reykjavíkur
kl. 23.05 í kvöld. Flugvélin fer
",il Oslo, Kaupmannahafnar og
Hamborgar kl. 08.30 í fyrramál-
ið. — Innanlandsflug: í dag er
áætlað að fljúga til Akureyrar,
Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur,
Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju
bæjarklausturs og Vestmanna-
,eyja. — Á morgun er áætíað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir),
Blönduóss, Egilstaða, ísafjarð-
ar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja
og Þörshafúar.
Lcftleiðir h.f.:
Edda er væntanleg kl. 07.00
:i fyramálið frá New York. Fer
til Oslo, Kaupmannahafnar og
Hamborgar kl. 08.30. Hekla er
væntanleg kl, 18.30 á morgun
frá Hamborg, Kaopmannahöfn
og Oslo. Fer til New York kl.
21.00.
SKIPAFRETTIR
Dettifoss fer frá Turku 28.3.
LEIGUBÍLÁR
Blfrpiðasiö'S Síeindórs
Sími 1-15-80
Bifreiðastöð Reykjavíkur
Sími 1-17-20
SENDiBÍLAR
SendiMIastöðin Þrösiur
Sími 2-21-75
til Kaupmann'ahafnar og Réykja
víkur. Fjallfo'ss kom til Reykja-
víkur 21.3. frá Gautaborg. Góða
íoss fór frá Vestmannaeyjum 23.
3. til New York. Gullfoss fcr
frá Hamborg 26.3. til Gautaborg
ar og Kaupmannahafnar. Lagar-
foss fór frá Vestmannaeyium 26.
3. til London, Rotterdam og
Ventspils. Reykjafoss fór frá
Hamborg 25.3. til Reykjavíkur.
Tröllafoss kom til Reykjavíkur
22.3. frá New York. Tungufoss
fór frá Vestmannaeyjum 24.3.
til Lysekil og Gautaborgar.
Skipadeild S.I.S.:
Hvassafell fór frá Akranesi
26. þ. m. áleiðis til Rotterdam,
Arnarfell fór frá Akureyri 25.
þ. m. áléiðis til Rotterdam. Jök-
ulfell fór frá Keflavík 24. þ. m,
áleiðis til New Yorlc. Dísarfell
er í Reykjavík. Litlafell er í
Rendsburg. Helgafell fór frá
Hamborg 25. þ. m. áleiðis til
Reyðarfjarðar, Hamrafeli fór
frá Batum 18. þ. m. áleiðis iil
Reykjavíkur. Troja lestar sem-
ent í Álaborg til Keflavíkur.
Skipaútgerð rlkisins:
Hekla kom til Reykjavíkur í
gærkvöldi að austan. Esja er á
Vestfjörðum á norðurleið.----
Herðubreið er á Austfjörðum.
J. Magnús BJarnason:
Nr. 63
EiRIKUR HANSSON
Skáldsaga írá Nýja Skotlandi.
Skjaldbreið er á Húnaflóahöfn-
um. Þyrill er í Reykjavík. Skaft-
fellingur fer frá Reykjavík í dag
til Vestmannaeyja.
■—o—
Norrænafélagið efnir til
skemmtifundar í Tjarnarkaffi,
niðri í kvöld kl. 20.30. — Ávarps
orð: Magnús Gíslason. — Upp-
lestur. — Kvikmyndasýning. —
Dans. — Félagsmenn eru beðnir
að fjölmenna og taka með sér
gesti.
FUNDIE
Náttúrulækningafélag Reykja
víkur héídur aðalfund sir.n á
morgun kl. 4 í tluðspekifélags-
húsinu.
Frá Guðspckifélaginu. Fundur
verður í stúkunni Mörk kl. 8,30
í kvöld. Þar verður erindi, upp-
lestur, hljómleikar o. fl. Kaffi-
veitingar verða á eftir og gestir
velkomnir.
—o—
Syngjandi páskar verða kl. 3
á morgun í Austurbæjarbíói.
mig í hvert skipti, sem hann
sá mig. Eg tók líka fljótt eftir
því, að lögregluþj ónarnir
veittu mér sérstaka eftirtekt,
þegar ég var á ferð um göt-
urnar, einkum var það, þegar
götudrengirnir voru margir
nærri, eða þegar ég var þar á
ferð, sem mannmergð var
mikil. Og strax fyrsta daginn,
virtist mér, hver einasti lög-
reglúþjónn, sem ég mætti,
þékkja mig.
Eg hélt ekki kyrru fyrir, Eg
var alltaf á ferð og fiugi um
borgina frá einu horni til ann-
ars. Eg gekk fram á hverja
einustu bryggju, því að ég
hafði gaman af að sjá skipin
og horfa á, hvernig mennirnir
fóru að að áfferma þau. Eg
gekk í kringum herverkin á
hólnum, og horfði lengi á fall-
þyssurnar og hermennina, sem
voru á ferð fram og aftur.
Stundum gekk ég hringinn í
kring um hinn frœga lystigarð
borgarinnar og stóð öft lengi
við hverja rifu, sem ég sá
á garðinum, til að sjá það, sem
fram fór þar fyrir innan, en
aldrei eyddi ég penrngum fyrir
það að mega koma þar inn. Eg
gaf líka nákvæmar gætur að
varningnum í búðargluggun-
um. Sérstakiega stóð ég iengi
við gluggann á hinni svo-
nefndu „Sjö centa búð“. Allt,
sem þar var á boðstólum, kost-
aði aðeins sjö cents hver
hlutur. Mest var þar barna-
glingur og ýmis leikspil, og
oft var ég kominn á fremsta
hlúnn með að fara þar inn til
að kaupa eitthvað, en fátækt-
in bannaði það. Þó bar það
tvisvar við, að ég fór inn í
búð, sem var skammt frá „Sai-
lors Home“, og keypti ég þar
brjóstsykur fyrir eitt eent í
hvort skiptið. Eg gat ómögu-
lega stillt mig um það, því að
brjóstsykurinn, sem var til
sýnis í gluggakistunni, var svo
fallegur á að líta og girnileg-
ur og af svo mörgum tegund-
um, að enginn lítill drengur,
sem hafði haft fáein cent í
vasanum, hefði getað
horft á þá hrúgu, án þess að
fara inn í búðina og kaupa sér
nokkra mola.
Á þessari f^rð niinni u,m
borgina sá ég líka margt ógeð-
fellt. Eg kenndi í brjósti um
margan vesalings hestinn, sem
var horaður og meiddur, en
varð þó að pínast áfram fyrir
þungu æki og varð um leið
að þola ótal svippuhögg af
djöfli í mannsmynd. Eg kenndi
í brjósti um vesalings menn-
ina, þreytulega og dapra, sem
unnu áf kappi við uppskipun-
ina á bryggjunum, og máttu
ekki líta upp frá verkinu eitt
einasta augnablik, af því þeir
voru ekki sjálfs sín húsbænd-
ur. Og þó kenndi ég enn meira
í brjósti um hina, sem báðu ó-
aflátanlega um að mega þræla,
til að fá fáein cents, en fengu
ekki.
Eg kenndi í brjósti um vesa-
lings böi’nin, sem gengu um
göturnar berfætt og óhrein og
í ræflum, og sem voru auðsjá-
anlega svöng og ef til vill veik,
böra, sem virtust vera heim-
ilislaus og munaðarlaus, börn,
sem börðust fyrir tilveru sinni,
eins og bezt þau gátu, og lifðu
á molunum, sem hönd mann-
úðarinnar kastaði út á strætið
til þeirra, börn, sem höfðu ef
til vill aldrei heyrt hlýlegt
orð í sinn garð og fundu ó-
sjálfrátt til þess, að þeim var
ofaukið í mannfélaginu og áttu
þar ekki heima.
Eg kenndi í brjósti um
vesalings drengina, sem lifðu
af því að sverta skó á götun-
um, drengina, sem voru í ó-
hreinum druslum, teyjulausir,
vestislausir, með snærisspotta
fyrir axlarbönd, sokkalausir,
með bera fæturna í hörðum og
snúnum stígvélum af fullorðn-
um karlmönnum, í buxum,
sem oi’ðnar voru að smátætlum,
og sem í fyrstu höfðu verið
sniðnar á stóra menn, drengi
með óhrein andlit og enn ó-
hreinni hendur, drengi, sem ef
til vill áttu ekki annað heirn-
ili en sorphaug, eða sfconsu
undir einhverri bryggjunni,
eða tóma sírópsámu með fá-
einum hálmstráum í, sem átti
að heita sæng, drengi, sem
áttu ef til vill foreldra á lífi,
foreldra, sem börðu þá með
bareflum, ef þeir komu ekki
heim með peninga, sem nægði
til að borga fyrir eina mörk
af viskí eða pott af bjór,
drengi, sem aldrei höfðu lært
’ annað en það, sem var ljótt og
andstyggilegt, og sem aldrei
höfðu notið ylsins af móður-
ástinni og höfðu aldrei lært
að kalla neinn „pahba“.
Drengi, sem ekki vissu hvað
þeir sjálfir hétu og því síður
hvað gamlir þeir voru, drengi
sem litu tortryggnislega á
hvern, sem þeir mættu, — litu
á hvern, sem fram hjá þeim
með augnaráði hálf-
gekk,
hatursfullu qg Mlf-ótta-'
blöndnu, drengi, sem glottiii
eins og villimenn og spýttu
tóbakslög um tönn og töluðu
Ijót orð, drengi, sem þrátt fyrirj
allt og allt .áttu til innst í sál-
um sínum frækom hins góða
og g'öfuga. Þau frækorn lágii
að sönnu djúlpt niðri í klakan-
um qg sorpinu, en gátu þó
undurfljótt sprungið út og
leitt fram fögur blóm, bara
ef hlúð værj að þeim.
Eg kenndi í brjósti um vesa-
lings gömlu konurnar, sena
seldu aldini á torgum og gatnai
mótum, konur með silfurgrátt
hár og með mæðuörjn á vöng-
um og enni, kónur lotnar, og
lúnar, sem studdust við hækj-
ur og gátu aðeins hreýft sig
með sárustu erfiðismumum,
konur, sem eitt sinn höfðu ver
ið fríðar og blómlegar, sem
höfðu elskað og verið elskaðar,
en áttu nú engan að í hinnii
miklu veröld, áttu engan aðý
sem gæti séð fyrir þeim, á£
því að þær voru ekki lengur
ungar og blómlegar, heldur
orðnar að „glerbrotum á mann
félagsins haug.“
Eg kenndi líka sárt í brjósti'
um vesalings .mennina, sem
sátu þar, sem mest var um-
ferð, sátu þar allan liðlangam
claginn og báðu um peninga,
menn, sem voru blindir, eðaj
höfðu misst báða fætur eða
báðar hendur, eða vorui
krypplingar og höfðu örkuml.
Menn, sem einu sinni höfðu
verið hraustir, léttfærir og
kátir og boðið heiminum og
öllu, sem í honum var, byrgin,
en sem nú voru ósjálíbjarga
og daprir, — jafnvel hinn
minnsti ormur, sem skreið í
duftinu, var betur fær um að
afla sér fæðu, heldur en þessir
aumingjar, sem drógu fram
lífið á þeim fáu centum, sera
hinir hiartagóðu réttu að þeim.
Margt fleira átakanlegt sá
ég og heyrði. En innan um og
hringinn í kringum alla þessa
eymd og fátækt sá ég auðinn
og prjálið og alls konar unað,
Þegar ég var búinn að vera*
nokkra daga í „Sailörs Home'1
datt mér í hug að vita, hvort
ég gæti ekki ínnunnið mér
nokkur cents raeð því að selja
dagblöð. Eg sá daglega-mikinn
fjölda drengja vera að selja
blöð, og virtist mér þeim
ganga vel salan. Eg fór því
snemma einn morgun yfir að
prentsmiðju morgunblaðsins
..The Halifax Herald“ og
3
3
Zorin og Drago sáu að eitt af
loftskipum þeirra hafði verið
skotið niður. Þeim hafði
Um heppnast að flýja inn í ský,
en loftskip þeirra var s.amt illa
laskað. „Yið verðum að kom-
ast til Brunol,“ hvæsti Zorin,
„þú verður að koma skipinu til
Grunol,” sagði hann við flug-
manninn. En flugmaðurinn
hi'isti höfuðið. „Við verðum að
nauðlenda“ sagði hann.